Þjóðviljinn - 20.01.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.01.1976, Blaðsíða 10
10. StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 20. janúar 1976. Harkaleg umræöa um landhelgismál í borgarstjórn 5 Kratar og Fram- sókn með úrsögn úr NATÓ íhaldið telur Natóveruna œvarandi! Til haröra umræöna kom á fundi borgarstjórnar í fyrrinótt er f jallaö var um tillögu þá um landhelgis- mál, er borgarfulltrúar minnihlutans fluttu í sam- einingu, og birt er hér á öðrum stað á síöunni. í umræðum þessum riðl- uðust raðir NATÓ- aðdáenda og greip um sig skelfing mikil í liði Sjálf- stæðisflokksins er NATÓ- sinnar úr Framsókn og Alþýðuflokki mæltu með úrsögn úr Atlantshafs- bandalaginu. Umræðurnar hófust i reynd i matarhléi, en þá var gerð tilraun til þess að bræða saman i eina til- lögu hugmyndir sjálfstæðis- manna og annarra borgarfulltrúa um viðbrögð vegna yfirgangs breta i islenskri landhelgi. Tókst það ekki þvi sjálfstæðismenn máttu ekki heyra á það minnst að ályktað væri sem svo að island tilkynnti úrsögn sina úr NATÓ og heldur ekki sáttatilboð frá Alþýðuflokksmanninum og NATÓ-aðdáandanum Björgvini Guðmundssyni þess efnis, að afstaðan til NATÓ yrði tekin til endurskoðunar. Það var svo ekki fyrr en á tólfta timanum, að umræður hófust úr ræðustóli og stóðu þær til klukkan hálf þrjú um nóttina. Úrsögn úr Nató eðlilegt framhlald Sigurjón Pétursson (G) fylgdi tillögu minnihlutans úr garði og sagði að bretum hefði tekist það á tveimur mánuðum með ofbeldis- framkomu sinni, sem isl. stjórn- málamönnum hefði ekki tekist til þessa; að sameina isl. þjóðina. Þjóðin hefur mótmælt með ýmsum hætti; í biaðaviðtölum, i ræðum, með fundasamþykktum og aðgerðum á borð við þær er sjómenn á Suðurnesjum og á Hornafirði gripu til. Sjónarmið allra þeirra, sem að mótmæl- unum standa, eru þau hin sömu: Að isl. sliti þegar i stað stjórn- málasambandi við breta og að Island segi sig úr Nató, hverfi herskip breta ekki þegar i stað á brott úr landhelginni. Sigurjón minnti á, að skoðanir manna á Nató hefðu ávallt verið mismunandi; sumir teldu að Nató væri til alls annars en verja islendinga, aðrir að verndar og trausts væri að vænta þaðan. Deilur um slikan ágreining má nú leggja án hilluna þar sem eitt aðildarrikja Nató hefur ráðist með vopnavaldi að öðru, að lifs- hagsmunum þess. Slikir atburðir hljóta að kalla á endurmat á þvi hvert gildi það hefur fyrir vopnaða smáþjóð að vera i hernaðarbandalagi, svo og á endurmati þeirra tengsla, sem þjóðin hefur við árásaraðilann. Stjórnmálaslit ef af yrði væri ákvörðun, sem tvimælalaust yrði tekin i takt við skoðanir nær allra islendinga. Siðan sagði Sigurjón: ,,Ákvörðun um að tilkynna úrsögn úr NATÓ ef bresku her- skipin hætta ekki tafarlaust að vernda bresku veiðiþjófana væri i beinu og rökréttu framhaldi af slitum á stjórnmálasambandi, og væri mjög i samræmi við ein- dreginn og yfirlýstan vilja almennings.” Stuðningsmaður Nató, en við hljótum að fara úr því! Björgvin Guðmundsson (A) sagði, að ef herskipin færu ekki út fyrir Isl. lögsögu hlytu islend- ingar að