Þjóðviljinn - 21.01.1976, Síða 5

Þjóðviljinn - 21.01.1976, Síða 5
Miðvikudagur 21. janúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Húnvetningar funda Mikill Blönduvirkjun virð- ist nú vera einhver besti kosturinn sem is- lendingar eiga völ á i virkjunarmálum. Á laugardaginn var boð- uðu 70 húnvetnskir á- hugamenn til fundar á Blönduósi og var þar fjölmenni og mikill á- hugi rikjandi. Með Blönduvirkjun verða hins vegar talsverð landspjöll á af- réttarlandi á Auðkúluheiði og Eyvindarstaðaheiði. Þar munu um 60 ferkm fara undir vatn og er stór hluti þess svæðis gróinn. Bændur i þeim 5 hreppum, er eiga afréttinn, þ.e. i Svinavatns- hreppi, Bólstaðarhliðarhreppi og Torfalækjarhreppi i Húna- vatnssjtslu og Seyluhreppi og Lýtingsstaðahreppi i Skaga- firði, eru margir andvigir virkjuninni af þessum ástæðum. Ætlunin er að breyta farvegi Blöndu á um 25 km leið. Fyrir norðan Reftjarnarbungu á Auðkúluheiði verður ánni veitt i farveg um þrjú vötn sem heita Þrfstikla, Eystra-Friðmundar- vatn og Gilsvatn Svo er vatninu steypt 300 m lóðrétt niður. Það er um 10 km fyrir vestan Blöndudal á móts við Guðlaugs- staði. Guðmundur Pálsson bóndi á Guðlaugsstöðum, sem er andvigur virkjuninni, tók til máls á fundinum, Hann óttast að hinn nýi farvegur verði ekki nógu traustur og bændur fái vatn yfir sig i gegnum hálsinn sem liggur á milli. Ennfremur telur hann hættu á eldgosum i áhugi á Blönduvirkjun Hofsjökli og þá gætu ár orðið svo miklar að þær sprengdu af sér allar stiflur. Þeim bændum, sem verða fyrir tjóni af völdum land- spjalla.hafa verið boðnar bætur i þvi formi að ræktað verði upp land, sem jafngott verði til beitar og ennfremur ókeypis rafmagn um aldur og ævi á hvern bæ sem um ræðir. Eins og sagði i upphafi eru húnvetningar þó almennt fylgjandi Blönduvirkjun. Hins vegar finnst mörgum skag- firðingum að Jökulsá komi heldur til greina vegna þess að hún er minni og viðráðanlegri i 1. áfanga eða 32 mw á móti 132 mw i Blöndu. Bæjarstjórn Sauðárkróks sendi þó samþykkt á fundinn og lýsti yfir stuðningi við Blönduvirkjun. Ragnar Arnalds alþm var á fundinum og benti á að ef orkan úr Blönduvirkjun yrði nýtt i þágu landsmanna allra, sem möguleiki væri á með væntan- legri byggðalinu, þá þyrfti alls ekki að bendla hana við erlenda stóriðju. Yfirleitt kom fram sterk andúð á stóriðjuáformum og i ályktun fundarins er lögð höfuðáhersla á að rafmagnið verði notað til alhliða iðnaðar- uppbyggingar á smærri og stærri stöðum og einungis farið út i orkufrekan iðnað af viðráðanlegri stærð. 1 ályktuninni er lika lögð áhersla á það að ekki megi byggja næstu virkjun lands- manna á stað þar sem mikil hætta er á eldsumbrotum og jarðhræringum. A fundinum var á 3 ja hundrað manns og komu aðeins fram 6 móta'tkvæði gegn ályktun fundarins. —GFr Minningarorð Ingi M. Magnússon F. 11. marz 1929 — D. 6. jan. 1976 Þegar maður á besta aldri hnigur að velli i einni svipleiftran fyrir sigð dauðans, verður manni alltaf hverft við. Spurningar og minningar flykkjast að manni hver við aðra og ryðjast