Þjóðviljinn - 07.12.1975, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.12.1975, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. desember 1975. Elsa Þóröardóttir viö burstagerö. Einar Guönason fér létt meö aö vinna viö burstageröarvélina þótt blindur sé. bóndi á Jökuldal Helgi Gunnarsson, ættaöur aö austan,en hefur i 13 ár unnið að bursta- gerö hjá Blindraféiaginu. — Heyrðu, ertu frá Þjóðviljanum, veistu það að ég þekki Lúðvik Jóseps- sondálítið, ég ernefnilega að austan, frá Jökuldal. Þannig byrjaði Helgi Gunnarsson samtalið við undirritaðan, þegar við hittumst í burstagerð Blindrafélagsins, en. þar vinnur Helgi að burstagerð og eins sér hann um að þrifa vinnustofuna að loknum venjulegum vinnu- degi. — Þú segist vera að austan? — Já, já, úr Jökuldal, ég bjó á Grund, hokraði þar um árabil, en svo kom ég hingað suður fyrir 13 árum og hef unnið hjá Blindra- félaginu siðan við burstagerðina Og auk þess að búa til bursta, stimpla ég þá og þrif vinnu- stofuna eins og ég sagði áðan. — Og likar þér vel að vinna hérna? — Lfkar mér vel? Það gæti ekki ve.rið betra. Hér höfum við allt til alls og það er allt gert fyrir okkur sem hægt er. Hér höfum við ibúðirnar okkar, hér er sam- komusalur og bókasafn, já allt, sem hægt er að hugsa sér. — Notið þið samkomusalinn mikið? — Mjög mikið. Hingað kem- ur stundum listafólk að skemmta okkur, nú, og svo höldum við stundum dansleiki og fleira okkur til skemmtunar. Ég get sagt þér það vinur minn að hér er mjög gott að vera, allt er svo frjálslegt og vinnuaðstaðan eins og best verður á kosið. — Og nóg að gera? — Alltaf meira en nóg að gera, enda er um að gera að vinna — þegar menn geta ekki lengur unnið, þá er illa komið fyrir þeim. —S.dór. Hér er alltaf nóg aö gera sagði Helgi Gunnarsson fyrrverandi Ef við, sem alsjáandi erum, lokum augunum ellegar göngum um í myrkvuðu herbergi erum við ósköp hjálparvana, getum nánast ekkert gert nema þreifa eftir ein- hverri handfestu. En til er fólk sem þarf að lifa og starfa í myrkrlog f lest það fólk verður svo harðgert gagnvart sjálf u sér, að það stundar vinnu ekki síður en þeir sem sjáandi eru. Og ekki bara það, heldur hef- ur blint fólk komið sér upp vinnustað, eða öllu heldur fyrirtæki, sem velti hvorki meira né minna en 15 miljónum kr. á síðasta ári. Þetta er vinnustofa blindra i húsi Blindrafélagsins að Hamrahlið 17. Þar eru framleiddir burstar og má seg ja að blint fólk á islandi sjái þjóðinni fyrir megninu af þeim burstum, sem hún þarfnast. Vinnustofan að Hamrahlíð 17 er stærsti framleiðandi bursta á landinu í dag, en auk þess framleiða blindir menn á Akranesi, Blönduósi og á Akureyri bursta. Þessi burstaf ramleiðsla virðist öðru fremur henta blindu fólki að vinna við. Við brugðum okkur að Hamra- hlið 17 til þess að skoða þennan sérstæða og myndarlega vinnustað og ræða við fólkið, eða hluta þess hóps sem þar vinnur. Við byrjuðum á þvi að biðja Egg- ert Kristinsson, framkvæmda- stjóra Blindrafélagsins, að segja okkur dálitið frá framleiðslunni. — Við framleiðum hér hvers- konar bursta má segja og nú hin siðari ár höfum við tekið vélar æ meira i okkar þjónustu við burstagerðina og við þær vinnur blint fólk og virðist ekki siður en sjáandi fólk leysa þau störf. Sem dæmi get ég nefnt þér að i þau 3 ár sem við höfum verið hér með vélar við burstagerðina, hefur ekkert vinnuslys átt sér stað, utan kannski hrufl á fingri eða svo, eins og gengur og gerist á hvaða vinnustað sem er. Ég hygg að uppundir 90% af okkar fram- leiðslu sé nú vélunnið. Hitt er Þar vinna menn ekki síður en þeir sem al- sjáandi eru Sunnudagur 7. