Þjóðviljinn - 01.02.1976, Síða 9

Þjóðviljinn - 01.02.1976, Síða 9
Sunnudagur 1. febrúar 1976. ÞJÓÐVILAINN — SÍÐA 9 Stálframleiðsla og annar þungaiðnaður halda enn forskoti sinu — en annars er vigorð dagsins virkni og hagræðing. 14—17% hærri en nú. Auka skal framleiðslu á dráttarvélum og á- burði um 60% og reynt að koma kornbirgðum upp i 30 milj. smál. Samt er fjárfesting i landbún- aði áætluð allmiklu minni en i siðustu áætlun (40 miljarðir rúblna, áður 49) en þá er til þess visað (grein eftir N. Hitajlenko), að fyrri fjárfesting i landbúnaði sé ekki farin að skila sér af fullum krafti. Allavega verða afköst i landbúnaði á hvern starfsmann að aukast um þriðjung ef að áætl- unin á að standast. Virkni En næst landbúnaði er mest áhersla i áætluninni og skrifum um hana lögð á aukna virkni efnahagskerfisins i heild: betri nýtingu hráefna og orku, styttri byggingartima mannvirkja (mikið er talað um að alltof mikið sé i gangi af hálfköruðum mann- virkjum), bætta stjórnun o.s.frv. Einnig er krafist „verulegs niðurskurðar'’ á handafli, á hluta þess i framleiðslunni — og endur- speglar þetta áhyggjur af þvi, að fæðingum fækkar i landinu og vinnandi fólki fjölgar litið eftir þvi. Ætlast er til að verkafólk auki afköst sin um 30—34% og er það svipað og i siðustu áætlun. En það er að þvi leyti erfiðara verk- efni, að fjárfestingaraukning verður minni nú en i sl. áætlun og þvi allmiklu meira undir verka- fólki sjálfu og skipulagningu vinnunar komið en áður. Vestrænir fréttaskýrendur telja það veikleika i áætlunarsmiðinni, að þrátt fyrir gagnrýni á slæma stjórnendur og á framleiðslugæð- in, sé þar fáar nýjar hugmyndir að finna uin það hvernig bæta skuli úr. Rætt er með nokkuð al- mennu orðalagi um að heildsölu- verðskuli ákveðið af meira raun- sæi til að stjórnendur iðnfyrir- tækja viti betur hvar þeir standa að þvi er varðar framleiðslu- kostnað, sem og um áframhald- andi þróun efnahagslegrar sjálf- stjórnunar, en ekki er boðið upp á meiriháttar frumkvæði i þessum efnum. Þess skal getið, að þeir sem harðastir eru i gagnrýni á so- véskan áætlunarbúskap halda þvi fram, að skýrslugerð og útreikn- ingakerfi séu svo gölluð, að eng- inn geti i raun vitað með vissu hvað er framleitt i landinu og með hvaða tilkostnaði, en ekki er unnt að fara nánar út i þá sálma hér. Tækni og orka Áætlunin endurspeglar viðleitni til að leggja mikla áherslu á nýja tækni. Iðnaðarframleiðslan i heild á að aukast um 35—39%, en mest aukning verður i fram- leiðslu á tölvuútbúnaði (80%) og sjálfvirkum útbúnaði (60—70%). Á báðum þessum sviðum hefur það verið knýjandi nauðsyn fyrir Sovétrikin að vinna upp það for- skot sem þróuðustu iðnaðarveldi vesturlanda hafa náð. Mikill hlutur er ætlaður orku- framleiðslunni. Oliuframleiðslan á að fara upp i 620—640 miljónir smáleSta 1980 og er það talið raunsæ aukning (27% frá þvi sem nú er), einkum ef tekið er tillit til þess hve vinnsla er erfið á hinum nýju oliusvæðum á freðmýrum Sibiriu. Meiri aukning verður á framleiðslu jarðgass — takmark- iðer 400—430 miljarðir rúmmetra 1980, en það er 42% aukning frá þvi sem nú er. Það er þessi tala sem mun gera Sovétrikin að meiriháttar orkuútflytjanda áður en áratugurinn er liðinn. Gert er ráð fyrir þvi að