fram. Við þvilik skilyrði er vandaverk að taka saman minningarorð, en ekki væri hæfa að vikjast þar undan. Móðir Inga var Ingibjörg Páls- dóttir bónda i Berufirði, siðast á Litlu-Grund á Reykhólum, Gisla- sonar, og fyrri konu Páls, önnu Jönsdóttur systur Kristmundar pósts. Faðir hans var Magnús Sig- urðsson bónda á Múlakoti (Múla) i Þorskafirði, Sigurðssonar. Ingi var elstur átta systkina, en sjö náðu fullorðinsaldri. Magnús heitinn var iturvaxinn, kappsam- urogvel iþróttum búinn. Ilann dó úr bráðatæringu frá börnunum i ómegð. Friðbjörn Guðjónsson frá Múla i Gilsfirði, gekk þeim i föð- urstað og bjó með Ingibjörgu i Hólum i Reykhólasveituns börnin urðu fulltiða. Ingibjörg lést fyrir þremur árum. Hún var kona vel metin og virt mest af þeim sem þekktu hana best. Ingi var maður gjörfilegur, mikill að vallarsýn og bar sig vel. Hann var ljós yfirlitum, hærður vel og liðað hárið, svipmikill og sviphreinn, glaður i bragði og skært og bjart blikið i augunum og leit einarður á sérhvern við- mælanda. Ræðinn og fjölhæfur i samræðum og létt um kviðlinga eins og hann átti ættir til. Við Ingi vorum alóskyldir og ó- venslaðir eftir þvi sem algengast er talið. Samt varð hann mér ná- komnari en flestir aðrir og verður nú greint frá hvernig forsjónin valdi að hafa mig fyrir verkfæri við að skapa honum örlög. Mamma leit svo á, að á heimili i sveit ættu að vera börn. Þegar hennar börn voru uppkomin, fal- aðist hún eftir fósturbarni. Fyrir vali tiiviljunarinnar varð telpa, þá þvi sem næst vegalaus, Bára Eyfjörð Sigurbjartsdóttir. Þetta var 1937. Telpan kom, lifsreynd um aidur fram af sjö vetra barni að vera, djörf og einörð en þó svo einlæg, að fyrr en varði varð hún samgróin heimilinu, og með réttu mátti segja, að við misstum bæði sömu móðurina, þegar mamma dó á öðru ári Báru hérna. Eitt sumar var hún fósturdóttir min, en þá kom upp ný taflstaða. Hafði núskipast til góðs hags fyrir móð- ur Báru og nú sannaðist að rikari er eign en umboð og aftur skildu leiðir. Við Bára skrifuðumst á og viss- um alltaf hvað hinu leið. Vorið 1948 var ung stúlka farin að heim- an frá Dalvik og fannst sem væri hún stödd á flæðiskeri i Reykja- vik. Ég var kvaddur i sima og Bára spurði hvort hún mætti koma i kaupavinnu að Miðjanesi. Og þó það nú væri og það er nú annaðhvort og vertu velkomin, sagði ég til svara. Þau Ingi frá Hólum urðu sam- ferða vestur með áætlunarbiln- um. Það var ást við fyrstu sýn og samferða urðu þau uppfrá þvi meðan bæði lifðu. Ingi lærði máláraiðn og stund- aði hana i Reykjavik. Þau hjónin Bára og Ingi eignuðust eina dótt- ur, Ingibjörgu, húsmóður i Byggðarhomi i Flóa, og á fjóra syni. Elsti sonur þeirra, Baldvin, dó uppkominn af slysförum.