Þjóðviljinn - 20.01.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.01.1976, Blaðsíða 9
I 8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 20. janúar 1976. 0 Þaö er um aö gera aö vera fljótur aö gleypa 1 sig. Klukkan er aö verða átta og Ásgeir fær sér morgunbita áöur en hann leggur af staö. „Maöur er stundum soldið sybbinn fyrst á morgna na ’ ’ — segir Ásgeir Jóhannsson sem er blaðberi Þjóðviljans í Breiðholti Neysluþjóðfélag nútím- skrúfa frá krana, þvo ans býður ibúum sínum þvott i laugunum eða pota upp á margs konar þæg- honum inn í eitthvað sjálf- indi, sem spara mönnum virkt, hringja norður í stað sporin og létta þeim vinn- þess að labba þangað una. Menn eru hættir að o.s.frv. í öllum þessum til- hugleiða muninn á því að vikum hefur tæknin komið sækja vatn i brunninn eða okkur „til bjargar". Hér er Þjóöviljinn kominn á réttan staö. Þótt enn sé dimmt og drungalegt er Asgeir hress I bragöi og viö leik- tækin á leikvellinum f Vesturbergi bregöur hann upp forsiðunni af Þjóöviljanum og viröist bara ánægöur meö blaðiö. Og svo aftur af stað, þvf aö viöa þarf aö fara. tJtburðarsvæöi Asgeirs er stórt, og hann er á annan klukkutima aö koma blööunum fimmtiu til kaupenda. Enginn uppfinningamaður hefur þó énnþá fundið upp sjálfvirkt dreifingarkerfi fyrir þær vörur, sem hvert heimili þarf að draga til sin. Fólk þarf að fara sjálft i búðir og bera sig eftir björginni og er þvi raunar alls engin vor- kunn. En einn er þó sá hlutur, sem dettur inn á heimili manns á hverjum morgni, áður en flestir borgarbúa eru farnir að nudda stirur úr augum. Það eru dag- blöðin. Trúlega er mörgum þannig far- ið, að þeir þiggja þessa einstæðu þjónustu, án þess að leiða hugann að vinnunni sem á bak við liggur. Þetta er eitt af þvi, sem fólk hefur verið vanið á, i eina tið þótti þetta lúxus en nú heitir það bara þjón- usta. Blaðberarnir, sem vakna eld- snemma á morgnana og fá sér allt að þvi tveggja klukkustunda göngutúr án tillits til veðurs, eiga sér ekkert stéttarfélag. Þeir hafa aldrei farið fram á styttri vinnu- tima eða hærri laun, né heldur kvartað opinberlega yfir verð- bólgu og allri þeirri óáran, sem menn tönnlast á um þessar mundir. Við fylgdumst með einum blað- bera okkar, Ásgeiri Jóhannssyni, sl. föstudagsmorgun, er hann þrammaði sina venjulegu leið um hverfið sitt. Þegar knúið var dyra á heimili hans að Vesturbergi 106 eld- snemma morguns, var Asgeir að ljúka úr kókómaltglasinu og að þvi loknu var haldið af stað. — Ég ber út i nokkrar götur hér i kring, sagði Asgeir. — Þær eru Vesturberg, Asparfell, Gyðufell, Iðufell og Austurberg. Þetta eru nú ekki mörg blöð, sem ég hef, þau eru 52 núna. — Og hvað ertu lengi að bera út? — Ég er i svona tvo klukkutima, ef ég er ekki að flýta mér. Ég hef yfirleitt nógan tima og fer bara rólega um hverfið; það er ekkert gott að vera alltaf að flýta sér of mikið. — Færðu gott kaup? — Ég fæ tæplega fjögur þúsund og fimmhundruð krónur á mánuði fyrir að bera út og rukka lika. Það er nú ekki mikið kannski en mér likar þetta ágætlega samt. Það er verst þegar maður þarf að fara ofta.ðrukka á sama staðinn, sum- ir láta mann koma aftur og aftur og þá er maður seinn að skila af sér. — Ertu að safna fyrir ein- hverju? — Nei, ekki neinu sérstöku en ég set alltaf einhvern pening i baukinn eftir hvern mánuð. En mig vantar ekkért sérstakt, kannski kaupi ég eitthvað seinna. — Ertu nokkuð leiður á vinn- unni? — Nei, nei,en stundum er mað- ur soldið sybbinn á morgnana þegar verið er að vekja mann. En það er bara smástund og þegar maður er kominn út er ágætt að labba þetta. Á laugardögum og sunnudögum hjálpa vinir minir mér stundum en annars fer ég þetta alltaf einn á morgnana. — Og hvað svo þegar þú ert bú- inn? — Þá læri ég heima þangað til skólinn byrjar. Ég er i tólf ára bekk i Fellaskólanum og byrja yfirleitt um hádegið. Það er ágætt að læra þangað til og eiga svo fri þegar skólinn er búinn. — Ætlarðu að bera út lengi? — A.m.k. til vorsins. Það getur vel verið að ég fari út á land i sumau en annars reikna ég með þvi að ég haldi áfram að bera út. Það er nú lika skemmtilegra á sumrin, þá er bjart á morgnana og betra veður. Þegar hér var komið sögu höfðum við þrammað yfir tölu- vert svæði. Blm. Þjv. var farinn að lýjast i fótunum og sá sér ekki annað fært en að kveðja i snar- hasti þennan unga starfsfélaga sinn, sem trúlega vinnur sitt verk af meiri samviskusemi en flestir aðrir. Hann átti eftir áð fara viða, áður en öll blöðin hans kæmust i höfn. — gsp Myndir og texti: Gunnar Steinn Þriöjudagur 20. janúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Enda þótt Ásgeir sé stæöiiegur strákur, sigur blaöataskan i. Hér er hann aö fara um göngin undir Vest- urbergiö. Hinum megin eru tvær blokkir, þar sem bíöa Þjóðviljalesendur. Viö skiljum viö Asgeir þarna I göngunum. Viö höfum sannfærst um þaö, að blaöberastarfið er erfitt og vanmetið starf. Þau börn sem þaö stunda af kostgæfni eiga mikiö hrós skiliö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.