Þjóðviljinn - 03.12.1975, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.12.1975, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 3. desember 1975. ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 7 Fjórir þingmenn Alþýðubandalagsins leggja til: Byggingarsjóður aldraðra sé gerður starfhæfur 100 króna skemmtanaskattur verði tekinn upp i þvi skyni Fjórir þingmenn Alþýöu- bandalagsins/ þeir Geir Gunnarsson, Helgi Seljan, Stefán Jónsson og Ragnar Arnalds, hafa lagt fram á alþingi frumvarp um breytingu á lögum um Byggingars jóö aldraðs fólks. I núgildandi lögum um Bygg- ingarsjóð aldraðs fólks er gert ráð fyrir þvi, að heimilt sé að lána úr sjóðnum allt að 20% fram- kvæmdakostnaðar við byggingu dvalarheimila eða ibúða fyrir aldraða. Einnig er heimilt að aðstoða aldrað fólk við kaup á eigin ibúðum með lánum, sem nema allt að 50% af kostnaðarverði ibúðanna. Tekjur sjóðsins hafa hins vegar verið svo naumar að hann hefur aldrei getað gegnt hlutverki sinu og engin lán hafa verið veitt til aldraðs fólks til kaupa á eigin ibúðum. Helsti tekjustofninn er 40% af ágóða happdrættis D.A.S. Heildartekjur sjóðsins voru árið 1974 aðeins 7 miljónir króna. í frumvarpi þingmanna A1 - þýðubandalagsins er gert ráð fyrir, að heimilt verði að lána úr sjóðnum allt að 40% kostnaðarverðs til byggingar dvalarheimila i stað 20% áður og að veðlán samhliða eða á undan láni úr Byggingarsjóði aldraðra megi einnig nema 40%, þannig að i heild gætu lánin numið 80% kostnaðarverðs. þingsjá Með öðru frumvarpi hafa sömu þingmenn jafnhliða lagt til ákveðna tekjuöflun i þessu skyni, sem er sérstakur 100 króna skatt- ur fyrir hvern mann, sem fær aðgang að veitinga- eða sam- komuhúsi, þar sem vinveitingar eru um hönd hafðar, án þess skemmtanaskattur sé greiddur samkvæmt öðrum ákvæðum laga þar um. Gert er ráð fyrir, að upphæðin hækki siðan samkvæmt skattvisi- tölu, og benda flutningsmenn á, að gera má ráð fyrir, að á árinu 1974 hefði slik upphæð numið samtals 65 miljónum króna, ef frumvarpið hefði þá verið orðið að lögum. 1 greinargerð með frumvarpinu um Byggingarsjóð aldraðs fólks segir m.a.: Biðlistarnir svo langir að ekki er tekiö við umsókn- um „Um það er ekki deilt, að flest aldrað fólk kýs að dveljast til ævi- loka á eigin heimili eða i samvist- um við börn sin, barnabörn og aðra sina nánustu. Sá hópur, sem á ekki kost á þessum lausnum, er þó æðistór, m.a. vegna þess að þvi hefur ekki verið sinnt sem skyldi að veita öldruðu fólki á eigin heimilum þá þjónustu frá stofnun, sem lengdi að marki þann tima, sem það gæti búið að sinu. Hlutskipti hinna öldruðu er þvi i rikum mæli að leita eftir þeirri aðhlynningu, sem veitt er i dvalarheimilum aldraðra. Slik þjónusta liggur þó ekki á lausu vegna geigvænlegs skorts á vist- rými á stofnunum, sem geta veitt slika þjónustu, jafnvel i þeirri mynd sem ódýrust er og óæski- legust, að vistmenn búa i fjölbýli með sjúkrahússniði. Skortur á rými i dvalarheimil- um fyrir aldraða er nú svo mikill að stærstu stofnanirnar, D.A.S. og elliheimilið Grund, hafa ný~ lega ákveðið að taka ekki við dvalarumsóknum vegna langra biðlista, sem ekki er unnt að sinna. 