Þjóðviljinn - 20.01.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.01.1976, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 20. janúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Á kaldastrlðsárunum voru mest áberandi andstæðurnar i heiminum, milli sósialiskra rikja og kapitaliskra, táknaðar með áttaheitunum austur og vestur. Sú skilgreining er ekki nema að mjög takmörkuðu leyti i gildi lengur, þar eð skipting heimsins í rikjablakkir og rikja- bandalög er orðin miklu fjöl- breytilegri en hún var þá. Sósialiski heimurinn er klofinn vegna deiina Kina og Sovétrikj- anna og sundrungar gætir með- al vestrænna rikja; nægir i þvi sambandi að benda á deilur grikkja og tyrkja og breta og is- lendinga. Ekki hvað minnstu máli skiptir þó i þessu sambandi að á siðustu árum — og aldrei fremur en nú — eru þróunarlönd Rómönsku-Ameriku, Afriku og Asíu farin að koma fram sem samstæð pólitisk heild gagnvart öðrum heimshiutum og krefjast meiri hlutdeildar i auðævum heimsins. Þessi samstaða þróunarland- anna þýðir nýja stærð i heims- fremur vita vestrænir ráða- menn að hverju barni má vera jóst, að áður en kommúnistar komust til valda i Kina, Viet- minh i Norður-Vietnam og bylt- ingarhreyfing Castros á Kúbu var neyð almenings og þjóðfé- lagslegt misrétti engu minna þar en ennþá gengur og gerist i flestum þróunarlöndum. 1 nefndum þremur löndum rikir nú hinsvegar meiri lifskjara- jöfnuður en þekkist annars stað- ar á jarðarhnettinum og beinni neyð hefur verið útrýmt. Það virðist þvi liggja ljóst fyrir, að þetta sé leiðin, sem þróunar- löndunum i heild sé hentast að fara, en jafnljóst er hitt að ekk- ert er valdhöfum Vesturlanda meiri þyrnir i augum. örvænt- ingarfullar tiltektir þeirra, hernaðarlegar og diplómatisk- ar, til að bjarga þvi sem bjargað mætti verða af itökum auð- hringa sinna i Angólu, einu auð- ugasta landi Afriku frá náttúr- unnar hendi, er skýrt dæmi þess. „Timasprengja” Það er efalaust þessi hætta, er steðjar að iðnrikjum kapitalismans, sem breskur ráðherra átti fyrst og fremst við nýlega er hann talaði um þróun- arlöndin sem „timasprengju er ógnaði mannkyninu.” Þessi hætta hefur lika valdið þvi að Bandarikjastjórn, sem lengi hafði visað kröfum þróunar- landa um jafnari skiptingu heimsauðsins á bug sem hverju öðru óráðsröfli, er np farin að ljá þeim eyra af meiri alvöru — á yfirborðinu að minnsta kosti. Vestur-Evrópurikin gera það einnig, og sennilega af meiri einlægni en Bandarikin, sem hafa mikið af auðlindum heima fyrir og eru þvi ekki eins háð innflutningi á hráefnum og Vestur-Evrópa, sem sjálf getur framleitt fátt af þeim hráefnum er hún þarf til iðnaðar sins. Hvort þessar fyrirætlanir um jafnari skiptingu heimsauðsins komast nokkru sinni lengra en á ráðstefnustigið á enn eftir að koma i ljós. Og jafnvel þótt þeim yrði hrundið i fram- kvæmd, er ekki þar með sagt að árangurinn verði samsvarandi, þar eð vandi fjölmargra þró- unarlanda felst ekki hvað sist i vondu stjórnarfari og lélegu og ranglátu hagkerfi þeirra sjálfra. —dþ. sósialiskt kerfi og aðlaga það afriskum aðstæðum, Luis Eche- verria, forseti i Mexikó, landi sem státar af þingræði, for- dæmir einræði og fasisma af miklum móði en lætur þó við- gangast innan landamæra sinna stéttaskiptingu og þjóðfélags- legt misrétti af grófasta tagi, og herforingjabófa af þvi tagi sem stjórna Brasiliu. Sameiginlegur andstæðingur Samstaða þessara á margan hátt óliku rikja stafar fyrst og fremst af þvi, að þau eru efna- hagslega á sama báti gagnvart sameiginlegum andstæðingi: hinum kapitalisku iðnrikjum Vesturlanda (og Japan). Þó