Þjóðviljinn - 07.12.1975, Blaðsíða 15
Sunnudagur 30. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
Umsjón: Halldór Andrésson
JÚDAS:
„JÚDAS NQl”
(Júdas/JUD. 001) 1975
Júdas No:l er fyrsta
breiðskifa hliómsveitarinnar.
Júdas gáfu reyndar út aðra
plötu undir nafni Magnúsar
Kjartanssonar „Clockworking
Cosmic Spirits”.
Þessi plata Júdasar er all frá-
brugðin allri annarri tónlist sem
kemur frá islenskum aðilum
þessa dagana. Tónlistin er mjög
á linu þeirri sem hefur verið
vinsælust f Bandarikjunum und-
Vignir Pálsson
anfarna mánuði, þ.e. „Black
Music” og er hulstrið nokkuð
dæmigert. Þetta er sú tónlist
sem hefur gert Júdas hvað
vinsælasta hér i ár. En þvi
miður finnst mér þeir hefðu get-
að notið sinbetur. Raddir þéirra
Magnúsar, Finnboga og Vignis.
Rödd Magnúsar er fremur hrá á
plötunni og sýnir hann alls ekki
slnar bestu hliðar hvað það
snertir. Mér finnst rólegu lögin
bera af, en hljóðfæraleikur allur
er góður.
„New York Overture ” er
eftir Magnús i „Shaft”-stil.
Nokkuð skemmtilegt. Danslag.
„What’s On Your Mind” er
eftir John Miles. John Miles tók
lag Magnúsar upp á plötu hjá
sér (To Be Grateful) og skil ég
ekki hvað Júdas er að gera með
þetta þrælstolna og lélega lag,
lélega skipti lögum þetta.
„First Class Rock’n Roll
Song” á að vera rokkari en þvi
miöur eru allt of margir dauðir
letipunktar, svo það stendur
ekki undir nafninu.
„It’s Raining Again” er lik-
lega sungið af Vigni Söngurinn
er góður og lagið einmanalegt
og fallegt. Skemmtilegur gitar-
kafli lika, og strengjasveit setur
lika skemmtilegan svip á lagið,
Vignir minnir stundum á
Mc-Cartney meira að segja.
„Poseidon” er nokkurs konar
„jam” lag eftir Júdas og Karl
nokkurn Sighvatsson. Byggist
upp á bassaleik Finnboga.
„Breakdown” er eftir þá
Magnús og Vigni. Soul lag, vel
Nú er allt á kafi i nýjum
islenskum hljomplötum og ekki
nema sjálfsagt að gera þeim
skil jafn fljótt og þær gerast. En
ein af afleiðingunum er þá sú að
mest öll önnur skrif um poppið
okkar verða að sitja á hakan-
um. En hér eru samt þrjár frétt-
ir, ef fréttir kallast.
Hljómleikarnir, sem Steinar
hf ætlar að halda verða þann 10.
desember næstkomandi i Há-
skólabiói og þeir sem fram
koma verða Spilverk þjóðanna.
Þokkabót og Einar Vilberg.
Ýmsar sögusagnir hafa geng-
ið um hljómsveitina Júdas, að
Hrólfur sé að hætta, að Maggi sé
að hætta og fleira og fleira.
Staðreyndin er nú samt vist sú
að hljómsveitin mun öll halda til
New York i janúar og hefja
spilamennsku þar. Annars ætla
þeir að halda áfram með plötu-
útgáfu á Júdasarmerkinu og
næsta plata verður liklega ekki
gefin út fyrr en i vor, en það er
breiðskifa með Sigrúnu Harðar-
dóttur. Undirleik á plötu hennar
annast Júdasarlimir.
Fyrir siðustu helgi var
Magnús Sigmundsson úr
Change staddur hérlendis i
verslunarferð. Var hann að
koma annarri breiðskifu
Change útgáfunnar á markað-
inn, „ALLRA MEINA BÓT”.
Hann seldi Fálkanum hf.
upplagið (fyrsta) 2500 eintök, og
eru Change þar með hættir hjá
Demant hf. Er þetta þvi næst
siðasti bitinn sem Demant miss-
ir úr höndum sér. Sá sem eftir
er er Megas.
