Þjóðviljinn - 03.12.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.12.1975, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 3. desember 1975. Þáttur Sjálf- stæðisflokksins Forustuflokkur núverandi rikisstjórnar Sjálfstæðisflokkur- inn, hefur gegnt næsta sérstæðu hlutverki i sögu landhelgismáls- ins siðast liðin 17 ár. Hér gefst ekki timi til að rekja þá sögu svo sem vert væri, einungis skal drepiðá örfá atriði. Flokkur þessi neitaði að standa með öðrum stjórnmálaflokkum að útfærslu landhelginnar i 12 milur, er hún var ákveðin vorið 1958. Um haust- ið kúgaði sterkt almenningsálit flokksforustuna að visu til að breyta um stefnu i bili, og sam- staða þjóðarinnar náðist þá um sinn. Haustið 1960 var tekið upp nýtt samningamakk við breta undir forustu Sjálfstæðisflokks- ins. Það gerðist á þeim tima þeg- ar bretar höfðu gefist upp við að fiska innan 12 milna undir her- skipavernd og friðun fiskveiði- landhelginnar var næstum alger. Makk þetta bar árangur i fyllingu timans: samninginn alræmda við breta og vestur-þjóðverja frá 1961, einhvern versta samning sem saga islenskrar þjóðar kann frá að greina. Enn i dag súpum við seyðið af þeim samningi. Allt viðreisnartimabilið, i full tólf ár, þegar Sjálfstæðisflokkur- inn réði hér lögum og lofum, gerðist ckki neitt i fiskveiðilög- sögumálum. Fyrir kosningar 1971 vildi Sjálfstæðisflokkurinn biða og halda að sér höndum. Þeir Sjálfstæðisgarparnir voru ekki tilbúnir þá aþ styðja ákvörðun um 50 milna útfærslu. Þeir sáu þann kost vænstan að koma til liðs við málið á Alþingi siðar, en höfuð- málgagn flokksins Morgunblaðið vann sér það helst til frægðar i málinu á timum vinstri stjórnar- innar, að staðhæfa að útfærslan i 50sjm. værieinskis virði og hefði algerlega misheppnast. En svo gerist það, þó ekki fyrr en nokkru eftir að flutt hafði verið á alþjóða- vettvangi að tilhlutan vinstri stjórnarinnar tillaga um 200 milna auðlindalögsögu strand- rikja, að Sjálfstæðisfl. breytti heldur en ekki um stefnu i landhelgismálinu. Nú þóttist Verðlauna- Krossgáturitið 6. hefti Verðlauna- Krossgáturitsins er nú komið út. í þvi eru 10 heilsíðukrossgátur, bridge-þáttur, sem Árni Matt. Jónsson sér um, ennfremur stutt saga eftir háðfuglinn Mark Twain. Þá eru í ritinu nöfn þeirra, sem hlutu vinninga.í 5.hefti Verðlauna - Krossgátu- ritsins. Vinsældir Verðlauna- Krossgáturitsins fara nú mjög vaxandi, en þó eru nú enn til á nokkr- um stöðum 3., 4. og 5. hefti, en upplag þeirra er nú senn á þrotum. 1. og 2. hefti eru algjör- lega ófáanleg. — Ráð- gert er að eitt hefti komi út í desember fyrir jólin til afþrey- ingar fyrir fólk í hinu langa jólafríi. Gleðileg jól — Utgefendur hannhafa fundiðpúðrið, og setti á oddinn kröfuna um skjóta út- færslu i 200 milur, alls ekki siðar en á árinu 1974. Það var ekki laust við, að margir yrðu dálitið for- viða, þegar sá flokkurinn sem verið hafði öllum öðrum meiri dragbitur i landhelgismálinu, hugöist nú taka forustuna og draga 200 milna fánann að hún. Og islendingar spurðu hver ann- an, sumir með undrunarsvip, aðrir kannski dálitið efagjarnir: Ætla nú heybrækurnar lika að fara að verða menn? Og það var ekki annað á