Þjóðviljinn - 24.12.1975, Page 11
Miðvikudagur 24. desember 1975. MoUVlLJINN — StÐA II
Gamall fangi:
r
JOLAHALD AÐ
LITLA-HRAUNI
1
Klukkan er að verða átta að
morgni. Úti er fimmtán stiga
frost og norðan gola. Þetta er
byrjun hins langa dags i lifi fang-
ans.
Kviðinn sest, að, og fyrir hon-
um er engin vörn.
Ég teygi mig eftir tóbaks-
pakkanum og vef mér sigarettu.
Ég þarf ekki ljós til þess; það
kemur af áralangri þjálfun. Það
er enn myrkur. Ég teyga djúpt að
mér reykinn, til þess að róa
taugarnar. Ég veit, eftir
ritúalinu, hverju von er á.
Klefinn sem ég dvel i er eins og
allir hinir: Steypt flet með plast-
dýnu, tvö teppi, koddi; engin
sængurföt. Borð með skúffu við
höfðalagið; á reykviskri dönsku
kölluðust þessir kassar servant-
ar. övarin ljósapera i miðju lofti.
Glugginn, með stálgrindum, snýr
að hafi.
Ég er búinn að reykja nóg. Það
sem eftir er af sigarettunni set ég
1 tóbakspakkann.
Allt i einu kviknar á perunni.
Ég loka augunum. Ég get aldrei
vanist þessari skæru birtu.
Skyldu þeir hafa fengið hug-
myndina frá Hitler? Ég man ekki
betur en auðvaldið á Islandi hafi
dýrkað hann á sinum tima...
2
Siðan upphefst djöfullegasti
hávaði sem engu er hægt að likja
við. Það skellur stál við stál.
Fyrst eru hengilásarnir opnaðir,
slagbrandarnir dregnir frá,
hengilásunum smellt aftur, stál-
hurðunum svipt upp, og þær
skella i steinveggina.
Fangaverðirnir eru að flýta sér.
Þeireru að enda sina vakt og aðr-
irað taka við. Þessi árás á tauga-
kerfi fangans stendur yfir i allt að
fimm minútur.
Fangarnir klæða sig i þær flikur
sem þeir eiga; þeir hafa ekki úr
miklu að velja. Samkvæmt reglu-
gerð verðum við að kaupa allar
nauðsynjar fyrir þá þóknun sem
við fáum fyrir vinnuna; sú þókn-
un samsvarar klukkutima-kaupi
verkamanns sem við fáum eftir
daginn.
Hálftima siðar er flautað til
morgunverðar. Fangarnir raða
sér upp, hver með sina plastkrús.
Morgunverðurinn er samkvæmt
reglugerð hafragrautur,
brauðsamloka með örþunnri ost-
sneið, mjólk í krúsina. Hver
fangi fær með sér kaffibrúsa
ásamt brauðsamloku og tveim
kexkökum...
3
Fimm minútum fyrir niu er
hringt gamalli skipsbjöllu, sem
gefur til kynna að vinnutimi hefj-
ist. Stálhurðin opnast, þessi stál-
hurð sem skilur að alla þá sem
eru fyrir utan grindurnar og hina
sem eru fyrir innan. 1 huga minn
leitar spurning, þegar ég lit þessa
unglinga. Sá yngsti er sextán ára.
— Það skyldi þó ekki vera eitt-
hvað bogið við kerfið? Það skyldi
þó ekki vera, að einhverjir séu
öfugumegin við grindurnar?
Klukkan er níu. Tveir vörubilar
með gripagrindum standa á hlað-
inu. Fangarnir klifra upp á pall-
ana og halda sér i
gripagrindurnar. Leiðin liggur
niður i fjöru. Við erum látnir
moka þara á bilana. Þeir keyra
hlassið upp fyrir flæðarmál þar
sem þvi er sturtað i hrúgur og
látið biða vors. Þá er úldnum
þaranum stráð yfir kartöflu-
garðana.
Okkur er kalt. Við keppumst viö
að moka til að halda á okkur hita.
t fjörunni er tjald, sem borðað er
i. Klukkan hálfellefu er kaffitimi.
Einn fangavörðurinn kveikir á
primus. Siðan er sest, drukkið, og
hvilst. Eftir kortér byrjar vinnan
á ný. Klukkan tólf er komið með
matinn. Við fáum saltfisk og
kartöflur samkvæmt reglugerð,
tvö stykki fiskur, tvær storar
kartöflur og makarlnklipa;
vellingur. Hálftima matur og
hvild.
Klukkan fjögur segir einn
fangavörðurinn: „Strákar, nú
tökum við saman verkfærin, skol-
um bilpallana!” Það er gert með
fötum og úr flæðarmálinu. Siðan
eru gripagrindurnar settar upp
og haldið heim.
Við erum ánægðir. Framundan
eru jól og hvild. Hjá okkur verður
sjálfsagt brugðið út af ritúalinu.
Kannski verður messað... I ein-
hverju verður minnst jóladags-
ins, að minnsta kosti fæðingu
barns. Hann var ekki krossfestur
fyrr en seinna...
4
Við þvoum af okkur skitinn. I
þessu islenska fangelsi fyrirfinnst
ekki bað. Aftur á móti er vaska-
hús uppi á háalofti, undir súð, þar
sem einn fanginn hefur það starf
að þvo af samföngum sinum. Ein-
staka sinnum er hægt að baða sig
upp úr stærsta blikkbalanum.
