Þjóðviljinn - 20.01.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.01.1976, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. janúar 1976. GROF FOLSUN TILYITNUNAR Þjóðviljinn vill leggja á það áherslu að landhelgismálið er islenskt innanrikis- mál. Það mál kemur yður ekki við, herra aðalritari, og islendingar vilja helst, af slæmri reynslu, að þér haldið yður sem allra lengst frá þvi. íslendingar eru ein- færir um að verja landhelgi sina og þeir munu þvi ekki, sem fyrr segir, semja um veiðar innan landhelginnar, við bresku sjóræningjana. En herskipin eru yðar mál, herra Jósep Luns: skipið þeim að fara út fyrir mörkin strax. Morgunblaðið birtir á sunnu- dag fjóra metra lesmáls um landhelgismálið; ihaldið er greinilega i vörn i málinu, ekki gegn bretum eða Nató heldur gegn islendingum almennt. Ekki væri þó ástæða til þess að taka Reykjavikurbréfið til sérstakrar meðferðar ef þar væri ekki að finna einhverja grófustu tilvitnunarfölsun sem undirritaður hefur oröið vitni að i islensku dagblaði lengi. Skal það mál nú rakið nokkuð. Daginn sem Jósep Luns kom hingað til lands birti Þjóðviljinn forustugrein sem var einskonar ávarp til aðalritarans, þar sem honum var kurteislega bent á að halda sig sem allra lengst frá landhelgismálinu og fiskveiði- deilunni við breta; hins vegar væru herskipin hér á hans ábyrgð, Nató-herskip. í leiðaranum var komist svo að orði; „Þjóðviljinn vill leggja á það áherslu að landhelgismálið er islenskt innanrikismál. Það kemur yður ekki við herra aðal- ritari, og islendingar vilja helst, af slæmri reynslu, að þér haldið yður sem lengst frá þvi. Islend- ingar eru einfærir um að verja landhelgi sina og þeir munu þvi ekki, sem fyrr segir, semja um veiðar innan landhelginnar við bresku sjóræningjana. En her- skipin eru yðar mál, herra JósepLuns: Skipið þeim að fara út fyrir mörkin strax.” Sunnudagsgrein i Þjóðviljan- um sl. sunnudag fjallaði einnig um skylt efni þannig, að lengra verður ekki farið út i málið i bili, en komið að þvi siðar. Tilvitnun Úr Reykjavikurbréfi Morgunblaðsins. Morgunblaðsins i nefnda for- ustugrein var afturámóti á þessa leið: „Þjóðviljinn vill leggja á það áherslu að landhelgismálið er islenskt innanrikismál. Það mál kemur yður ekki við herra aðalritari, og islendingar vilja helst af slæmri reynslu, aö þér haldið yður sem allra lengst frá þvi. Það er semsagt skoðun Þjóðviljans, að NATO komi þorskastríðinu ekkert við.” Það feitletraða, sem Morgun- blaðið setur innan tilvitnunar- merkjanna, er viðbót þess, en hefur að sjálfsögðu aldrei staðið i Þjóðviljanum. Þess vegna eru allar ályktanirnar sem eru dregnar af þessari setningu fjarstæða. Það er algengt að Morgun- blaðið falsi skoðanir manna, en það er fátitt sem betur fer að jafnvel það blað falsi ummæli manna jafngersamlega og hér hefur verið bent á. Og það er þvi einnig sjaldgæft að falsanirnar séu notaðar til útlegginga i löngu máli, sem eiga að sanna það að Þjóðviljinn og Morgun- blaðið séu raunar sammála að þvi er varðar NATO og afskipti þess af landhelgismálinu! Þessi endemisfölsun