1 umsvifum „velferðarþjóðfé- lagsins” hafa málefni þess aldraðs fólks, sem verst er sett,orðið útundan. Á sama tima og byggð hafa verið 160 félags- heimili, viða höllum likust, viðs vegar um landið til þess að hinir yngri eigi kost á aðstöðu til fé- lagsstarfs og skemmtana, rikir i sömu sveitarfélögum neyðar- ástand i málefnum aldraðra. Lög sem sett voru árið 1973, þess efnis, að rikið skuli greiða 1/3 hluta kostnaðar við byggingu dvalarheimili fyrir aldraða, hafa orðið veruleg örvun til fram- kvæmda á þessu sviði. Þó þarf meira til. Sveitarfélögum og öðrum aðilum, sem hug hafa á fram- kvæmdum, reynist erfitt að út- vega fé til að greiða 2/3 kostnað- ar. Þessir erfiðleikar á útvegun fjár samhliða hinni brýnnu þörf á vistrými valda þvi einnig, að þeir, sem hefjast handa, hyllast til þess að velja þá lausn sem ódýrust er en óæskilegust, að byggja elliheimili sem eins konar geymsluskápa. Æskilegast væri að framkvæmdir gætu i rikara mæli verið með þeim hætti að Geir Gunnarsson gamla fólkið byggi i sérstökum ibúðum, en nyti aðhlynningar frá þjónustum iðstöð. ” Að gera sjóöinn hæfan til að gegna hlutverki sínu. I lokaorðum greinargerðarinn- ar segir: „Eins og áður er getið hefur Byggingarsjóður aldraðs fólks til þessa reynst ómegnugur að gegna hlutverki sinu. Markmiðið með flutningi þessa frumvarps er að bæta hér nokkuð úr. Um 70 miljón króna útlán sjóösins á ári (þ.e. núverandi tekjur að viðbætt- um þeim, sem frumvarpið gerir ráð fyrir) til byggingar dvaiar- heimila og ibúða fyrir aldraða svara til þess, að slikar fram- kvæmdir gætu numiðum 175milj. kr. á ári, auk framkvæmda á vegum D.A.S. Þær framkvæmdir yrðu fjár- magnaðar þannig: Framlag rikissjóðs 58 miljónir kr„ lán úr Byggingarsjóði aldraðs fólks 70 milj. kr., og fjármagn frá sveit- arfélögum eða öðrum aðilum 47 milj. kr.” 1, des, dagskrá stúdenta rœdd á alþingi: Fjárlaganna vegna verður að endurflytja dagskrána! sagði Guðmundur H. Garðarsson Ásíðari fundi Sameinaðs alþingis í gær kvaddi Guö- mundur H. Garðarsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins sér hljóðs utan dagskrár og kvaðst vilja koma þeim tilmælum á framfæri við útvarpsráð, héðan úr ræðustól á al- þingi, að dagskrá stúdenta við Háskóla Islands þann 1. des. s.l. yrði endurflutt í útvarpinu, og þá á tíma, þegar sem flestir gætu hlustað. Þetta taldi Guðmundur nauðsynlegt ekki síst vegna þess, að bráðlega ættu alþingismenn að taka mikilvægar ákvarðanir um það, hve miklu fjármagni skyldi ráðstafað á f járlög- um til Lánasjóðs íslenskra námsmanna og Háskól- ans!!! Guðmundur Garðarsson, kvaðst vilja minna á, að útgjöld til menntamála væru einn stærsti útgjaldaliðurinn hjá rikinu og það væru menntaskólarnir og Háskól- inn, sem væru kostnaðarsamast- ir. Hins vegar ættu skattborgar- arnir þess ekki kost, að fylgjast að jafnaði með þróun og þroska námsmanna svo sem æskilegt væri!! Og illu heilli hafi flestir „skattborgararnir” verið við vinnu þann 1. des., og þvi ekki getaðhlustað á dagskrá stúdenta. Guðmundur tók fram, að sjálf- ur hefði hann reyndar ekki heyrt dagskrána, „nema á skotspón- um”, þar sem hann hafi verið bundinn