Þjóðviljinn - 03.12.1975, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 3. desember 1975.
Kjaramál
námsmanna
í ólestri
22.-23. nóvember sl. var haldin i
Arnagarði ráðstefna 12 náms-
mannasamtaka um ýmis kjara-
mái námsmanna. Bar þar hæst
námlánin, eins og er að vænta
eftiratburðisiðustu vikna. Einnig
var mikið fjallað um fagmenntun
(verkmenntun) og þann slæma
aðbúnað sem hún verður nú að
þola. A ráðstefnunni voru fulltrú-
ar hinna ýmsu hópa 3600 umsækj-
enda um námslán. en heildar-
fjöldi félaga i þessum 12 náms-
mannasamtökum er á 9. þúsund.
Þá mættu á ráðstefnuna fulltrú-
ar frá ASI og BSRB og urðu f jórar
umræður um samskipti náms-
manna og verkalýðs. Voru menn
einhuga um gildí áframhaldandi
samstarfs og samstöðu náms-
mannahreyfingar og verkalýðs-
hreyfingar.
A ráðstefnunni varð nær alger
samstaða um allar þær ályktanir
sem þar voru samþykktar. Fara
þær hér á eftir:
Ályktun un
fjárlög 1976
Undanfarnar vikur og mánuði
hefur þvi svo mjög verið slegið
upp i fjölmiðlum rikisstjórnar-
innar að fjárþörf lánasjóðs is-
lenskra námsmanna hafi vaxið
gifurlega á nokkrum árum og
jafnframt að nú keyri um þver-
bak, þvi aö fjárþörf sjóðsins sé
tvöfalt hærri en i fyrra. 1 þessum
lærvisa áróðri er þess hvergi
getið, að i raun hafi þarna verið
um að ræða sömu skuldbindingar
gagnvart námsmönnnum og
undanfarin ár, þ.e.a.s. að lánað sé
út á 83% af umframfjárþörf að
meðaltali. Hækkun á fjárþörf
sjóðsins hefur þvi aðeins verið
ágætis mælikvarði á þá óðaverð-
bólguþróun og gengishrun sem
rikt hefur i landinu undanfarin 2-3
ár. Samkvæmt framansögðu
hefði hækkunin á fjárlögum nú átt
að vera i kring um 50-60% á fjár-
lagaárinu 1975, en reynist vera
u.p.b. 90-100%. Ástæðan er sú, að
við afgreiðslu fjárlaga i fyrra var
ákveðið að L.I.N. ætti að veita
sömu fyrirgreiðslu og árið áður
og samkvæmt þvi hefði lánasjóð-
urinn þurft að fá um 1.000
milljóna króna fyrirgreiðslu, en
fékk aðeins 820 milljónir, sem var
I algerri mótsögn við yfirlýsta
ákvörðun rikisstjórnarinnar þá.
Ef fjárlögin 1975 hefðu verið eðli-
lega unnin, hefði fjárþörfin numið
um 1485 millj. til að halda
óbreyttu ástandi, i stað þess að
vera um 1670 miljónir og hefði þá
hækkunin á milli ára verið eðli-
leg. Þvi ætti það að vera ljóst, að
það eru gamlar syndir rikis-
stjórnarinnar eða réttara sagt
gömul fölsk fjárlög sem er ástæð-
an fyrir þessari óeðlilegu hækk-
un. Nú ætlar rikisstjórnin að bæta
gráu ofan á svart og leggur fram
nýtt fjárlagafrumvarp sem þver-
brýtur öll lög um Lánasjóðinn
og er þvi ekki að furða, þótt virð-
ing fólksins i landinu fyrir lögum
og reglum sé litil, þegar handhafi
framkvæmdavaldsins þverbrýtur
sjálfur þessi lög, sem sett hafa
verið af Alþingi islendinga.
I bókun, sem samþykkt var á
rikisstjórnarfundi þann 13.
nóvember sl. segir, að það sé
stefna rikisstjórnarinnar að öll-
um sem geta og vilja, verði gert
kleift að stunda nám án tillits til
efnahags. Falleg orð og fögur
fyrirheit, en hingað til hefur
stefna þessarar rikisstjórnar
verið þveröfug, eins og allar
gerðir hennar hafa sýnt, sbr.
haustlánin og fjárlögin og hefur
þetta þegar haft þau áhrif að
námsmenn eru farnir að hrökkl-
ast frá námi af efnahagsástæðum
einum saman. Því hljómar þessi
stefnuyfirlýsing sem argasta
háðsyrði og öfugmæii. En ef svo
óliklega vildi til að rikisstjórnin i
raun meini það, sem hún segir,
vill ráðstefnan benda á að eftir-
farandi þættir eru nauðsynlegir
til þess að fyrrgreind stefna kom-
ist i framkvæmd:
1. Að gert verði ráð fyrir 100%
umframfjárþörf við úthlutun
lána.