Annars hélt Magnús blaða-
mannafund og var tilbúinn með
léttvin og plötur, en þetta var
skrifurum ekki sagt og mætti ég
bara einn. Sagði Magnús að búið
væri að gera fjárhagsáætlun
fyrirChange af hinum háu herr-
um þeirra, sagði hann að sér lit-
ist bara vel á þá áætlun. Um
dúettplötu þeirra Jóhanns sagði
hann að upptöku á henni mundi
verða seinkað til betri tima.
Næsta breiðskifa þeirra Change
mun að öllum likindum koma út
i vetrarlok og um litlar plötur
úti sagði hann að allt gæti gerst.
Þeir eru nú i stúdiómennsku
bæði- fyrir höfundaréttinda
fyrirtækið Chappels svo og
aðra. Á næstunni munu þeir svo
taka spilarúnt á nokkrum
klúbbum.
spilað en fer einhvern veginn
ofan garðs og neðan, samt eru
kaflar góðir: Bakraddir annast
Stellina og Lorenza (svartálf-
arnir) og Engilbert Jensen og
Sigrún Harðardóttir.
„Depression” er þrælgott
danslag.Þetta rokklag er eftir
Émmk
NYJAR
HLJÓM-
PLÖTUR
¥
Magnús og syngur hann lagið
sjálfur, ansi hrátt að þvi er virð-
ist. Hljóðfærið sem nefnt er
ARP (nokkurs konar moog) er
notað mikið.
„I Am On My Way” er rólegt
spilað á fender rhodes pianó og
APR nokkuð. Vel sungið af
Magnúsi (Held ég, það vantar
upplýsingar um aðalsöngvara i
hverju lagi) Annars stendur
lagið ekki eitt sér, það vantar
einhverja millikafla, lag i stil
Robertu Flack og þess háttar.
„U.S.: Naval Base” fjallar
um það hvernig er að búa i ná-
grenni við Miðnesheiðina. Lagið
er gott rokklag.
„Bye-Bye” er að minu mati
lang besta lagið og i topp klassa.
útsetningin er lika I alla staði
góð Hver syngur er ég ekki viss
um. Eitt af þeim góðu sem
Maggi hefur samið (þau eru
nokkur).
Hulstrið er eitt af þeim betri
hér, á framhlið er mynd af mál-
verki af Júdasi og þeim öndum
sem i kringum þá eru. Gleymst
hefur fullkomlega að nefna
listamanninn á bakhliðinni, sem
annars er uppfull af upplýsing-
um (vel þegið) en nafn hennar
er allavega Rikey.
„Allra meina bót
7 7
SITT LÍTIÐ...
(Change/ch. 002) 1975
Allra Meina Bót er ein sú
furðulegasta plata sem út hefur
komið i ár. Lögin eru öll mjög
gripandi létt og skemmtileg,
textarnir eru vægast sagt ab-
súrd á stundum og flutningur er
léttur og lifandi. Þó flytjendur
séu ekki beint nefndir á nafn þá
eru þetta Change án Björgvins
Halldórssonar. Platan er i senn
barnaplata, jólaplata og „flipp”
piata.
Þó að hulstrið gefi i raun allt
annað i skyn en barnaplötu, þvi
framan á þvi er mynd af útflúr-
uðu felumyndaverki hannað ai
Steve Ackworth, gitarsmið, er
það fingert en bakhlið er kum-
balds.leg með vélrituðum text-
um útklipptum og raðað i rugl-
ing og upplýsingarnar eru að
vissu leyti útúrsnúningar og fólk
tekur tæplega á móti fleir
huldugrúppum. Brandarar eins
flytjenda — nöfnin: Grámann,
Hrámann, Skámann og Blá-
mann, Támann, hjámann al-
menn-bót, b-bót, rassbót,
heilsubót og svo frv.
Hvað með það, efni plötunnar
sjálfrar er það sem i raun og
veru skiptir máli.
„Mamma gefðu mér grá-
sleppu” þrátt fyrir þennan ó-
hugnanlega titil er hér á ferð-
inni eitt skemmtilegt litið lag.
Textarnir flestir minna mann á
aðra gamla islenska texta, þetta
lag byrjar á „það var einu
sinni....” sem minnir á textann
um hana Pálinu kellingu.
