Þjóðviljinn - 03.12.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.12.1975, Blaðsíða 2
.2 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 3. desember 1975. Aldarafmœli austuríska skáldsins Rainer Maria Rilke verður haldið hátiðlegt fimmtudaginn 4. des. 1975 i Auditorium á Hótel Loftleiðum fyrir alla þá sem vald hafa á þýskri tungu og áhuga á kvæðum. Engin börn. ÚTBOÐ Kröflunefnd óskar eftir tilboðum 1 mál- virki (handrið, stigar, ristar) i stöðvarhús Kröfluvirkjunar S-Þingeyjarsýslu. útboðsgögn verða afhent i verkfræðistofu vorri, Ármúla 4, Reykjavik, gegn3 þúsund kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðviku- daginn 14. janúar 1976 kl. 11 f.h. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN sf ÁRMÚU 4 REYKJAVlK SlMI 84499 Til styrktarmanna Alþýðubandalagsins Þeir styrktarmenn Alþýðubandalagsins, sem enn hafa ekki greitt framlag sitt fyrir árið 1975, eru minntir á að koma á skrif- stofu flokksins eða senda greiðslu sem fyrst. Alþýðubandalagið. Stefnuskrá Alþýðubandalagsins Fæst á skrifstofum flokksfélaga um allt land. Stefnuskráin er greinargerð um fræðileg- an grundvöll flokksins og afstöðu hans til vandamála þjóðfélagsins. Allir þeir sem vilja fræðast um þjóðfé- lagsmál á íslandi þurfa að lesa Stefnuskrá Alþýðubandalagsins. Alþýðubandalagið. HÚSEIGENDUR, HÚSBYGGJENDÚR 0 Hverskonar rafverktakaþjónusta. Nýlagnir ^ Viðgeröir á gömlum iögnum — setjum upp lekarofavörn 1 eldri hús. RAFAFL Vinnufélag rafiðnaðar- manna Barmahlíö 4 Diirn Dyrasfmauppsetning. r\( Kynnið ykkur afsláttarkjör Rafafls svf.- sérstakur sfmatimi miili kl. 1-3 daglega. Móðir okkar Guðlaug Jónsdóttir Hléskógum við Vatnsveituveg andaðist i Borgarspltalanum 2. desember Börnin. Höfuðbólið og hjáleigan í útvarpinu Fimmtudagsleikrit útvarps- ins er „Höfuöbólið og hjáleig- an” eftir Sigurð Róbertsson. Leikstjóri er Gisli Halldórsson. Höfundur hefur samið sjö leikrit sem flutt hafa verið eða prent- uð. Þrjú þeirra hefur útvarpiö flutt: Dimmurborgir, Storminn og Mold. „Höfuðbólið og hjá- leigan" fjallar á gamansaman háttum baráttuna milli góðs og ills. Drottinn, Lúsifer, Gabriel erkiengill, Adam og Eva eru meðal „persóna” í leikriti Sig- urðar. &4S grœðir Stjórn SAS tilkynnti fyrir skömmu, að hagnaður félagsins hefði numið 70 miljón sænskum krónum á seinasta reikningsári félagsins, sem lauk 30. septem- ber s.l. Af þessari fjárhæð skil- uðu dótturfyrirtækin 7.8 m.s.kr. hagnaði. Eins og kunnugt er hefir SAS veriö rekið með nettó- hagnaði árum saman. Flugreksturinn hjá SAS stendur að þessu sinni undir 33.7 miljónum sænskra króna hagn- aði. Aðrir þættir starfseminnar, þar á meðal sala flugvéla, gáfu 36.3 miljónir sænskra króna i aðra hönd. Alls urðu tekjur SAS á reikn- ingsárinu 4.171 miljónir sænskra króna (en voru i fyrra 3.568 milj. s.kr.). Beinn rekstrarkostnaður varð nú 3.803 miljónir s.kr. (en var i fyrra 3.245 milj. s.kr.). Afskriftir námu nú 284 milj. s.kr. en voru árið áður 232 milj. s.kr. A sunnudagskvöldið tók Ragnar Björnsson við stjórn Sinfóniuhljómsveitar tslands i óperunni CARMEN i Þjóð- leikhúsinu, þar eð Bohdan Wodiczko, sem stjórnað hefur hljómsveitinni, er á förum til Pól- lands. Ragnar Björnsson hefur verið hljómsveitarstjóri ýmissa sýninga Þjóöleikhússins áður, m.a. Sardasfurstinnunnar og Leðurblökunnar. Finnar hafa áhyggjur stórar af áfengismálum. Meðal annars hefur neysla áfengs öls fjórfaldast á örfáum árum og um 20 sveitarfélög hafa bannað sölu þess. Nýlega hefur þing- nefnd lagt tillögur fyrir rikis- stjórnina um skjótar aögerðir i þessum efnum. Hún leggur til að áfengt öl verði einungis selt i Þjóðníðingur Sýningum Þjóðleikhússins á leikriti norska skáldjöfursins Henrik Ibsen ÞJÓÐNtÐINGI fer nú að fækka, en leikritið hef- ur verið sýnt frá þvi i vor við góðar undirtektir leikhúsgesta. Sýningin hlaut á sinum tima hinar ágætustu umsagnir leik- gagnrýnenda dagblaðanna, Ólafur Jónsson sagði m.a. i Vfsi: ...