Þjóðviljinn - 07.12.1975, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINNSunnudagur 7. desember 1975.
DJOÐVIUINN
MÁLGAGN SÖSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
’Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan öiafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Arni Bergmann
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Sfmi 17500 (5 linur)
Pren(un: Blaöaprent h.f.
SEMJUM EKKI VIÐ BRETA, SIGRUM ÞA
Til harðra átaka kom á miðunum fyrir
austan land i fyrrinótt. Gerðu svokölluð
hjálparskip og breskt NATO-herskip
harða hrið að varðskipinu Þór sem var við
löggæslu i landhelginni. Þrátt fyrir . öll
þessi verndarskip veiðiþjófanna tókst ekki
að verja þá fyrir islensku landhelgisgæsl-
unni og komu varðskipsmenn klippum á
annan togvir bresks togara. Þannig lauk
skiptum varðskipsins og bretanna, og
bresku togaraskipstjórarnir kölluðu háðs-
yrði að skipstjóra NATO-herskipsins i tal-
stöðvar sinar.
En þó að svo hafi farið í þetta skiptið að
varðskipsmönnum hafi i senn tekist að
vikja sér undan ásiglingartilraununum og
jafnframt að veita veiðiþjófunum verðuga
ráðningu er gerð bretans söm og jöfn: Á-
siglingartilraun er tilraun til þess að
fremja glæpsamlegan verknað sem striðir
gegn öllum lögum og reglum og öllum al-
mennum siðgæðisviðhorfum. Ásiglingar-
tilraunin er svivirðilegur ofbeldisverkn-
aður og honum ber að svara tafarlaust af
hálfu islenskra stjórnarvalda.
Það er ljóst af þeirri reynslu sem fengist
hefur i þorskastriðunum svonefndu að is-
lendingar eiga ráð sem geta dugað til þess
að knýja bretana til undanhalds. 1973 gáf-
ust bresku togarasjómennirnir upp við að
reyna að fiska undir herskipavernd, enda
óhægt um vik og dýrt úthald að setja fall-
byssu við hvert troll til þess að bægja is-
lensku varðskipunum frá. Nú fer i hönd
harðasti hluti vetrarins og samhliða þeim
erfiðleikum sem islenskur vetur veldur
breskum veiðiþjófum á að vera unnt með
eflingu landhelgisgæslunnar og auknum
umsvifum hennar að gera bretum lifið svo
leitt á miðunum að þeir gefist upp og flýji
út fyrir landhelgismörkin. En jafnframt
eflingu landhelgisgæslunnar verður að
koma til einörð afstaða islensku rikis-
stjórnarinnar á alþjóðavettvangi, afstaða
sem er i samræmi við vilja þjóðarinnar
allrar.
Þjóðviljinn telur að nú þegar verði rikis-
stjórnin að svara ofbeldistilraunum breta
með viðeigandi aðgerðum sem gætu verið
fólgnar i eftirfarandi:
1. Stjórnmálasambandi verði slitið við
breta þegar i stað, — að minnsta kosti
verði breski sendiherrann rekinn til
sins heima með allt sitt starfslið og
sendiráðsskrifstofum íslands i London
lokað þegar i stað.
2. Sendiráðsskrifstofum tslands hjá At-
lantshafsbandalaginu verði einnig lok-
að þvi það eru herskip úr flota NATO
sem hér aðstoða veiðiþjófana innan is-
lensku landhelginnar og það er þvi i
skjóli NATO sem tilraunir eru gerðar
til þess að sigla á islensku varðskipin.
3. Landhelgisgæslan verði efld með aukn-
um mannafla og fleiri skipum. Klipp-
unum verði beitt miskunnarlaust og öll
tækifæri notuð sem gefast kunna til
þess að halaklippa veiðiþjófana. Land-
helgisgæslan fái svigrúm til þess að
taka landhelgisbrjóta og færa þá til
hafnar hvenær sem skapast aðstaða til
sliks.
Þessar ráðstafanir, ef gerðar yrðu, eru
áreiðanlega i fyllsta samræmi við vilja og
viðhorf islensku þjóðarinnar i dag.
