Þjóðviljinn - 17.12.1975, Side 4

Þjóðviljinn - 17.12.1975, Side 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. desember 1975. DWÐVIUINN MALGAGN SOSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri; Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaði: Árni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Sfmi 17500 (5 llnur) Prentun: Blaðaprent h.f. BER ALLT AÐ SAMA BRUNNI Oft hefur verið á það bent hér i Þjóð- viljanum að á vinstristjórnarárunum hafi félagslegar umbætur verið framkvæmdar að kröfu Alþýðubandalagsins i trássi við framsókn, sem annað hvort sýndi málum hreina andstöðu eða áhugaleysi. Um þetta mætti nefna fjölmörg dæmi, en hér skal einungis bent á stórfellda hækkun elli- og örorkulifeyris og dagvistunarmálin. Magnús Kjartansson fór með trygginga- mál og á hans valdatima var stórfelld hækkun á elli- og örorkulifeyri þannig að lifeyririnn tvöfaldaðist að raungildi þrátt fyrir þá miklu verðbólgu sem var á árun- um 1973 og 1974. Það var iðulega harðsótt innan rikisstjórnarinnar, sem þó var köll- uð vinstristjórn, að fá framsókn til þess að fallast á fjárveitingar sem nægðu til þess að bæta og auka kaupmátt lifeyris þessa láglaunahóps i þjóðfélaginu. En hið sama var einnig uppi á teningnum i fleiri málum i vinstristjórninni, þannig var það ákveðið um siðir fyrir eftirrekstur þingmanna sósialista að rikið skyldi ásamt sveitar- félögunum taka þátt i byggingu og rekstri dagvistunarstofnana. Áhugaleysi og tregða framsóknar i þessu máli kom einn- ig ákaflega vel fram i stjórnarsamstarf- inu, þó hún kæmi ekki fram opinberlega. Þrátt fyrir þessa tregðu framsóknar i stjórnarsamstarfinu varðandi allskonar félagsleg úrræði og umbætur reyndi flokkurinn að sjálfsögðu að skreyta sig með þessum endurbótum i kosningunum 1974 og fyrir vikið töldu margir og telja vafalaust enn að framsókn sé vinstriflokk- ur, sem hafi fyrir einhvern misskilning glæpst upp i stjórnarsængina hjá Geir Hallgrimssyni. En reynslan er æ betur að sanna að stjórnarþátttakan með ihaldinu var ekki slys eða óhapp af hálfu forustu- manna framsóknar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokknum var til þess fall- ið að tryggja framkvæmd stefnu; and- félagslegrar stefnu Framsóknarflokksins. Þetta kemur fram þessa dagana. Þá eru lögð fram á alþingi frumvörp sem hafa þann tilgang að kollvarpa veigamiklum þáttum i löggjafarstarfi vinstristjórnar- innar og þeim áhrifum sem stefna hennar hafði á einstaka þætti efnahagsmála og félagsmála. Þessi frumvörp hægri- stjórnarinnar sem hér er átt við hafa kom- ið fram eitt af öðru siðustu dagana. Má þar nefna fremst frumvarpið um að hækka greiðslur sjúklinga fyrir sérfræði- lega þjónustu um 470 miljónir króna og um að hækka útsvör um 1200 miljónir króna til þess að sveitarfélögin taki aftur á sig hluta af sjúkratryggingunum. Þessi hækkun útsvaranna — i stað þess að afla teknanna með tekjuskattsálagningu — er hreint og beint hneyksli vegna þess að út- svörin eru lögð á sem flatur skattur og þau koma i sama hlutfalli á þann sem hefur örlitlar tekjur og á hátekjumanninn sem hefur margar miljónir i tekjur. Þessi svi- virðilega aðför ihaldsstjórnarinnar að kjörum þeirra sem hafa lægstar tekjurnar og þeirra sem bágast eiga, sjúklinga sem þurfa að leita sér sérfræðiþjónustu, er enn ein sönnunin fyrir þeim ófélagslegu, ómanneskjulegu