ómar og Magnús eru kvæntir og hafa stofnað heimili i Reykjavik, en Sævar er í foreldrahúsum og enn i æsku. Þau Bára og Ingi ætla ég að hafa verið saml.ent hjón i betra lagi, mátu vel kosti hvors annars og umbáru með ágætum þá smá- galla sem einstoku sinnum þótt- ust lika eiga tilverurétt. Heimili þeirra var þeim kostum búið, að þangað (undu þeir sig eiga hugg- unogstyrk að sækja, sem i raunir höfðu ratað. Ég leit svo til að hvorugt lægi á liði sinu og það þekkti ég raunartil minnar stúlku frá öndverðu. Ein var sú hamingja þeirra, að vinátta treystist við tengdafólk á báða bóga og allra helst milli þeirra tengdamæðgnanna og ber slikt öllum hlutaðeigendúm hið besta vitni. Þar sem hét Sandfell i Blesu- gróf, voru þau fyrst undir eigin þaki. Seinna i Múlakampi, sem þá var kallað. Svo byggðu þau i Hraunbæ 96 i Arbæjarhverfi, með sannindum fallegt heimili. Leikar fóru svo, að fngi þoldi ekki að stunda málaraiðnina lengur, vegna bakveiki. Vann um skeið við fiskirannsóknir, en siðan við málningarverslun. Reyndist hann góðum kostum búinn til verslunarstarfa, lipurð sam- viskusemi, mannþekkingu- og al- mennri þekkingu i þvi sem snerti hans gamla fag. Heilsuleysi þeirra beggja og eyður i atvinnu vegna veikinda ollu þvi, að þau gripu til þess fjár- hagsúrræöis að flvtja að Skriðu- landi i Saurbæ i Dalasýslu 1967 og unnu þar við kaupfélagsversiun- ina. Eftir að þau fluttu suður aftur að nokkrum árum liðnum. keypti Ingi Freyjubúðina við Skóla- vörðuholtið i Reykjavik. Ingi varð aldrei bóndi, en það held ég að ættlægir eðliskostir bóndans i fari hans hafi notið sin vel meðan heilsan leyfði honum grið þar. alltof stutt. Góð yfirsyn. árvekni og fyrirhyggja. æðruleysi sam- fara vissri djörfung. sem og sú tornumda listin að umgangast allskonar manngerðir með æski- legasta árangri. Starfið gaf lika fjölskvldunni færi á að allir legðust á eitt, sem ekki veitti af þegar heilsu hjón- anna beggja fór hnignandi. Snemma á siðasta vetri var æv- innar frestur i eindaga fallinn. Ingi fór til læknisaðgerðar i Lundúnaborg. Skipt var um æðar að hjartanu, en ekki komist yfir að gera allt sem þurfti. 1 deigl- unni skýrist málmurinn. Ekki varð merkt á neinu að hann stæði andspænis dauðanum. Hann var likast og óviðkomandi áhorfandi. reyndar ögn áhugasamur. Hann virtist alls ekki eiga til æðrur eða vil. Hitt leyndi sér ekki. að þessi för var honum lærdómsrik náms- för og renndi ég ekki grun i að hann byggi yfir svo fjölhæfum gáfum. sem reynd varð á. Þarna aflaði hann sér ótrúlega mikillar þekkingar um fjarlægar þjóðir. sérstaklega araba. Málarasveinn ogsmákaupmaður af tslandi varð gagnkunnugur arabiskum há- skólamönnum og forystumönnum og lærði kynstur um trú. siði. þjóðir og þjóðlönd arabaheimsins og einnig fleiri framandi og fjar- lægar þjóðir. Sjaldan hefir nokkur maður kornið mér svo á óvart. en nú er bara eftir minningin um af- bragðsmann. sem féll I valinn löngu fvrir aldur fram. Einu sinni var prestur i Flatey. sem skildi eítir i prestþjónustu vitnisburð um bónda i Látrum. sem lést 84 ára gamall. Yitnis- burðurinnsá arna er fimm orð. og hann er það eina sem við afkom- endurnir eigum til minningar um hann á þá visu. Siðan Ingi dó hefir mér margoft flogið i hug, að þessi vitnisburður eigi lika við hann: Atgerfismaður til likama og sál- ar. Jálvarður á Miðjanesi

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.