Þjóðviljinn - 17.02.1976, Síða 1

Þjóðviljinn - 17.02.1976, Síða 1
UOÐVIUINN Þriðjudagur 17. febrúar 19.'6 —41. árg.'39, tbi. VIÐTAL VIÐ HÚSKULD SKIPHERRA Á 9. SÍÐU BLAÐSINS Allshfírjnrvprkfall skall á á miðnœtti í nótt: Ríkisstj órnin ber sökina Samninganefndarmenn á Loftleiðahóteli talið frá vinstri: Björn Þórhallsson, Einar ögmundsson, jGuöjón Jónsson, Bóas Hallgrimsson, Guðmundur J. Guðmundsson og Magnús Geirsson. (Ljósmynd: Ari) Björn Jónsson, forseti ASl: Með samstöðu nœst árangur Eitt við- tœkasta verkfall sem hér hefurorðið Enn einu sinni hafa íslenskir launamenn orðið að gripa til verkfalls- vopnsins. Allsherjarverk- fallið, sem hófst á mið- nætti sl. er eitt viðtækasta verkfall sem efnt hefur verið til hér á landi. Verk- fallið nær til níu af hverj- um tíu félagsmönnum í Al- þýðusambandi islands, en það þýðir að um 35,000 manns eru í verkfalli. Þetta verkfall er gert til þess að knýja fram kjarabætur til handa verkafólki i landinu eftir lang- vinna kjararánsherferð auðstétt- anna og rikisstjórnarinnar. Nú er langlundargeð launamanna á þrotum og nú sést um allt Island svo vel að jafnvel rikisstjórnin ætti að skilja það að forsenda og undirstaða alls efnahagslifs i landinu er vinnuafl fólksins. Samingaþófið sem staðið hefur i nokkra mánuði hefur engan árangur haft i för með sér til þessa.Sáttanefnd hefur boriö fram tilögu en hún er þannig að hún felur i rauninni i sér kauplækkun. t öndverðum samningaviðræðun- um lagði Alþýðusamband tslands fram ákveðnar kröfur um að- gerðir i efnahagsmálum; þessum kröfum hefur rikisstj. hafnað lið fyrir lið ýmist beint eða óbeint með þeim aðgerðum sem hún lét samþykkja á alþingi siðustu dag- ana fyrir jól en þær fela i sér mil- jarðaálögur á launamenn i land- inu. Þannig hefur rikisstjórnin i fyrsta lagi hunsað kröfur verka- lýðssamtakanna og hún hefur i öðru lagi ekkert gert til þess að leysa deiluna nú á siðustu dögum, enda hefur aðalmálgagn rikis- Framhald á 14. siðu „Við eigum ekki um neitt annað velja til þess að reyna að ná fram rétti umbjóðenda okkar en fara i verkfall. Bregðist ekki þær vonir, sem bundnar eru við samstöðu i verkfallinu munum við á árangri," sagði Björn Jónsson, forseti ASi þegar blaðamaður hitti hann að máli á samninga- fundi í gær. „Við höfum ekki fengið boð um atriði, sem neinu verulegu máli skipta, hvorki frá atvinnu- rekendum né ríkisstjórn. Þegar Alþýðusambandið skýrði rikisstjórninni frá hinum svokölluðu 14 punktum, fengum við þær móttökur hjá henni, að við yrðum að ná samstöðu meö vinnuveitendum um þessa punkta til þess að rikisstjórnin gæti beitt sér fyrir framkvæmd þeirra. ASt og VI hafa náð samkomulagi um 15 atriði. En það hefur komið á daginn, að það hefur ekki skipt neinu máii; rikisstjórnin hefur ekki sýnt sig i að vera jákvæð gagnvart neinu þeirra.” — Hafið þið ekkert fengið i hendur frá vinnuveitendum? „Nei. Þeir hafa heldur ekki játað sáttatilboði þvi sern frarn korn á dögunurn, og þó svo þeir játtu þvi nú, gæti það ekki leyst þessa deilu.” — Hefur samninganefnd ASI svarað sáttatilboðinu? „Við svöruðurn þvi sarndæg- urs og hvernig það þyrfti að breytast til þess að það gæti orð- ið grundvöllur að lausn fyrir okkur.” — Er mikið um undanþágu- beiðnir? „Nei. Nefndinni hefur borist bréf frá Sildarverksmiðjum rikisins vegna loðnubræðslu svo og frá sjúkrahúsum. Viö mælum ekki með neinni undanþágu varðandi fiskvinnslu, en reyn- um að sjálfsögðu að sjá til þess, að lifi og heilsu manna stafi ekki hætta af verkfallinu.” — Hvaða likur eru á frestun verkfallsins? „Frestun hefur ekki verið á dagskrá. Hún kemur yfirleitt ekki til álita nema þegar eitt- hvað örlitið er eftir að gera til þess að endar nái saman. Það stendur ekki þannig á nú, þar sem stærstu atriði samninganna eru enn eftir. Eftir að verkfall skellur á veröur þvi ekki afiétt fyrr en endanlegur samningur liggur fyrir.” — Hvað hefur gerst i samn- ingamálum i dag? (Spurt um kl. 5) „Ekkert.