utan- rikisverslunin aukist um 30—35%. En Financial Times segir um þetta atriði, að reynsla siðustu áætlunar kenni, að liklega verði aukningin á viðskiptum, ekki sist við vesturlönd, allmiklu meiri, ekki sist vegna þarfa framsæk- inna framleiðslugreina fyrir nýj- asta tæknibúnað. t þessu sam- bandi er og bent á fyrirheit um aukið sjálfstæði einstakra ráðu- neyta og stofnana i utanrikisvið- skiptum. Amen eftir efninu Niðurstaða sovéskra greina um áætlunina er i stuttu máli eitthvað á þessa leið: áætlunin ,,mun efla verulega efnahagsmátt Sovét- rikjanna og hafa i för með sér nýjar lifskjarabætur”. Niður- staða þeirrar bresku greinar sem hér var höfð til samanburðar er á þessa leið: „Þegar á heildina er litið bendir ekkert til þess, að ti- unda fimm ára áætlunin verði ó- merkileg né heldur að hún hafi endurnýjun i för með sér. Enda hefðu menn varla ráð á því — með tilliti til þeirra erfiðleika sem hún erfir frá niundi áætluninni. Og bjartsýnustu markmið hennar eru sem fyrr háð óútreiknanleg- um þáttum eins og veðurfari, sem sovéskir landbúnaðarsérfræðing- ar óttast að hafi breyst til hins verra til langs tima. En ef heppni er með er hægt að fara fram úr settu marki og á sumum sviðum allverulega, og það myndi koma orðstir stjórnarinnar til góða”. Arni Bergniann tók sainan. „Eldur ræður og tilheyrir jörðu. Hefur þvi margt og mikið verið um hann sagt. Að fomu voru þeir sagðir bræður: Logi (eldur), Kári (vindur), Hlýrnir (himinn) og Hlér (sjór). Þessir bræður hafa löngum þótt æsa hver annan. Kári ýfir tiðum Hlé, og eldur og sjór eru skæðustu óvinir, og reyna, er þeir koma saman, að kæfa og eyða hvor öðrum. Eldurinn er hið eyðandi, breytandi afl og hefur þótt þjóna bæði góðu verunni og hinni illu. Hann býr bæði I jörðinni og fyrir utan hana og lýsir sér bæði með lifgandi ljósi og deyðandi hita.” Þannig ræðir Sigfús Sigfússon um eldinn, og bætir siðan við: „Eldurinn þótti fyrrum segja fyrir dulda hluti. Ef hann logaði glatt, vissi það á léttviðri; en ef hann var daufur og þungbúinn, var þungviðri i lofti. Þessi kredda er eðlileg. — Ef mjög snarkar i honum eða eldibrönd- um, veit hann óhreint nærri og er æstur af áhrifum frá þvi óhreina og vill jafnvel fæla það brott með snarki og gneista- flugi. Þegar reykurinn, sem er andgufa eldsins, strókar sig beint upp i loftið úr reykháfum, veit það á gott og léttviðri, en hitt veit á þungviðri, er hann bælist niður. Ef eldur dó á heimili og varð eigi kveiktur aftur, þótti sýnt að þá væri ann- að eða bæði húsbændanna feig. Margt þótti Gamli-Rauður vita i sig, en svo hefur hann verið nefndur i gamni stundum. — Fyrrum höfðu menn þann sið að horfa fasti eld, meðan hann log- aði sem bjartast, og þóttust geta séð i honum forlög sin fyrir- fram; enda segja sumir enn, að mörgum kynlegum myndum bregði fyrir i honum, ef vel sé aðgætt.” Saltvikurtýra En þjóðtrúin ber það með sér að eldurinn á það til að bregða vana sinum um náttúrlegt eðli, ef kunnáttusamlega er að farið. Á marga lund kunnu galdra- menn að hagnýta sér mannsistru, ef til vill fyrst og fremst til lásagaldurs og brýnugaldurs; en Jón Árnason kann frá þvi að greina að mannsistra þótti einnig fyrir- taks ljósmeti. Hann segir: „Til fleira er mannsistra góð ogfita af