Þjóðviljinn - 07.12.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.12.1975, Blaðsíða 5
Sunnudagur 7. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Kommúnistaflokkur Frakklands mun þinga AÐ HALDA ARUNNI HREINNI Þannig hugsar teiknarinn sér samstarf sósialista og kommúnista. Franski kommún- istaflokkurinn, einn hinn sterkasti i heimi (telur um 500 þúsundir félaga) hefur oft verið talinn einna helstur bandamaður sovéska kommúnistaflokksins á vinstri armi vesturevr- ópskra stjórnmála. Meðal annars hafa menn óspart vitnað til þess undanfarna mán- uði, að afstaða hans og sovéskra til mála i Portúgal hafi verið mjög svipuð og allt önnur en t.d. afstaða it- alskra og spænskra kommúnista. Engu að síður er ljóst, að Franski kommúnistaflokkurinn hefur verið að taka ýmsum breyt- ingum að undanförnu og um margt nálgast þann italska. Ný- legt dæmi er sameiginleg yfirlýs- ing sem þeir Marchais, formaður franska flokksins, og Berlinguer, formaður hins ítalska, gáfu út að loknum sameiginlegum viðræð- um i Róm : þar er vesturevrópskt þingræði mjög ofarlega á baugi, einnig sjálfstæði einstakra kommúnistaflokka. Að öllu sam- anlögðu ersem flokksforingjarnir hafi verið að móta sameiginlega afstöðu sem um margt er ólik so- véskum kenningum — fyrir vænt- anlega ráðstefnu evrópskra kommúnistaflokka á næsta ári. Sósialismi i áföngum Franski kommúnistaflokkurinn mun halda 22. þing sitt f febrúar i Saint-Ouen. Þingið er mjög vand- lega undirbúið, drög að stjórn- málaályktun hafa verið birt fyrir nokkru og umræðu um þau er haldið uppi i flokksmálgagninu l’Humanité. Drög þessi byggja á ýmsum á- lyktunum og yfirlýsingum sem flokkurinn hefur gert, allt frá þvi að miðstjórnarfundur sem hald- inn var i Champigny-sur-Marne i desember 1968, sendi frá sér merkilegt ávarp um stjórnlist og baráttuaðferðir. Avarp þetta hét. „Fyrir framsæknu lýðræði, fyrir sósialisku Frakklandi”. Það hef- ur verið kölluð fyrsta tilraun franska kommúnistaflokksins til að skapa aðferð til valdatöku og framkvæmdar sósialisma, sem sneiddi hjá ýmsum leninskum hugmyndum um flokk og riki og tækju fyrst af öllu mið af frönsk- um veruleika. Þar með var og sagt skilið við hinar ófrjóu annað- hvort — eða röksemdir kalda striðsins. Kommúnistaflokkurinn gerði ekki aðeins tilkall til aðildar að rikisstjórn heldur útskýrði allýt- arlega hvaða hlutverk hann ætl- aði sér innan stjórnar. Bæði flokksmenn og aðrir gáfu mestan gaum að þvi, hve mikla áherslu Champigny-ávarpið lagði á ein- ingu vinstriafla og á áfangaþróun til sósialisma. Um leið takmark- aðist skjal þetta — sem var sett samanskömmu eftir stúdentabylt- inguna i mai og júni 1968 — ekki við kosningapólitik eina. Það lagði einnig áherslu á nauðsyn þess að ýta á eftir félagslegum breytingum með fjöldaaðgerðum, og væri Kommúnistaflokkur Frakklands leiðandi afl i þeim. Kosningabandala g Arið 1969 hrundi SFIO (fyrir- rennari Sósialistaflokksins) sam- an, og það gekk fremur hægt að koma saman nýjum flokki (það tókst með þingi sósialista i júni 1971). Kommúnistaforingjarnir töldu þennan tima heppilegan til að koma á fót bandalagi vinstri- sinna um sameiginlega stefnu- skrá. í þvi sambandi höfðu þeir æ sjaldnar orð á „byltingareðli” flokks sins — og án þess að menn tækju eftir breyttust þær á- herslur, sem lag&ar voru i Champigny-sur-Marne, þeir þættir sem sneru að kosninga- bandalagi vinstrimanna sátu i al- gjöru fyrirrúmi. Þessi þróun er að sjálfsögðu tengd þvi, að allt pólitiskt lif i Frakklandi er bundið kosningaal- manakinu — þótt