Þjóðviljinn - 20.01.1976, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.01.1976, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 20. janúar 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Okkur yrði þvælt til undanhalds Adda Bára Sigfúsdóttir (G) benti borgarstjórn á vegna þeirra orða borgarstjóra, að ekki hefði verið leitað eftir samstöðu um orðalag tillögunnar i tima, að hún hefði borist honum i hendur á mánudagskvöld og nú væri fimmtudagur. Ekki hefði hann borið sig að þvi að fá menn til þess að breyta orðalagi, en oft hefði það þó gerst, að hann hefði samband við fluthingsmenn til- lagna eftir að þær hefðu verið lagðar fram, einmitt til þess að leggja til við þá orðalagsbreyt- ingar á tillögunum áður en þær kæmu til umræðu i borgarstjórn. Sagði Adda að enda þyrfti ekki einasta orðalagsbreytingar á til- lögunni til þess að samstaða næð- istum hana. Það sæist með þvi að bera saman tillögu ihaldsins og till. minnihlutans. Minnihlutinn vildi úrsögn úr Nató; sjálfstæðis- menn vildu leita fyrir sér um lausn málsins innan Nató. Það væri þvi um meiningarmun að ræða. Siðan sagði Adda: ,,Við eigum enga vini i þessu máli innan At- lantshafsbandalagsins. Ef við leitum til þess um lausn á málinu leiði það einungis til þess, að okk- ar mönnum verður þvælt til undanhalds i málinu. Orð eru ákaflega litils virði fyrir okkur á alþjóða vettvangi, þvi þar er spurt um það vald, sem að baki þeirra býr.” Aldrei úr Nató! Þeir Björgvin Guðmundsson og Kristján Benediktsson tóku aftur til máls. Kristján sagði þá m.a.: „Samkvæmt þvi, sem hér hefur komið fram i umræðum, getur Sjálfstæðisflokkurinn ekki hugsað sér að afstaðan til Nató verði nokkurn tima tekin til endurskoð- unar. Að um ákvörðun, sem vara skyldi ætið, ævarandi, hafi verið að ræða, þegar inngangan i Nató var ákveðin á sinum tima.” Ég er kominn heim Var nú gengið til atkvæða um tillögu minnihlutans. Var hún felld með öllum atkvæðum meiri- hlutans 9 talsins gegn 6 atkvæðum minnihlutans. Var þá tekin til atkvæða tillaga sjálfstæðismanna og nafnakall viðhaft. Sigurjón Pétursson gerði svofellda grein fyrir atkvæðym Alþýðubandalagsfulltrúanna: „Með hliðsjón af þvi, að tillaga sjálfstæðismanna gerir ráð fyrir þvi, að áfram verði leitað lausn málsins innan Atlantshafsbanda- lagsins, sem við teljum að háfi sannað gagnsleysi sitt, greiðum við ekki atkvæði um tillöguna þótt við séum henni að öðru leyti sam- mála.” Þá gerði Alfreð Þorsteinsson grein fyrir atkvæðum þeirra Varðbergsmanna Björgvins Guðmundssonar og sin. Sagði þar, að úr þvi að tillaga minni- hlutans væri fallin ætluðu þeir að greiða atkvæði með tillögu Sjálf- stæðisflokksins. Var þar með sýnilegur nokkur árangur af fundarhléinu, sem gert var til að reyna að ná samkomulagi um texta einnar tillögu; tveir villtir Nató-sauðir sneru aftur heim i Nató-króna sina. Tillaga Sjálfstæðisflokksins var siðan samþykkt með 11 atkvæð- um ihaldsmanna. Borgarfulltrú- ar Alþýðubandalagsins greiddu ekki atkvæði og ekki að heldur annar fulltrúi framsóknar, Kristján Benediktsson. — úþ Tillaga Alþýðubandalags, Framsóknar og Alþýðuflokks í borgarstjórn Borgarstjórn samþykkir skipulag fyrir Reykjavíkurflugvöll: Borgarstjórn samþykkti á fimmtudagskvöld skipulag Reykjavikurflugvallar, sem gilda skal fram