íslendingar hafa bira reynslu af bresku
ofbeldisöflunum, sem i skjóli Atlantshafs-
bandalagsins og með aðstoð bandariska
hersins hafa iðulega stefnt lifi og verð-
mætum i stórfelldan háska. En þessi bitra
reynsla kennir islendingum hvaða vopn
það eru sem eru áhrifarikust. Þau ráð sem
hér voru nefnd á undan eru þekkt úr fyrri
átökum um landhelgina og þau geta hrifið.
Breska ljónið er ekki beisnara en svo að
smáþjóð sem hefur einurð, þrek og sam-
stöðu getur snúið það niður til uppgjafar.
í þessu máli veltur mikið á þjóðarein-
ingunni, en mikið veltur einnig á stjórnar-
völdum að þau hafi manndóm og þrek.
Fyllsta ástæða er þvi miður til þess að
draga það i efa að núverandi rikisstjórn
hafi það þrek sem getur dugað er til úrslit-
anna dregur. En fullvist er að sá er vilji
þjóðarinnar að stjórnin semji ekki við
breta heldur sigri þá. —s.
Lögmál frumskógarins
í heiðri höfð
VÍSINDI OG
SAMFÉLAG
Frumskógarnir á Kyrrahafs-
strönd Sovétrikjanna eru nýttir
nálega allan ársins hring. At-
vinnu- og áhugaveiðimenn leggja
inn þúsundir ikornaskinna,
minkaskinna, safalaskinna,
marðarskinna og annarra dýr-
mætra skinna hjá loðskinnamót-
tökustöðvum rikisins. Þegar er
vetrarveiðitimanum lýkur
framkvæma veiðimennirnir
ásamt veiðisérfræðingum og vis-
indamönnum allsherjar talningu
á stofnum allra veiðidýra á frum-
skógasvæðinu. Sumar og haust
safna þeir, sem i skógunum búa,
sveppum, berjum og hnetum,
lækningajurtum og grösum, og
veiða fisk.
Sá, sem þekkir skóginn vel, ein-
kenni hans og staðhætti og hátt-
erni dýra og fugla er hann
byggja, nær góðum árangri við
veiðarnar. Sl. ár fékk Ivan
Burdonov, sem er kunnur veiði-
maður á austurströndinni, 800
rúblna virði af loðskinnum og
vann sér einnig inn álitlega fjár-
hæð fyrir að tina ber og safna
sveppum. „Starfsbróðir” hans
Vladimir Kantsjuga, vann sér
einnig inn 840 rúblur. Og hann
hafði ekki aðeins heppnina meö
sér viö veiöarnar þaö sumarið,
heldur og leit sinni að ginsengrót,
sem sagt er frá i munnmælum.
Hinna sjaldgæfu auðæfa frum-
skóga Kyrrahafsstrandarinnar er
vandlega gætt. Ekki alls fyrir
löngu urðu ibúarnir þar varir við
tigrisdýrafjölskyldu i útjaðri
þorpsins Sjtjkovo, sem er um 50
km frá Vladivostock. Dýrin voru
mjög róleg. Sjást þau oft núorðið i
grennd þorpa og stærri bæja. En
það hefur ekki alltaf verið svo.
Leonid Suljandziga, sem er
Udegjeveiðimaður, segir að hér
áður fyrr hafi menn helst rekist á
slóðir „frumskógakonungsins”
langt inni i frumskóginum.
Svipaða sögu er að segja um
safalana. Fyrir um 40 árum var
stofninn alveg að þvi kominn að
deyja út. Það var ekki fyrr en
veiðar á þessu dýrmæta loðdýri
voru bannaðar, að safalastofninn
tók að aukast aftur. Auk þess var
hópur bargúzinsafala fluttur i
frumskógana á austurströndinni.
Dýrin aðlöguðu sig fljótt að þess-
um nýju heimkynnum og kyn-
blöndun þeirra við frændur þeirra
á austurströndinni hafði góð áhrif
á stofninn. Feldur innfæddu
dýranna varð mýkri og sterk-
ari. Nú er ekki lengur nein hætta
á, að safalastofninum verði út-
rýmt. Strangt eftirlit er haft með
safalaveiðunum.
