Þjóðviljinn - 07.12.1975, Blaðsíða 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. desember 1975.
Fyrir meirá en fjórum öldum
fann spænski sæfarinn Alvaro de
Mendana de Neyra eyjaklása
fyrir austan Nýju Guineu og
nefndi þær Salómonseyjar. Hann
hélti raun og veru að auðæfi Saló-
mons konungs væru falin á eyjum
þessum.
Undir lok siðustu aldar urðu
eyjar þessar bresk nýlenda. Þær
kallast nú verndarsvæði. Þær eru
um 30 þúsund ferkilómetrar og
ibúafjöldinn er um 180 þúsund.
Höfuðborgin heitir Honiara, og
eru þar 17.000 ibúar, þar af 800
evrópumenn og 500 kinverjar.
Aðalatvinnuvegur er koprarækt-
SITT
0R
HVERRI
ÁTTINNI
Smurolía meö-
höndluð meö
hljóðbylgjum
Moskvu (APN) Við tækniskól-
ann i Kharkov i Ukrainu hafa
menn komist að þvi, að smurolia
sem meðhöndluð er með hljóð-
bylgjum af ákveðinni tiðni, er
nothæf i lengri tima en ella.
Tilraunir sýndu, að olian hélt
smurningshæfileikum sinum
mörgum sinnum lengur. Sérstak-
lega gerðri flautu var i reynslu-
skyni komið fyrir i smurkerfi til-
raunavélarinnar. Þessi flauta,
sem ekki er miklu stærri en sjálf-
blekungur, hefur stöðugt áhrif á
oliuna á leið hennar gegnum hina
ýmsu hluta vélarinnar. Með
þessu móti eyðast skaðlegir
hlutir, sem koma i smuroliuna.
Tilraun með að láta oliu, sem
svona flauta hefur áhrif á, smyrja
járnbrautarlest, sýndi að olian
hefur ágæta smurningseiginleika
eftir 100.000 kilómetra akstur.
Gunnar M.
Magnúss veit
leyndarmál
30 kvenna
Leyndarmál 30 kvenna heitir
bók sem Gunnar M. Magnúss hef-
ur saman skrifað. Hann hefur
beðið 30 konur um að „segja
minningu sina um atburði, sem
þær hafa ekki flikað á opinberum
vettvangi, ef til vill minningusem
hefur legið þeim á hjarta... Ég
ákvað að dylja höfunda þessara
Gunnar M. Magnúss.
frásagna á þann hátt, að rugia
greinunum saman og birta þær
nafnlausar. 1 bókinni eru þær
birtar eftir heiti sagnanna i staf-
rófsröð i kynningu e'ru nöfn
kvenna einnig i stafrófsröð. En ég
er trúnaðarmaður þeirra og
lengra nær það ekki”.
Söguefnin eru hin margvis-
legustu — en ekki er þar margt
talað um ástamál að þvi er i for-
mála segir. Meðal þeirra kvenna
sem Gunnar hefur rætt við eru
Briet Héðinsdóttir, Guðrún Á
Simonar, Inga Birna Jónsdóttir,
Jóhanna Kristjónsdóttir, Margrét
Guðnadóttir, Rannveig Ágústs-
dóttir og Þuriður Pálsdóttir. Út-
gefandi er Setberg.
— Viö ætlum sko ekki að
láta s j úkrasa m lagiö
borga tannviögeröirnar
í þér lagsi.