til ársins 1995. Er þar gert ráð fyrir svo til óbreyttu skipulagi frá þvi sem nú er. Talsmaður Alþýðubandalags- ins i umræðunum, Þorbjörn Broddason, sagði að Al- þýðubandalagið styddi þetta ó- breytta skipulag vegna þess, að það byndi vonir við að hægt yrði að leggja flugvöllinn niður við lok skipulagstimabilsins og þeim mun minna sem til flugvallarins væri kostað þar sem hann er nú þeim mun meiri likur væru til þess að hann yrði lagður niður og skipulagi borgarinnar verði i meginatriðum óbreytt út aðal- skipulagstimabilið, sem lýkur 1995. 1.01 Gætt verði þess, að mann- virkjagerð utan flugvallar- svæðisins skerði ekki frekar en komið er nýtingarhæfni flugbrautar 07/25 og alls ekki öryggissvæði flugbrautar 02/20. 1.02 Staðsetning flugskýla og flugstöðvarbyggingar er mið- uð við ákvæði 1. og 2. gr. þess- arar ályktunar og sýnd á upp- drætti Þróunarstofnunar, Að mestu óbreytt Mynd af tillöguuppdrætti þeim, sem samþykktur var sem skipulag Rvíkurflugvallar fram til 1995. Brotalinurnar I framhaldi af flugbraut- unum eru möguleikar þeir, sem eru til lenginga á flugbrautum. fram til ársins 1995 annar og þá fjær byggð tekinn i notkun. Umræður um flugvallarmálið tóku um fjóra klukkutima af sjö og hálfum klukkutima sem fund- ur borgarstjórnar stóð. Fyrir fundinum lá fundargerð skipulagsnefndar, sem samþykkt hafði það skipulag, sem borgar- stjórn siðan samþykkti og breyt- ingatillaga frá Kristjáni Benediktssyni (B) þar sem gert var ráð fyrir all miklum breyt- ingum á flugbrautum og á flug- vallarsvæðinu öllu. Helst fólst i þeirri breytingatillögu að skekkja austur — vestur flugbrautina og að byggingar flugmálastjórnar yrðu reistar norðan brautarinnar. í greinargerð skipulagsnefndar fyrir ályktun sinni og tillögu um skipulag segir svo m.a.: „Kannanir á stöðum fyrir nýj- an flugvöll i stað Reykjavikur- flugvallar hafa aðallega beinst að Alftanesi og Kapelluhrauni. Flug- völlur á Álftanesi var með ráð- herraúrskurði dæmdur úr leik á sinum tfma, og rannsókn Leifs Magnússonar á flugvallarmögu- leikum i Kapelluhrauni frá 1970 sýnir 4—11% lélegri nýtingu mið- að við veðurfar þar en á Reykja- vikurflugvelli. Ekki hafa verið gerðar ná- kvæmar rannsóknir á öðrum til- lögum að flugvallarstæðum. Umræður i skipulagsnefnd hafa þvi einskorðast við skipulag Reykjavikurflugvallar við Skerjafjörð, sem innanlandsflug- völl fyrir höfuðborgarsvæðið, út næsta aðalskipulagstimabil eða næstu 20 ár”. Skipulagsnefnd ályktaði siðan og samþykkti eftirfarandi tillögu að skipulagi: „Telur skipulagsnefnd ekki raunhæft að ákvarða legu nýrrar flugbrautar i stað núverandi austur-vestur flugbrautar 14/32, en mun á aðalskipulagstimabil- inu taka afstöðu til erinda Flug- málastjórnar um endurbætur á flugbrautum Reykjavikurflug- vallar og hugsanlega lengingu þeirra, ef slik berast, enda telur nefn din æskilegt að létta á umferð um braut 02/20. Jafnframt vill nefndin halda opnum möguleik- um á nýrri austur-vesturbraut (fjörubraut) ef slik braut yrði sið- ar talin nauðsynleg.” Þvi ályktar skipulagsnefnd, að staða Reykjavikurflugvallar i Þorbjörn Broddason. merktum: nr. 2 desember 1975. 