Þjóðviljinn - 20.01.1976, Blaðsíða 16
„Hélt fyrst að ljósadýrðin
stafaði af álfadansi”
segir skíðamaðurinn sem týndist
— Það tók mig nokkurn tima
að átta mig á hvaða ljósagangur
þetta var sem mér fannst i
fyrstu að væri að fjarlægjast
mig, sagði Páll Bjarnason i
samtali við Þjóðviljann, en hans
var leitað i Bláfjöllum aðfara-
nott gærdagsins.
— Þetta hafa trúlega verið
um 20—30 vasaljós sem ég sá og
voru þau á stanslausri hreyf-
ingu. Ég var orðinn of þjakaður
til að átta mig strax á hvað
þctta var en taldi einna helst að
þarna hlytu álfar að stiga dans á
fönninni.
Það var upp úr klukkan fimm
i fyrradag að Páls var saknað
en hann hafði lagt af stað i
skiðagöngu tveimur timum
áður. Um fjögurleytið skall á
blindhrið og gekk siðan á með
éljum fram eftir kvöldi. I fyrstu
hriðinni mun Páll hafa misst af
hinni venjulegu slóð göngu-
manna og var hann kominn
niður undir Þrengslaveg er
hann fannst klukkan rúmlega
sex i gærmorgun. Veður hafði
verið heiðskirt alla nóttina, en
skömmu eftir að Páll fannst,
skall aftur á blindbylur og stóð
hann fram eftir morgni.
Að sögn Hannesar Hafstein
hjá Slysavarnafélaginu var
mikill fjöldi hjálparsveita kall-
aður út til leitar. Hjálparsveitir
skáta fóru fyrstar á vettvang en
laust fyrir hálfniu i fyrrakvöld
var Slysavarnafélagið beðið um
að senda mannskap lika. Voru
sendar sveitir frá Reykjavik,
Kópavogi, Hafnarfirði, Mos-
fellssveit, Selfossi og Seltjarn-
arnesi. Fleiri voru á leiðinni er
Páll fannst, t.d. frá Þorlákshöfn
og Suðurnesjum. Flugbjörg-
unarsveitir fóru einnig á vett-
vang og var m.a. kallað út lið
frá Hellu á Rangárvöllum. Var
leitin æði umfangsmikil um
nóttina, enda var búist við
hriöarveðri um hádegisbilið i
gær. Það kom þó fyrr en ráðgert
var. En 20 vélsleðar voru komn-
ir i leitina frá slysavarnadeild-
um og annað eins hafði tinst til
úr mörgum áttum, m.a. frá
skátum. Töluvert af sleðum var
á leiðinni upp eftir er leitinni
lauk.
— Það var orðið ótrúlega
erfittaðhalda augunum opnum,
sagði Páll, svefninn sótti fast að
mér og ég lagði á það alla á-
herslu að halda á mér hita og
sofna ekki. Ég hugsa þó að ég
hafi sofnað a.m.k. fimm sinn-
um, en var alltaf standandi svo
ég hrökk upp um leið og jafn-
vægið tapaðist. Undir lokin var
maður kannski að meira eða
minna leyti sofandi, ég þurfti
a.m.k. ekki að loka augunum til
þess að gleyma mér gjörsam-
lega. Það hjálpaði mér vafa-
laust að ég hef lesið um dagana
nokkuð af hrakningasögum á is-
lensku heiðunum og vissi þvi að
nokkru leyti hvað ég mátti leyfa
mér og hvað ekki. Ég neitaði
mér þrátt fyrir sáran þorsta og
svengd um að borða snjó og trú-
lega hef ég sungið öll lög sem ég
kann oftar en einu sinni. Það
stappar i mann stálinu á svona
stundum.
— Annars er litið hægt að lýsa
svona aðstöðu, a.m.k. ekki
strax. Manni er efst i huga
þakklæti til allra þeirra fjöl-
mörgu manna, sem þátt tóku i
þessari umfangsmiklu leit.
Maður á eftir að lesa fréttir af
afrekum björgunarsveita af
meiri skilningi hér eftir en hing-
að til. Fórnir á borð við þessa
verða seint þakkaðar til fulls.
Eins þótti mér vænt um að sjá
strákana úr Breiðabliki þarna
þegar ég fannst. Þeir komu
meira en tuttugu talsins til þess
að taka þátt i leitinni, sagði Páll
að lokum, en hann hefur unnið
að iþróttamálum i Kópavogi um
nokkurra ára skeið.