við nefndarstörf, en beiðnin um endurflutning væri borin fram að ósk fjölda manna, og með tilliti til komandi af- greiðslu fjárlaga. Nauðsyn bæri til að þingmenn og skattborgarar gætu kynnst af- stöðu stúdenta til borgaralegs þjóðfélags og afstöðunni til skatt- borgaranna, sem stæðu undir menntakerfinu. En með skattgreiðslum sinum Jónas Guðmundur H. vilji fólk stuðla að viðhaldi borg- aralegs þingræðis,og ekki nema rétt að það fái að kynnast afstöðu þess námsfólks, sem skattborg- ararnir brauðfæði. Jónas Árnason tók til máls i til efni af ræðu Guðmundar, og kvað það einkar athyglisvert, að Guð- mundur H. Garöarsson teldi brýnt að láta endurflytja dagskrá stúdenta alveg sérstaklega með tilliti til afgreiðslu fjárlaga. Það virtist sem sagt ekki fara neitt á milli mála að þingmaðurinn teldi, að róttæk afstaða stúdenta ætti að hafa áhrif á fjárveitingar til Háskólans og til Lánasjóðs námsmanna,og kvaðstvilja biðja Guðmund að tala hreint út, og segja þá, hvort þar ætti að vera um að ræða áhrif til hækkunar eða lækkunar fjárveitinga. Annars sagði Jónas, að sér sýndist, að tiltæki Guðmundar væri fyrst og fremst ætlað til að koma af stað skriðu lesendabréfa i Morgunblaðinu frá „húsmóður i Vesturbænum” eða fleiri slikum. Guðmundur H. Garðarsson lét spurningu Jónasar ósvarað, en sagðist hvergi hafa minnst á nið- urskurð!! Lögum stungið undir stól Aldraðir og öryrkjar látnir borga símgjöldin lfyrra var einróma samþykkt á alþingi frumvarp frá Magnúsi Kjartanssyni um að þeir i hópi aldraðs fólks og öryrkja, sem njóta uppbótar á elli- og ör- orkulifeyri verði undanþegnir afnotagjöldum fyrir sima. (Jr framkvæmd laganna hefur hins vegar bókstaflega ekkert orðið i höndum Haildórs E. Sigurðssonar, samgönguráð- herra, svo sem skýrt kom fram á alþingi I gær, er ráðherrann svaraði fyrirspurn frá Vilborgu Harðardóttur um þetta efni. I svari ráðherrans kom fram, að erfitt væri að afla upplýsinga um það, hversu margir i hópi þessara viðskiptamanna Trygg- ingastofnunarinnar hefðu sima, og hætta væri talin á misnotk- un!! Sagði ráðherrann, að Póst- og simamálastjóri teldi heppi- legast, að Tryggingastofnunin greiddi þessa upphæð, en sim- inn héldu öllu sinu. Það kom fram i máli ráðherrans, að sam- kvæmt upplýsingum frá Trygg- ingastofnun rikisins eru það 1930 einstaklingar og 273 hjón, sem njóta uppbóta á elli- og ör- orkulifeyri, en hins vegar alls ekki vitað, hve margt af þessu fólki hefur sima, og sagði Hall- dór kostnaðarsamt að rann- saka, hver fjöldinn sé. Vilborg Harðardóttir kvaðst þakka ráðherra svörin en greinilegt væri á þeim, að ekk- ert hafi verið gert og þvi frá engu að segja. Hún minnti á, hver væru kjör þess fólks, sem málið snertir, en ellilifeyrir með tekjutryggingu er nú innan við 30.000,- krónur á mánuði hjá einstaklingum. Um hugsnalega tekjurýrnun Pósts og sima vegna fram- kumdar laganna, væri einnig á það að lita, að stofnunin gæti vissulega ekki vænst þess, að hafa tek jur af þéim öryrkjum og gamalmennum, sem teldu sig alls diki hafa efni á að hafa sima nú og voru þvi simalaus, þrátt fyrir brýna nauðsyn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.