Þjóðviljinn - 03.12.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.12.1975, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 3. desember 1975".ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Tyrkland: - A mótum austurs og vesturs Þessa dagana sitja banda- riskir embættismenn stifa fundi með tyrkneskum kollegum sfn- um. A dagskrá þessara funda eru deilur ríkjanna út af vopna- sölubanni þvi sem bandariska þingið setti fyrir u.þ.b. ári á tyrki vegna innrásar þeirra á Kýpur. Tyrkir svöruðu með þvi að taka yfirstjórn þeirra rúm- lega 20 bandarisku herstöðva sem i Tyrklandi eru i sinar hendur. Bandarikjastjórn er mjög i mun að bæta sambúðina við tyrki og helst vill hún koma henni i sama horf og var á tim- um kalda striðsins en þá fyrir- fundust vart auðsveipari fylgis- menn hennar i heiminum. En bandariska þingið er tortryggið og ræður mestu um afstöðu þess frammistaða hinna ýmsu þrýstihópa svo beitt sé tisku- orði. Þar eru fremstir i flokki griskættaðir bandarikjamenn sem eru fjölmennir og áhrifa- miklir en einnig hafa þingmenn miklar áhyggjur af valmúarækt tyrkja. Valmúinn, sem tyrkn- eskir bændur rækta i miklu magni, hefur löngum verið ein helsta uppspretta heróinsins Suleyman Hemirel sem tröllriður bandariskum skuggahverfum sem eru æði- mörg. Áhugi stjórnarinnar á bættri sambúö við tyrki er á hinn bóg- inn auðsk. ef litið er á landa- bréfið. Frá stöðvum bandar. hersins i Tyrklandi má hafa ná- iðeftirlit með öllum hreyfingum sovéska flotans inn og út úr Svartahafi (og jafnvel loka þeirri leið ef i hart fer). Þar hef- ur CIA einnig komið sér vel fyrir i þvi skyni að hlera sovésk fjarskiptasambönd, og ratsjár bandarikjamanna skyggnast langt inn fyrir landamæri So- vétrikjanna. Loks liggur Tyrk- land mjög nærri hinum oliuauð- uga Arabiuskaga og upplandi hans og þvi tilvalið að brúka herstöðvar þar til skyndiárása þeirra sem Kissinger hefur hót- að ef til þess kemur að banda- rikjamönnum finnst að sér kreppt eða auðhringum sinum. Stjórnin hefur þvi lagt hart að þinginu að slaka til gagnvart tyrkjum. Fram að þessu hefur það ekki borið annan árangur en þann að i siðasta mán. samþ. þingið að leyfa tyrkjum að sækja vopn að andvirði 185 milj- ónir dollara sem þeir höfðu þeg- ar greitt en voru fryst inni. Það hefur ekki mátt heyra minnst á neinskonar hernaðaraðstoð eða lánafyrirgreiðslu til vopna- kaupa. I siðasta mánuði lagði Ford forseti fram frumvarp að lögum um hernaðaraðstoð við erlend riki. Þar fer hann fram á að veita tyrkjum slika aðstoð sem nemur 75 miljónum dollara og lána þeim til viðbótar 130 miljónir til vopnakaupa. Er nú bitist um þetta i þingsölum Washington. Otiuauöurinn heillar Eins og áður segir var um langt árabil leitun á jafn sauð- tryggum bandamönnum Bandarikjanna i heiminum og tyrkir voru. Til marks um það má nefna að tyrkir sendu her- menn til að berjast við hlið bandariska hersins i Kóreu- striðinu. A undanförnum árum hefur þetta þó verið að breytast og eftir að tyrkir gerðu innrásina á Kýpur fór mikill kuldahrollur um Nató sunnanvert. Siðan hafa tyrkir farið að skyggnast eftir bandamönnum og þó sér i lagi fjármálamönnum i suðri og austri. Þeir hafa t.d. reynt að bæta sambúð sina við riki araba með þvi m.a. að styðja tillögu þeirra um að fordæma sionisma sem kynþáttastefnu. 