Rjómalogn í
nokkrar mínútur
gerði gæfumuninn
Það var björgunarsveitin
Fiskaklettur úr Hafnarfirði sem
fann Pál. Voru þá greinileg
veðrabrigði i lofti, vindátt farin
að snúast og rjómalogn var i
nokkrar minútur. Einmitt á
þeim tima voru hafnfirðingar að
hefja leit sina og heyrðu þá ofan
úr klettabeltinu i Geitafelli hóað
veikum rómi. Hafði Páll leitað
þar skjóls ofarlega i fjallinu og
óku þeir honum umsvifalaust á
slysavarðstofuna. Talið er ólfk-
legt að vélrieðar befðu leitað
Páls svo ofarlega i fjallinu og
einnig að til hans hefði heyrst ef
veðurguðirnir hefðu ekki komið
til hiálpar.
Þess má að lokum geta að
spovhundur frá hjálparsveitum
skáta i Hafnarfirði og Reykja-
vik var kominn á slóð Páls og
átti hann eftir 4—5 km að hon-
um. Frá Bláfjallaskálanum til
Geitafells þar sem Páll fannst
er um tiu km bein loftlina. —gsp
Jakob Jakobsson fiskifrœðingur í viðtali við Þjóðviljann
Allir fiskistofnar
eru ofveiddir
Þriðjudagur 20. janúar 1976.
Friðrik
iðinn
við jafn-
teflin
Wijk aan Zee, Hollandi 19/1
reuter — Friðrik ólafsson stór-
meistari gerði jafntefli við sovét-
manninn Mark Hvoretski i þriðju
umferð skákmótsins sem nú er
háð i i Wijk aan Zec. Hefur hann
gert jafntefli i jöllum skákum sin-
um til þessa.
Júgóslavneski stórmeistarinn
Ljubomir Ljubojevic er efstur á
mótinu, hefur unnið allar sinar
skákir. Hann vann sviann Ulf
Andersson i þriðju umferð i
aðeins 22 leikjum. Tékkinn Jan
Smejkal vann hollendinginn Hans
Ree en öðrum skákum lyktaði
með jafntefli.
Að loknum þremur umferðum
'er staðan þessi: 1. Ljubojevic
með 3 vinninga, 2.—3. Browne frá
Bandarikjunum og Kurajica frá
Júgóslaviu með 2 vinninga, 4.-8.
Friðrik, Tal, Smejkal, Langeweg
og Sosonko sem báðir eru hol-
lendingar 1.5v.,9,—11. Dvoretski,
Andersson og Ree 1 vinning og 12.
Boehm frá Hollandi með hálfan
vinning.
Skákmennirnir áttu fri i dag en
næsta umferð verður tefld á
morgun, þriðjudag.
Inflúensa
i Finnlandi
Helsinki 19/1 reuter — 1 Finnlandi
hefur orðið vart inflúensu af
tegund sem ekki hefur áður borist
til Evrópu. Er virusnum gefið
nafnið „victoria strain” en hans
hefur áður einungis orðið vart i
Astraliu, á Hawaii og i sumum
Asiulöndum.
Þjóðviljinn hafði i gær sam-
band við Guðmund Pálmason hjá
jarðhitadeild Orkustofnunar og
spurði hann hvort álitið væri að
stóra borholan viö Kröflu, sem
brotið hefur af sér allt helsi, væri
talin ónýt.
— Hámarksaflanýting hefur
leitt til mikillar ofveiði á flest-
um fisktegundum.Þar sem nátt-
úran er ekki eins og stærðfræði-
módel koma öðru hverju lélegir
árgangar, og þegar röð slikra ár-
ganga kemur, endar það með of-
veiði eða hruni viðkomandi fiski-
stofns, sagði Jakob Jakobsson,
fiskifræðingur i viðtali við Þjóð-
viljann.
Jakob er nýkominn út hingað
frá fundi i tólf manna starfshópi
sem alþjóða Hafrannsóknaráðið
kallaði saman. Hópurinn var
sammála um að eltingaleiknum
við fræðilega hámarksnýtingu
fiskistofnanna skuli hætt.
— Ný viðhorf hafa skapast i
— Það er nú kannski full
snemmt að slá þvi föstu að við
höfum missttök á henni, en ég er
nú hræddur um það samt sem
áður, að það verði svo að við ná-
um ekki að beisla hana aftur.
Þessi hola er ekki á þvi svæði er
þessum málum, sagði Jakob.
Byggjast þau ma. á þvi, að hætta
smáfiskadrápi og svo á þvi að
nýta sterka árganga til þess að
byggja upp fiskstofna að nýju i
stað þess að auka veiðina þegar
þeirra verður vart, en þetta var
einmitt ætlunin að yrði ofan á
með „Svörtu skýrslunni”.
