Þjóðviljinn - 07.12.1975, Blaðsíða 7
Sunnudagur 7. descmber 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
farin að bera nokkurn árangur.
Nokkur sveitarfélög utan höfuð-
borgarsvæðisins hafa þegar hafiö
framkvæmdir samkvæmt þess-
um lögum og ýmis önnur hafið
undirbúning.
Ég óttast mjög að breyting á
verkaskiptingu eins og sú sem
boðuð er muni verulega draga úr
áhuga sveitarfélaga að leysa
þessi mál sómasamlega.
Ég bendi einnig á að þótt þessi
breyting á verkaskiptingu virðist,
eins og nú standa sakir, hvorki
hafa i för meö sér fjárhagslegan
ávinning eða tap — þá muni
sveitarfélögin hafa af henni fjár-
hagslegan skaöa er fram liða
stundir.
Kostnaöur af dagvistunarstofn-
unum, elliheimilum og viöhaldi
skólamannvirkja mun án alls efa
stórhækka á næstu árum, ef gera
á tilraun til að mæta þeirri brýnu
þörf, sem blasir við á þessum
sviðum.
1 fyrirliggjandi fjárhagsáætlun
er ekki gert ráð fyrir þessum
breytingum á verkaskiptingu,
sem þó mun hafa i för með sér
yfir 20 miljón króna tilfærslu hvað
varðar Reykjavikurborg.
Verðbólga
Auk þessara fyrirsjáanlegu
utanaðkomandi atriða, sem gera
fjárhagsáætlunina að markleysu
innan fárra vikna, koma einnig til
önnur atriði, sem fremur viröast
miðast við óskhyggju en raunsæi.
Áætlunin er semsagt viö það
miöuö að verðbölgan stöðvist og
hér veröi allir hlutir og þjónusta á
sama verði árið um kring. Vissu-
lega hefur það löngum verið bar-
áttumál nær allra stjórnmálaafla
i landinu að draga úr veröbólgu.
En það verður að segjast að
engri rikisstjórn hefur gengið
ver i þeirri baráttu en núverandi
stjórn. Aldrei hefur verðbólgan
orðið jafnmikil á jafnskömmum
tima og i tið hennar. Og aldrei
hefur setið i landinu rikisstjórn,
sem er óliklegri tiV að stöðva
verðlagshækkanir, en einmitt sú,
er nú situr.
bað verður þvi að teljast litið
raunsæi að gera ráð fyrir að verð-
bólgan stöðvist einmitt nú.
Allar kostnaöarhækkanir veröa
til að auka á reksturskostnað
borgarinnar og draga úr þvi fé,
sem hægt er að verja til
framkvæmda. Þannig verða bæði
rekstrar-og framkvæmdaáætlan-
ir að marklausum pappirum.
Og þegar ekki veröur hægt að
framkvæma allt það, sem gert er
ráð fyrir i frumvarpinu og sem
vafalaust verður samþykkt, þá
verður það að vanda látið i
ákvörðunarvald embættismann-
anna að tina út þær framkvæmd-
ir, sem þeir vilja hrinda i verk, en
láta hinar, sem ekki falla þeim
eins vel i geð, sæta afgangi vegna
fjárskorts.
Viljinn
leynir sér ekki
Þótt augljóst sé að það frum-
varp, sem lagt hefur veriö fram,
veröi aldrei notað sem stjórntæki,
þá.sýnir það samt — eins og það
er nú — á ákveðinn hátt pólitlskan
vilja meirihlutaflokksins.
Tekjuáætlun frumvarpsins sýn-
ir glöggt, hvernig reynt er að
halda hlifiskildi yfir atvinnurek-
endum á kostnað launþega.
Að vanda er ekki gert ráð fyrir
að innheimta aðstöðugjöld eins og
lög heimila. Þar er áætlað að gefa
atvinnurekendum og peninga-
mönnum eftir um 125 milj. kr. á
næsta ári, eins og gert hefur veriö
á undanförnum árum og eins og
gert mun veröa meðan Sjálf-
stæðisflokkurinn fer með
meirihlutavald i borgarstjórn
Reykjavikur. Þá er áformað að
innheimta fasteignaskatta með
30% álagi þótt heimilt sé að
innheimta þá með 50% álagi.
Einnig er gert ráð fyrir aö útsv.
verði innh. með álagi til þess
að endar nái saman i fjárhags-
áætluninni eftir svo rausnarlegar
gjafir til peningamannanna. Það
er min skoöun að þaö eigi skil-
yrðislaust að nota til fulls aö-
stöðugjaldsstofninn og álags-
heimildir á fasteignaskatta áöur
en gripið er til álags á útsvörin.