fer þvi fjarri að þessi riki séu öll á sama stigi efnahagslegrar þró- unar. Þeirra á meðal eru oliu- framleiðslurikin, sem i reynd eru stórauðug, en hafa mörg hver kapitaliskt stjórnarform i ruddalegustu mynd með þeim Ilungraðir flóttamenn i Bangladess, einu mesta örbirgðarlandi heims. Suðrið gegn norðrinu stjórnmálunum — fyrir hálfum öðrum áratug voru flest Afriku- rikja ennþá nýlendur Evrópu- rikja og Rómanska-Amerika stjórnmálalega sem efnahags- lega i vasanum á Bandarikjun- um. Samheldni þessara rikja, sem eru yfir hundrað talsins og hafa þvi hreinan meirihluta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, hefur þegar gert að verkum að gamla taflið milli Nató og Varsjárbandalagsins hefur þokast i skuggann. 1 stað- inn fyrir að tala um togstreitu austurs og vesturs ræða menn nú meir og meir um komandi á- tök hins rika, iðnvædda norðurs og hins fátæka og vanþróaða suðurs. Kissinger utanrikisráð- herra Bandarikjanna, sem eng- inn frýr vits, þótt hann sé meir en grunaður um græsku, komst nýlega svo að orði: „Klofningur hnattarins milli rikra og fátækra gæti haft eins alvarlegar afleiðingar og þegar útlitið var verst á timum kalda striðsins.” Sundurleit heild Um hin kapitalisku, iðnvæddu Vesturlönd annars vegar og sósialiskaheiminn hinsvegar má segja að þetta séu pólitiskt séð nokkuð svo samstæðar heildir, en um þróunarlöndin gegnir öðru máli. Meðal þeirra eru riki, sem teljast sósialisk eða hafa að minnsta kosti á stefnu- skrá sinni að verða það, svo sem Suður-Jemen, Tansania, Mósambik og Kongó. Önnur eru kapitalisk þingræðisriki eins og Mexiko og Venesúela. Flest búa þó við meira eða minna rudda- fengið og nánast grimulaust al- ræðisstjórnarfar, þar á meðal mörg við illkynjaðar og ihalds- samar herforingjastjórnir.Með- al áhrifamestu leiðtoga þriðja- heimsblakkarinnar eru jafn ó- likar persónur og Julius Nyer- ere, þjóðarleiðtogi Tansaniu, sem viðurkennt er að sé með mannúðlegri forustumönnum rikja sem nú eru uppi og hefur með allgóðum árangri unnið að þvi að byggja upp i landi sinu frá hinu fátæka suðri. Ástæðan til þess er einkar einföld- hin iðnvæddu riki sósialiska heimsins byggja þróun sina og velmegun fyrst og fremst á eigin auðæfum, en Vestur- lönd byggja þetta hinsvegar að mjög miklu leyti á beinum og óbeinum yfirráðum yfir auðlindum þróunarland- anna. Ýmist hafa auðhring- ar Vesturlanda eignarhald á auðlindunum sjálfum, eins og til skamms tima á oliunni i Vestur- Asiu, eða þá að þeir ráða yfir heimsmarkaðsverðinu á hráefn- unum og geta hækkað það og lækkað að vild sér i hag. Ein meginástæðan til efnahags- vandræða þróunarlandanna er einmitt sú, að flest þeirra fram- leiða hráefni, sem verðlagið á er mjög óstöðugt (á siðastliðnu hálfu öðru ári hefur heims- markaðsverðið á kopar hrapað um tvo þriðju), og þar á ofan eru sum þeirra háð útflutningi einnar vörutegundar eða ör- fárra. Hvað þetta snertir er Is- land greinilega á báti með þró- unarlöndunum, þótt svo að vegna stjórnarfars, skiptingar þjóðarinnar milli atvinnugreina og tiltölulega góðra lifskjara sé algengara að telja okur með vestrænu iðnrikjunum. Kina og Kúba visa veginn Beygur sá, er ráðamenn Vest- urlanda hafa af þróunarlöndun- um vegna vaxandi samstöðu þeirra verður eðlilegri þegar haft er i huga að viðhorfamun- ur sósialiskra rikja og þróunar- landa (annars heimsins og þess þriðja-, hin iðnvæddu Vesturlönd eru i þarlendri pressu gjarnan kölluð fyrsti heimurinn) er ekk- ert himinhrópandi, þvert á móti er um verulega samstöðu að ræða með þeim. Mörkin á milli þróunarlandanna og sósialiska heimsins eru