í samræmi við þetta höfum við
lagt til að þorskárgangurinn frá
1973 skuli friðaður algjörlega i ár.
Hann yrði siðan mjög hóflega
nýttur fram til ársins 1980 en þá
verður hann orðinn kynþroska.
Þessi árg. myndi þá nýtast til
þess að byggja upp mjög sterkan
hrygningarstofn.
Hins vegar er hætt við, að það
fyrirhugað var að nota nú i fyrsta
áfanga, hún er á þvi svæði sem
fyrirhugað var að yrði tekið siðar
i notkun. Það kom til greina að
þessi hola yrði notuð sem bráða-
birgðatengihola og þvi gæti svo
farið að það tefði framkvæmdir ef
sé fiskur af þessum árgangi, sem
verið er að drepa á Kögurgrunni,
en vitum það þó ekki, þar sem
rannsókn hefur ekki farið fram á
þvi. Þessi fiskur er nú um og inn-
an við 1 kiló að þyngd.
1 hinni margfrægu „Svörtu
skýrslu” er lagt til að Hafrann-
sóknastofnunin hafi umboð til
þess að loka ákveðnum svæðum i
tiltölulega skamman tima, viku
eða tiu daga td., ef kvittur kæmi
upp um smáfiskadráp á tilteknu
svæði á meðan verið væri að
rannsaka málið. Gögn yrðu siðan
lögð fyrir ráðherra og ráðuneyti,
sem þá tæki ákvörðun um það
hvort rétt sé að halda viðkomandi
svæði lokuðu áfram eða ekki.
hún reynist óbeislanleg.
— Er svona borhola dýr?
— Já, mjög dýr, ég hef nú ekki
við hendina tölur um hvað þessi
hola kostaði en það eru miljóna-
tugir.
— Hvenær verður haldið áfram
að bora við Kröflu?
— Það er fyrirhugað að byrja
nú siðari hluta vetrar og menn
eru að búa sig undir að lenda á
fleiri svo kraft miklum holum
sem þessari og vera betur við þvi
búnir. Við teljum að viö getum
beislað slika holu ef við lendum á
henni aftur, með betri og sterkari
búnaði en var þegar þessi hola
var boruð En i sambandi við
borun i vor, þá liggur i augum
uppi að það veltur á framvindu
mála i ljósi þeirra atburða sem
þarna hafa átt og eiga sér nú stað
og menn velta þvi fyrir sér fram
og aftur nú, hvort halda eigi
áfram borun þarna. Það getur
svo margt gerst á styttri tima en
fram i mars, sagði Guðmundur að
lokum. —S.dór.
Um ofveiði annarra fiskistofna
hér við land en kolmunna og
loðnu, sagði Jakob, að það ætti við
helstu nytjafiska okkar.
Sagði hann jafnframt, að sam-
starfshópur sá, er fyrr var vitnað
til hefði skilgreint ofveiði á nýjan
hátt og með tvennum hætti. 1
fyrsta lagi ofveiði þar sem fiskur
er veiddur áður en hann hefur
haft tækifæri til þess að ná viðun-
andi stærð. Úr slikri ofveiði er
hægt að bæta á nokkrum árum
með stjórnun veiðanna. 1 öðru
lagi hefði verið rætt um ofveiði,
sem öllu alvarlegri er. Þá væri
svo harkalega að stofninum i
heild gengið, þar á meðal hrygn-
ingarstofninum, að hætta er á
viðkomubresti. Þá gæti stofninn
ekki getið af sér sterka árganga,
nema við sérstaklega góð skil-
yrði. En venjulegast tekur mörg
ár, jafnvel marga áratugi. að ná
upp stofni sem þannig hefur farið
fyrir. — Þorskurinn og ýsan hér
við land eru greinilega i fyrri
flokknum, sagði Jakob, en jaðra
við þann siðari. Við settum þessa
stofna mitt á milli þessara
tveggja flokka á fundi samstarfs-
nefndarinnar. —úþ
BLAÐ-
BURÐUR
Þjóöviljinn óskar eftir
blaöberum i eftirtalin
hverfi
Sogamýri
| Langagerði
Fossvog
Sólheima
Höfðahverfi
Mela
Seltjarnarnes
Vinsamlega hafið sam-
band við afgreiðsluna
simi 17500.
HÞ
V inningsnúmer
Vinningsnúmer i Happdrætti
Þjóðviljans verða birt i næsta
sunnudagsblaði.
Þjóðviljinn hvetur umboðsmenn
og aðra velunnara blaðsins, sem
enn hafa ekki lokið uppgjöri, að
gera það i vikunni.
KRAFLA:
Er stœrsta borholan ónýt?
Tugmiljónir kostar að bora hana upp