Þjóðviljinn - 20.01.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.01.1976, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. janúar 1976. DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSEININGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Kitstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Árni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. OKKAR MÁLSTAÐUR - ÞEIRRA MÁLSTAÐUR í fréttatima sjónvarpsins á föstudags- kvöldið i siðustu viku var Geir Hallgrims- son forsætisráðherra að þvi spurður, hvort hugsanlegt væri, að rikisstjórn Islands endurnýjaði tilboð sitt til breta um 65.000 tonna ársafla, ef samningar yrðu teknir upp á nýjan leik. Forsætisráðherrann, sem var nýkominn úr kennslustund hjá forstjóra Atlantshafs- bandalagsins taldi það vel koma til greina, að þetta tilboð yrði endurnýjað, — vildi ekkert útiloka i þvi sambandi. Þjóðviljinn væntir þess, að landsmenn almennt hafi tekið eftir þessari yfirlýs- ingu Geirs Hallgrimssonar, og geri sér grein fyrir hversu alvarlegs eðlis hún er. Daginn eftir þessa skuggalegu yfirlýs- ingu forsætisráðherrans, það er sl. laug- ardag, birtir Morgunblaðið á forsiðu, með sýnilegri velþóknun, viðtal við breska þingmanninn James Johnson undir fjög- urra dálka fyrirsögn á þessa leið: „Stöðvum VARÐ- og herskipaaðgerðir og semjum um 85—90 þúsund tonna árs- afla”. Fyllsta ástæða er til að skoða þessi tvenn ummæli i samhengi og i tengslum við komu framkvæmdastjóra NATO til ís- lands I siðustu viku, en i viðtalinu við Morgunblaðið tekur breski þingmaðurinn fram, að þeir bresku þingmenn, sem sæti eiga i fiskveiðinefnd breska þingsins telji allir feng að „milligöngu” Luns fram- kvæmdastjóra NATO. Hér i Þjóðviljanum hefur áður, nú sið- ustu daga, verið vakin athygli á þeirri al- varlegu hættu, að uppgjafarsamhingar við breta kunni að vera á næsta leiti. Bak við tjöldin fara nú fram mjög ákaf- ar tilraunir til samninga, — samninga sem ganga þvert á islenska hagsmuni. Málstaður íslands er sá, að bresku NATO-herskipin verði kölluð burt úr is- lenskri landhelgi, en ef sú heimkvaðning á að kosta það, að hinir erlendu veiðiþjófar fái á móti að stunda iðju sina i friði fyrir islenskum varðskipum, — þá hefur is- lenska rikisstjórnin þar með ósköp ein- faldlega tekið að sér hlutverk bresku her- skipanna. Heimköllun herskipanna með sliku skil- yrði er ekki i samræmi við málstað ís- lands, heldur i þjónustu við málstað breta og Atlantshafsbandalagsins. Málstaður íslands er sá, að bretar viðurkenni i reynd 200 mílna fiskveiðilög- sögu okkar. Það að semja við breta, hvort heldur sem er um 65.000 tonna eða 90.000 tonna ársafla er hins vegar andstætt is- lenskum hagsmunum, og islenskum mál- stað. Slíkir samningar væru hins vegar I samræmi við hagsmuni breta og sjálfsagt teldu NATO-forstjórarnir ástæðu til að fagna yfir slikum „friðarsamningum”. Hættan, sem stafar af bresku herskipun- um á íslandsmiðum er mikil og augljós. Hættan, sem stafar af áformum Geirs Hallgrimssonar og félaga hans um ,,frið- arsamninga” i náðarfaðmi NATO er þó trúlega enn meiri, þótt máske sé hún enn ekki jafn augljós. Þjóðin öll þarf hins vegar að hafa rikt i huga, að hér sem oftar á það við — að of seint er