Þjóðviljinn - 07.12.1975, Blaðsíða 23
Sunnudagur 7. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23
Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir
ROSALIND
Einu sinni þegar ég var
níu ára fór mamma með
Elínu systur mína til
tannlæknis. Ég fór út rétt
á eftir þeim, en þegar ég
opnaði hljóp kisa min,
hún Rósalind, út um
dyrnar og út á gangstétt.
Ég gekk niður tröpp-
urnar og þegar ég var
kominn ofan á gangstétt-
ina sé ég, hvar Rósalind
hljóp út á götuna og beint
á stuðara á bíl. Hún vældi
en ekki ýkja hátt og stökk
upp á gangstéttina, en
bílstjórinn tók ekki eftir
neinu óvenjulegu og ók á-
f ram.
Ég tók Rósalind upp og
sá að eitthvað Ijósrautt
lafði út úr henni. Ég hljóp
með hana heim og lagði
hana niður þegar ég kom
inn. Svo tók ég á sprett og
náði mömmu þar sem
hún var að ganga inn úr
dyrunum hjá tannlæknin-
um. Ég sagði henni að
Rósalind hefði farið fyrir
bíl. AAamma sagðist ætla
að bíða eftir Elínu og
koma siðan heim. Ég fór
heim og var hjá kisu.
Eftir hálftíma kom
mamma heim.
Hún fór í simann og
hringdi í dýralækni.
MYNDA-
SAGA
Þessa bráðskemmtilegu
myndasögu teiknað Frið-
rik Erlingsson 13 ára. Frið-
rik er nú í i. bekk F i Haga-
skóla. Hann var áður í
Melaskóla og einu sinni
hálfan vetur í Handíða- og
myndlistarskólanum.
Það er sannarlega á-
nægjulegt til þess að vita
hve margir unglingar
teikna af öryggi og hafa
náð valdi á persónulegum
stíl.
Læknirinn sagði að Rósa-
lind ætti að koma til sin
eftir tvo og hálfan tíma.
Rósalind var mjög ró-
leg þessa stund, en loks-
ins var farið með hana.
Dýralæknirinn sagði að
hún væri kjálkabrotin.
Hann tók Rósalind og
sagði okkur að koma aft-
ur eftir tvo tima að sækja
hana.
Eftir tvo tíma fórum
við og sóttum Rósalind.
Læknirinn sagðist hafa
svæft Rósalind og sett
spöng upp í hana til að
kjálkinn greri rétt sam-
an.
Morguninn eftir var
Rósalind hleypt út, en
þegar hún kom aftur lit-
um við upp í hana, við sá-
um enga spöng, en vorum
ekki viss í okkar sök.
Nokkrum dögum
seinna var farið með
hana aftur til dýralæknis
ins. Læknirinn gáði upp í
hana og sagði að það væri
engin spöng uppi í henni.
Við sögðum lækninum að
við hefðum ekki séð neina
spöng uppi í henni daginn
eftir að hún var sett ír þá
sagði læknirinn að það
gengi kraftaverki næst,
ef kjálkinn greri rétt
saman.
Kjálkinn greri rétt
saman og það var allt í
lagi með Rósalind, og ég
get bætt þvi við, að ég á
hana Rósalind enn þann
dag í dag.
Magnús ólason, 12ára
Lindargötu 58
Reykjavik
tTttt
• • • • •
VERÐ
LAUNA-
GET
RAUNINNI
er lokiö í
næsta blaði
veröur tilkynn
hverjir
fá bækur