1 staðinn vilja þeir á pólitiska sviðinu fá stuðning araba við stefnu sina i Kýpurdeilunni. Þessi tengsl eru þó enn meira áberandi á efnahagssviðinu. Þar hafa tyrkir eins og mörg önnur oliusnauð riki reynt að krækja sér i oliudollarana. Hef- ur þeim orðið nokkuð ágengt i þeim efnum. Biilent Ecevit Eftir að bandarikjamenn settu þá i vopnasölubann gerðu þeir samning við stjórn Libýu um lán til kaupa á itölskum her- flugvélum. Tyrkir hafa enn- fremur látið Libýu i té tækni- lega aðstoð við hafnargerð i Tripoli og samþykkt að taka til athugunar sameiginlega fram- leiðslu rikjanna á vopnum. Tyrkir hafa einnig samið við stjórnina i Irak um lagningu 800 kilómetra langrar oliuleiðslu um tyrkneskt landssvæði svo ir- akar geti komið oliu sinni á vestrænan markað. Er sú sam- vinna metin á 750 miljónir doll- ara. í siðasta mánuði var svo undirritaður samningur við stjórnina i íran þar sem hún skuldbatt sig til að byggja fyrir tyrki höfn, samgöngumannvirki og matvælaverksmiðju að verð- mæti 1,2 miljarðar dollara. Allt þetta hefur valdið banda- risku stjórninni ómældum á- hyggjum og nagandi ótta við að enn einn bandamaðurinn sé að svikjast undan merkjum. Þó kastaði fyrst tólfunum þegar það var upplýst fyrir nokkrum vikum að sjálfir sovétmenn hefðu heitið tyrkjum láni að upphæð 6—700 miljónir dollara til kaupa á vörum og fram- leiðslutækjum i Sovétrikjunum. Austur eöa vestur? 1 Tyrklandi hafa þær raddir orðið æ háværari upp á siðkastið að það geti reynst tyrkjum skaðlegt að vera algerlega upp á eitt riki komið i varnar- og hermálum. — Þetta er allt kom- ið undir samningamakki og prútti og Bandarikin virðast eiga auðveldara með að semja við Moskvu en Ankara. Þvi eig- um við að hafa augun á Moskvu ekkert siður en Washington, segja menn. Inn i þetta spila svo fornar og nýjar deilur ihalds- samra fylgismanna Múhameðs spámanns og þeirra sem — eins og Mustafa Kemal Ataturk, sem nefndur hefur verið faðir Tyrk- lands nútimans — vilja að tyrkir snúi sér til vesturs. Reyndar hafa tyrkir verið að snúa sér i vestur undanfarna hálfa öld. Og siðasta áratug eða svo hafa þeir reynt allt hvað af tekur að koma sér upp vstrænu velferðar- og neysluþjóðfélagi. Iðnvæðing hefur verið geysi- mikil að undanförnu i landinu og stjórnvöld hafa sett sér það mark að árið 1992 verði hún orð- in það mikil að tyrkir geti sótt um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu á jafnréttisgrundvelli. En sá hængur er á iðnvæðing- unni að hún nær enn sem komið er aðeins til vesturhluta lands- ins. Þangað hafa þeir beint fjárstraumnum og lagt hann i mikil iðjuver og ómældan lúxus yfirstéttarinnar. Austurhlutinn er á hinn bóginn litið betur staddur en hann hefur verið um aldir. Þar er ólæsi talið nema 80%, ár eru flestar óbrúaðar og i borginni Bitlis sem telur 180 þúsund ibúa er einn læknir. Af 30 þúsund sveitaþorpum hafa aðeins 3.600 rafmagn og fæst börn eiga þess kost að ganga i skóla. Þótt vesturhlutinn taki mikil stökk fram á við á efnahags- sviðinu er þeim gæðum sem til verða siður en svo réttlátlega skipt. Rikasti fimmtungur landsmanna halar inn 57% þjóðarteknanna á meðan sá fá- tækasti má láta sér nægja 4,5%. Atvinnuleysi er talið ná til milli 13 og 20 af hundraði verkfærra manna og fer ástandið versn- andi þar eð stór hluti