kommúnistar séu siður háðir þvi en aðrir, þá eru þeir engin undantekning. Þingkosningarnar 1973 og fráfall Pompidous hafa tengt kommún- ista æ fastar i kosningabandalag við sósialista og vinstriradikala, sem smiðað er utan um sameigin- lega stefnuskrá. Nú er það svo, að kosningakerf- iö i Frakklandi er hagkvæmara sósialistaflokkinum en kommún- istum (i seinni umferð kosninga reynist erfiðara að fá sósialista til að kjósa kommúnista en að tryggja að atkvæði kommúnista falli á sósialista). Og þar eð kommúnistar hafa fallist á að fylgja sósialistum eftir i hugsan- legri samsteypustjórn vinstri- afla, þá lenda kommúnistar i þeirri aðstöðu að eiga i erfiðleik- um með að halda sinum sérkenn- um, sinni sérstöðu, „halda árunni hreinni” mundu menn kannski segja á íslandi. Formaður flokks- ins, Marchais, var einn af mörg- um sem skildi þessa hættu. Hann reyndi að nota hinn mikla sigur sem vinstriöflin unnu i forseta- kosningunum i fyrra til að lyfta undi'r eigin flokk með þvi að ýta úr vör vigorðinu „bandalag hinn- ar frönsku þjóðar”. Tilgangurinn var bæði sá að ná atkvæðum óánægðra gaullista og miðju- manna, sem höfðu ekki flykkt sér um hinn nýja og nauma meiri- hluta Giscards d’Estaing, i öðru lagi að hafna skiptingu Frakk- lands i tvær pólitiskar blakkir og i þriðja lagi átti að gera það lýðum ljóst, að vinstriöflin þyrftu á enn breiðari samsteypu að halda til að ná völdum. ..Söguleg málamiðlun?” Að baki vigorðinu um „banda- lag hinnar frönsku þjóðar, mátti greina enduróm af hugmyndum Enrico Berlinguers og annarra foringja italskra kommúnista. Þeir boða „sögulega málamiðl- un” sem felur i sér ekki aðeins samstarf við aðra verklýðsflokka heldur og við kristilega demó- krata, höfuðflokk borgaranna. En ástæðan fyrir þvi að Komm- únistaflokkur Italiu hefur efni á þvi, að stinga upp á „sögulegri málamiðlun” er sú, að hann er sjálfur það afl sem alþýða manna flykktist um og á sér ekki alvar- lega keppinauta á vinstri armi stjórnmála. En i Frakklandi kom það fram i forsetakosningunum og i aukakosningum til þings i september 1974, að Sósialista- fíokkurinn hefur orðið sterkasta aflið vinstra megin (að atkvæða- magni) og að stjórnarandstaðan var að vaxa saman utan um hann. Sérstaðan Kommúnistaflokkurinn lenti semsagt i þeirri hættu að verða ekki annað en hjálparsveit Sósial- istaflokksins. Roland Leory var einn af þeim flokksforingjum sem vakti athygli á þessari hættu, og hafði frumkvæði um endurskoðun á framgöngu flokksins sem gerð var á miðstjórnarfundi i október i fyrra. Ekki var lengur spurt um það, hvort flokkurinn ætti að renna saman við breiða fylkingu undir forystu sósialista. Timi var talihn kominn til að brýna aftur fyrir mönnum sérstöðu kommún- istaflokksins, draga mörkin milli hans og annarra vinstri afla. Agreiningur var öruggasta leiðin til að draga fram muninn á flokknum ogsósialistum,oger þvi jafnvel haldið fram, að kommún- istar hafa reynt að skapa vissa gervispennu i sambúðinni til að menn vissu betur hver er hvað og hver ekki. Þessi lina, sem fylgt hefur verið i um það bil ár, er sögð hafa gefið allgóða raun — einkum meðal flokksmanna sjálfra. En óvissan er meiri að þvi er varðar stuðn- ingsmenn. Einhverskonar hæg- fara upplausn á sér stað meðal þeirra, sem veldur áhyggjum. Franskir kommúnistar hafa komist að þvi, að hlutverk þeirra i frönskum stjórnmálum er ekki „fyrirfram gefið”, að sigur biður þeirra ekki við endann á ein- hverri stöðugri og fastmótaðri þróun. Þvi þurfa þeir nú að auknu afli að leggja áherslu á sérkenni sin og