2.0 Skipulagsnefnd felur em- bætti borgarverkfræðings að gera tillögu að deiliskipulagi og skil- málum fyrir flugvallarsvæðið samkvæmt framansögðu. I sliku skipulagi komi skýrt fram hæð mannvirkja utan sem innan flug- vallarsvæðisins með tilliti til hindrunarflata flugbrauta og flugstefnu.” Alyktun þessarar bókunar var samþykkt með þrem atkvæðum gegn engu. Við atkvæðagreiðslu i borgar- stjórn um áiit skipulagsnefndar, eftir að tillaga Kr. Ben. hafði ver- ið felld með 12 atkvæðum gegn 2 gerði talsmaður Alþýðubanda- lagsins þá grein fyrir atkvæði borgarfulltrúa Alþýðubandalags- ins, að þeir greiddu atkvæði með áliti skipulagsnefndar með tilvis- un til bókunar Sigurðar Harðar- sonar og Þorbjarnar Broddason- ar á fundi skipulagsnefndar um mál þetta. Bókun Sigurðar og Þorbjarnar er svohljóðandi: „Við teljum að engar breyting- ar beri að heimila á legu núver- andi flugbrauta, né byggingu nýrra, enda verði stefnt að þvi á skipulagstimabilinu, að flugvöll- urinn verði lagður niður á núver- andi stað, undir lok skipulags- timabilsins. Þó teljum við að leyfa beri lagningu brautar 07/25 til suð-vesturs, ef þurfa þykir. Verði i samvinnu við nágranna- sveitarfélögin þegar hafist handa við val á nýjum stað undir völl- inn, og verði þvi lokið fyrir næstu endurskoðun aðalskipulags Rvk. Við álitum einnig að heimila beri byggingu yfir þá flugvallarstarf- semi, sem nauðsynleg þykir, en þó með hliðsjón af þvi, sem áður segir um framtið flugvallarins. Mælum við með þeirri staðsetn- ingu, sem sýnd er á korti 2.” Það kom og fram i ræðu Þor- KAUPMANNAHOFN 16/1 — Anker Jörgensen, forsætisráð- herra Danmerkur og leiðtogi þar- lendra sósíaldemókrata, lýsti þvi yfir í dag að hann væri mótfallinn samvinnu milli sósialdemókrat- iskra flokka og sovésksinnaðra kommúnista. Hinsvegar benti Anker á. að kommúnistaflokkar Evrópu væru orðnir mjög mis- munandi og vildi ekki mæla á- kveðið á móti samvinnu sósial- demókrata við aðra kommúnist en þá, sem hlynntir væru sovésk- um viðhorfum. Ráðstefna leiðtoga vestur- evrópskra flokka, sem telja sig sósialiska að einhverju marki, en ekki kommúniska, verður haldin i bjarnar, að Alþýðubandalagið myndi leggjast gegn þvi að leyfð yrði lagning „fjörubrautar” i Skerjafirðinum þar sem slikt mundi valda miklum náttúru- spjöllum auk þess sem það mundi jengja lifdaga flugvallarins á þeim óheppilega stað, sem hann væri á. Alit skipulagsnefndar var siðan samþykkt með 13 atkvæðum. Framsóknarmenn sátu hjá. sloti nokkru skammt frá Hels- ingjaeyri á sunnudag og mánu- dag. Búist er við að sósialista- flokkar Suður-Evrópu muni hvetja til aukinna tengsla við kommúnista. en sósialdemókrat- ar sumra Nató-rikja mæla á móti. Kissinger utanrikisráðherra Bandarikjanna kemur á þriðju- dag við i Kaupmannah. á leið til Moskvu, og er gert ráð fyrir aö Jörgensen muni þá gefa honum skýrslu um ráðstefnuna. Kissing- er'lét nýlega i ljós áhyggjur yfir vaxandi fylgi og áhrifum vestur- evrópskra kommúnista oger talið liklegt að sú afstaða Bandarikja- stjórnar hafi átt sinn þátt i af- stöðu sósiaidemókrata i Nató-löndum. Kínversk-íslenska menningarfélagið: Fundur í Tjarnarbúð í kvöld Kinversk-islenska menningarfélagið heldur fund i kvöld i Tjarnarbúð kl. 20.30. Flutt verða minningarorð um Sjú En Lai. Rætt verður um félagsmál. Kvikmyndasýning. — Stjórnin. Anker Jörgensen Er á móti samvinnu við „rússadindla”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.