Þjóðviljinn - 03.12.1975, Síða 12

Þjóðviljinn - 03.12.1975, Síða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 3. desember 1975. Saga Reykjavikiir- skólans er komin út CFterkomin Saga Reykjavíkur- skóla, fyrsta bindi og hefur það undirtitilinn Nám og nemendur. Útgefandi er Sögusjóður Mennta- skólans i Reykjavik ritstjóri Heimir Þorleifsson. Aðalumboð fyrir Sögusjóð hefur Bókadtgáfa Menningarsjóðs. Aðalhöfundar fyrsta bindis eru Kristinn Ar- mannsson. Einar Magnússon, Guðni Guðmundsson og Heimir Þorleifsson. Hönnun annaðist Helga B. Sveinbjörnsdóttir og gerði hún einnig kápu. Setningu og bókband annaðist Prentsmiðj- an Hólar hf., filmugerð og offset- prentun Prentsmiðjan Grafik hf. I texta á kápu segir: „SagaReykjavikurskóla fjallar um skóla þann, sem fyrst var nefndur Hinn lærði skóli i Reykja- vlk,siðar Hinn almenni mennta- skóli i Reykjavik og loks Mennta- skólinn i Reykjavik. Um tima var hann „landsins einasti skóli” og lengi bar hann ægishjálm yfir aðra skóla i Reykjavik. Var sann- nefndur Reykjavikurskóli. I fyrsta bindi þessarar sögu er fjallað um námið i skólanum og nemendurna i máli og myndum. Lýst er námstilhögun og náms- efni i 130 ár, og I ritinu eru myndir af um 6100 nemendum skólans á árabilinu 1869—1975. Aldrei áður hefur birst svo mikið safn mynda af þekktu fólki i islensku þjóðlifi. 1 siðari bindum verksins verður fjallað um skólalif og skólavenj- ur. Félagslif, skáldskap og leik- list i skólanum. Þar birtast myndir úr skólalifi, bekkjar- myndir og margt fleira.” Bókin er 293 bls. Úr skýrslu FAO: Atvinnuleysi ekki meira siðan í heimskreppunni GENF 28/11 —Atvinnuleysi er nú meira á Vesturlöndum en nokkru sinni siöan á fjórðá áratug aldar- innar, þegar heimskreppan mikla herjaði. Kemur þetta fram í skvrslu frá Alþjóölegu vinnu- málastofnuninni (ILO). 1 skýrsl- unni segir að i septemberlok hafi yfir 17 miljónir nianna veriö at- vinnulausar i átján Evrópulönd- um. Bandarikjunum, Kanada, Japan, Astraliu og Nýja-Sjálandi. Atvinnuleysingjum hefur fjölg- að i þessum löndum um sex mil- jónir frá þvi i september I fyrra og þýðir þetta að 5.2% verka- manna i löndunum eru án at- vinnu. Er þetta hæsta tala at- vinnuleysingja i þessum löndum siðan á kreppuárunum 1932—34, en þá voru sennilega 25 miljónir manna atvinnulausar þar. Siðastliðið ár hefur at- vinnuleysið aukist mest i Banda- rikjunum og Kanada, en þar eru nú 8.1 miljónir manna án atvinnu, samkvæmt skýrslunni. 1 Vestur- Evrópu eru 2.9 miljónir at- vinnulausar, t Suður-Evrópu 2.7 miljónir og i Norður-Evrópu 2.1 miljónir. 1 Japan, Ástraliu og Nýja-Sjálandi voru atvinnuleys- ingjar 1.3 miljónir talsins i sept- emberlok. Atvinnuleysið fer stöð ugt vaxandi, og er þvi spáð i skýrslunni að i árslok verði at- vinnuleysingjarnir 18.5 miljónir i umræddum löndum. AF ERLENDUM j BÓKAMARKADI Allt á afturfótunum í Ol-þorpinu Kanadamenn svartsýnir Yfirumsjónarmaður b y g g i n g a * framkvæmdanna í Montreal i Kanada, þar sem fyrirhugað er að halda Olympiuleikana á næsta ári, sagði í blaðaviðtali i gær að stórátak þyrfti til þess að hægt yrði að halda leikana á fyrirhuguðum tima. Verkföll og stór- aukinn kostnaður vegna verðbólgu væri gjör- samlega að kaffæra þá, sem ábyrgir eru fyrir framkvæmdum. Framkvæmdastjórinn, Jean Drapeu, bætti þvi við, að kostnaðaráætlun hefði hljóðað upp á 310 miljónir dollara, en væri nú komin upp i rúma 600 miljón dollara. Fyrir hálfum mánuði tók rikisstjórnin við framkvæmdunum af borgar- stjórn Montreal, sem gafst upp á öllu umstanginu. — Við yfirtókum framkvæmdirnar vegna þess að við höfum trú á þvi, að enn sé hægt að bjarga málunum við, sagði talsmaður rikisstjórnar- innar. Sagðist hann hafa talað við forseta alþjóða olympiunefndar- innar og formann framkvæmda- nefndar og væru þeir báðir fullkomlega hlynntir þvi að halda leikana i Montreal, væri þess nokkur kostur. —gsp The Best of Antrobus. Lawrence Durrell. Faber and Faber 1975. Nokkrar sögur hafa verið valdar úr sögum Durrells um diplomata, sem hann hefur birt i Esprit de Corps, Stiff Upper Lip og Sauve Qui Peut. Durrell starf- aði við bresk sendiráð fyrrum og þaðan er söguefnið. Nicholas Bentley hefur gert teikningarnar sem fylgja. Skemmtilegar anektdótur. The Fat of the Land. John Seymour. With illustrations by Sally Seymour. Faber and Faber 1974. Hér segir frá hjónum með börn, sem hurfu út i sveit á Englandi og tóku þar að lifa af landsins gæð- um á svipaðan hátt og gert var áður en rafmagn og vélvædd apparöt komu til sögunnar. Það eru upp undir 15 ár siðan þau fluttu og settu saman bók um reynslu sina (kom út 1961) nú er þessi bók endurprentuð aukin og endurskoðuð að nokkru. 