viðhorfum sem rikjandi eru innan stjórnarflokkanna beggja og þau eru endanleg sönnun fyrir þvi að framsókn er hægriflokkur, ekki miðflokk- ur, ekki vinstriflokkur. Þá er i burðarliðnum i stjórnarráðinu frumvarp um að fella niður hlut rikisins i rekstri og stofnkostnaði barnaheimila i landinu. Þessi ætlan rikisstjórnarinnar mun koma þyngst niður á smærri sveitar- félögunum, þau hafa á siðustu árum frá þvi að vinstristjórnin tryggði þátttöku rikisins i rekstri og stofnkostnaði dag- vistunarstofnana lagt út i rekstur dag- heimila. Þannig hefur þessum litlu sveitarfélögum verið gert kleift að tryggja ibúum sinum félagslega aðstöðu sambæri- lega við það sem best gerist annars staðar i landinu. Þessi löggjöf vinstristjórnarinn- ar hefur þvi verið raunhæf byggðastefna, en eins og allir vita er mismunandi félags- leg aðstaða og aðhlynning meginvanda- mál hinna smærri sveitarfélaga. Nú hyggst hægristjórnin i einu vetfangi svipta sveitarfélögin þessari sjálfsögðu þátttöku rikisvaldsins i rekstri dagvistunarstofn- ana. Hér ber þvi allt að sama brunni; reynsl- an frá þvi að hægristjórnin kom til valda sannar að Framsóknarflokkurinn lætur sér i léttu rúmi liggja þó að ihaldið rifi nið- ur alla félagslega þætti sem vinstristjórn- in beitti sér fyrir að komið yrði i fram- kvæmd. — s. KLIPPT... Skúli Guðmundsson: Má alls ekki vera minna. Andrés Kristjánsson, fræðslu- stjóri, fyrrverandi ritstjóri Timans, skrifar grein í núver- andi málgagn sitt Ný Þjóðmál, þar sem hann fjallar um Framsóknarflokkinn og mis- munandi afstöðu hans til stjórnarþátttöku með ihaldinu nú og áður. Andrés segir: Þetta má ekki minna vera ,,Ég man vel þá tið i fyrri samstjórn ihalds og framsókn- ar, að Timinn hafði oft uppi nokkra gagnrýni á ihaldið, stjórnarathafnir þess og sér- hagsmunastreitu þótt flokkarn- ir væru saman i stjórn. Þetta geta menn sannfærst um ef þeir lita i Timann frá þessum árum. Þar var haldið upp verulegri gagnrýni á ihaldið þrátt fyrir allt. Ég man það einnig vel, að ihaldsmenn i framsókn undu þessu illa og höfðu uppi að- finnslur svo að ég heyrði og töldu fráleitt að sýna samstarfs- flokki slik „óheilindi”. Eitt sinn, er Skúli heitinn Guðmundsson hlýddi á slikar aðfinnslur i garð ritstjóra Timans sagði hann hiklaust: „Þetta má nú alls ekki minna vera.”... Sverð og skjöldur Sólness Nú er öldin önnur. Ég minnist þess hreint og beint ekki, að stjórnmálaritarar Timans — að undanskildum Jóni Helgasyni hafi nokkurn tima i tið þessarar rikisstjórnar haft uppi nokkra gagnrýni á stjórnarathafnir ihaldsráðherranna. Ihaldið er aldrei skammað i landsmála- skrifum, sérhagsmunastreita þess aldrei fordæmd. Ihalds- menn eru þar beinlinis friðhelg- ir með öll sin brasksjónarmið og allar sinar einkagróðahugsjón- ir. Timinn gengur beinlinis Jón Sólnes: Tlminn er hans sverð og skjöldur. undir þessum mönnum, og þess eru ýmis dæmi, að hann hafi skotið skildi yfir vafasamar athafnir ihaldsins, þegar al- menningsálit eða aðrir gagn- rýnendur hafa beint að þeim kastljósti. Nýjasta og skýrasta dæmið um það er, þegar Timinn gerðist sverð og skjöldur Sólness i meira en vafasömu máli fyrir stuttu”. Þvi er við þessa tilvitnun i Andrés Kristjánsson að bæta að fáir munu lita á Jón Helgason sem s t j ó r n m á 1 a r i t a r a Framsóknarflokksins, en lýsing Andrésar er athyglisverð fyrir þá sök að þar talar sá