slita öllu sambandi við breta; stjórnmálasambandi og sambandi við þá i Nató. Sagðist Björgvin vera eindreginn stuðningsmaður Nató, og sagðist þrátt fyrir að ekki blasti annað við en úrsögn úr þvi, vonast til þess, að til þess þyrfti ekki að koma. Eðlilegra þótti honum að reka breta úr Nató. Björgvin sagði siðan að árs fyrirvari væri á úrsögn, og á ári eftir slika úrsögn hlytu bretar að fara út fyrir landhelgina með her- skipin og þá þyrfti ekki að koma tii þess að islendingar hættu veru sinni þar! Nató er til varar gegn of- beldisöflum! Borgarstjóri, Birgir tsl. Gunn- arsson, (D) sagðist harma það, að ekki hefði verið leitað samráðs um orðalag tillögu um landhelgis- mál og sagði það sanna að hún væri ekki af heilindum flutt. Þetta væri ógæfuspor, þvi augljóst væri, að allir borgarfulltrúar gætu ekki sætt sig við orðalag eins og „úrsögn úr Nató.” „Nató er til varnar ofbeldis- öflunum, sem vilja vestræna menningu feiga,” sagði borgar- stjóri. Þá skýrði hann frá þvi, að hann teldi að „árás breta ylli okkur sársauka”og viðættum að „beita okkur fyrir þvi að ná sigri i land- helgismálinu innan Nató, en ekki að skilja við þær þjóðir, sem þar eru, og standa siðan eftir einir og berskjaldaðir fyrir þeim óvini, sem við þurfum að verjast.” Þessu næst flutti borgarstjóri tillögu um landhelgismálið i nafni hinna 9 borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins þar sem innrás breta er fordæmd, skorað á rikis- stjórnina að slita stjórnmálasam- bandi við breta, „svo og að beita öllum tiltækum ráðum innan Atlantshafsbandalagsins til þess að ná fram fullum sigri okkar i máli þessu.” Alvarlegu augun Albert Guðmundsson (D) talaði næstur. Hafði hann i fiflaskap orðatiltæki forsætisráðherra, Geirs Hallgrimssonar, „lit málið mjög alvarlegum augum,” i upp- hafi ræðu sinnar og reyndar hafði hann fleygt þessum orðum fyrr á fundinum, þá er Sigurjón Pétursson var i ræðustól og þá einnig sem gamanmáli. Albert taldi breta vera bestu bandamenn kommúnista hér á landi i dag. Sagði hann að alls ekki mætti td. reka herinn á brott vegna landhelgismálsins né neins annars máls, þvi þá stæði landið opið og óvarið fyrir árás rauðliða. Þá brá Albert á það ráð, að skýra sósialisk fræði og sagði „Kommúnistisk fræði byggjast á þvi að skapa glundroða og sundurþykkju.” Flug Alberts i ræðunni var hátt og erfitt að fylgja honum eftir. Samt skulu hér tilfærðar ivitnanir i mál hans: „Hitt er ekki útilokað að komið gæti að þvi, að ég samþykkti að ganga úr Nató.” „Þjóðin er sundruð. En hún er sundruð út af allt öðru máli en landhelgis- málinu.” „13 félagar okkar i Nató eru með okkur. Einn er að striða okkur. Eigum við þá að hlaupa frá vinunum 13 vegna þessa eina?”. „Tilgangur kommúnista með tillöguflutningi þessum, þvi það eru þeir, sem samið hafa til- löguna, er ekki að knésetja breta, heldur að veikja samstöðu vest- rænna þjóða.” Buldi viö brestur Björgvin Guðmundsson (A) sté i pontu. Var honum, sem er mikill Varðbergsmaður og einn stofn- andi þeirra samtaka, sjáanlega farið að verða nokkuð ómótt undir ræðum klúbbfélaga sinna úr þeim félagsskap, Birgis og Alberts.