Sjálf- stæðiskempunum að heyra en þeim væri bláköld alvara. Menn fögnuðu vissulega. Hér höfðu orö- ið svo snögg sinnaskipti, að helst varð við það jafnað, er ljósið mikla rann upp fyrir Páli postula forðum, og hann sá á andartaki að kristindómurinn, sem hann hafði barist gegn af hörku, var harla góð kenning. Þeir sem trúðu á heilindi Sjálfstæðisflokks- ins i landhelgismálinu svo og hin- ir vantrúuðu, fengu svarið i fyrrakvöld. Hins vegar bannað að beita á Vatnajökul Heiiindi sjálfstæðisflokksins og svokölluð forusta hans um 200 miina útfærsluna, birtist loks i reynd i plagginu, sem lagt var þá á borð þingmanna, samningunum um að vestur-þjóðverjar fái að veiða hér 60 þúsund tonn af fiski á ári, i tvö ár, utan og innan 50 milna. Það blasir nú við hverjum Ræöa Gils Guðmunds- sonar alþingismanns viö útvarps- umræðurnar í síðustu viku: rausn? Á sama tima og lifskjör hins vinnandi fjölda eru skorin stórlega niður, landið er að sökkva i skuldir og atvinna dregst saman, er þá nokkurt vit i þvi að semja við útlendinga um lifs- björgina? Er slik stefna rétt- lætanleg? Verða ekki afleiðingar hennar enn aukin lifskjaraskerð- ing? Þannig spyrja menn þessa dag- ana. Og fólk mótmælir. Það mót- mælir jöfnum höndum hernaðar- ofbeldi breta, allri samningsgerð um veiðar útlendinga i fiskveiði- landhelginni og háskalegri kjara- skerðingarstefnu rikisstjórnar- innar. Þegar hin dapurlega skýrsla is- lenskra fiskifræðinga um ástand fiskistofna á tslandsmiðum birt- isti siðasta mánuði, töldu margir, að nú hlytu ráðamenn að breyta um stefnu i samningamálum og segja hreinskilningslega: Það er þvi miður ekki um neitt að semja við aðrar þjóðir. Hvert orð i skýrslu fiskifræðinganna er rök- semd gegn öllum samningum. Efnahagsleg framtið þjóðarinnar er undir þvi komin, að ekki verði veitt meira á miðunum við landið fyrst um sinn en islendingar veiða nú sjálfir og þurfa þeir raunar mjög að gá að sér og draga stór- lega úr smáfiskadrápi. Eftir birtingu þessarar skýrslu um ofveidda fiskstofna, sem breskir fiskifræðingar hafa viður- kennt rétta i meginatriðum var ekkert eðlilegra en jafnvel þeir islenskir ráðamenn sem áður höfðu talið nokkurt svigrúm til samninga um veiðiheimildir, endurskoðuðu þá afstöðu og breyttu um stefnu. En sliku var ekki að fagna. Því miöur er ekki um neitt að semja sem þekkir til fiskislóða, að með samningi þessum tryggja þjóð>- verjar sér nær öll þau veiðisvæði, sem þeir hafa fiskað á hér við land og sóst eftir að mega fiska á framvegis. Gagnvart þjóðverjum er útfærslan úr 50 i 200 milurger- samlega þurrkuð út i reynd um tveggja ára skeið. Og á nokkrum mikilvægum veiðisvæðum við landið er farið langt inn fyrir 50 milur, þar er landhelgin færð inn, ekki út. Siðan er reynt að blekkja með þvi, að benda á hafsvæði, þar sem enginn fiskur er og engum dettur i hug að setja veiðarfæri i sjó, og við menn er sagt: Þarna friðum við mörg þúsund ferkiló- metra sjávar. Þetta er þvi likast sem gerður vær-i samningur um beitarafnot á besta haglendi Suðurlandsundirlendis, en siðan sagt ógn spekingslega: Hins veg- ar er viðsemjanda stranglega bannað að beita á Vatnajökul. Ég fæ ekki betur séð en 200 sjó- milna fáni