Þjóðviljinn - 17.02.1976, Side 13

Þjóðviljinn - 17.02.1976, Side 13
Þriðjudagur 17. febrúar 1976 •■.) oDVILJlf'i.N — SIÐA 13 Joseph Luns, einn helsti talsmaður evrópsks hernaðarsamstarfs og áframhaldandi herbúnaðar kapphlaups, þegar hann átti hér viðkomu fyrir sfðustu áramót. A myndinni sést Luns (i miðið) leggja áherslu á mikilvægi „vestrænnar samvinnu”, og er ekki að sjá vantrúnaðarsvip á embættismönnunum umhverfis hann. „Vinir vorir” í Nato Gunnar G. Schram, fyrrum Vis isritstjóri, mun i kvöld leiða umræður i þættinum Utan úr heimi.en umræðuefnið verður: Ifvers virði er NATÓ i veröld- inni i dag? Meðal þátttakenda verður Einar Agústsson, utanrikisráð- herra, en ekki hafði verið til- kynnt um fleiri jafnfrómar sálir i gær, er þetta var ritað. Það er út af fyrir sig athyglisvert að ihaldsmaðurinn Gunnar G. Schram skulinú vera fenginn til að stjórna umræðuþætti um NATO, þegar fiskveiðideilan við breta er á viðkvæmu stigi og of- beldi þeirra á miðunum við ísland getur á hverri stundu haft hinar háskalegustu af- leiðingar fyrir varðskipsmenn okkar eða jafnvel fiskimenn. Mönnum er nú orðið ljóst, að verstu fjandmenn okkar er að finna meðal okkar eigin banda- manna, að vera okkar i NATO hefur ekki orðið okkur að liði i baráttunni fyrir okkar málstað, nema siður væri. Joseph Luns, agent Efna- hagsbandalagsins og NATO, mun þvi verða að brýna snata sina hérlendis á þvi, að halda islendingum vel að fóörum, i sambandi við blekkingaráróður um vaxandi flotastyrk rússa. Útvarp síðdegis: Merkar konur Elinborg Lárusdóttir hefur tekið saman frásöguþætti, sem nefnast Merkar konur, og mun Jóna Rúna Kvaran, leikkona, lesa þrjá þeirra i útvarp og verður fyrsti lesturinn kl. 14.30 i dag. Segir þá frá Sólveigu Sveinsdóttur frá Bjarnastöðum i Bárðardal, en hún var af merkum bændaættum i Þing- eyjarsýslu, og flutti til Kanada með foreldrum sinum fyrir sið- ustu aldamót, þá aðeins fimm ára gömul. Sólveig var eins og hennar fólk opin fyrir þróun og sá aldrei annað en sólskin og bliðu á leið sinni. Hún giftist i Vesturheimi Simoni Svéinssyni, náfrænda Einars Benediktsson- ar, og fluttist með honum til Chicago. Þau eignuðust fjögur börn saman og voru alla sina tið fátæk en sjálfstæð. Næsti lestur verður á fimmtu- dagskvöld og verður þá sagt frá Jóninu Stefánsdóttur, en þriðji og siðasti frásöguþátturinn sem fluttur verður eftir helgi fjallar um Jóninu Lindal, frá Lækjar- móti i A-Hún. Elinborg Lárusdóttir Skáldakynslóð kalda stríðsins Jón Óskar skáld mun i kvöld lesa kafla úr nýrri bók sinni i út- varp, og nefnist sá dagskrár- liður Kynslóð kalda striðsinsog hefst kl. 19.35. En Jón Óskar tilheyrir einmitt þeim hópi skálda, sem stundum hefur verið nefnd „skáldakynslóð kalda striðsins”. Jón Óskar er fæddur árið 1921 á Akranesi. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá M.R. 1940 og lagði eftir það um tima stund á tónlistarnám, en stúderaði eftir það frönsku og franskar bókmenntif. 1 kaflanum sem lesinn verður i kvöld, er sagt frá heimsókn höfundar að Syðri-Rauðalæk og áliti bóndansþar á menningunni i henni Reykjavik. Jón Óskar v - ' . • *■; - Erindi sem erfiði? 1 fyrrakvöld var frumsýnt i sjónvarpi nýtt leikrit eftir Matthias Johannessen. Við- fangsefni skáldsins var að þessu sinni spurningin um eilift lif, og hin áleitna spurning höfundar- ins um það hvort höfundurinn lifi áfram i verkum sinum eins og sagt er, eða hvort sögu- hetjurnar lifi ef til vill höfund sinn og skapara. Til að svara þessari spurn- ingu kallaði hann saman i sjón- varpssal þau Ófeiiu og Hamlet, ásamt skapara þeirra William Shakespeare. Ekki er hæ^t að segja að spurningunni hafi þar verið svarað, en hún var alla vega sett fram, þótt það kunni að hafa farið fram hjá einhverj- um sjónvarpsáhorfenda, vegna þess hvað framsetningin var leiðinleg og þunglamaleg. Holdgervingar elskendanna Hamlets og Ófeliu, sem orðin eru hjón handan við skil lifs og dauða i leiknum, voru i höndum Þorsteins Gunnarssonar og Helgu Bachmann. Reyndu þau eftir mætti að skila hlutverkum sinum á þann hátt að gera per- sónurnar trúverðugar, og tókst það eftir atvikum. Jón Sigur- björnsson skilaði og af sér hlut- verki Shakespears, án teljandi áreynslu. Leikstjórinn