lika óljós: þannig hlýtur til dæmis Vietnam og raunar einnig Kina og Kúba að teljast til þróunarlanda, þótt þau hafi tiltölulega lengi haft sósialiskt stjórnarfar. Enn- afleiðingum að mikill hluti þegnanna býr við sára fátækt, og Sahel-rikin i Afriku, Afgan- istan og Bangladess, sem vest- rænir efnahagssérfræðingar telja svo að segja vonlaus um að geta nokkurntima komið sér upp og virðast helst vilja gleyma að séu til. Aðrir, sem um þessi fátækustu allra fá- tækra rikja fjalla, visa áliti téðra efnahagssérfræðinga á bug sem fordómum og benda á að það hefur sýnt sig að með nú- tima ræktunaraðferðum er vel hægt að stunda kvikfjárrækt og grænmetisrækt með góðum ár- angri i Sahel-löndum og að Eþi- ópia hefur einhverja bestu rækt- arjörð Afriku. væddu Vesturlönd voru næsta berskjölduð ef þróunarlönd sameinuðust um að neita þeim um hráefni. Þetta hefur leitt til þess að þróunarlöndin, sem byggja útflutningsverslun sina fyrst og fremst á sölu hráefna til iðnrikja, krefjast þess að verðið á þeim hækki til samræmis við oliuverð. Enginn neitar þvi að þörf flestra þróunarlanda sé brýn. Af um það bil 1700 miljónum manna, sem i þessum löndum búa (Kina ekki talið með), er talið að um 1000 miljónir séu meira eða minna vannærðar og um hálf miljón deyi beinlinis úr hungri árlega að meðaltali. Öfullnægjandi heilbrigðisþjón- OPEC og arabar mörkuðu timamót Tvennt er það, sem gert hefur að verkum að þróunarlöndunum hefur upp á siðkastið vaxið ás- megin i baráttu sinni og sam- stöðu. 1 fyrsta lagi sú ráðstöfun samtaka oliuframleiðslurikja (OPEC) að fjórfalda oliuverðið, sem gert var 1973, og oliuút- flutningsbannið, sem Arabarik- in settu á Vesturlönd sama ár. Hér var olian sem sé aflið á bak- við. Þá sýndi sig að hin iðn- usta og óholl lifsskilyrði valda þvi að banvænir sjúkdómar herja þessi lönd enn grimmi- lega, malaria, blóðkreppusótt, kólera, innýflaormar og fleira. ítök auðhringa Eftirtektarvert er að sameig- inleg reiði þróunarrikjanna beinist ekki gegn öllu hinu iðn- vædda norðri, heldur aðeins hinum vestræna, kapitaliska hluta þess. Sósialisku löndin sleppa að mestu við atlöguna transkar almúgakonur fyrir utan bifreiðaverslun i Teheran Yfirlýsing frá Hampiðjunni — vegna óleyfilegra möskva um borð i Ingólfi Arnarsyni Að beiðni forráðamanna Bæjarútgerðar Reykjavikur, vill Magnús Gústafsson forstjóri Hampiðjunnar hf., i Reykjavik taka fram eftirfarandi, vegna möskva sem mældust of smáir i poka vörpu Ingólfs Arnarsonar þriðjudaginn 6. janúar sl. I Hampiðjuna hf„ hafa aldrei komið skipstjórar eða aðrir og farið fram á að hnýtt væru fyrir þá net með ólöglegri möskva- stærð. 1 umræddu tilviki mældist hluti möskva poka annarar vörpunnar of smáir, að öðru leyti voru möskvastærðir i báðum vörpum löglegar. Efnið i nefndum poka er blanda af polyethylene og nyloni, en slikt efni (nylonið) hefur nokkra til- hneigingu til að hlaupa mismikið. Nylonið i pokanum er frá 1974, þegar skortur var á gerviefni, en þá gátu hráefnissalar ekki afgreitt efni, sem vitað var fyrir- fram, hvernig breyttist við að blotna. Auk þess getur einn og einn möskvi misteigst við áraun og orðið minni. Netin voru afgreidd með löglegri möskva- stærð, enda höfum við ávallt kappkostað að fylgja settum regl- um og notið i þvi sambandi að- stoðar Landhelgisgæslunnar. Nú er farið að strekkja netin i nýju gufustrekkitæki, sem festir betur hnútana, og minnkar það likurnar á að möskvastærð breyt- ist við notkun netanna. Gufustrekkitækið var ekki komið, þegar margumræddur poki var framleiddur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.