dauðum mönnum en til lásagaldurs og brýnugaldurs þvi hvort tveggja hefur reynst einkar vel til ljósa og sýnir það bæði Saltvikurtýran og Sólheimatýran. Kona nokkur i Saltvik i Þingeyjarsýslu kvart- aði yfir þvi að sig skorti ljósmat. Var henni þá ráðlagt að hún skyldi taka hauskúpu af manni og hafa fyrir kolu og láta i hana mannsistru og brennistein. Konan lét sér þetta að kenningu verða og entist svo vel ljós á þessum ljósmat að ekki varð slökkt á kolunni, og segja sumir að það ljós lifi enn, en svo er það dauft að til þess er jafnað og kölluð „Saltvikurtýra” það ljós sem illa logar.” Sigfús Sigfússon telur Salt- vikurtýru ættaða frá álfum. Maður nokkur faldi sig bak við þiljur i Saltvik á jólanótt og varð þá vitni að álfadansi i' baðstof- unni. Álfapiltur nokkur lýsti upp húsið með fjölda kerta. En i dögun sparn maðurinn fram Eldur er bestur...Mvnd eftir Krasauskas þiljunum og æpti: „Dagur, dagur!” „Þá snaraðist pilturinn til að slökkva ljósin, en týran á bitanum slokknaði eigi, hvernig sem hann blés. Reiddist hann þá og sagði: „Drepstu aldrei!” Það urðu áhrinsorði, þvi að hún logaði þar siðan, Iitil og bláleit, i marga mannsaldra.” Og Sigfús bætir við: „Halda menn hana slokknaða nú.” Sólheimatýra Saltvikurtýran var raunar ekki einstök i sinni röð. Jón Árnason segir: ,,Svo bar til að konur tvær áttu að vaka yfir liki um nótt i Sólheimakirkju i Mýrdal. Þegar leið fram á nótt- ina þraut þær ljósið. Þótti þeim það allillt og óskemmtilegt að vaka yfir dauðum manni i myrkrinu. Tók þá önnur þeirra það til bragðs að hún skar með hnif eitt rifið úr siðunni á likinu með holdi og öllu sem á þvi tolldi, en maðurinn hafði verið ákaflega feitur. Siðan kveikti hún á öðrum enda rifsins, en festi það niður á kór- bitann. Þetta ljós entist þeim ekki aðeins alla nóttina, heldur lifði það allt til þess að loksins tókst að slökkva það með sjö bræðra blóði. En svo bar ljós þetta litla birtu að til þess var jafnað eins og Saltvikurtýrunn- ar, og er enn nefnd Sólheima- týra það ljós sem aðeins hjarir, en deyr þó ekki út.” Einn skrásetjenda Jóns Árna- sonar leiðréttir siðar þessa sögu: „Hún var ekki i kirkjunni. heldur i skálanum, og til sönn- unar að svo hafi verið er það að þegar þeir bræður Sveinn dannebrogsmaður Alexanders- son og Eyjólfur bróðir hans fluttust að Sólheimum frá Skál á Siðunni sem þá var kirkjustað- ur, i hinum mikla Skaftárdals- eldi sem var svo nefndur. árin 1783—4, þá var skáli mikill á Sólheimum, jafnvel frá fornöld, og á einum bitanum i skála þessum þóttust þeir bræður sjá augljós merki þess er munn- mælin segja, að reynt hafi verið að höggva fyrrnefnda Sólheimatýru úr bitanum. og hefði bitinn verið höggvinn nær þvi til miðs.” Fleiri sögum bregður fyrir af þessum kvnjatýrum. og þær eiga systur i sögunni af galdra- mönnum i Vestmannaeyjum. Segir þar að i jarðhúsi einu dimmu og ogurlegu var ein ljós- týra dauf og logaði hún á mannsistru i hauskúpu. og lá þar hjá karl nokkur iskvggileg- ur i fleti sinu. Atvik i þeirri sögu vitna um að sá náungi hefur kunnað fleira en að kveikja merkileg ljós. (Þjóðsagnasöfn Jóns Árnasonar og Sigfúsar Sigfússonar.) ÞORSTEINN FRÁ HAMRI TÓK SAMAN KYNJAR um eldinn

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.