sérstöðu. Sjálfstæði og fyrirmynd En það er alls ekki auðvelt verk. Tengslin við októberbylt- inguna og hina sovésku fyrir- mynd hafa skipt miklu fyrir flokkinn. Annarsvegar hafa þau stuðlað að einangrun hans — hinsvegar hafa haldið saman ýmsum nokkuð mismunandi straumum innanhans. En flokks- menn hafa æ minni áhuga á þess- ari hefð, og ungir kommúnistar eru sagöir mjög tregir tii aö setja einskonar jafnaðarmerki milli kommúnismans og Sovétrikj- anna. Og i raun hefur forysta flokksins að undanförnu ýtt undir þessa afstöðu til þess að leggja áherslu á aukið sjálfstæði sitt gagnvart sovéska flokknum, eins og áður var á minnst. Af sömu á- stæðum telur franska flokksfor- ystan bera nauðsyn til að láta i ljósi vanþóknun á ýmsu þvi sem sovétmenn aðhafast (nú siðast mótmæli flokksins gegn handtöku sovéska stærðfræðingsins Leonids Pljúsj). Flokkurinn ætlar sér bersýni- lega ekki að hverfa aftur til so- véskrar fyrirmyndar. Þess i stað eru ýmis stefnuplögg hans nú endurskoðuð einkum með það fyrir augum að vekja upp aftur þá áherslu sem Champigny-ávarpið lagði á að „virkja fjöldann”. Þar með vakna að visu upp viðkvæm- ar spurningar um frammistöðu sjálfrar flokksforystunnar, sem mörgum flokksmönnum finnst starfa þannig að langtimum sam- an sé hún mjög hikandi en taki svo óvæntar skyndiákvarðanir og fylgi þessu lauslæti nokkuð i stefnumótun. En það er hefð i flokknum að fara varlega i að gagnrýna forystuna, og Marchais formaður mun sjálfur njóta mikils trausts. Það mun vera allalgengt, að franskir kommúnistar telji að fræðilegar skilgreiningar flokks- ins séu ekki sem verstar, það sé flokksstarfið, framkvæmdin, bar- áttuaðferðirnar sem þurfi að gagnrýna. Aður var talað um þann vanda sem kosningasam- starfið við sósialista hefur sett flokkinn i. En þvi má heldur ekki gleyma, að samstarf vinstri afla hefur ekki endilega þurft að vera sósialistum I hag fyrst og fremst. Nefna má til dæmis CGT, verk- lýðssamband það sem kommún- istar stjórna. Ekki aðeins hefur CGT haldið stöðu sinni sem for- ystusamtök, heldur hefur það i auknum mæli orðið vettvangur fyrir sameiginlegar aðgerðir- verkafólks úr ýmsum sambönd- um. Annað timaskyn Hinsvegar munu kommúnista- foringjar telja, að möguleikar þeirra i kosningum væru ekki sér- lega góðir nú um stundir — enda sé flokkur þeirra betur fær um að skipuleggja ýmsar fjöldaaðgerðir en að starfa sem kosningavél. Þeir munu ekki útloka möguleika á að draga sig út úr kosninga- bandalaginu við sósialista um 'tima — til þess að gera sósialist- um ljóst, að þeir komast ekki mjög langt upp á eigin spýtur og til þess að draga það skýrt fram hver sé hinn eiginlegi styrkur þeirra sjálfra. Kommúnistar geta hugsað sér að skjóta á frest kosningasigri vinstri aflanna meðan þeir væru að endurheimta jafnvægi á vinstra arminum — og þetta staf- ar, að þvi er Thierry Pfister seg- ir, af þvi, að þeir hafa aðra að- stöðu til ^timans en aðrir st jórn- málamerin. Framganga þeirra er partur af sögunni. Þeir hafa þeg- ar beðið á hálfa öld, og þeir gætu vel hugsað sér að biða 20 ár i við- bót ef nauðsyn ber til. Allt öðru máli gegnir um banda- mennþeirra sósialista, sem eru miklu háðari sveiflum upp og nið- ur i kjörfylgi — og gætu vel sundr ast ef þeir yrðu fyrir umtalsverð- um skakkaföllum i kosningum. AB bvggði að mestu á grein eftir Thierry Pfister í Le Monde. Marchais, leiðtogi kommúnista og Mitterand, leiðtogi sósialista: „Að halda árunni hreinni” og „bandalag hinnar frönsku þjóðar”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.