að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið ofan i. Samkvæmt upplýsingum Jakobs Jak- obssonar, fiskifræðings, sem m.a. komu fram i sjónvarpi nú um helgina, þá var það einróma niðurstaða fundar fiskifræð- inga (þar á meðal 5 breskra), sem hald- inn var á vegum Alþjóðahafrannsókna- ráðsins nú fyrir fáum dögum, að allir fisk- stofnar hér i Norðaustur-Atlantshafi séu ofveiddir, nema loðna og kolmunni. Það var að sögn Jakobs einnig einróma niður- staða visindamannanna, að þær forsend- ur, sem „svarta skýrslan” um 230.000 tonna hámarks þorskafla hér við land, og tæplega 400.000 tonna ársafla hér alls, af • þorski, ýsu, ufsa og karfa, séu sist of var- færnar, — jafnvel ástæða til enn meiri svartsýni. Við slikar aðstæður er það „friðartil- boð” frá þingmanninum i Hull, sem Morg- unblaðið sló upp á laugardaginn var hrein móðgun við alla þá, sem skilja og láta sig einhverju skipta baráttu islensku þjóðar- innar fyrir tilveru sinni. Samkvæmt þvi ættu bretar einir að fá meira en þriðja hvern þorsk, sem yfirleitt má veiða á íslandsmiðum, og hver einasti fiskur i þeirra hiut tekinn beint af afla okkar islendinga sjálfra, sem þá yrði að minnka að sama skapi, þar sem við höfum sjálfir á siðari árum veitt álika aflamagn og fiskifræðingar telja að mest megi veiða af þorski nú. Ætti að gera slikan samning við breta, þá kæmi hann til viðbótar við gerða og boðaða samninga við aðrar erlendar þjóð- ir, svo þeirra hlutur yrði samtals 150 — 200.000 /tonn eða nær helmingur af öllum afla, sem hér má taka af þorski, ýsu, ufsa og karfa, en slikt kallar á nær helmings niðurskurð okkar eigin afla, ef ekki strax, þá bara enn meiri niðurskurð á allra. næstu árum að dómi fiskifræðinga. — Með öðrum orðum hrun þjóðartekna. Rísi þjóðin ekki upp gegn slikri samn- ingsgerð i tima, þá mun hún ekki aðeins tapa orustunni um miðin, heldur einnig þeirri jörð, sem við göngum á i dag. Grindvikingar og aðrir landsmenn þurfa nú að hafa auga með Geir Hall- grimssyni og hirð hans. — k. Sendiherrann tekur undir með aðmírálnum: ENGIN KJARNA- VOPN HÉR AÐ FINNA Mikil skrif hafa verið I blöðum a6 undanförnu um það hvort möguleiki sé á þvi að herafli Bandarikjamanna á fslandi hafi nú flutt með sér hingað kjarn- orkuvopn. Hefur yfirmaður her- aflans, Rich aðmiráll, litiö vilj- að tjá sig um það mál að vonum og islenzk yfirvöld, sem afskipti eiga að hafa af þessum málum, segjast alls ekki trUa þvi að hér geti verið kjarnorkuvopn. ,,Eg get ekki sagt annað en það sem Rich aðmiráll hefur látið frá sér fara um þetta mál,” sagði Frederik Irving sendi- herra Bandarikjanna hér á landi. ,,Það hefur veriö viðtekin regla alira þjóða, sem hafa kjarnorkuvopn undir höndum, að staðfesta hvorki né afneita tilvist þeirra og við fylgjum einnig þeirri regiu.” HP. Oánægja innan gœslunnar Á laugardaginn hefur Dag- blaðið eftir varðskipsmönnum, að mikil óánægja sé nú um borð i varðskipunum vegna að- gerðarleysis þeirra, sem virðist vera samkvæmt fyrirmælum úr landi. Athyglisvert er hvað þessir tveir ónafngreindu varð- skipsmenn hafa að segja um fullyrðingar Þrastar Sigtryggs- sonar, skipherra, um að bresku herskipin hafi ekki reynt að sigla á skip hans. ,,Við viljum einnig að það komi fram að það er