þeirra 800 þúsund verkamanna sem leitað hafa til Vestur-Evrópu eftir vinnu undanfarin ár er nú á heimleið vegna samdráttar þar. Herinn hefur gaman af pólitík Þetta vandræðaástand hefur leitt til vægrar vinstrisveiflu i stjórnmálum landsins. Bulent Ecevit sem var forsætisráð- herra landsins þegar innrásin var gerð á Kýpur varð að visu að vikja úr þvi sæti en flokkur hans sem er hægfara sósial- demókratiskur til vinstri við miðju tyrkneskra stjórnmála er nú stærsti flokkur landsins. Meðal stúdenta gætir vaxandi ólgu og um þessar mundir er helmingur háskóla landsins lok- aður ýmist vegna baráttugleði róttækra i hópi stúdenta eða andsvara hægrisinnaðra yfir- valda gegn þeim róttæku. Það sem af er árinu hafa 12 stúd- entar að þvi er talið er fallið i átökum við lögreglu eða hægri- sinna. Ýmsir spá þvi að vegna þess efnahagslega misréttis sem rikir i landinu og hefur aukist eftir að kreppan tók að herja á auðvaldsheiminn eigi róttækum öflum eftir að vaxa fiskur um hrygg á næstunni. En viðbúið er að ef áfram stefnir til vinstri muni herinn skerast i leikinn. Tyrkneski herinn er sá öflugasti i Nató að þeim bandariska frá töldum, telur tæpa hálfa miljón hermanna. Hann hefur lika ver- ið ófeiminn við að taka ráðin af stjórnmálamönnunum ef þeir eru honum ekki að skapi. Tvi- vegis á sl. 15 árum hefur herinn sett kjörnar rikisstjórnir af og tekið völdin. 1 bæði skiptin hefur hann dregið sig i hlé eftir að röð og regla var komin á hlutina. En hvort hann treystir sér til að standa berskjaldaður án banda- risks stuðnings i ótryggum heimi skal ósagt látið. — ÞH (byggt á Time) Greiðsluþrot New York Frá sumarmálum hefur New York-borg verið á vonarvöl. Borgin hefði meira að segja komisti greiðsluþrot um miðjan september, ef New York-riki hefði ekki heitið henni um 2.230 miljóna dollara fyrirgreiðslu i ýmsu formi fram til 1. desem- ber nk., og aftur um miðjan október og ef ýmis stéttarfélög og fleiri aðilar hefðu ekki lánað borginni um 450 miljónir doll- ara. Fjárhagsáætlun borgarinnar varpar ljósi á eðli vanda henn- ar. Á fjárhagsárinu voru útgjöld borgarinnar áætluð um 800 miljónir dollara umfram tekjur hennar. (Hallinn á fjárlögum Bandarikjanna á fjárhagsárinu mun hins vegar vera um 70 milljarðar dollara.) Útgjöld borgarinnar á fjárhagsárinu munu alls nema 12,4 miljörðum dollara. (Tekjur rikissjóðs Bandarikjanna hins vegar um 350 miljörðum dollara.) Helstu liðir útgjaldanna eru þessir: tryggingamál um 3,4 miljarðar dollara, (en stærsta hluta kostnaðarins af þeim greiðir samt rikissjóður Bandarikj- anna, 46%, og New York-rlki að auki 25% hans); fræðslumál um 3,0 miljarðar dollara, vextir og afborganir af lánum um 1,6 miljarðar dollara, heilbrigðis- mál um 1,1 miljarður dollara, löggæsla um 0,9 miljarðar doll- ara, eldvarnir um 0,4 miljarðar dollara, og umhverfismál um 0,3 miljarðar dollara. Greiðsluvandi borgarinnar á sér ýmsar orsakir. — Meginor- sök hans mun þó vera flutningur fólks úr borginni og brottflutn- ingur fyrirtækja. Bjargálna fólk hefur tekið sér heimilisfestu i nálægum bæjum, þótt það stundi áfram atvinnu i borginni. Fátækt fólk, að talsverðum hluta þeldökkt, hefur flust til borgarinnar i atvinnuleit frá suðurrikjunum og öðrum lands- hlutum. Um leið hefur borgin enn sem fyrr verið það hlið, sem