— Lagði hann til að gert yrði hlé á fundinum og enn freistað að ná samkomulagi. Taldi hann sig hafa uppá orðalag að bjóða, sem sjálfstæðismenn gætu fellt sig við, og þar með orðin samstaða um eina tillögu i landhelgismálinu. Borgarstjóri sagði að hann teldi fundarhlé gagnslaust, en Davið Oddsson (D) sá hvað Björgvin garminum kom, sté i pontu, og sagði að vist mætti verða fundar- hlé. Sáu þá sjálfstæðismenn hver af öðrum að gott gæti reynst að gera hlé, ef mætti verða til þess að brestur kæmi i lið minnihlutans, þvi reyndar var öðrum framsóknarmanninum, Alfreð Þorsteinssyni, farið að liða heldur illa undir ræðuhöldunum, rétt eins og Björgvini. Þeyttust siðan þeir tveir, Björgvin og Alfreð á milli manna i fundarhléi, sem gert var, en kom ekki að gagni til þess að bræða saman eina tillögu, sem allir gætu við unað. Ekki bara kommar Alfreð Þorsteinsson hélt fullri heilsu fyrst eftir fundarhlé og tal- aði þá fyrstur. Hann' sagðist harma það, að sjálfstæðismenn imynduðu sér að það væru bara kommar, sem stæðu að mótmæl- um alls staðar að af landinu, þvi krafan um stjórnmálaslit og úr- sögn úr Nató kæmi frá fólki úr öll- um flokkum, frá allri þjóðinni. Alfreð sagðist jafnan hafa verið virkur þátttakandi i Varðbergi. Bætif lákaburður Davið Oddsson (D) sneri út úr ræðum minnihlutafulltrúanna og bar i bætifiáka fyrir rikisstjórn- ina og aðgerðarleysi hennar. Hélt hann uppi vörnum fyrir Nató, en þó ekki fyrir breta. Aö kyssa á vöndinn Sigurjón Pétursson lagði þá spurningu fyrir borgarfulltrúa af hverju það væri svona nauðsyn- legt að vera i Nató og sagði jafn- framt að Birgir tsleifur hefði gefið svar við þvi fyrir hönd Sjálf- stæðisfl.: Til þess að vernda sameiginlega hagsmuni og vest- ræna menningu. Ekki til að vernda lifshagsmuni islendinga. A það væri ekki minnst. Þá bað hann einhvern sjálf- stæðismann, sem ætti eftir að taka til máls, að svara þvi hverr- ar þjóðar herskip, sem sigldi á is- lenskt varðskip, þyrfti að vera til þess að herinn i Miðnesheiðinni verndaði okkur fyrir árásinni. „Þurfa þau að vera kanadisk, pólsk, frönsk eða rússnesk? Eða ver Natóherinn hérlendis okkur einungis fyrir herskipum úr fastaflota Nató? Eða mega þau herskip lfka keyra á okkur rétt eins og herskip Nató-Bretlands, sem sjálfstæðismenn segja að séu ekki i fastaflota Nató, og þvi ekki undir stjórn Nató-ráðsins og þvi geti það ekkert i málinu gert. Afstaða borgarstjóra og ihalds- nóta hans hér i borgarstjórn er sem betur fer lágkúrulegri en af- staða sjálfstæðismanna annars staðar að af landinu. Sjálfstæðis- mennirnir i borgarstjórn Rvikur sætta sig ekki einvörðungu við það að vera barðir heldur biðja þeir um að mega fá að kyssa á vöndinn, sem þeir eru strýktir með.” Nató hefur ekki leyst nein stríð Kristján Benediktsson (B) svaraði dylgjum ihaldsmanna um það að framsókn og kratar hefðu verið vélaðir til þess að skrifa undir tillöguna á þá lund, að hann hefði fyllilega gert sér Ijóst undir hvað hann væri að skrifa. Siðan sagði Kristján að sér væri ekkert um það