2. Að leyst verði úr vandamálum
þeirra skóla, sem nú eru ekki
inni i lánakerfinu, eða aðeins að
hluta, meðan ekki hefur verið
gengið frá nýrri lagasetningu
um námslán.
3. Að við kostnaðarmat verði
farið eftir kostnaðarkönnun,
sem gerð var á vegum L.t.N.
1973.
Auk þess vill ráðstefnan þegar i
stað fá skýr svör frá viðkomandi
ráðherrum, hvort skilja beri bók-
un rikisstjórnarinnar frá 13.11. ’75
þannig að það sé gert að skilyrði
fyrir hliðstæðri fyrirgreiðslu
námslána á þessu skólaári að
endurskoðun laganna hafi farið
fram og verið samþykkt. Ef svo
er, er um að ræða grófa fjárkúg-
un, sem ráðstefnan vitir harðlega
og námsmenn munu ugglaust
svara þvi á viðeigandi hátt, þegar
málin liggja ljóst fyrir.
Jafnframt vill ráðstefnan
benda á orð menntamálaráð-
herra, að það sé ekki rétt að
tengja endurskoðunina beint við
fjárlagaafgreiðslu þessa árs, þvi
þá sé verið að vinna eftir lögum,
sem ekki eru til ennþá.
Ályktun um endurskoðun
laga um námslán og náms-
styrki
Ráðstefnan leggur á það
áherslu að endurskoðun laga um
námslán og námsstyrki verði
Iokið eins fljótt og unnt er, en
varar jafnframt við þvi að augna-
blikserfiðleikar rikissjóðs verði
látnir ráða framtiðarstefnumótun
i þessu mikilvæga máli. Ráð-
stefnan telur að ekki eigi að vera
ágreiningur um eftirfarandi
markmið:
1. Fyrirkomulag opjnberrar
námsaðstoðar miðist við, að
öllum einstaklingum verði gert
kleift að hagnýta sér rétt sinn
til þeirrar framhaldsnienntun-
ar, sem þeir hafa hæfileika og
löngun til.
2. Allir þeir hópar, sem nú njóta
námslána i einhverri mynd
verði settir við sama borð og
njóti sömu kjara.
3. Með útvikkun á starfsviði LÍN
verði komið á jafnræði milli
allra námsmannahópa á
sambærilegum stigum fram-
haldsnáms.
1 ljósi þess að langskólanám
leiðir oft til hærri launa að námi
loknu en tiðkast meðal
ólangskólagenginna manna,
telur ráðstefnan að náms-
aðstoð eigi einkum að vera
i lánaformi. Þegar tekið er tillit
til þess að langskólanám leiðir
ekki ávallt til hærri launa, telur
ráðstefnan eðlilegt að hluti náms-
aðstoðar verði óendurkræfur. 1
þessu felst sá skilningur að
menntun sé þjóðfélagsleg
nauðsyn og þvi beri samfélaginu
að viðurkenna framlag einstakl-
ingsins á þessu sviði. Bendir ráð-
stefnan á þau kjör sem fram-
haldsmenntað fólk nú nýtur eftir
að það kemur út i atvinnulifið, eru
mjög mismunandi eftir stéttum
og starfsgreinum, án þess að þar
liggi endilega að baki mismun-
andi mikilvægi viðkomandi starfa
fyrir þjóðfélagsheildina. Við mat
þess, hvaða hluti námsaðstoðar-
innar skuli vera óendurkræfur,
ber fyrst og fremst að taka tillit
til þessarar staðreyndar.
Þess vegna lýsir ráðstefnan
fullum stuðningi við tillögur
kjarabaráttunefndar, sem fela i
sér að endurgreiðslur námslána
skuli vera i hlutfalli við tekjur og
endurgreiðslugetu að öðru leyti
að námi loknu. Þannig myndu há-
tekjumenn greiða námsaðstoðina
til baka i fullu raungildi, en menn
með lægri tekjur minna, eða jafn-
vel ekkert i þeim tilfellum að
tekjur nægðu vart til framfærslu.