mikill hluti innflytjenda til Bandarikjanna hefur farið um, en á siðustu árum hafa þeir aðallega komið frá Puerto Rico. Sagt er, að i fyrstu kosti hver þeirra borgina að meðaltali um 1.000 dollara á ári. Mjög óhag- felldur hefur borginni verið brottflutningur fyrirtækja til minni bæja, þar sem lóðir eru ódýrari og olnbogarúm meira. Tekjur borgarinnar, aðallega útsvör, aðstöðugjöld og fast- eignaskattur, hafa rýrnað af þessum sökum. Ennfremur hef- ur „vinnuplássum” hjá fyrir- tækjum i borginni fækkað um 250.000 frá 1963 til 1973 og aftur um 115.000 frá miðju ári 1974 til miðs árs 1975. Aftur á móti fjölgaði fólki i vinnu hjá borg- inni sjálfri um 136.000 frá 1963 tul 1973.Þá er þess að geta, að vinnulaun i New York eru yfir- leitt há, einhver hin hæstu i Bandarikjunum og borgar- starfsmanna þá jafnframt, svo að rekstur borgarinnar er til- tölulega dýr. Kreppan, samdrátturinn i at- vinnulifi Bandarlkjanna, sem hófst fyrir tveimur árum hefur dregið fjárhagsvanda borgar- innar fram i dagsljósið. Á undanförnum árum hefur borg- in tekið lán til að greiða vexti og afborganir af fyrri lánum. Af þeirri ástæðu, i orði kveðnu að minnsta kosti, lýstu lána stofnanir borgina ótryggan skuldunaut 1. april i vor. Fyrir bra gðið gat borgin aðeins fengið ný lán i sumar með þvi að greiða hærri vexti en áður. I samráði við forráðamenn New York-rikis gekkst borgarstjóm in fyrir, að sett var upp skulda- skilanefnd fyrir borgina, og veitir henni forstöðu Felix Rohatyn, einn stjórnarmanna bankans Lazard Freres. Að til hlutan skuldaskilanefndarinnar settu ýmsar peningastofnanir á fót lánasamlag, Municipal Assistance Corporation, til að hafa milligöngu um útvegun lána til borgarinnar. Skuldaskilanefndin hefur að auki lagt fyrir rikisstjóra New York-rikis tillögur um sparnað og niðurskurð i rekstri borgar- innar. Leggur nefndin til, að starfsmönnum borgarinnar verði fækkað, eftirlaun gamalla borgarstarfsmanna lækkuð og dregið úr atvinnulegum fram kvæmdum á vegum borgarinn ar. Gagnrýnendur tillagna nefndarinnar halda þvi fram, að 20% starfsfærra manna i borg inni kunni að verða án vinnu á næsta ári, ef þær koma til fram kvæmda. Rætt mun lika um, að Hfeyrissjóðir borgarstarfs- manna og fleiri starfsstétta láni fé til borgarinnar. Laga breytingu mun þó þurfa til slikra lánveitinga. A þjóðþingi Bandarlkjanna hefur mikið verið rætt um fjár þröng og yfirvofandi gjaldþro New York-borgar. úrræði þess verða sennilega ábyrgð rikisins á skuldabréfum borgarinnar. Sú rikisábyrgð mun þó verða skil yrðum bundin. Eitt þeirra mun verða umbreyting stuttra lána borgarinnar i miðlungi löng lán (þ.e. ekki skemmri en til 5 ára) Annað mun verða lækkun eftir launa fyrrverandi starfsmanna borgarinnar oghið þriðja eftirlit rikisins með fjármálum borgar innar. Þjóðþingið mun jafnfram hafa á prjónunum að breyta svo lögunum um gjaldþrot, að borg ir með 1 miljón ibúa eða fleiri geti lýst sig gjaldþrota án þess að þurfa til þess heimild meirihluta lánardrottna sinna (Lánardrottnar New York-borg ar munu vera um 160.000.) For seti Bandarikjanna hefur verið þinginu óþjáll i málum New York-borgar (og beitt eitt sam þykkt frumvarp þess neitunar valdi),en ýmislegt bendir til, að saman dragi nú með þeim. HJ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.