Það sem gerst hefur til þessa er, að undirritaður hef- ur verið samningur um kaup- tryggingarmál fólks i fisk- vinnslu. Nokkur smáatriði eru frágengin efnislega. Þá má og geta þess, að nokkuð hefur mið- að i viðræðum um lifeyrissjóða- mál til þessa, en i dag hafa at- Framhald á 14. siðu Bifreiða- umboð í skatt- rannsókn Þjóðviljinn hefur áreiðanlegar heimildir fyrir þvi, að bókhald þriggja bifreiðaumboða, sem öll eru nokkuð stór i sniðum, sé i rannsókn hjá skattrannsóknar- stjóra. Fulltrúi i skattrann- sóknardeild, sem Þjóðviijinn hafði samband við i gær, viidi •hvorki játa né neita að þetta væri rétt-, sagði hann að embættið gæfi ekki upp við fjöliniðla hvaða fyrirtæki eða einstaklingar væru undir smásjánni hjá deildinni. Þjóðviljinn hcfur einnig sann- frétt, að hjá öilum þessum bif- reiðaumboðum sé um að ræða söluskattssvik. Að svo komnu máli munuin við ekki birta nöfn þcssara fyrirtækja, nema skatt- rannsóknarstjóri gefi þau upp, en i liann náðist ekki i gær. —S.dór Einn fund- ur hjá flug- freyjum „Fyrsti fundur okkar og at- vinnurekenda með sáttasemj- ara var i morgun,” sagði Erla liartiemark, form. Flug- freyjufél. er við hittum hana að máli i gær. Flugfreyjur hafa ekki boðað verkfall enn sem komið er, en samningar þeirra voru lausir frá og með 1. febrúar. Fyrir þennan fyrsta fund hjá sáttasemjara höfðu flug- freyjurnar átt einn fund með forráðamönnum flugfélag- anna. Ekkert hefur enn gerst i málum freyjanna annað en það, að aðilar hafa kynnt sin sjónarmið hvor fyrir öðrum. —úþ Nær til yfir 90% félaga ASÍ Engar ákvarðanir um undanþágur í verkfallinu teknar í gærdag Að sögn ólafs Hannibaissonar, skrifstofustjóra ASÍ mun verk- fallið, sem skall á á miðnætti sl. ná tii yfir 90% félaga í Alþýðu- sambandi islands þegar i dag, en aukast verulega næstu daga, þar scm nokkur verkalýðsfélög munu ekki fara i verkfall fyrr en 20. til 25. febrúar nk. m.a. flest verka- lýösfélögin á Austfjörðum. Nokkur litil félög á Reykjavik- ursvæðinu hafa enn ekki boðað verkfall, má þar nefna starfsfólk á veitingastöðum, kvikmynda- sýningamenn, bókageröarfélögin hafa ekki enn boðaö verkfall, fiugvirkjar, sem eru með annan samningatima, en að öðru leyti má verkfallið heita algert á stór- Reykjavikursvæðinu. Úti á landi eru nokkur litil félög sem ekki hafa boðað verkfall, að sögn ólafs, og nefndi hann sem dæmi verkalýðsfélagið á Suður- eyri, Hólmavik, Drangsnesi, Hvöt á Hvammstanga, Kópaskeri, Bakkafirði, Fijótsdalshéraði, Búðardal, Raufarhöfn, Breið- dalsvik og á Þórshöfn og Borgar- firði eystra, en þar er svo mikið atvinnuleysi að það þjónar engum tilgangi að boða verkfall. Auk þess munu svo nokkur minnstu verslunarmannafélögin úti á landi ekki hafa boðað verkfall. Taldi Ólafur að sum þessara fé- laga sem ekki hafa boðað verk- fall, séu vart starfandi nema að nafninu til. Þjóðviljinn hafði i gær sam- band við Halldór Björnsson, starfsmann Dagsbrúnar i Reykjavik og spurðist fyrir um undanþágur i verkfallinu. Halldór sagði að öryggisþjónusta fengi eins og vant er undanþágur, en að öðru leyti sagði hann engar á- kvarðanir hafa veriö teknar um undanþágur. Hjá starfsstúlkna- fél. Sókn átti að halda stjórnar- fund seint i gærkveldi og þar átti að taka fyrir hugsanlegar undan- þágur. A Selfossi hafði engin ákvörðun veriö tekin um undan- þágur varðandi mjólkurflutninga eða annað. Menn voru sammála um að það væri of smemrnt að ræöa um hugs- anlegar undanþágur, afstaða til þeirra yrði tekin jafnóðum og umsóknir um þær bærust. Þó má geta þess að dagblöðin hafa feng- iö undanþágu hjá VR og koma þvi út meðan prentarar fara ekki i verkfall. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.