Loks bendir ráðstefnan á, að
við þá breytingu, sem orðin er á
skattakerfinu hér á landi, þ.e.a.s.
aukningu óbeinna skatta á kostn-
að hinna beinu, eru námsmenn
orðnir skattgreiðendur i rikara
mæli en áður var. Má áætla laus-
lega að um þriðjungur af öllum
útgjöldum námsmanna á íslandi
renni beint i rikiskassann i formi
söluskatts, vörugjalds, tolla o.fl.
Hins vegar nam opinber námsað-
stoð á s.l. ári um 50% af sömu út-
gjöldum námsmanna. Hægt er að
benda á hliðstæða þróun varðandi
aðra þjóðfélagshópa, sem sækja
verða lifeyri sinn til opinberra
aðila, s.s. öryrkja og ellilifeyris-
þega.
Leggur ráðstefnan • til að
endurskoðunarnefndin athugi
hvernig haga megi þannig til að
þessi skattheimta af námsmönn-
um renni öll til Lánasjóðs is-
lenskra námsmanna.
Ályktun um samstööu
námsmanna og verkalýös
Samstaða verkalýðs og náms-
manna á forsendur i sameiginleg-
um hagsmunum. Aorðin kjara-
skerðing vinnandi alþýðu og yfir-
vofandi skerðing á námslánum á
hvort tveggja rætur i efnahags-
kreppu efnahagslifsins. Skerðing
kaupmáttar launa bitnar á náms-
mönnum sem langflestir verða að
reiða sig að miklu leyti á vinnu-
tekjur i leyfum. Skerðing náms-
aðstoðar bitnar á láglaunafólki,
sem ekki getur kostað börn sin
til mennta.
Samstaða verkalýðs og náms-
manna hlýtur að markast af
gagnkvæmum stuðningi i baráttu
sem er beggja hagur. Jafnframt
hlýtur hún að markast af sam-
eiginlegu markmiði sem er þjóð-
félag jafnaðar og réttlætis,þjóðfé-
lag sósialismans.
Námsmenn mega ekki láta það
nægja að styðja verkalýðsbaráttu
i orði. Ekki má gleyma þvi að i
daglegum störfum slnum er
menntamaðurinn þátttakandi i
stéttabaráttunni og oft er honum
beitt sem tæki auðstéttarinnar,
einatt undir yfirskyni „hlutlægr-
ar, óháðrar þekkingar”. Ætli
námsmaðurinn að vera heill i
samstöðu sinni með verkalýðn-
um, verður hann áð vera þess
megnugur að snúa þessu tafli við,
þ.e. að nýta sérþekkingu sina i
þágu verkalýðsins og hagmuna
hans. Þvi er þhð nauðsynlegt að
námsmenn átti sig á þjóðfélags-
legu samhengi menntunar sinn-
ar og framtiðarstarfa til að ger-
ast virkir bandamenn verkalýðs-
ins i baráttu fyrir réttlátara þjóð-
félagi.
Ályktun um verkmenntun
Ráðstefnan telur að sá vandi
sem fagskólar eigi við að striða sé
skilningsleysi ráðamanna þjóðar-
innar á gildi fagmenntunar fyrir
þjóðarhag. Þetta skilningsleysi
kemur fram i fjárveitingum
rikisvaldsins til fagskóla á
undanförnum árum.
Ráðamenn verða að gera sér
ljóst að forsenda frekari þróunar i
undirstöðuatvinnugreinum er að
miklu betur sé búið að aðstöðu
fagnáms i landinu. Minna má á að
þeir atvinnuvegir sem fyrir eru i
landinu eru ekki færir um að taka
við þvi aukna vinnuafli sem á
næstu árum mun koma út i at-
vinnulifið og þvi ber að efla
innlendan iðnað, sérstaklega á
sviði fullvinnslu sjávarafurða og
landbúnaðarafurða.
Nauðsyn ber til að endurskipu-
leggja kennslu i fagskólum. Aukið
fjármagn til fagmenntunar er al-
gjör forsenda þess að unnt sé að
ráða sérmenntaða kennara i fast-
ar stöður og skapa nemendum
viðunandi starfsskilyrði. Semja
þarf námsskrá fyrir hverja
kennslugrein. Varast ber blind-
götur i fagnámi sem komi i veg
fyrir frekara nám, hafi fagnemi
hug á.
Ráðstefnan telur óhæfu að fag-
námsnemar setji ekki við sama
borð og þeir nemar, er stunda
nám á háskólastigi, hvað varðar
námslán og námsstyrki. Ráð-
stefnan krefst þess að þetta mis-
rétti verði þegar leiðrétt.
...samstarf og samstaöa náms-
manna og verkalýðshreyfingar
...verkmenntun verður að endur-
skipuleggja frá grunni