Þjóðviljinn - 21.01.1976, Side 12

Þjóðviljinn - 21.01.1976, Side 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJXNN Miövikudagur 21. janúar 1976. Stórleikur í 1. deild í kvöld: FH — Valur í kvöld fer fram einn þýðingarmesti leikur 1. deildarkeppninnari handknattleik til þessa, þegar FH og Valur mætast i Hafnarfirði. Takist Val að vinna þennan leik, stendur liðið orðið mjög vel að vigi, með 15 stig og á eftir að leika gegn þremur neðstu liðunum, auk Víkings og hefur þá 3ja stiga forskot á næsta lið. Ef FH vinnur hinsvegar, þá jafnast deildin svo að langt er siðan hún hefur þá verið eins jöfn og nú. Þá væri Valur með 13 stig, FH og Haukar með 12 stig, Fram, Vikingur og Þróttur með 10 stig og gætu þá öll unnið deildina. Á þessu sést að hér er ekki um neinn smáleik að ræða. Annar leikur fer einnig fram i kvöld, en þá leika Grótta og Vikingur. Vinni Grótta, hefur liðið stigið stórt skref i áttina að þvi að bjarga sér frá falli, en segja má að liðið sé endanlega fallið ef það tapar. Víkingur verður að vinna leikinn ef liðið ætlar sér að vera með í toppbaráttunni áfram, tap hjá Vikingi sendir það endanlega útúr toppbaráttunni. VIVI 1VI Staðan i 2. deild karla i Islandsmótinu I handknattleik er þessi: ÍR ...9 81 0 230:139 17 KA ...7601 148:127 12 KR ...9603 222:184 12 Leiknir . ...9 3 1 5 183:211 7 Keflavik ...8314 140:162 7 Þór ...7 205 147:179 4 Fylkir .. ...8 206 115:148 4 Staöan í Breiðablik . .9 1 1 7 134:199 3 sagði Jón Karlsson sem kemur aftur inní Vals-liöiö gegn FH í kvöld — Ég held að það sé best að segja sem minnst um leikinn i kvöld. auðvitað ætlum við að vinna. en leikurinn gegn Haukum sl. sunnudag sýnir okkur að það verður enginn ó- barinn biskup og að það þarf að hafa fy rir þvi að vinna mót, sagði Jón Karlsson, landsliðs- maður úr Val, en hann var fjarri góðu gamni sl. sunnu- dag þegar félagar hans töpuðu óvænt fyrir Haukum. — Þetta er svo sem ekkert nýtt fyrir okkur Valsmenn að vera með unnið mót f höndun- um en glopra þvi svo niður, við þessir eldri i liðinu könnumst vel við slíkt, þess vegna hélt ég að liðið myndi ekki brenna sig á þvi einu sinni enn að van- meta andstæðinginn, en mér skilst að það hafi gerst á sunnudaginn. — FH er alltaf FH og við er- um minnugir tapsins gegn sagöi Viðar Símonarson — Jú, auðvitað verður þetta erfitt eins og allir aðrir leikir sem eftir eru i mótinu, sagði Viðar Simonarson um leikinn gegn Valsmönnum i kvöld. — Spennan i mótinu er orðin nógu mikii til þess að hver ein- asti leikur verður að takast af fullkominni alvöru. Við I FH höfum tapaö dýrmætum stig- um i fyrri umferöinni fyrir eintóman klaufaskap eins og t.d. þegar við töpuðum fyrir Ármanni i fyrri umfcrðinni með eins marks mun. Slikt má ekki gerast oftar i vetur og um það erum við allir sammála. En við þurfum að vinna þennan leik á morgun ef við ætlum að vera áfram með i toppbaráttunni. Við ætlum okkur að vera með I þessari spennu sem komin er upp og kemur trúlega til með að hald- ast þar til í siðustu umferð mótsins. Við verðum með okk- ar besta lið nema hvað Krist- ján Stefánsson er meiddur og Jón Gestur sömuleiðis, en hann kom inná i siðasta leik fyrir Kristján. 1 hans stað kemur á móti Val örn • Sigurðsson, en að öðru leýti er liðið það sama og á móti Vlk- ingi. — Nei, ég vil engu spá, er ekki nokkur spámaður ef dæma má af getspekinni til þessa. —gsp Dregið í happ' drætti KKÍ Dregið hefur verið i feröa- happdrætti Körfuknattleiks- sambands tslands og komu þessi númer upp: 13521 — 14779— 9948 — 12001 — 4868 — 439 — Vinninga má vitja á skrifstofu KKt I Laugardal. (Birt án ábyrgðar). Vetrarmót FRÍ Frjálsiþróttasamband tslands mun i vetur gangast fyrir eftirtöldum mótum: 25. janúar: Meistaramót tslands (stökk án atrennu). Fer fram að Laugarvatni. 1. febrúar: Sveina, meyja, telpna, og piltamót innanhúss. Fer fram i Hafnarfirði. 15. febrúar: Drengir og stúlkur innanhúss. 21. mars: Viðavangshlaup Islands 6-7. mars: Meistaramót Islands innanhúss, karlar og konur. Rétt er að benda á að þessar dagsetningar geta breyst. um þessar mundir listskautaparið Rodnina-Zaiitsev er talið öruggt um gullverðlaun á OL Hér fer á eftir kynning APN fréttastofunnar á list- skautaparinu Irena Rodnina og Alexander Zaitsev sem flestir telja öruggt um sigur á komandi Vetrarolympíuleik- um I Innsbruch, enda hafa þau verið ósigrandi i langan tima. Irina Rodnina hefur unnið fjölda titla. Hún er sexfaldur sovétmeistari og handhafi sjö Evrópu- og heimsmeistara- titila. Vann hún fyrstu verð- Framhald á 14. siðu Þetta skautapar er talið öruggt með sigur i listskautahlaupi á vetrarleikunum. Mikiöhefur verið skrifaö undanfarið um þetta rússneska par og þá ekki sist hin magnþrungnu ástarævintýri Irenu Rodninu, sem hér sést meö núverandi eiginmanni sinum og skautafélaga, Alexander Zaitzev. þeim i fyrri umferðinni, auk þess sem ég held að tapið gegn Haukum hafi vakið menn til umhugsunar. Ég á þvi von á þvi að það verði barist til þrautar I kvöld. En að spá nokkru, það vil ég ekki, fæst orð bera minnsta ábyrgð, sagði Jón að lokum. —S.dór. Þau eru ósigrandi Fæst orð bera minnsta ábyrgð Þessi leikur þarf að vinnast

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.