Sjálfstæðisflokksins sé þvi miður hrapaður i hálfa stöng. Samningur sá, sem nú á að gera við vestur-þjóðverja og farið er fram á að Alþingi staðfesti, er meingallaður á marga lund. Sýnt hefur verið fram á, að aflamagn- ið, 60 þúsund tonn, er nær þvi hið sama og þjóðverjar veiddu hér 1974 og nokkru meiraen talið er að afli þjóðverja hér við land verði á þessu ári. Þá eru veiði- heimildirnar innan 50 milna for- dæmanlegar, ekki er þar viðhlit- andi viðurkenning á 200 milna \ fiskveiðilögsögu, heldur beinlinis tekið fram i bréfi, að um slikt sé alls ekki að ræða. Hvert orð í skýrslunni er röksemd gegn öllum samningum En kjarni málsins er ekki sá, hvort þessi samningur, einn og út af fyrir sig, sé sæmilegur, lélegur eða mjög vondur. Kjarni málsins er sá, að eins og nú er ástatt um fiskstofna á islandsmiðum höfum við ekki um neitt að semja við er- lendar þjóöir, en samningur þessi er hins vegar upphaf, aðeins upp- haf samningagerðar við 5, sex, sjö eða jafnvel fleiri þjóðir. Og i þessari samningalotu er byrjað á Vestur-Þýskalandi, þvi riki, sem hefur beitt okkur við- skiptaþvingunum undanfarin ár. Sagt er við þessa auðugustu þjóð heimsins: Gerið þið svo vel,sendið hingað 40 togara, búna fiski- mjölsverksmiðjum, og sækið á mið okkar 60 þúsund tonn af fiski á ári i tvö ár. Það verður að visu minni aflahlutur islendinga, við verðum að takmarka eigin veiðar leggja skipum eða skammta afla- magn til útgerðarstaða. — Er ekki skiljanlegt að alþýða íslands spyrji undir þessum kringum- stæðum: Höfum við efni á slikri 60.000 tonn á ári afhent ríkustu þjóö veraldar Þessa dagana er verið að fjalla um samning við vestur-þjóð- verja, rikustu þjóð veraldar, og sá samningur er aðeins hluti af miklu stærri heild. Umræður á al- þingi i gær og i dag hafa leitt i ljós, svo að ekki verður um villst, að hér er ekki um eitt afmarkað mál að ræða heldur fyrsta kapitula i heiili samningasögu. Annar kapitulinn, samningur við belgiumenn, liggur á borðum ráð- herranna og biður fram yfir helg- ina. Samningar við norðmenn og færeyinga eru mjög skammt undan. Og biða svo ekki austur- þjóðverjar, pólverjar og sovét- menn handan við næsta leiti? Ætlar þessi auðuga rausnarstjórn islendinga ekki lika að semja við þá? Og hvað er að segja um samninga við breta? Varla ætlar rikisstjórnin að halda áfram samningamakki við þá eftir að þeir hafa nú i þriðja sinn sótt okkur heim með her- skipum sinum. Stóra-Bretland og „Litla-ísland” Jú, það mega landsmenn allir vera vissir um,að áfram verður unniðað samningsgerð við breta. Sú kokkamennska mun fara fram á bak við tjöldin undir yfirstjórn Atlantshafsbandalagsins. Og þar mun ekkert sparað, til að knýja fram samninga. Þegar samning- ar hafa raunverulega tekist verð- ur dálitið leikrit sett á svið: Bresku herskipin, Natoskipin bresku sigla út úr islenskri land- helgi, nokkrir breskirog islenskir natoráðherrar snæða saman há- degisverð, og fáeinir natoþing- menn stjórnarflokkanna fá ögn að borða lika, þeim veitist sú upp- hefð að sjá islensku natóráðherr- ana og bresku natóráðherrana skála fyrir einstæðri vináttu nató- rikjanna tveggja, Stóra-Bret- lands og Litla-lslands. — Hvort samið