er enn eitt dæmið um óheiðarleg vinnubrögð Morgunblaðsins al- mennt séð, en hún er einnig til- efni til þess að fara frekari orð- um um afstöðu þess til Nató og landhelgismálsins og skal enn visað til Reykjavikurbréfsins sl. sunnudag. I bréfi þessu er vitnað til skrifa blaðsins um landhelgis- málið haustið 1973 og verður að ætla að blaðið géti vitnað rétt i sjálft sig enda þótt það geti ekki komið setningum óbrengluðum Úr leiðara Þjóðviljans úr öðrum blöðum. 1 þessari til- vitnun Morgunblaðsins i sjálft sig frá 20. september 1973 er fjallað um viðtal sem Morgun- blaðið hafði birt við Ólaf Jóhannesson þáverandi for- sætisráðherra um landhelgis- deiluna og Nató. Um þetta viðtai segir Morgunblaðið orö- rétt: „Hann (ólafur) hefur lýst þvi yfir við Morgunblaðið, að úrsögn úr Atlantshafsbandalag- inu muni ekki hjálpa til við lausn fiskveiðideilunnar. Samt sem áður lýsir hann yfir þvi i viðræðum við Luns, að ástandið á fiskimiðunum geti leitt til þess, að Island endurskoði aðild sina að bandalaginu.” Þessar tilvitnanir verða að nægja til þess að sýna fram á það að Morgunblaðið er enn einu sinni að reyna að rugla al- menning, reyna að falsa stað- reyndir, reyna að blanda saman óskyldum málum. Vinstristjórnin blandaði aldrei saman fiskveiðideilunni og herskipainnrásinni. Þar er um að ræða tvö mál, að visu i tengslum, að þvi er breta og Nató varðar, en ekki að þvi er islendinga varðar. Landhelgis- málið er islenskt innanrikismál og islendingar geta á eigin spýt- ur ráðið niðurlögum breska. veiðiflotans og komið i veg fyrir veiðar hans. En siðar blandar Nató sér i málið með þvi að senda hér inn fyrir islenska fiskveiðilögsögu herskip, Nató-' herskip, að visu undir breskum fána. Vinstristjórnin vildi alltaf leggja höfuðáherslu á það að þessu tvennu væri ekki blandað saman, og það er sama málið sem Þjóðviljinn hefur hvað eftir annað undirstrikað siðustu dagana: Að ekki megi undir neinum kringumstæðum leggja herskipainnrásinni og land- helgisútfærsluna saman. Nató ber ábyrgð á herskipunum og vegna innrásar þeirra ihuga islendingar að vaxandi fjölda úrsögn úr Atlantshafsbandalag- inu. Það er ihaldið og Morgun- blaðið sem reynir að blanda þessum málum saman vegna þess að ihaldið finnur að það er á undanhaldi i landhelgismálinu meðal þjóðarinnar. Þess vegna vill það gjarnan eignast banda- mann gegn þjóðinni þar sem Atlantshafsbandalagið er. —s. Brynjúlfur Eiríksson, Brúarlandi, Mýrasýslu Fœddur 2. des. 1910 — Dáinn 12. jan. 1976 útför hans fer fram i dag 20. jan. frá Borgarneskirkju. For- eldrar Brynjúlfs voru hjónin Helga Þórðardóttir og Eiríkur Ágúst Jóhannesson, bóndi að Hamraendum i Hraunhreppi. Ættir þeirra hjóna voru bændur úr vesturhreppum Mýrasýslu. Brynjúlfur var alinn upp við hin hefðbundnu búnaðarstörf á öðrum og þriðja áratugi aldar- innar á fremur afskekktri sveit, vegna vegaleysis en ekki fjar- lægðar frá þéttbýli. Aðal-ævistarf Brynjúlfs auk bú- skapar var vörubifreiðaakstur með afurðir og rekstrarvörur bændanna i Álftanes- og Hraun- hreppum. Arið 1934, við upphaf mjólkursölu