Þjóðviljinn - 28.03.1976, Blaðsíða 22
22 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 28. mars 1976
ÁLÞÝÐUBANDALAG
Alþýðubandalagið Vestmannaeyjum
Fundur sunnudaginn 4. april n.k. kl. 2 e.h. að Bárugötu 9. Fundarefni:
Barátta verkalýðshreyfingarinnar viö rlkisstjórn peningavaldsins.
Málshefjandi er Kjartan ólafsson, ritstjóri Þjóðviljans. — Stjórnin.
Miðstjórnarfundur
Fundur verður haldinn i miðstjórn Alþýðubandalagsins næst-
komandi föstudag 2. apr. Til umræðu verður staðan i sjávarútvegs-
málum og önnur mál eftir þvi sem timi vinnst til.
Fundurinn verður haldinn aðGrettisgötu 3 og hefst kl. 20.30
Alþýðubandalagið ísafirði
Aðalfundur Alþýðubandalagsins ísafirði verður haldinn föstudaginn 2.
april n.k. i Sjómannastofunni Alþýðuhúsinu og hefst kl. 20:30. Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. önnur mál. Kjartan Ólafsson, ritstjóri
Þjóðviljans verður á fundinum. — Stjórnin.
Alþýðubandalagið Kópavogi
Mánudaginn 29. mars kemur Ólafur Proppé á fund skólamálahópsins
og ræðir um framkvæmd prófa i islenskum skólum, núverandi náms-
mat og hvernig unnt sé að breyta þvi til að gera skólann betri.
Fundurinn verður i Þinghól og hefst kl. 20.30. Hann er öllum opinn, og
eru kennarar og aðrir skólamenn einkum hvattir til að koma.
Skólamálahópurinn
Alþýðubandalagið Akranesi
Félagsfundur I Rein mánudaginn 29. mars 1976 kl. 21
Dagskrá: 1. inntaka nýrra félaga. 2. Bæjarmál, frummælandi Jóhann
Ársælsson 3. önnur mál — BÆJARMALARÁÐ
Geröur
Framhald af bls. 2.
verið nefndar yrðu trúlega þyrnir
i augum ungra, upprennandi
stjórnmálamanna og hætt er við
að þeir reyndu að standa i vegi
fyrir framsæknum konum af ótta
við samkeppni þeirra. Þeir gætu
lika átt erfitt með að sætta sig við,
að konur væru teknar fram yfir
þá t.d. vegna þess aö þær eru kon-
ur. t þeirra pólitiska uppeldi þarf
einnig að leggja áherslu á, að
raddir kvenna og viðhorf þurfa að
heyrast jafnt sem karla. Konur
eru jú helmingur þjóðarinnar.
Málgagn sósialisks flokks má
heldur ekki gleyma sinu hlutverki
i þessari herferð. Það gæti t.d.
neitað að birta kyngreindar eða
misréttis auglýsingar (birta t.d.
ekki berrössuðu skiðakonuna frá
Innsbruck!) Gæti jafnvel veitt af-
slátt af jafnréttisauglýsingum
(eins og auglýsingu, sem sýndi
karlmenn með nýjustu gerð af
þvottavél, bar sem textinn væri:
„Þvottavélin sem hann hefur
lengi dreymt um. Fötin óhreink-
ast, en timinn er litill til þvotta.”
Blaðið gæti lika gert i þvi að fá
konur til þess að skrifa fræðilegar
greinar og gætt þess aðtiafa jafn-
mörg viðtöl við konur og karla.
(Blaðamenn þyrftu jafnréttis-
námskeið eins og kennarar!)
1 bókmenntagagnrýni ætti að
fletta ofan af rithöfundunr, sem
iðka litilsvirðandi skrif um konur
eða gera konur að algjöru auka-
atriði i lifinu nema sem kynverur.
Annaö líf að vera
gift sósíalista
Karlmenn, sem telja sig sósial-
ista, hljóta að koma á annan hátt
en aðrir fram við eiginkonur sin-
ar og heimili, hvað snertir jafn-
réttið. Þeir hafa lýst þvi yfir og
'telja sig berjast fyrir jafnrétti
allra þegna. Þvi hljóta þeir að
hvetja konur sinar og dætur til
fjárhagslegs og félagslegs sjálf-
stæðis. Þeir taka þær með á fundi
og hvetja þær til félagslegrar
þátttöku. Þeir taka svo að sjálf-
Kaupið bílmerki
Landverndar
k'ernduirr
W. líf
Kerndum
vottendl/
Tíl sölu hjá ESSO og SHELL
bensínafgreiðslum og skrifstofu
Landverndar Skólavörðustíg 25
sögðu einnig á sig helming þess
bagga sem fylgir heimilishaldi og
barnauppeldi.
Sem sósialisti trúi ég þvi að
aukið jafnrétti allra þegna leiði til
farsælla og betra mannlifs. Einn-
ig það að dreift álag (þ.e. t.d. að
fjárhags-, framleiðslu- og stjórn-
málaábyrgðarnar lendi ekki ein-
göngu á körlunum heldur kon-
um lika!) dragi úr óánægju og
taugaveiklun fólks og geri það þvi
dugmeira til baráttu og átaka.
Neskaupstað, f mars 1976.
Gerður G. óskarsdóttir.