verður á sinum tima við breta um 65 þúsund tonn af þorski, eins og islenskir ráða- menn hafa þegar boðið, 110 þús- und tonn, eins og bretar nefndu, eða eitthvað þar á milli, skal ósagt látið. Timinn leiðir það i ljós. —Hitt ber samningurinn við vestur-þjóðverja greinilega með sér, að gert er ráð fyrir að innan 5 mánaða i lengsta lagi, verði lokið samningum við allar þjóðir Efna- hagsbandalagsins og refsitollar bandalagsins gagnvart islending- um afnumdir. Þjóöareining — Um hvaö? Hæstvirtir ráðherrar hafa um það hjartnæm orð, að nú beri nauðsyn til að allir islendingar standi saman á örlagastundu, þegar bretar sækja okkur heim með herskipum i þriðja sinn á 17 árum. Vissulega mun þjóðin standa sameinuð i baráttunni við breta, hún mun standa að baki stjórnvalda um allar raunhæfar og tiltækar aðgerðir til að mæta breska ofbeldinu og svara þvi á verðugan hátt. Hún ætlast til þess að landhelgisgæslunni sé gert kleift að halda uppi sem allra árangursrikastri gæslu, skipa- stóll hennar og mannafli a'ukinn eftir þvi sem þarf. En fleira þarf hér til að koma. Venjuleg, dipló- matisk mótmæli duga ákaflega skammt. Á þau er varla hlustað. Nú þarf sem allra fyrst að mæta ofbeldinu með raunhæfri og áþreifanlegri hætti. Alþýðu- bandalagið hefur þegar sett fram hugmyndir um eðlilegar og sjálf- sagðar fyrstu aðgerðir: Við eig- um tafarlaust að kalla sendiherra okkar i Bretlandi heim i mót- mælaskyni og við eigum að hóta slitum stjórnmálasambands við breta, ef herskipin verða ekki far- in út úr landhelginni innan tiltek- ins, mjög skamms tima. Vitan- lega eigum við að gera meira, ganga hreint til verks. Rétta svarið Rétta svarið við þriðju innrás breska natóhersins er að sjálf- sögðu það, að við leggjum fram úrsögn úr Nató og segjum upp herstöðvasamningum við Banda- rikin. — Sjálfsagt gerir núverandi rikisstjórn ekkert slikt. — En það má hún vita, að þeim fer óðum fjölgandi, sem sjá, hve fjar- stæðukennt og fáránlegt það er, að eiga aðild að svonefndu varnarbandalagi þar sem einu stærsta bandalagsrikinu er látið haldast uppi að ráðast hvað eftir annað með hernaðarofbeldi inn i lögsögu minnsta þátttökurikisins, þess sem er óvopnað með öllu. Að lokum þetta: Þegar hæstvirtu ráðherrar ræða nú af fjálgleik um nauðsynlega sam- stöðu þjóðarinnar, láist þeim að tilgreina ástæðuna fyrir þvi, að um mikilvæg framkvæmdaatriði landhelgismálsins skiptast is- lendingar nú i tvær fylkingar, með og móti samningagerð við aðrar þjóðir. Ástæðan er sú, að rikisstjórnin hefur virt að vettugi allar ábendingar og ásakanir, næstum þvi einróma, um að gera ekki óhappasamninga, sem skerða enn lifskjör fólksins. Það er rikis- stjórnin, sem hefur sundrað þjóð- inni i afstöðunni til þessa máls. Hæstvirt rikisstjórn hefur enn tækifæri til að sameina þjóðina alla að baki sér i landhelgismál- inu. Hún getur gert það með þvi að sýna fulla einurð gagnvart bretum. Hún getur jafnframt gert það með þvi að draga þessa þingsályktunartillögu til baka og lýsa yfir, að við núv. aðstæður scu engin rök til þess að gera samninga við aðrar þjóðir um veiðar innan islenskrar fiskveiði- landhelgi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.