úr fyrrnefndum hreppum, tók Brynjúlfur að sér að læra bifreiðaakstur og annast þessa flutninga, sem voru for- senda fyrir lifvænlegum búskap á þessum árum. Brynjúlfur gekk ótrauður til starfans, þó raunar væru þá engir akfærir vegir utan þjóðvegarins til. Hann annaðist þessa þjónustu fyrir sveitunga sina full 35 ár, til ársins 1970, þegar tankvæðing leysti slika menn af hólmi. Ekki missást um manninn þegar velja þurfti i hið nýja starf, sem vinna varð við hinar erfiðu aðstæður braut- ryðjandans. Brynjúlfur vann þetta mikilvæga samfélagslega starf af mikilli atorku og trausti allt timabiliðuns ný tækni tók við. Brynjúlfur Eiriksson var rót- tækur sósialisti i skoðunum og kom það vel fram i hjálp hans við þá, sem við erfið kjör bjuggu og minna máttu sin i lifinu. Um mannkosti Brynjúlfs er eftirfarandi saga, og mun ekki hafa verið einsdæmi. Á fyrstu starfsárum hans fyrir 1940 var mikil fátækt eins og alkunnugt er, og kynnist hann öðrum betur hög- urri fólks vegna vinnu sinnar fyrir öll heimili sveitarinnar. Það var i siðustu kaupstaðarferð fyrir jól að fátækur bóndi segir Brynjúlfi, að sér hafi verið synjað um úttekt á nauðsynjum þeim, sem hann var að sækja handa heimili sinu. Brynjúlfur gekk þá á fund þess er synjað hafði, og kom svo fram málum vinar sins, að hann gat fært fjölskyldu sinni þann jóla- glaðning sem um var beðið. Það þurfti manndóm og fulla einurð hjá ungum manni á þeim árum til slikrar framgöngu og það gerði gæfumuninn. Brynjúlfur Eiriksson var mjög traustur og ábyggilegur i öllum viðskiptum. Snemma á starfs- árum sinum er hann i Reykjavik, hafði flutt rjóma suður. Fannst honum mjög slæmt að aka tómum bil til baka en hafði ekkert til að kaupa vörur fyrir. Hann veit að forstjóri Mjólkurfélags Reykja- vikur er þá Oddur Jónsson frá Álftanesi á Mýrum og þvi kunnugur vestra. Hann fer á hans fund og gerir grein fyrir sér og sinum högum á þann veg, að bill hans er hlaðinn fóðurvörum. Ennþá kaupa Brúarlandsbændur fóðurvörur hjá Mjólkurféiagi Reykjavikur. Eftirlifandi kona Brynjúlfs er Halldóra Guðbrandsdóttir frá Hrafnkelsstöðum i Hraunhreppi, dóttir sæmdarhjónanna Ólafar Gilsdóttur og Guðbrandar Sigurðssonar. Árangur af farsælu ævistarfi þessara vel gerðu hjóna þekkja allir kunnugir vel. Þau hjón hófu búskap 1936 á Hrafnkelsstöðum i margbýli með foreldrum og systkinum Halldóru til ársins 1955, að þau flytja að ný- býlinu Brúarlandi, sem þau og börn þeirra byggðu frá grunni við þjóðveginn fyrir vestan Álftá. Brúarland er byggt samkv. lög- um um landnám rikisins úr hluta af rikisjörðinni Hrafnkelsstöðum. Brúarland er nú orið stórbýli að ræktun og byggingum og augljós vitnisburður um manndóm og dugnað fjölskyldunnar. Nú búa tveir synir þeirra hjóna á Brúarlandi. Eirikur Agúst rek- ur sauðfjárbúskap og nokkra garðrækt, en Guðbrandur rekur nautgripa- og svinabú. Halldóra hefur svo allstórt hænsnabú og garðrækt. Eru þvi nær allar bú- greinar stundaðar af miklum myndarskap á Brúarlandi. Guð- mundur sonur þeirra hjóna var með i búskapnum þar til á siðasta ári, að hann flutti til