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SHjA 13 Þórhallur Stefánsson verkstjóri hugar aö einni bursta geröarvélinni. Eggert Kristinsson, framkvæmdastjóri Blindrafélagsins. unnið í höndum, og það er alltaf eitthvað sem vinna þarf i höndun- um, auk þess sem elsta fólkið er tregara til að fara að vinna á vél- um, en það sem yngra er. — Þar sem burstar eru leyfis- vara, höfum við ekki lent i teljandi samkeppni við innflutta vöru, enda hafa stjórnvöld alltaf verið svo vinsamleg við okkur að vernda þennan iðnað okkar með þvi að leyfa ekki innflutning á þeim gerðum bursta sem við framleiðum. — Við höfum verið að smá-auka framleiðsluna hjá okkur og má segja að starfsemin hafi gengið vel siðustu 3 árin og hvað best i fyrra en þá framleiddum við 87.504 stykki og var veltan hjá okkur þá um 15 milj. kr. Við framleiðum nú milli 18 og 20 teg- undir af burstum og við fram- leiðsluna vinna nú 11 blindir menn, auk sjáandi verkstjóra og aðstoðarmanns. Þetta er sú framleiðsla sem við erum með hér á vinnustofunni, en i húsi Blindrafélagsins hér að Hamra- hlið 17 eru nokkur fyrirtæki sem blindir menn reka, nudd- og gufubaðstofa, húsgagnabólstrun, körfugerð og pianóstillingar. Félagið hefur reynt að aðstoða það blinda fólk sem vill reyna að vinna sjálfstætt, og i þeim tilfell um sem hér að framan greinir hefur það gengið mjög vel. Einnig reynir félagið að útvega blindum vinnu við sitt hæfi úti á hinum al- menna vinnumarkaði og það hef- ur tekist i þó nokkrum tilfellum. Til að mynda vinna nokkrir á skiptiborðum ýmissa fyrirtækja og hafa reynst þess fullkomlega megnugir að leysa þau störf. Flestir þe.r sem vinna við burstagerðina hjáokkur búa hér i húsinu.Unnið erfrá kl. 8 til 17, en sumir vinna þó aðeins hálfan daginn. Hér i húsi Blindra- félagsins hefur fólkið eigin ibúðir og sér að öllu leyti um sig sjálft, ef það vill, en auk þess er hér félagsaðstaða, samkomusalur bókasafn, o. fl. Segja má að til- koma þessa húss sem tekið var i notkun fyrir 2 árum hafi ger- breytt allri aðstöðu blindra, bæði hvað viðkemur vinnuaðstöðu og ibúðarhúsnæði. 1 sambandi við burstafram- leiðsluna má segja að við höfum undan að framleiða, en við höfum ekki getað safnað okkur neinum lager. Við höfum verið að gera framleiðsluna aðeins fjölbreyttari, og eftir að vélarnar komu höfum við farið úti fram- leiðslu á fleiri tegundum bursta og m.a. plastburstum, en hér áður fyrr var eingöngu um tré- bursta að ræða. i Þetta er allt annað líf síðan við fluttum hingað Guömundur Jóhannsson hcfur unniö biö bursta- og körfugerö i yfir 40 ár. — Fyrst vann ég hjá Blindra- vinafélaginu, en eftir aö viö stofnuðum okkar eigiö félag, Blindrafélagiö hef ég unniö hjá þvi, sagöi Guömundur Jóhanns- son, er hefur nú um 40 ára skeiö unniö viö bursta- eöa körfugerö og starfar enn aö burstagerö hjá Blindrafélaginu aö Hamrahlíö 17. — Þvi er ekki saman að líkja hve öll aðstaða okkar hefur batnað mikið eftir að við fluttum hingað i Hamrahliðina. Hér höf- um við ibúðirokkar og vinnustað i einu og sama húsinu og það getur hreint ekki veriö betra en það er. — Vinnur þú ekkert á vélunum, Guðmundur? — Nei,ég kem ekki nálægt þeim, þvi hef ég alla tið gert bursta i höndunum og geri það enn og breyti sjálfsagt ekki til héðan af. Annars vinn ég bara við og við, svona þegar ég nenni, þetta er akkorðsvinna, og maður getur gripið i þetta hvenær sem manni dettur i hug, og það er mjög hand- hægt, þar sem maður býr hér i húsinu, sagði Guðmundur að lokum. —S.dór. Rætt viö Guðmund Jóhannesson Marta Gisladóttir hnýtir bursta. — 1 ár verður framleiðslan svipuð og i fyrra, en auðvitað verður veltan meiri i krónutölu, en þó er þvi ekki að neita að nú siðustu mánuðina höfum við orðið varir við dálitinn samdrátt, sem við vonum að sé aðeins tima- bundinn, þessi framleiðsla og sú atvinna, sem hún skapar blindum má ekki stöðvarst. —S.dór. MYNDIR OG TEXTI S. DÓR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.