Likt og á fjórða áratugnum lifir
ameriski minkurinn i frumskóg-
um austurstrandarinnar. Fyrir
áhrif strangra verndarráðstafana
hefur otrastofninn einnig náð sér.
Um það bil 40 þúsund siberiu-
merðir og yfir 100 þúsund Ikornar
eru veiddir árlega án þess að
endurnýjun stofnsins sé stefnt i
neina hættu.
Spurningin er, hvort unnt sé að
varðveita vistfræðilegt jafnvægi
á frumskógasvæðinu á austur-
ströndinni á okkar dögum sam-
fara mikilli veiði og ört vaxandi
verðmætra lækningajurta og
grasa. Visindamenn svara þess-
ari spurningu jákvætt.
ógerningur er að halda viö
stofni einstakra dýrategunda i
frumskóginum án þess að afla
traustra upplýsinga um hann
Þess vegna er það að auk alls-
herjar stofntalningar, sem
framkvæmd er að loknu hverju
vetrarveiðitimabili, þá er
framkvæmd talning einstakra
tegunda annað til þriðja hvert ár.
Upplýsingar sem safnað er með
rannsóknum i frumskóginum
gera visindamönnunum það kleift
að hafa stjór'n á viðhaldi ein-
stakra dýrategunda og skapa
ákjósanlegastar aðstæður fyrir
tilveru þeirra. Þannig hefur t.d.
verið ákveðið að friða sérstakt
skógarsvæði, þar sem hjarta-
tegundir, fjaílaantilópur og hérar
munu njóta sérstakrar verndar.
Af hverju er þetta gert?
Visindamennirnir hafa komist að
þeirri niðurstööu, að fjöldi
pardusdýra á Kyrrahafsströnd-
inni (veiði þeirra hefur verið
bönnuð lengi) er að aukast sökum
þess, að þeim dýrastofnum, sem
þessi sjaldgæfa dýrategund lifir
á, er að fjölga i fjalla- og frum-
skógahéruðunum. Það er af þess-
um sökum sem allt dýrarikið á
þessum slóðum hefur verið sett
undir sérstaka vernd.
Nú þegar eru 12 friðaðir skógar
og fjögur verndarsvæði á Kyrra-
hafsströndinni. Tvö ný svæði
verða einnig friðuð, við Kjanka-
vatn og á eyjum i Péturs mikla
flóa. En ráðstafanir til verndar
dýrum og fuglum þessa svæðis
takmarkast ekki viö þetta eitt. Á
hverju veiðisvæði eru svokölluð
friðarbelti, þar sem allar veiðar
eru bannaðar. Aðeins visinda-
menn, skógarverðir og eftirlits-
menn með veiðum fá leyfi til að
fara inn á þessi svæði.
Dýrum á þessum stöðum er
tryggt algert öryggi, svo fremi
auðvitað að þau falli ekki fyrir
kúlum veiðiþjófa. Þvi miður
kemur það enn fyrir.
Dýraverndunar- og eftirlitsdeild
framkvæmdanefndar veiðimála-
stjórnar Kyrrahafsstrandarinnar
sem hefur þúsundir rikiseftirlits-
manna og tugi þúsunda sjálfboða-
liða á sinum vegum, gerir allt
sem hún getur til að útrýma
veiðiþjófnaði. Deildin stöðvar
ekki aðeins allar óleyfilegar
veiðar, heldur vinnur hún og
viðtækt verndarstarf, berst fyrir
náttúruvernd i blöðunum, útvarpi
og sjónvarpi, efnir til fyrirlestra
fyrir skógarhöggsmenn ,
samyrkjubændur og starfsmenn
rikisbúa svo og skólabörn. Veiöi-
eftirlit rikisins hefur rétt til að
leita uppi lögbrjóta og láta þá
sæta refsingu.
A þennan hátt er hið fágæta og
um margt einstæða dýra- og
jurtalif i frumskógum Kyrrahafs-
strandarinnar verndað og
varðveitt.
(APN)