almenn óánægja með þau ummæli sem höfð eru eftir Þresti Sigtryggs- syni, skipherra, t.d. i Morgun- blaðinu. Hann segir þar að ensku herskipin hafi ekki reynt að sigla á islensku varðskipin. Það væri gott að fram kæmi hvar Þröstur skipherra hefur haldið sig með sitt skip.” Og hvað skyldi Þröstur skip- herra segja nú, þegar hann hefur orðið fyrir þvi fyrstur skipherra i þessu þorskastriði, að láta togara sigla á skip sitt. „Hljómgrunnur- inn i hjörtum þjóðarinnar” Innlegg Alberts Guðmunds- sonar i umræðuna um land- helgisstriðið við breta i borgar- stjórn vakti furðu margra. Svo orðljótur var Albert að Morgun blaðið treystir sér ekki til þess að hafa ræðuna orðrétta eftir. Eins og kunnugt er stóðu allir fulltrúar minnihlutaflokkanna i borgarstjórn að sameiginlegri tillögu til að ályktun borgar- stjórnar i landhelgismálinu. Al- þýðubandalagsmönnum þykir heiður af þvi þegar Albert og hans likar kalla okkur kommún- ista, en Albert gengur lengra og lætur sig ekki muna um að spyrða Björgvin, Alfreð og Kristján saman við Öddu Báru og Sigurjón. Allt eru þetta hinir verstu kommar i augum A1 berts. Það er meira en litið hæpið að þremenningarnir risi undir þessari upphefð. Ástæðan fyrir vanstillingar ræðu Alberts var sú að fulltrúar minnihlutaflokkanna höfðu dirfst að vefengja gildi NATÖ i tillögu sinni. Svo nefnd séu dæmi um ,,orð- kynngi” Alberts i ræðu hans skal þetta til tekið: ,,En mér er andskotans sama, og þegar ég tek svo til máls, er fariðað siga i mig, hvar herskip þeirra þvælast....” Siðast i ræðunni fjallar Albert um það hvaða skoðanir ,,eigi hljómgrunn i hjörtum þjóðar- innar”. Það gerir hann af sömu óskeikulu tilfinningu og for- sætisráðherra föstudaginn var, þegar hann úthúðaði sinum eig- in kjósendum á Suðurnesjum og sagði þá vinna gegn hagsmun- um tslands. Þeir félagar Albert og Geir hafa ef til vill orðið sér úti um einkaleyfi á ..hljómgrunninum i hjörtum þjóðarinnar”. Ef svo er þá er það vist að þessa dagana er litil sala hjá þeim, enda hafa þeir verið mest i innflutningi til þessa. Villandi frétta- flutningur • Þessi fyrirsögn i Dagblaðinu á laugardag er ekki i neinu sam- ræmi við innihald fréttarinnar. Frederik Irving, sendiherra Bandarikjanna á Islandi, segir nefnilega allsekki að ,,engin kjarnavopn sé hér að finna”. Hann segist hvorki geta játað né neitað. ,,Það hefur verið viðtek- in regla allra þjóða, sem hafa kjarnorkuvopn undir höndum að staðfesta hvorki né afneita tilvist þeirra og við fylgjum einnig þeirri reglu.” Með þessu tekur Irving undir svar Rich aðmiráls á Kefla- vikurflugvelli við sömu spurningum. Það er þvi á engan hátt hægt að túlka svör þeirra Irvings og Rich á þann hátt sem Dagblaðið gerir. Sama til- hneiging gerði vart við sig i Visi, þegar blaðið fjallaði um fullyrðingarnar sem fram komu i Þjóðviljagrein fyrir helgina. Þessi ,,óháðu og frjálsu” frétta- blöð virðast hafa meiri áhuga en fulltrúar Bandarikjanna hér á landi að sannfæra lesendur sina um að hér séu ekki geymd bandarisk kjarnorkuvopn. Blaðamenn Dagblaðsins og Visis eru jafnvel enn trú- gjarnari, þegar bandariskir hagsmunir á tslandi eiga i hlut, en sjálfur Páll Ásgeir i varnar- máladeild. —-ekh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.