Atvinnureksturinn og stóreign-
irnar greiða alltof litið af sam-
eiginlegum kostnaði borgaranna
og minnkandi hlutfall frá ári til
árs.
Þegar núgildandi tekjustofna-
lög voru sett árið 1972 var i áætlun
þess árs gert ráð fyrir að 51,5% af
tekjum borgarsjóðs kæmi af út-
svörum. 1 þessari fjárhagsáætlun
er reiknað með að útsvörin séu
54,3% af tekjum borgarsjóðs.
Fasteignagjöldin voru árið 1972
áætluð 19,6% af tekjum borgar-
sjóðs, en eru nú áætluð 14,2% af
tekjum hans. Það er eindregin
skoöun mín að leggja beri há-
marksálag á fasteignaskatta
annars húsnæðis en ibúðarhús-
næðis til eigin nota, en að hins
vegar eigi ekki að gripa til ellefta
prósentsins i útsvarinu nema aðr-
ir tekjustofnar hafi veriö nýttir aö
fullu.
Þeir sem
njóta samúðar
Einn er sá tekjustofn sem
borgarstjórnarmeirihlutinn er
ákaflega tregur til að hækka enda
hefur hann staðiö óbreyttur
i krónutölu um árabil. Þrátt fyrir
veröbólgu og vaxandi fjölda af
„sjoppum” þá er gert ráð fyrir
óbreyttum tekjum af kvöldsölu-
leyfum, einni milj. kr.
Þegar ég nefndi þetta við einn
kunningja minn þá taldi hann
þetta gjald nokkuð hátt i miljón á
hverja sjoppu á ári. En hann
hafði misskilið mig herfilega,
sjoppurnar greiða nefnilega allar
samtals eina miljón króna. Nánar
tiltekfð greiöir hver sjoppa i
leyfisgjald kr. 10.000 á ári eöa
innan við þúsund krónur á mán-
uði.
Þeir sem eiga óskipta samúð
ihaldsins i borgarstjórn þurfa
ekki að óttast ómannúðlega skatt-
piningu.
Stöðug
endurskoðun
Eins og áður getur er það plagg
sem hér er um að ræða, fjárhags-
áætlun borgarinnar, ekki nema til
nokkurra vikna i raun. Mér er
ljóst að mjög veigamiklar for-
sendur skortir til aö hægt sé á
þessari stundu að leggja fram
fjárhagsáætlun, sem leiða mætti
likur að stæðist lengur en nokkrar
vikur. Þar á ég við þá stóru
óvissuþætti sem fljötlega munu
orka á fjárhagsáætlunina þe'.
kjarasamningana og verkaskipt-
ingu rikis og sveitarfélaga. Það
er einnig ljóst að á meðan verð-
bólgan er jafn geigvænleg og hún
hefur verið sl. tvö ár þá er með
öllu útilokað að gera fjárhags- og
framkvæmdaáætlun sem getur
staðið óbreytt i 12 mánuði.
Það er þvi nauðsynlegt að
borgarstjórn taki upp nýja starfs-
hætti við gerð fjárhagsáætlana og
miði þá við að hafa þær stöðugt i
endurskoöun þannig að það séu
kjörnir fulltrúar fólksins i borg-
inni sem ákveði viöbrögðin ef
sýnt er að áætlun stenst ekki en að
valdið sé ekki lagt i hendur
embættismanna sem hafa enga
pólitiska ábyrgð,
Fjárhagsáætlun yfirstandandi
árs var tekin einu sinni til endur-
skoðunar og þrátt fyrir það var
vikið jafnmikið frá seinni gerö
hennar — hvað varðar
framkvæmdir — og ég minnist á
hér á undan.
Ég tel, aö fjárhagsáætlun eigi
ekki aðeins að taka til endurskoð-
unar einu sinni á árinu heldur
svo oft sem þarf til að hún geti
verið ákvarðandi fyrir starfs-
menn borgarinnar og þar meö
stjórntæki i höndum borgarfull-
trúa.
Ég mun ekki nú fjalla urh ein-
stök rekstrarútgjöld eöa einstaka
framkvæmdaliði. Slikt tel ég
engan veginn timabært meðan
jafnmikil óvissa rikir um framtiö
þessa frumvarps og ég hef þegar
rakið.