Menn raka sig og fara i skástu
fötin sin, þeir sem eitthvað eiga
til að fara i.
Nú er flautað i mat. Klukkan er
sex.
Við fáum nóg að borða: Hangi-
kjöt, og hið hefðbundna íslenska
jólabrauð með rúsinum.
Borðsalurinn er þannig inn-
réttaður, að meðfram veggjum
beggja megin er slegið upp tré-
fjölum nægilega breiðum til að
matast við. Sætin eru langir tré-
bekkir. Fangarnir snúa baki hver
við öðrum. Hjá hverjum diski.
sem er fylltur með indælis hangi-
kjöti, er sigarettupakki, gjöf frá
Hinu Opinbera.
Við erum saddir, og okkur er
hlýtt.
Eftir máltiðina fara sumir að
spila, aðrir fara inn i sin búr og
vilja vera einir. Þeir hafa fengið
bréf frá ættingjum og vinum, en
samkvæmt reglugerð eru þau öll
opnuð og lesin af fangavörðum
áður en fanginn fær þau i sinar
hendur.
Við ræðum um það, að þeir i til-
efni fæðingar hins krossfesta
frelsara þeirra muni hafa lengur
opið en venjulega. Og að þeir hafi
ljós alla nóttina efast enginn um,
enda gamall islenskur siður.
Klukkuna vantar fimm minútur
i niu. Þá glymur bjailan. Fyrir
hverju glymur bjallan? Skyldi
eiga að lesa yfir okkur? Liklega
er presturinn kominn. Við höldum
áfram að spila, gefum skit i
prestinn. Þá er öskrað: „Allir i
sina klefa!”
Siðan upphefst ritúalinn:
Hurðaskellir. Slagbrandarnir
smella. Hengilásinn skellur aftur.
Fangaverðir vilja losna og
komast heim til að halda jól i
faðmi fjölskyldunnar. Þeirra
vakt er á enda. Ég sé, að þeir taka
þetta nærri sér. Þeir eru daprir
og reka ekki á eftir eins og venju-
lega. Þeir bjóða gleðileg jól, áður
en þeir skella stálhurðinni i lás.
Ég sest á fletið Æskuminningarn-
ar leita á huga minn, um jól
bernsku minnar...
5
Ég minnist móður minnar og
föður mins, sem sjaldan hafði
vinnu, en við systkinin vorum
hamingjusöm þrátt fyrir allan
skort. Þá rikti atvinnuleysi. Ég
held að atvinnuleysi sé stærsti
glæpur auðvaldsins. Það á að
varða við lög.
1 þessum hugleiðingum minum
heyri ég grát.
Ég átta mig ekki strax. En allt i
einu minnist ég þess, að þeir
komu með barn i gær. Hann er
bara sextán ára.
Úr neðanjarðardýflissunum
heyrast dauf öskur öðru hverju
þessa jólanótt. Þar dvelja tveir
unglingar sem struku úr sælunni.
Þeir eru búnir að vera þar i rúma
tvo mánuði. Þessar miðalda-
dýflissur eru i kjallara
fangelsisins.Þar er ekki haft ljós.
Fyrir gluggunum eru stálplötur
til að útiloka dagsljósið. Á
hurðirnar eru boruð þrjú göt. Það
er loftræstingin. I þessum búrum
eru steinsteypt flet, eitt teppi,
hlandfata sem skvett er úr að
morgni; ekkert Ijós. Um helgar
kemur lögreglan frá Selfossi með
drukkna menn, sem settir eru við
hliðina á þeim.
Ég stend við gluggann og horfi
út á hafið.
Ég sé nokkur kot þar sem is-
lensk alþýða heldur jól. Það er
ljós i hverjum glugga eftir sið-
venju þessarar hátiðar sem er til-
einkuð mannssyninum sem
auðvaldið krossfesti, þvi þeir
óttuðust hann.
Er ég stend við gluggann og
horfi gegnum grindurnar, þá allt i
einu upphefst hið sigilda lag...
Ileims um ból
lielg eru jól...
Einhver fanginn spilar á munn-
hörpu. Hugur minn fyllist friði.
Það er eins og klefinn ljómi af
birtu, sem öllu er ofar. 1 hrifningu
minni hrópa ég út i tómið:
„Faðir, fyrirgef þú þeim ekki,
þvi þeir vita hvað þeir gera!”
Manssonurinn, það er eins og
hann hrópi með okkur, i þessu
myrka fangahúsi: „Enn haldið
þið hátið til að minnast min, en
samt krossfestið þið i minu nafni
mina minnstu bræður og systur.”
* Gleðileg jól...
Úr islenskum fangaklefu: Ekki beint vistlegt.
Húsbyggjendur —
EINANGRUNARPLAST
Getum afgreitt einangrunarplast á Stór-
Revkjavikursvæðið með stuttum fyrir-
N vara. Afhending á byggingarstað.
Borgarplast hf.
Borgarnesi
Simi 93-7370
Helgar- og kvöldslmi 93-7355.
ni>Hu fu'ttmt
Við smíðum
hringana
Trúlofunarhringalitmyndalistinn kemur i góðar þarfir. Við sendum hann
hvert á land sem er, þið finnið rétta stærð eftir málspjaldi, sem fylgir
listanum, og við sendum hringana í póstkröfu.
<Sull Sc á§>ílfur
Laugavegi 35 Sími 20 620
Auglýsingasíminn er 17500
UOOVIUINl