„Hans og Gréta” er reyndar
litið skylt ævintýrinu. Þessi
texti byrjar lika „það voru einu
sinni...” frábærar kellinga-
raddir sem strákarnir fram-
reiða hér. Þetta lag verður vin-
sælt ef ég fæ að ráða. Textinn er
lúmsk ádeila á flóttann tii stór-
borganna.
„Syngjum dátt og dönsum:”
„óli villtu dansa við mig óla
skans”. Skemmtilegt lag,
gömludansatriðin komast i feitt
á þessari plötu, þvi flest lögin
koma til með að hæfa þeim vel.
„Kisu-þula” er stórskemmti-
leg, textinn er eftir Sigrúnu
Guðjónsdóttur. Þulan er alveg
frábær og verður alveg örugg-
lega vinsælt barnalag. Magnús
Sigmundsson syngur textann
mjög skýrt og vel eins og hin
lögin eru lika. En ég sætti mig
ekki við „bestasta barnið”.
„Anamaður kakkalakki
kónguló og kleina” er algjört
„flipp”. Ef þið munið eftir Abót-
arplötunní vitið þið nokkuð um
efni þessarar plötu. Það er hægt
að syngja með öllum lögunum
(það eru meðmæli með barna-
plötu).
„Jesú nafn um aldir alda” er
hér i tilefni jólanna. Nokkurs
konar poppsálmur. Vei flutt, þó
ekki hafi verið iagður mikill
timi i upptökur.
„Jói Járnsmiður” er karla-
ióralag, þrælstolið. Og þvi er
ekkert leynt i flutningi, annars á
Tómas þó nokkuð mikinn þátt i
iaginu, sem getur skýrt eitt-
hvað.
„Prjónaðu á mig sokk” er
sungið af Birgi Hrafnssyni.
Poppaðasta lagið og textinn
höfðar kannski ekki beint til
barna. Biggi syngur bara nokk-
uð skemmtilega.
„Syngdu söng” minnir nokk-
uð á lögin sem Raggi Bjarna og
Ellý Vilhjálms sungu i gamla
daga, lög sem hlýja manni um
hjartarætur og mætti taka upp
aftur nú við betri skilyrði, lögin
verða ekki verri þó þau eldist.
Annars syngur Jóhann Helga-
son þetta stórvel.
„Nag” er grinlag, með ádeil-
um og bröndurum „við kom-
umst ekki á spán þvi franco
kyrkir fólk og hengir þar”. Svo
vélbyssugnýr i bakgrunn.
„Sameinum munna” er hið
gamla góða ,,ó Rasmus, ó
Rasmus” sem var vinsælt hér i
útvarpinu allavega frá um 1960.
Textinn er alveg bráðfyndinn.
„Barnabæn” var á fjögurra
laga Abótarplötunni en er hér i
nýrri útsetningu. Gott lag.
Þetta er plata sem getur kom-
ið manni i gott skap.
Yoshiyuki TAO:
„Yoshiyuki Tao
leikur á Yamaha
rafmagnsorgel”
(Steinar hf./
Hljómplötuútgáfa
002) 1975
Úter komin plata hjá Steinum
hf. með Yamaha orgel kennar-
anum Yoshiyuki Tao. Er plata
þessimeð mjúkri orgeltónlist og
lögum eins og Sakura Sakura,
Ég veit þú kemur, Vor við sæ-
inn, Besame Mucho, Vegir
liggja til allra átta, Litla flugan
og Mamy Blu. Plata þessi er að
minu mati ágætlega til þess
fallin að vinna með og vaskaupp
o.sfrv. það er að segja bak-
grunnstónlist, sem mörgum
fellur vel i geð ef miða á við
plötusölu. Upptakan var gerð i
Hljóðrita hf. Hafnarfirði og
tæknimaður var Jónas R. Jóns-
son og upptökustjóri einn af að-
standendum Steina hf, Ólafur
Þórðarson. En það skemmti-
«yO! IIVUKI TAO
legasta við plötuna er hulstrið
sem er eitt það skemmtilegasta
sem Form hefur hannað. Það er
litmynd af spældu eggi á diski
og bakgrunnur einhvers konar
froða. Eggið er skorið niður i
ferhyrning (rauðaner vel rauð)
og diskurinn er með islenska
fánanum.