Þjóðviljinn - 20.01.1976, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 20.01.1976, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 20. janúar 1976. Þ.JÓÐ\ ILJINN — SIDA 13 A fi[°X/\t>G®][p(2) D[°)[?®ftGDÍ? g) D[°)P®13'SÖ[? (§ Síöustu sekúndurnar urðu Val að falli í hörku leik við UMFN sem sigraði með eins stigs mun Birgir Guöbjörnsson KR skorar körfu, þrátt fyrir góöa tilburöi hjá Stefáni Ilallgrimssyni til varnar. (Mynd G. Joh.) KR-ingar byrjuðu vel í nýju húsi sigruðu ÍS með yfirburðum 95:81 Kr-ingar tóku i notkun nýjan heimavöll i körfubolta nú um helgina og byrjuðu vel með sigri yfir 1S, 95 stig gegn 81, eftir að stúdentar höfðu verið yfir 45-43 i háifleik. KR-ingar fóru ekki vel af stað i leiknum, mikið var um feilsend- ingar, öryggið almennt ekki mik- ið. Hittnin var hinsvegar i lagi hjá stúdentum fyrst i stað, þannig að jafnt var á metunum. Gifurleg barátta var allan leik- inn og var mikið dæmt af villum á bæði lið. Svo illa vildi til fyrir KR að Trukkurinn Carter fékk högg á augað og varð hann að yfirgefa völlinn i smátima, en kom aftur tviefldur og átti góðan leik, en á meðan hann var frá sigu stúdent- ar aðeins framúr. f siðari hálfleik tóku KR-ingar leikinn fastari tökum og ætluðu ekki að láta það sama henda sig ogum siðustu helgi er þeir töpuöu fyrirUMFN eftir að viðlika mun- ur hafði verið i hálfleik; þeir sigu framúr og tóku örugga forustu og sigruðu eins og áður sagði, 95-81. Kolbeinn Pálsson er enn i öldu- dal og átti ekki góðan leik, en hinsvegar gekk vel hjá KR þegar ungu bakverðirnir voru inná. Sýndu þeir oft skemmtilegan leik og eiga þeir hrós skilið fyrir frammistöðu sina i leiknum. Hjá tS var það Ingi Stefánsson sem skaraði framúr, en eins og venjulega barðist hann vel og var bæði grimmur i sókn og vörn, en hann ásamt Bjarna Gunnari voru bestu menn i liði stúdenta. Stigin fyrir KR skoruðu: Curtis Trukkur Carter 29, Birgir Guð- björnsson 17, Arni Guðmundsson 12, Bjarni Jóhannsson og Gisli Gislason 8 stig hvor, Gunnar Ingi- mundarson 7, Gunnar Jóakims- son og Kolbeinn Pálsson 6 hvor, og Ásgeir Hallgrimsson 2. Stigin fyrir IS skoruðu: Ingi Stefánsson 28, Bjarni Gunnar 21, Steinn Sveinsson 9, Jón B. Ind- riðason 7, Þorleifur Björnsson 6, Þórður Öskarsson og Guðni Kol- beinsson 4 stig hvor og Stefán Hallgrimsson 2. -G.Jóh. UMFN marði sigur yfir Val i fyrstu dcildinni i körfubolta um hclgina, eftir að Valsmenn höfðu verið yfir allan leikinn. Aðeins eitt stig skildi liðin i sundur þegar dómarinn flautaði, UMFN skor- aði 74 stig, Valur 73. Valsarar byrjuð-leikinn nokkuð vel, spiluðu af öryggi og ákveðni og einnig hjálpaði það mikið að vörn njarðvikinga var fremur lé- leg framan af, og hittnin léleg. Valsarar komust i góða forystu og staðan i hálfleik var 38-29 fyrir ,Val. Siðari hálfleikur hófs* á tækni- viti á Val, vegna nýs leikmanns, en þeir létu slikt ekki á sig fá og juku aðeins forskotið og voru þetta 10 til 12 stig yfir nær allan hálfleikinn. Þegar aðeinsein og hálf minúta var eftir, voru valsarar 7 stigum yfir., en þá brustu taugarnar og þeir gerðu hverja vitleysuna á fætur annarri og hreinlega gáfu njarðvikingum leikinn. Að visu voru fjórir af bestu mönnum Vals farnir út af með 5 villur, en aðeins 2 hjá Njarðvik. Valsarar sýndu einn sinn besta leik til þessa i mótinu, en UMFN átti leik sem var fyrir neðan meðallag og voru það ekki nema siðustu minúturnar sem þeir sýndu eitthvað gott. Stigin hjá Val skoruðu: Torfi Magnússon 27, Rikharður Hrafn- kelsson 14, Þórir Magnússon 10, Lárus Hólm 9, Þröstur Guð- mundsson 7, Þorvaldur Kröjer 3, Helgi Gústafsson 2 og Astráður Eysteinsson 1. Stigin hjá UMFN skoruðu: Kári Marisson 27, Gunnar Þorvarðar- son 20, Jónas Jóhannesson 10, Brynjar Sigmundsson 8, Stefán Bjarkason 4, Sigurður Hafsteins- son 3 og Geir Þorsteinsson 2. Dómarar voru þeir Jón Otti Ölafsson og SigurðurV. Halldórs- son og dæmdu þeir sæmilega og var litið ósamræmi i dómum þeirra. G.Jóh. Lítill glæsibragur yfir sigri Ármanns gegn