Hins vegar er oröiö meira en
timabært að borgarfulltrúar, sem
og aðrir stjórnmálamenn, sanni
almenningi aö þeir séu til þess
hæfir að stjórna. Okkur hefur
verið falinn mikill trúnaður og
mikil ábyrgð. Samtals er fjár-
hagsáætlun borgarsjóös og fyrir-
tækja borgarinnar upp á tæpa 15
miljarða króna eða sem nemur
um 700 þúsund krónum á hverja
fjögurra manna fjölskyldu i
Reykjavik. Almenningur hefur
kosið okkur til aö fara með umboð
sitt gagnvart þessum fjármunum
og við höfum enga heimild til að
vikjast unda-n þeim skyldum.
GUNNAR
GUNNARSSON
SKRIFAR
VERÐUR
BRÁÐUM
BYLTING?
Hann jós yfir mig forinni, þar
sem ég stóð i þungum þönkum,
beið eftir strætó i slagveðrinu,
reyndi að hafa skjól af sjálfum
mér þar sem ég himdi á viða-
vangi i svarta myrkri og bilarn-
ir þutu framhjá: Skammdegis-
siödegi i Reykjavik, snjórinn
sem féll á jörðina i fyrradag
næstum horfinn, i staðinn komin
svört leöja, drullupollar hvar-
vetna þar sem lægðir myndast
og allir litir, hvort sem er á hús-
um eöa bilum, renna saman i
grámósku og svo kemur forar-
gusan i kaupbæti.
nútimakúarektorar, þið hjól-
þenkjandi fjaðrasófa-lúxusbles-
ar sem stöðugt gerið af ykkur
óskunda, takið nótis af veðri,
vegum og öðru fólki? Missið þiö
alla stjórn á ykkur þegar þið
finnið fyrir ofurafli bensinvél-
arinnar undir rassi ykkar? Ég
læt loka ykkur inni!
Kunningi minn glotti bara, ók
hratt við vegarbrún og ég sá i
huga mér tugi manna veröa
fyrir forarslettum hjóldrekans.
Veistu, sagði bilstjórinn svo,
það skiptir engu þótt maöur
sletti á landa sina þar sem þeir
borg er það reginskyssa að
dreifa byggðinni um sjö hæðir
og mýraflóa. í miðbænum á
vitanlega aö vera fjörugt kaffi-
húsalif, helst allan sólar-
hringinn, þar eiga að vera
verslanir, leikhús og sýningar-
salir. Nú ætla þeir að færa Iðnó
suður i Kringlumýri!
Ég hafði ekki döngun i mér til
aö taka i þennan umræöuspotta
meö honum, fannst lika hálf-
gagnslaust að þrasa um skipu-
lagsmál eina feröina enn.
Umhverfisþankinn hefur búiö
fyrir brjóstinu i manni árum
saman. Margir ágætismenn
hafa reynt að bregða ljósi fyrir
sjónir yfirvalda, bent á hver
glappaskot hafa veriö framin,
hvernig hagsmunaklikur ráða
ferðinni, en allt kemur fyrir
ekki. Það er nefnilega ekki hægt
aö breyta hugsanagangi og
skoðunum gróðaafla. Þaö verð-
ur ekki byggt eða skipulagt af
viti á íslandi fyrr en menn hafa
losnað við ihaldið onaf sér.
Og kannski stendur þaö til
bóta. Kunningi minn i bilnum
hélt þvi a.m.k. fram aö angi
byltingarinnar væri kominn i
ljós.
Nú hafa þeir nefnilega gengið
of langt, eigendur þessa lands,
sagði hann.
Þeir hafa gengið alltof langt.
Þeir hafa hækkað brennivinið
svo skart, að fólki ofbýður. Og
þegar svo er komið, að ráða-
menn hafa komið of ruddalega
fram við buddur múgamann-
anna, þá fara þeir aö brugga.
Þegar menn hafa veriö lengi
klæölitlir og vannæröir vegna
þess hve áfengið er dýrt, þá
finna menn smugu á veggnum.
skriða undir girðinguna — þeir
fara að brugga.
Félagslif i miöbæ Reykjavlkur
Þaö var engin smágusa. Ég
varð holdvotur. Og ég missti
þráðinn i hugsanakeðjunni, það
fauk i mig eitt andartak, það
rann á mig hálfgert æði, ég var
að hugsa um að stökkva að bfln-
um, gera eitthvað, skrifa
númer, kalla á pólitiið — en á
yfirborðinu hélt ég stillingunni,
sendi bilstjóranum aðeins
napurt augnaráð þegar hann
stöövaði tæki sitt, kom út og
sagði undrandi: Nei, ert það þú!
Og honum létti, eins óg nú væri
allt i lagi.