Reykjavikur, og öll fjölskyldan, hefur unnið meira og minna að uppbyggingunni á Brúarlandi. Áöur en Brynjúlfur hætti vöru- flutningum kenndi hann þess hjartasjúkdóms, sem svo snögg- lega batt endi á lif hans 12. jan. s.I. þegar hann var að bera til grafar bóndann Guðjón Guð- mundsson frá Svarfhóli. Hann gerðist starfsmaður hjá Ræktunarsambandi Mýramanna árin 1970 til 1973, annaðist um ýmsa fyrirgreiðslu varðandi við-. hald og rekstur vinnuvélanna, sem oft biluðu þegar mest á reyndi við ræktunarstörfin á héraðinu. Hlifði hann sér hvergi við að koma hlutunum i lag svo tafir yrðu sem minnstar á starfi þessara stórvirku véla. Eins vann hann af atorku við byggingu verkstæðishúss Ræktunarsam- bandsins á þessum árum. Siðustu árin vann hann hjá Borgarplasti h.f. hér i Borgarnesi. Ótalin eru fjölmörg félags- málastörf, sem Brynjúlfur vann fyrir sveit sina. Eitt er hlutur þeirra hjóna að byggingu félags- heimilisins Lyngbrekku. Frá þvi var sagt i afmælisgrein um hann fyrir fimm árum og skal ekki endurtekið hér. Brynjúlfur og Halldóra eignuðust átta börn og eiga miklu barnaláni að fagna, sem er mikil og verðskulduð hamingja þeim til handa. Börn þeirra eru þessi i aldursröð: Helga, gift Borge I. Jónssyni, bilstjóra i Reykjavik. ólöf, gift Páli Sigurbergssyni, bónda i Haukatungu. Ragnheiður Hrönn, gift Hauki Arinbjarnar- syni, rafv.meistara i Borgarnesi. Eiéikur Ágúst, bóndi, Brúarlandi. Halldór, framkvæmdastjóri, Borgarnesi, kvæntur Astu Sigurðardóttur. Brynjúlfur, bif- vélavirki og verkstjóri i Reykja- vik. Guðbrandur, búfræði- kandidat, bóndi Brúarlandi, kvæntur Snjólaugu Guðmunds- dóttur, vefnaðarkennara frá Isafirði. Guðmundur Þór, iðn- nemi, kvæntur Ásdisi Baldvins- dóttur frá Eyvindarhólum. Þau búa i Reykjavik. Barnabörnin eru orðin 17 tals- ins. , Það er þvi stór ástvinahópur- inn, sem syrgir góðan eiginmann, föður, tengdaföður og elskulegan afa. En kæru vinir. Við vitum að þiö gleðjist yfir að hafa svo riku- lega ástæðu til að syrgja manninn Brynjúlf Eiriksson. Blessuð sé minning hans. Við hjónin þökkum honum fyrir allt og allt. Við vott- um ykkur innilega samúð. Helga og Sigurður B. Guðbrandsson. Alþýðubandalagið Fáskrúðsfirði: Stjórnin segi af sér Félagsfundur i Alþýðubanda- lagsfélagi Fáskrúðsf ja rðar, sunnudaginn 18. janúar 1976 lýsir yfir cindreginni samstöðu sinni með öllum þeim sem mótmælt hafa i orði og verki yfirgangi breta innan 200 milna fiskveiði- lögsögu Islands. Og lýsir sig jafn- framt andvígan öllum veiði- heimildum til handa erlendum ríkjum innan 200 milnanna. Fundurinn telur að rikisstjórn sú er situr nú að völdum hafi með samningum sinum við v-þjóð- verja og með þvi að halda að sér höndum er bretar fara með of- beldi gegn islendingum, gengið i berhögg við marg yfirlýstan þjóðarvilja og beri tafarlaust að segja af sér. Þá hvetur fundurinn islensku þjóðina að draga lærdóm af reynslu undangenginna vikna, og krefjast þess að bandariskt herlið verði tafarlaust á brott af islenskri grund og islendingar segi sig úr NATO.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.