Þjóðviljinn - 20.01.1976, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.01.1976, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. janúar 1976. Haukarnir opnuðu deildina að nýju sýndu frábæran leik og sigruðu topplið Vals 21 17 Þar kom að því að Haukarnir vöknuðu af þyrnirósar svefni þeim sem þeir hafa sofið síðan um miðja fyrri umferð 1. deildarkeppninnar í handknattleik. Og það munaði um það þegar þeir loks fóru í gang; sjálft topplið deildarinnar, Valur, sem unnið hefur 6 leiki í röð, var tekið í kennslustund i handknattleik og mátti sín ekkert gegn mjög vel leikandi Hauka-liði. Með þessum sigri opnuðu Haukarnir toppbaráttuna í 1. deild aftur og hreinlega björguðu keppninni. Hefði Valur unnið þennan leik, svo maður tali nú ekki um þar sem FH tapaði á sunnudagskvöldið, væri keppninni um islandsmeistara- titilinn lokið; Valur væru þá með hreina 5 stiga forystu i stað 2ja núna. Greinilegt var að Valsmenn voru búnir að vinna þennan leik fyrirfrúm, og er það ekki í fyrsta sinn sem þetta lið fellur i þá gryfju. Þeir léku mjög veikt til að byrja með, vörnin galopin og kæruleysi i sókninni. Þetta notfærðu Haukarnir sér mjög vel og hreinlega kafsigldu Valsmenn strax á fyrstu minút- unum, komust i 3:0 og 7:2. Eftir þetta gáfu Haukarnir aldrei eftir um tommu og Valsmenn náðu aðeins að mínnka muninn niður i 2 mörk; það var það minnsta sem skildi i milli. I leikhléi var staðan 10:6 og lokatölurnar 21:17 sigur Hauka, sist of stór sigur. Þess ber að geta, að Jón Karls- son lék ekki með Val og Stefán Gunnarsson meiddist snemma i leiknum og það munar um minna en þessa tvo landsliðsmenn, en það afsakar þó alls ekki hve kærulausir og sigurvissir Vals- menn voru strax i byrjun. Þetta tap getur vissulega orðið þeim dýrkeypt. 1 stað þess að standa með pálmann i höndunum, eiga Stefán mikiö meiddur Vals-menn urðu fyrir alvar- legu áfalli i leiknum gegn Ilaukum sl. sunnudag, þegar Stefán Gunnarsson, sem er allt i öllu hjá liðinu, sannkail- aður heili þess, meiddist svo alvarlega á fæti að hann verður ekki með á móti FH á morgun, þegar liðin mætast i Hafnarfirði. Og það er alls óvist að Stefán verði með gegn Þrótti um næstu helgi. Stefán sagði i gær að það yrði skoðað á morgun hvort liðbönd hefðu slitnað i ökla hans, ef svo væri þyrfti að skera hann upp og þá yrði hann frá i nokkrar vikur. Ef þetta væri hinsvegar venjuleg tognun yrði hann fljótur að ná sér. —S.dór nú 4—5 lið möguleika á sigri i deildinni. Aðeins Guðjón Magnús- son lék við getu i Valsliðinu, hinir allir voru langt frá sinu besta. Haukarnir hafa ekki náð upp svo góðum leik siðan i byrjun mótsins. Þar munaði mest um stjörnuleik Eliasar Jónassonar i byrjun. Hann var óviðráðanlegur fyrir Valsmenn og smitaði útfrá sér til sinna manna sem tviefld- ust. Einnig munaði miklu fyrir Hauka að Gunnar Einarsson var nú aftur i markinu og varði af snilld. Liðið i heild lék mjög vel, með þá Elias, Gunnar markvörð, Stefán Jónsson, Sigurgeir Marteinsson og Hörð Sigmarsson sem bestu menn. Hauka-liðið á að visu enn möguleika á sigri i deild- inni en þeir eru ekki miklir, til þess hafa þeir tapað of mörgum stigum, en þeir væru örugglega á toppi deildarinnar ef þeir hefðu leikið svona vel allt mótið. Mörk Hauka: Elias 5, Ingimar 4, Hörður 4, Stefán, Þorgeir, Sigur- geir 2 mörk hver, Svavar og Guðmundur 1 mark hvor. Mörk Vals: Guðjón 3, Steindór 3, Jón P. 3, Gunnar 3, Bjarni 2, Stefán, Jóhann Ingi, og Jóhannes 1 mark hver. — S.dór. Stefán Jónsson skorar eitt mark Hauka gegn Val, þrátt fyrir margskonar tilburði Valsmanna til varnar (Ljósm. S.dór) Víkingar eru að ná sér á strik áttu ekki í neinum erfiðleikum með FH og sigruðu 23:20 Eftir að Haukar höfðu sigrað Val i fyrri ieiknum i Hafnarfirði sl. sunnudagskvöld, átti FH gullið tækifæri til að minnka forskot Vals niður I eitt stig með þvi að sigra Viking f sfðari ieiknum. Kannski að það hafi sett leikmenn FH i þá spennu að liðið náði sér aldrei á strik f leiknum, það er ekki ótrúlegt. Allavega var það staðreynd að FH lék langt undir getu, en enginn leikur betur en andstæðingurinn leyfir.og Viking- ur átti stórgóðan leik og leyfði FH-liðinu heldur litið. Segja má að Vikingar hafi gert út um leik- inn í fyrri hálfleik, þegar