Hann bauð mér far með sér,
masaði á leiðinni glaöhlakka-
lega, baðst afsökunar en var
greinilega búinn aö gleyma
slysinu þegar i staö. Og ég sem
var svo vel til fara! — nýkominn
úr kennslustund og stefndi nú i
viötal við góðskáld nokkurt og
hamaöist við að undirbúa mig i
huganum, einbeitti mér að
væntanlegum viömælanda,
formaði spurningarnar, rifjaöi
upp bækurnar hans — og þá kom
þessi leppalúði i bilskrjóði sin-
um og baðaði mig, baöaöi mig
upp úr reykviskum skit!
Ég hlustaði á masiö i honum
stundarkorn, velti þvi fyrir mér
hvernig ég gæti best hrist af
mér fýluna, komist i samt lag
aftur, og ákvaö loks að hella
méryfir hann. Ég útskýrði fyrir
honum, að þótt hann hefði boðið
mér far og beöiö mig afsökunar,
þá sæti ég hér, hundblautur, for-
ugur upp fyrir haus og i ónýtum
fötum, eöa er útilokað að þiö
blikkbeljumeistarar, þið
biða á vegkanti eftir strætó sem
aldrei kemur. Ég hef veriö að
hugsa um þetta. Þaö er aö visu
dónalegt aö ata annaö fólk for,
en ég held að löndum minum sé
alveg sama. Þeir hrista sig bara
og kaupa ný föt. Ég sé ekki
betur en mönnum sé herumbil
sama hvernig að þeim er ráðist.
Sennilega hrin ekkert á tómlæt-
inu.
Menn láta það viögangast að
auðjarlar leiki sér með fjár-
muni þeirra. Skattsvikarar
byggja ljótar glamorhallir yfir
sjálfa sig, reisa sér hvern
kastalann á fætur öðrum og á
nokkrum veltuárum er komin
hér á nesjunum borg gerð úr
viggirtum einingum, mynduð úr
ljótum steinsteypuhverfum i
stað þess samastaðar, þeirrar
félags- og menningarmiöstöðv-
ar sem gráupplagt heföi veriö
að byggja hér. Hér á landi eru
veður stundum köld og hvöss og
ég held aö góðir byggingameist-
arar hefðu tekiö tillit til þess.
Þar sem er kalt og hvasst, þar á
að byggja skjólgaröa úr húsum.
Og slikir veðurbrjótar myndast
ekki nema fólk búi tiltölulega
þétt. Og ef fólk á aö búa þétt,
veröur að skapa þvi opna leið til
hvers konar félagslegrar iökun-
ar. 1 öllum miðbænum i
Reykjavik, þar sem upplagt
hefði veriö að skipuleggja
þannig, að þar þrifist félags- og
menningarstarfsemi, er nú
ekkert sem laöar fólk að annað
en búöir sem eru lokaðar þegar
fólk á fri og tvö bió. t fámennri
Og byltingin viröir engin lög. 1
kjöllurum og á háaloftum. inni i
sparistofum ef ekki vill betur,
sitja menn við seyðinn, hræra i
pottum, hella á milli iláta, raða
saman ölflöskum. smelia á
töppum, bragða á lagernum —
aldrei fór þaö svo, að.vinmenn-
ingin sniðgengi tsland alveg,
sagöi bilstjórinn, kannski er
þessi áfengi seyður sem menn
brugga gegn ihaldinu einmitt
það meðal sem hrifur! Menn
þurfa nefnilega aö drekka i sig
kjark til að fara á milli húsa i
svona dreiföri byggð þegar veð-
ur gerast vond. Strætó kemur
aldrei hér fremur en Godot,
enda reikna ég með að Godot sé
lika farinn að brugga, brugga
byltingarmóðinn!
_Og svo hló þessi nöturfyndni
bilstjóri hátt og lengi einsog
hann hefði ratað á einhvern
reginsannleik handa mér að
melta. en ég foröaði mér út i
kaldan vestanstorminn, reyndi
aö finna skjól fyrir siettum urr-
andi bensinuxanna.
Þaö er svo enn eitt rannsókn-
arefniö, hvernig á þvi stendur,
að auðgreifar á tslandi og þau
öfl sem ráða hér borg og bæjum
skuli meö öllu vera frábitin fé-
lagslifi. listum og menntum.
Hvenær hefur islenskur auð-
lubbi haft annan áhuga á list en
fjárfestingaráhuga? Hvenær
hefur aurabarón opnaö hér list-
sýningasal eða staðið fyri
kaffihúsi þar sem halda má
samkomur?