Helgi Skúlason hafði með höndum vandasamt og vanþakklátt hlutverk, ef hon- um hefur verið ætlað að gera eftirminnilegan ieik úr þvi efni sem honum var búið i hendur. Það hlutverk leysti hann að sama skapi áreynslulitið, án þess að leggja sig sérlega i framkróka um að lifga upp á dauðyflislegan og flatan texta Matthiasar. Leikmyndin var plastheimur og hæfði vel verk- inu, en Snorri Sveinn Friðriks- son, leikmyndateiknari sjón- varpsins sá um hana. Ekki verður séð að spurning Matthiasar hafi átt sérstakt er- indi til áhorfenda og ekki bætti tónlist Jóns Þórarinssonar, yfir- manns lista- og skemmtideildar Sjónvarps neitt þar um. Leikur- inn var innihaldslaus. Tilgangs- leysi: tilverunnar, það sem átti Jón Sigurbjörnsson i hlutverki Shakespeare. að vera burðarstoð leiksins, endurspeglaði einungis borg- aralegan lifsleiða, án þeSs að höfundurinn hefði heiðarleika og áræði til að ráðast að honum beint. Flestum sjónvarpsáhorfend- um hefur þvi vafalitið fundist tima sinum illa varið þann hálf- tima sem þeir urðu andagiftar Matthiasar Johannessens að- njótandi á sunnudagskvöld. Mörgum þeirra sem ég hef spurt álits á leiknum fannst hálftiminn heil eilifð, vegna þess hve textinn var leiðinlegur og höfðaði litið til þeirra. Að þvi leyti hefur Matthiasi sannan- lega tekist það sem hann hefur ætlað sér með leiknum: Að vera eilifur smástund. Þorsteinn Gunnarsson og Helga Bachmann i hlutverkum sinum Ófeliu Matthiasar. 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (of forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigurður Gunnarsson flytur sögu sina „Frændi segir frá” (2). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Fiski- spjall kl. 10.05: Asgeir Jakobssonflytur. Hingömlu kynni kl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00: Bruxelles-trióið leikur Trió op. 70 nr. 1 i D-dúr fyrir pianó, fiðlu og selló eftir Beethoven / Vinaroktett- inn leikur Tvöfaldan strengjakvartett i e-moll op. 87 eftir Spohr. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Merkar konur, fyrsti frá- söguþáttur Eiinborgar Lár- usdóttur. Jóna Rúna Kvar- an leikkona les. 15.00 M iðdeg is tó nleik a r. Betty-Jean Hagen og John Newmark leika á fiðlu og pianó Noktúrnu og Taran- tellu eftir Szymanowsky. Ronald Smith leikur Pianó- sónötu i b-moll eftir Bala- kireff. Ida Haendel og Sin- fóniuhljómsveitin i Prag leika Fiðlukonsert i a-moll op. 82 eftir Glazúnoff; Vac- lav Smetácek stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynnignar. (16.15) Veðurfregnir). Tónleikar. 16.40 Litli barnatiminn. Finn- borg Scheving stjórnar. 17.00 Lagið mitt. Berglind Bjarnadóttir sér um oska- lagaþátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Framburðarkennsia i spænsku og þýzku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Kynslóð kalda striðsins. Jón Óskar rithöfundur les kafla úr nýrri bók sinni. 19.55 Lög unga fólksins. Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 20.50 Aö skoða og skilgreina. Kristján Guðmundsson sér um þátt fyrir unglinga. 21.30 Samleikur á selló og pianó. Christina Walevska og Zdenek Közina leika verk eftir Chopin og Debussy. 21.50 Sænsk Ijóð I þýðingu Þórarins frá Steintúni. Guðrún A. Thorlacíus les úr nýútkominni bók. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (2). 22.25 Kvöidsagan: „1 verum", sjálfsævisaga Theódórs Friðrikssonar. Gils Guð- mundssonar les siðara bindi (19). 2 2.45 H a r m o n i k u 1 ö g . Harmonikuklúbburinn i Fagersta leikur. 23.00 A hljóðbergi. „Slikt gæti ekki gerst hér!” Babbitt i Hvita húsinu eftir Sinclair Lewis. Sonur höfundar, Micheal Lewis, les. Handrit og stjórn: Barbara Hold- ridge. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglysingar. 20.40 Frá vetrarólympiuleik- utium i Innsbruck. Kynnir Óm ar Ragnarsson. 20.55 Þjóðarskútan. Þáttur um störf alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 21.25 McCloud. Bandariskur sakamálamynaaflokkur. Þyðandi Kristmann Eiðs- son. 22.40 Utan úr heimi.Umræðu- þáttur um erlend málefni. Hvers virði er NATO i veröldinni i dag? Meðal þátttakenda er Einar Ágústsson utanrikisráð- herra. Stjórnandi Gunnar G. Schram. 23.10 Dagskrárlok.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.