ef herinn ætti að fara héðan. Hann þyrfti ekki að fara þótt við gengjum úr Nató. Hann væri hér vegna sérsamn- ings við Bandarikjamenn. En hann ætti að verja okkur, og lika fyrir „vinum” okkar. Siðan sagði Kristján: „Ég veit að Nató hefur átt ákaflega litinn þátt i lausn fyrri þorskastriðs. Vilji þeir stæra sig af þvi að hafa leyst fiskveiðideiluna 1961, sem þeir þó gerðu ekki, væri þeim ekki of gott að stæra sig af þvi, sem ég þó efast um að þeir kæri sig um. Þorskastriðið 1973 leysti Nató ekki heldur. Það leysti ólafur Jóhannesson.” Þá benti Kristján ihaldinu á að aðalmálgagni forsætisráðherra, Morgunblaðinu, hefði orðið á óbætanlegt slys þann dag, sem Jósef Luns kom hingað til lands, að birta þann dæmalausa leiðara, sem þá var birtur. Og enn sagði Kristján: „Ef ástandið helst óbreytt til lengdar ræður engin rikisstjórn við það, hvort sem hún hefur 42 sæta meirihluta á alþingi eða þótt við tækjum kommana inn i stjórnina, og jafnvel litlabróður (Krata). Aðgerðirnar á Suðurnesjum og á Hornafirði eru aðeins upphafið að öðru og meiru. Herinn er það eina, sem menn hafa til að skeyta skapi sinu á vegna veru okkar i Nató og vegna framkomu breta. Og þegar til meiri átaka kemur, á þá rikisstjórnin að senda út lög- reglumenn til þess að berja á sjálfstæðismönnum á Suðurnesj- um og á Hornafirði? Við eigum að nota sterkasta vopnið, sem við höfum: segja okkur úr Nató. Þá mun deilan leysast innan tiðar. Svartnætti Markús örn Antonsson (D) sagðist helst halda að Kristján Benediktsson hefði ekki verið með réttu ráði að halda slika ræðu, sem hann hélt. Hélt hann þvi siðan fram að úrsögn úr Nató kæmi ekki til greina. Siðan sagði Markús: „Mótmælin utan af landi og alls staðar sýna það, að fólkið i landinu treystir þvi, að Nató leysi málið! og ég treysti þvi að Nató leysi málið!! !'** Úrsögn úr NATÓ Tillaga frá Sigurjóni Péturs- syni, Kristjáni Benediktssyní, öddu Báru Sigfúsdóttur, Alfreð Þorsteinssyni, Þorbirni Broddasyni og Björgvin Guðmundssyni: Borgarstjórn Reykjavikur lit- ur mjög alvarlegum augum endurteknar ásiglingar og á- siglingartilraunir breskra her- skipa á islensk varðskip. Borgarstjórn þakkar varð- skipsmönnum vasklega fram- göngu og árnar þeim heilla i vandasömu og hættulegu starfi. 1 landhelgismálinu standa all- ir islendingar saman sem órofa heild, án tillits til ágreinings i öðrum málum, enda varðar það lifshagsmuni þjóðarinnar á komandi árum. Borgarstjórn telur, að sú inn- rás, sem gerð hefur verið i is- lenska fiskveiðilögsögu, og þær grófu árásir, sem breski flotinn gerir nú á islensk varðskip, kalli á hörðustu viðbrögð, sem islendingar hafa yfir að ráða. Þá telur borgarstjórn þaö mjög óeðlilegt, að islendingar skuli vera i hernaðarbandalagi með þvi riki, sem eitt allra stundar vopnaða rányrkju i is- lenskri lögsögu og ógnar með þvi lifshagsmunum þjóðarinn- ar. Borgarstjórn skorar þvi á rik- isstjórnina að slita þegar i stað stjórnmálasambandi við breta og tilkynna úrsögn úr NATO, hverfi herskipin ekki tafarlaust á brott.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.