þeir náðu 6 marka forskoti, 11:5. Að vísu náði FH að minnka þennan mun, já og raunar að jafna 16:1^ en þetta forskot var eigi að siður sá haii sem FH þurfti alltaf að eltast við og var of langur til þess að liðið næði fyrir endann á hon- um. 1 leikhléi hafði Vikingur yfir 13:11. Um miðjan siðari hálfleik náði FH að jafna eins og fyrr segir, 16:16, en aldrei að komast yfir. Vikingur sigldi aftur framúr komst i 18:16 og 20:18,en lokatöl- urnar urðu 23:20 sigur Vikings. Meistarar Vikings léku nú mun betur en þeir hafa gert um langan tima. Deyfðin og áhugaleysið virðist horfið og leikgleði og kraftur aftur i fyrirrúmi. Björg- vin Björgvinsson lék nú sinn fyrsta leik með Vikingi, og gerði margt laglegt að vanda. Hann á eflaust eftir að koma Vikingum að enn betri notum, þegar hann hefur fundið sig i liðinu og þá ekki siður þeir hann. Páll Björgvins- son, Stefán Halldórsson og Þor- bergur Aðalsteinsson voru bestu menn Vikings. en ekki langt að baki þeim voru þeir Björgvin og Viggó. Hjá FH voru það þeir Geir, Þórarinn, Viðar og ungur piltur, Andrés Kristjánsson, sem kannski var þeirra bestur. Mörk Vikings: Páll 7 (3), Stefán 4, (1), ólafur 3, Viggó 2, Þor- bergur 2, Magnús 2, Skarphéðinn 2, og Björgvin 1 mark. Mörk FH: Viðar 5 (3) Þórarinn 4 (1), Andrés 3, Geir 3, Gúðmundur Sv. 2, Sæmundur 2, og Arni 1 mark. — Sdór Allt á núlli hjá Gróttu gegn Fram og saman sýndu þessi lið einn lakasta leik í deildinni um langan tíma Lið seltirninga var ekki uppá marga fiska gegn Fram um helg- ina. Ekki verður heldur sagt að geislum hafi stafað frá Frömur- um, þvi þeir voru gersamlega áhugalausir að þvi er best varð séð. úrslit leiksins urðu þó stór- sigur Fram, 26:17, en i byrjun siðari hálfleiks var staðan jöfn 11:11. Þá hljóp allt endanlega i baklás hjá Gróttu og staðan breyttist i 23:13 og auðséð að hverju stefndi. Langmestan hluta leiksins tók Grótta Pálma Pálmason úr um- ferð, hann var þó i miklum ham eftir sem áður og lang«marka- hæstur Framara þrátt fyrir „yfirfrakkann”. Skoraði hann 13 mörk i leiknum, þar af 4 úr vitum. Mörk Fram: Pálmi 13, Pétur 4, Hannes 3»Gústaf 2, Magnús 2, Guðmundur og Arnar 1 mark hvor. Mörk Gróttu: Arni, 4, Magnús 3, Axel 3, Björn 3, Georg 1 Halldór 1, Hörður 1, Gunnar K. 1. Dómarar voru Kristján Orn og Kjartan Steinbach. Aðeins einn maður fékk að sjá gula spjaldið, Pétur Jóhannsson Fram. —GSP. Ármenningar í læri hjá nýliðum Þróttar Það verður varla annað sagt en að Armenningar hafi fengið al- varlegan skell i I.augardalshöll- inni sl. laugardag. Nýliðar Þrótt- ar voru þeir sem á vendinum héldu og lömdu fast, svo ekki sé meira sagt. i leikhléi var lielmings munur, 12:6, Þrótti i vil en úrslitin urðu stórstigur Þrótt- ar, 23:11. Þar með hafa nýliðarnir gull- tryggt stöðu sina i 1. deild, komn- ir með 10 stig og miklu frekar að þeir komi til með að blanda sér i toppbaráttuna úr þessu. Þróttar- liðið er orðið stjörnugott og lofar svo sannarlega miklu i fram- tiðinni. Hið sama verður vart sagt um Ármannsliðið. Þeirléku i þessum leik eins og svo oft áður mjög illa, og mega þakka sinum sæla fyrir að Grótta er með þeim i 1. deild- inni ennþá, annars væri litið vafa- mál hvaða lið sæti á botninum. Mörk Þróttar: Friðrik 8, Sveinlaugur 4, Konráð 4, Bjarni 3, Björn 1 Halldór 1, Gunnar 1, og Trausti 1. Mörk Ármanns: Björn 3, Hörður 2 (2), Friðrik 2, Jens 2, Jón 1 og Hörður K. 1 mark hvor. Dómarar voru þeir Sigurður Hannesson og Gunnar Gunnars- son. Sigurður var að venju ansi grimmur og brottrekstrana.sendi tam. tvo menn útaf i 5 minútur, án þess að gott væri að sjá veru- lega ástæðu til þess. Brottvisanir fengu Björn Jóhannsson Árm. 2 min. Sveinlaugur Kristjánsson Þrótti 2, min. Pétur Ingólfsson Arm. 5 min. Trausti Þorgrimsson Þrótti 2+5 minútur. —GSP. staðan Staðan I 1. deild I handknattleik eftir umferðina um helgina cr þessi: Valur Haukar FH Vikingur Fram Þróttur Ármann Grótta 9 6 1 2 174:139 13 10 5 2 3 189:173 11 9504 194:179 10 9505 188:186 10 10 4 2 4 167:163 10 10 4 2 4 190:188 10 10 3 1 6 162:211 7 9207 156:180 4 Markahæstu menn: Friðrik Friðriksson Þrótti 63 Pálmi Pálmason Fram 59 Páll Björgvinsson Vikingi 59 Hörður Sigmarsson Haukum 50

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.