slöku liði Framara Það var litill meistarabragur yfir liði Ármanns, þegar það vann lið Frani i 1. deildinni i körfu nú um helgina. Armenningar, sem hafa unniðalla sina leiki til þessa i mótinu, voru i vandræðum með framara framan af, en voru þó yfir i hálfleik, 36-26, en sigruðu með 88 stigum gegn 57. í siðari hálfleik tókst þeim að- eins betur, en það var ekki fyrr en á siðustu minútum leiksins sem þeir komust i afgerandi forustu. Að venju var það Jón Sigurðs- son sem bar höfuð og herðar yfir aðra Ieikmenn Ármanns, að Jimmy Rogers undanskildum, en hann átti mjög góðan leik, bæði i sókn og vörn, þar sem fáir leika það eftir sem hann gerir. Fram- arar virðast nú aðeins vera að rétta úr kútnum eftir tvo mjög lé- lega leiki og þeir eiga eflaust eftir að bæta við sig stigum. Ármenn- ingar verða að taka sig saman i andliti, ef þeir ætla að halda upp- teknum hætti og vinna alla sina leiki, en að visu segir orðtakið, að enginn sé betri en andstæðingur- inn leyfir, og kann það að reynast satt. Stigin hjá Ármanni skoruðu: Jimmy Rogers 28, Jón Sig. 16, Atli Arason 12, Jón Björgvinsson 9, Björn Magnússon 8, Birgir örn 6, Haraldur Hauksson 4, Sigurður Ingólfsson 2 og Guðmundur Sig- urðsson 1. Stigin hjá Ifram skoruðu: Þor- valdur Geirsson 18, Ómar Þráins- son 9, Jónas Ketilsson 8, Hörður Ágústsson 7, Héðinn Valdemars son 5, Guðmundur Halisteinsson 4, Hörður Garðarsson, Arngrimur Thorlacius og Eyþór Kristjánsson 2 stig hver. Dómarar voru þeir Þráinn Skúlason og Rikharður Hrafn- kelsson og dæmdu þeir sæmilega. en voru nokkuð taugaóstyrkir. —G.Jóh. Ekkert óvænt í 2. deild Tveir leikir fóru fram i 2. deildarkeppninni i handknattleik um helgina og enduðu báðir sam- kvæmt uppskriftinni. Keflvikingar sigruðu Breiða- blik i Keflavik 15:14 og var þar um mjög tvisýnan leik að ræða. Þegar staðan var 15:14 og innan við ein minúta til leiksloka. mis- tókst vitakast hjá Breiðabliks- mönnum og keflvikingum tókst að halda boltanum og sigra. KR átti ekki i neinum erfiðleik- um með Leikni, sigraði 30:26 i mjög opnum leik eins og marka- talan gefur til kynna. 1R og KA, toppliðin i 2. deild, áttu að leika um helgina en leikn- um varð að fresta þar sem KA- menn komust ekki suður vegna illviðris. I. deild kvenna Staðan eftir leikina uni lielg- ina i 1. deild i körfuknattleik: Valur— UMF.N 73-74 Fram — Árniann 57-88 KR — ÍS Arm a nn IR KIÍ UMFN ÍS Valur Fra m Snæfell 95-81 6 6 0 584:473 12 6 I 5 6 II 6 616:526 533:460 556:546 559:567 562:594 407:485 378:544 Stigahæstu menn: Jimmy Rogers Á 165 Trukkur Carter KR 158 Kristinn Jörundsson ÍR 156 Torfi Magnússon Val 151 Kristján Agústss. Snæf. 143 BjarniGunnar iS 142 Kolbeinn Kristinss. ÍR 130 Jóhannes bjargaði báðum stigunum Marteinn ekki til Dundee Jóhannes Eðvaldsson átti einn sinn besta leik með Celtic um siðustu helgi og er þvi ntikið sagt. Það var ekki nóg með að hann legði upp tvö mörk fyrir lið sitt, hcldur skoraði liann sigurmark Celtic gegn St. Johnstone eftir að St. Johnstone hafði jafnað 3:3. Þá átti Marteinn Geirsson að gefa Dundce ákveöið svar um hvort liann færi til félags- ins. uin siðustu helgi, en hann skrifaði ekki undir samning. Nú er það bara spurning hvort eitthvert stóru félaganna vill kaupa hann,en þvi er spáð að þau muni bjóða lionum samning. Valur á tæpu vaði gegn Ármanns-liöinu Heil umferð fór fram i 1. deildarkeppni kvenna i hand- knattleik um helgina og bar þar fátt til tiðinda annað en það að lslandsmeistarar Vals lentu i kröppum dansi gegn Armanni, sigruðu með eins marks mun 13:12, eftir að staðan i leikhléi hafði verið jöfn 9:9. Armannslið- inu mistókst vitakast undir lokin og Valur tryggði sér sigurinn. Þá sigraði Fram KR með yfir- burðum eða 16:6. FH sigraði ÚBK 12:6 og ÍBK og Vikingur gerðu jafntefli 9:9. Staðan i deildinni er þvi óbreytt, Valur hefur fullt hús stiga eftir 7 leiki en Fram hefur aðeins tapað einum leik. gegn Val á dögunum,og fylgir þvi fast á eft- ir Val.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.