sem gjörla má þekkja alla innviði Framsóknarflokksins. I grein sinni nefnir Andrés dæmi um hreinar ihaldsathafnir sem núverandi rikisstjórn hafi staðið að: vörugjaldið og svo- stefnu stjórnarinnar I innflutn- ingsmálum. Um það siðar- nefnda segir Andrés: Ólafur: Fordæmir rækilega fyrri stefnu Framsóknarflokks- ins. Fannst þér það ekki ihugunarvert? „Annað dæmið um stjórnar- gönguna undir ihaldstákninu i sumar er meðferð gjaldeyris- málanna. Á haustdögum var það ljóst, að gjaldeyriseign landsmanna hafði allri verið eytt án þess að spyrna við fót- um, og þá var tekið stærsta erlent lán i sögu þjóðarinnar, aðeins til þess að eiga fyrir dag- legum þröfum. Hér réð alveg sú ómengaða ihaldsstefna að hafna með öllu opinberum hömlum á gjaldeyriseyðslu, hvernig sem ástandið var, til þess að geta tryggt „óhóflegan gróða á kostnað almennings” i vasa þeirrar gróðastéttar, sem ihald- ið ber öðrum fremur fyrir brjósti. Það heitir á máli þess að tryggja viðskiptafrelsi og það er svo heilög hugsjón þar á bæ, aö ekki er hikað við að láta þjóðinni blæða út gjaldeyrislega til þess að þjóna henni. Og það er ekki að sjá, að þessi ráðsmennska þætti neitt vafa- söm á framsóknarheimilinu, siður en svo. Um þær mundir sem gjaldeyrissjóðurinn var þurrausinn, fór formaður Framsóknarflokksins og við- skiptamálaráðherra á fund Framsóknarfélags Reykjavikur og boðaði þessa ihaldsstefnu sem hið eina og sanna hjálp- ræði, taldi gjaldeyrishömlur óalandi og óferjandi, þvi aö þeim fylgdi svo mikið ranglæti, og mundi ekki verða gripið til þeirra. Aldraður framsóknar- maður sagði við mig, þegar ræða Ólafs hafði birst i Timan- um: „Fannst þér það ekki ihugunarvert að sjá og heyra núverandi formann Fram- sóknarflokksins fordæma svo rækilega þau úrræði, sem fram- sóknarmenn, ekki sist Eysteinn Jónsson, beittu áður með góðum árangri...?” „Mér hefði þótt það ófróðleg saga hefði mér verið sagt það fyrirsvosem fimmtán árum, að ég ætti eftir að lifa það að sjá formann Framsóknarflokksins, hinn mikilhæfasta stjórnmála- mann, standa sérstakan vörö um þessa „friverslunarstefnu” ihaldsins sem viðskiptamála- ráðherra landsins meðan gjald eyrissjóðir þjóðarinnar brunnu upp, i stað þess að gripa til þeirra ráða, sem flokkurinn hafði áður beitt sér fyrir...” Niður á við „Þannig hafa þessi siðustu misseri ihaldsstjórnarinnar hlaðið upp nýjum forsendum þess dóms, sem framsóknar- fólkið felldi eftir samstjórn með ihaldinu 1956: „Alla þá tið sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ver- ið þátttakandi i rikisstjórn, hef- ur hann notað aðstöðu sina til þess að vernda óhóflegan gróða á kostnað almennings. Reynslan hefur þannig ótvirætt sýnt, að hinn aðsteðjandi vandi efnahagsmálanna verður ekki leystur af stjórn, sem styðst við Sjálfstæðisflokkinn.” ” Hér lýkur tilvitnun I Andrés Kristjánson; samanburður hans á fyrri ihaldsárum framsóknar og þeim sem nú renna hjá kann Andrés Kristjánsson: ihaldið er aldrei skammað I Timanum. að vera málum blandinn; en lýs- ing hans á ihaldsstefnu framsóknar i dag er ótvirætt rétt og viðeigandi. Andrés Kristjánsson er enda i stórum hópi, sistækkandi, þeirra manna sem kallast „fyrrver- andi framsóknarmenn.” ölafur Jóhannesson er á sömu leið með Framsóknarflokkinn og Gylfi fór með Alþýöuflokkinn* niður á við. — s. OG SKORIÐ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.