1 loka- kafla þessarar útgáfu litur höf- undur yfir liðin ár og þakkar sin- um sæla fyrir að hafa breytt um lifnaðarhætti fyrir rúmum ára- tug. Þegar þau fluttu voru þau einsdæmi á Englandi, en nú hefur fjölgað mjög i þeirra hóp, fjöldi manna hefur tekið sig til og hætt að lifa eftir auglýsingum, kaupa kjörbúðafæðu og búa i blokkum og flutt út á land og tekið að lifa af gæðum landsins án þess að nota apparöt og margvisleg þægindi. Til þess að geta þetta, þarf land, kunnáttu til að vinna margvisleg störf og til að geta búið til nauð- synleg tæki og búsgögn, auk þekkingar á ræktun, búfjárhirð- ingu og matvælageymslu og verkun. Höfundur segir að slikur lifernismáti krefjist stöðugrar vinnu, jafnvel strangrar vinnu, en hann vill alls ekki skipta. Bókin er skemmtilega skrifuð og myndirn- ar góðar. Early Christian and Byzantine Architecture. Richard Krautheimer. Pcnguin Books 1975. The Pelican History of Art er nú langt komin, i upphafi var ætlað að bindin yrðu um fimmtiu, en hætt er við að sú tala raskist nokkuð. Forlagið hóf fyrir nokkr- um árum endurprentun útgefinna bóka i kiljuformi, og er þetta bindi endurskoðuð útgáfa fyrstu útgáfu frá 1965. Höfundurinn hef- ur ritað merk rit um miðalda byggingarlist og höggmyndalist á endurreisnartimunum. t þessu riti er lýst upphafi krist- ins byggingarstils og býzanskri byggingarlist. Ritið spannar tim- ana frá kapellum katakombanna til Ægissifar og flest sem máli skiptir þar i milli. Myndir eru i texta svart/hvitar. Höfundur er skýr I framsetningu og er þetta rit talið með þvi vandaðasta sem birst hefur um þessi efni. The Concise Cambridge Italian Dictionary Complied by Barbara Reynolds. Penguin Books 1975. Höfundurinn hefur unnið þessa bók auk þess sem hún hefur þýtt Dante, lokið við Penguin útgáf- una af Divina Comedia og þýtt Vita Nuova auk Orlando Furioso. Þessi orðabók er einkum ágætt fyrir val dæma til merkingar- skilnings á itölskum orðum og hér fylgir með itölsk málfræði. Ensk- itölsk orðabók fylgir með. Borðtennis: Aðalfundur Golfklúbbsins Keilis verður haldinn að Skiphóli i Ilafnarfirði mánudaginn 8. des. nk. og hefst kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Gunnar Finnbjörnsson, — sivaxandi borðtennisleikari. Myndin er tekin á punktamóti KR af G. Jóh. Aðal- fundur Keilis Gunnar sigraði á á punktamóti KR og hann er langefstur í punktakeppni BTÍ Hinn ungi og stórefnilegi borðtennismaður úr Erninum, Gunnar Finnbjörnsson, bar sigur úr býtum á punktamóti KR sem haldið varfyrirstuttu. Og hann er orðinn langefstur i punktakeppni þeirri sem BTI kom á i fyrra. Enginn borðtennismaður er enn kominnuppil.fi. samkvæmtþvi kerfi, en Gunnar eri 2. fl. og hefur hlotið 6 stig. í 2. sæti á punktamóti KR varð Stefán Konráðssonúr Gerplu, og i 3. sæti varð Ragnar Ragnarsson, Erninum. 1 3. fl. sigraði Hjálmtýr Hafsteinsson en i 2. sæti varð Tómas Guðjónsson. f... \ ^mmmmmmm^ 1 stiga'keppninni er Gunnar Finnbjörnsson efstur eins og áður segir, með 6. st. I 2. flokki. Þeir Björgvin Jóhannsson Gerplu, Jón Sigurðsson UMFN og Ragnar Ragnarsson Erninum eru allir komnir upp i 2.flokk, en hafa enn ekki hlotið punkt. Til þess að flytjast úr 3. fl. upp i 2. fl. þarf að ná 20 punktum, en þegar uppi 2. flokk er komið er byrjað uppá nýtt. G.Jóh. Síðari leikurinn við norð- menn er í kvöld Siöari landsleikur islendinga og norðmanna i handknattleik fer fram i LaugardalshöII I kvöld og hefst kl. 20.30. Frásögn af leiknum sem fram fór i gærkveldi er á siðunni hér til hliðar. Að loknum þessum leikjum við norðmcnn heldur Islenska landsliðið til Danmerkur, þar sem það mun dveljast i rúma viku 1 æfingabúðum auk þess að lcika einn landsleik við dani. Heim kemur liðið 15. des. nk. og þann 18. des. rennur stóra stundin upp., þegar liðið mætir þvi júgóslavneska i undankeppni

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.