„Alveg efalaust er sýn- ingin besta verk leikhússins i vetur og þótt til lengri tima væri litið.” Þaö er Gunnar Eyjólfs- Stœrsti drátturinn Miðvikudaginn 10. desember verður dregið i 12. flokki Happ- drættis Háskóla tslands. Að þessu sinni verða dregnir út 31,500 vinningar að fjárhæð 397,800,000 krónur, eða tæpar 400 miljónir króna. Er þetta stærsti dráttur, sem fram hefur farið i happdrætti á tslandi til Óperan CARMEN hefur notið gifurlegra vinsælda og aðgöngu- miðar selst upp á stuttum tima á allar sýningar til þessa. Sýningin á sunnudag var sú 15. Mikið hefur verið um það, að fólk utan af landi kæmi á sýninguna. Jón Sigurbjörnsson, sem er leikstjóri óperunnar, hefur nú einnig að fullu tekið við hlutverki nautabanans, Escamillo, af finn- anum Walton Grönroos. Sigriður E. Magnúsdóttir syngur Carmen og Magnús Jónsson Don José. áfengisverslunum, að hert verði ákvæðium aldurstakmark til að kaupa áfengi, að áfengis- auglýsingar verði bannaöar, opnunartimi áfengisverslana styttur og að engin ný vin- veitingarhús verði opnuð. Tillögurnar eru i velviljaðri skoðun hjá stjórninni. son, sem leikur titilhlutverkið, Stokkmann lækni, smábæjar- lækninn, sem berst hetjulegri baráttu fyrir sannleikanum gegn skilningsleysi og fordóm- um fjöldans. Meðal annarra leikenda eru Rúrik Haraldsson, Þóra Friðriksdóttir, Valur Gislason, Ævar R. Kvaran, Jón Júliusson o.fl. Leikstjóri Þjóð- niðings er Baldvin Halldórsson. Næsta sýning leikritsins verður á fimmtudagskvöld. A mynd- inni eru Þóra Friðriksdóttir, Gunnar Eyjólfsson og Steinunn Jóhannesdóttir i hlutverkum sinum. þessa. Til samanburðar má geta þess, að i fyrra voru dregn- ar út 176 miljónir króna i desemberdrættinum. Þessi geysilega veltuaukning varð vegna tilkomu „FIMMFALDA TROMPMIÐANS”, sem byrjað var að selja i byrjun þessa árs. Hæsti vinningur á TROMP- MIÐA i þessum flokki verður tiu miljónir króna og þar að auki koma tvær miljónir króna á hvorn heilmiðanna, E, F, G og H. Getur þvi sami maðurinn unnið 18 miljónir króna i þess- um eina drætti, ef hann á TROMPMIÐANN og FERNUR af sama númerinu. Auk þessa verða 9 vinningar á 500,000 krónur, 9 vinningar á 200,000 krónur og 18 aukavinn- ingar á 100,000 krónur. 2,430 við- skiptavinir eiga kost á að hreppa 50,000 krónur 21,015 geta öðlast 10,000 krónur og 5,000 króna vinningarnir verða sam- tals 8,010. Frimerkja útgáfur 76 Nú þegar hafa fimm fri- merkjaútgáfur verið ákveðnar á næsta ári. Þær eru sem hér segir: 1. Frimerki með mynd af mál- verki eftir Asgrim Jónsson, en 4. mars 1976 verður öld liðin frá fæðingu hans. 2. Evrópufrimerki. Myndefni þeirra verður að þessu sinni þjóðlegir munir. 3. Frimerki i tilefni af 200 ára afmæli póstþjónustunnar á Is- landi, en 13. mai 1976 verða tvær aldir liðnar frá þvi gefin var út konungleg tilskipun um, að komiðskyldi á póstferðum hér á landi. 4. Frimerki með mynd af fyrstu islensku aurafrimerkjunum, en þau komu út 1. júli 1876 og voru sex. 5. Olympiufrimerki, en næsta sumar verða Olympiuleikarnir, eins og kunnugt er, haldnir i Montreal. Nánar verður tilkynnt siðar um verðgildi, útgáfudaga osfrv. Nýjar plötur Ný plata með „Ðe Lónli Blú Bojs” er komin út á vegum Hljómaútgáfunnar i Keflavik. Framhald á bls. 14 Á myndinni er Ragnar Björnsson, hljómsveitar- stjórinn nýi, á milli Sigriðar E. Magnúsdóttur (Carmen) og Jóns Sigurbjörnssonar (nautaban- ans Escamilios). Ragnar hljómsveitarstjóri i Carmen Afengisbölið i Finnlandi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.