Strætisvagnar
Framhald af 24. siðu.
sparar i viðhaldi á götum. Það
verður að lita á strætisvagna sem
hluta af umferðarkerfinu, en ekki
sem einhverja aðskotahluti sem
flækist fyrir öðrum bilum. Mark-
mið okkar er ekki fyrst og fremst
að aka i eigin bil — heldur blátt
áfram að komast leiðar okkar.
Strætisvagnarnir eiga i
stöðugri varnarbaráttu — eftir
þvi sem byggð þenst út lengjast
leiðir þeirra, það verður æ dýrara
að reka þá. En við verðum að
hafa mjög hugann við það, að það
er ekki ódýrara að allir aki
sjálfir. Það er ekki ódýrt aö reka
eigin bfl frá Breiðholti, og ekki
minnkar kostnaður og öngþveiti á
vegum þegar býggð verða ný
hverfi við Korpúlfsstaði. Og eina
skynsamlega svarið við þessari
þróun er blátt áfram að bæta
þjónustu almenningsvagna, gera
þann valkost sem þeir eru betri,
eftirsóknarverðari.
Ég skal taka það fram, að mér
hefur sýnst töluverður hljóm-
grunnur fyrir hugmyndum af
þessu tagi hjá stjórn strætis-
vagnanna.
Strætisvagnar
eru fjölmiöill
Mig langar að lokum að
minnastá það.aðég held það hafi
verið misráðiö hjá verkfalls-
mönnum nú á dögunum að láta
ekki strætisvagna ganga eins og
vénjulega. Þegar ferðir þeirra
truflast kemur það niður á þeim
sem erfiðast eiga — munu hvorki
setjast upp i eigin bil né taka
leigubil. Og er ekki einmitt i
verkfalli sérstök nauösyn á að
alþýðufólk komist leiðar sinnar,
að menn komist á fundi, á verk-
fallsvaktir, til skrafs og ráða-
gerða? Strætisvagnar eru fjöl-
miöill meðnokkrum hætti, i þeim
hittast menn sem kannski færu
annars á mis, fyrir nú utan það
sem við höfum venjulega i huga
þegar við segjum að farartæki
auöveldi mannleg samskipti. —
áb
Einstaklingshyggja
□DDQDDDDDD
ODDODDDDDD
D D DDDDDDDD
ODDODDDDDD
□DDDDDDDDD
QDDDOOOfiD□
□ D DDDDDDDD
□□□□□□□□□□
□□□□□□□□□□
□□□□□□□□□□
□□□□□□□□□□
□□□□□□□□□□
□□□□□□□□□□
□□□□□□□□□□
□□□□□□□□□□
□□□□□□□□□□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□ □□□□□:
□□□□□□D
□ D □ □ □ QD
□ □□□□□!
□ □□□□□D
annnnnr
□ □□□□□□
□ □□□□□□
□ o.oDann
ooo□□□□
□□□□□□t
oonrjoor
□ □□ □□□□
□□□□□□□
□ □□□□□□
□□□□□□
Fjárhagskort Alþjóðabankans:
Þeir fátækustu hafa
10.600 krónur á ári
Þannig var ástandið áriö 1973:
61% af ibúum heims bjó I löndum
þar sem meðaltekjur á ári voru
undir 88 þús. krónum (500 doll-
urum). 1 fátækustu löndum heims
Bhutan og Laos, voru meðalárs-
tekjur 10.600 krónur.
í rikustu löndunum, Sviþjóð og
Bandarik junum, námu meðal-
tekjur hinsvegar meira en miljón
krónum á ári.
Þessar upplýsingar er að fá i
svonefndum Atlas Alþjóða-
bankans. Tölurnar eiga við árið
1973, en i gögnum þessum i er að
finna nýrritölursem sýna aö bilið
milli vestræns minnihluta og
meirihluta mannkyns i Asiú,
Afriku og Suður-Ameriku hefur
enn aukist.
Nýrri tölur sýna, aö þau lönd
sem verst urðu úti i afturkippnum
1974-75 voru þróunarlönd sem
ekki eiga oliulindir. Hér er um að
ræða flest þróunarlöndin. Bæði
stöðvaðist hægur hagvöxtur hjá
þeim og viðskiptahallinn sem
ekki var beysinn fyrir, jókst enn.
. Bandariska timaritið Business
Wedc gefur þær upplýsingar, að
þróunarlönd hafi á sl. tveim árum
fengið lánaða ca 60 miljarði
dollara til þess að koma sér yfir
hærra verð, á innfluttum mat-
vælum og oliu.
Samanlögð skuldabyrði
þróunarlanda nemur nú 120
miljörðum dollara.' Vextir og
afborganir af þeim munu kosta
þessi lönd ca 10% af brúttóút-
flutningstekjum Með þvi að
oftast er halli á utanrikisviðskipt-
um þessara landa þá heíur þetta
einatt þær alvarlegu afleiðingar,
að löndin neyðast til að taka ný
lán til að hafa upp i eldri. Af því
leiðir að þá verður ekkerteftir til
eigin þróunar.
Ábyrgð iðnrikja
Þau lönd sem þegar eru auðug
hafa beint og óbeint stuðlaö að þvi
að oliusnauð þróunarlönd eiga i
vaxandi erfiðleikum, segir sviinn
Carl-Johan Bouceng i Ekonomisk
revy. Forsenda versnandi
ástands var hækkandi verð á oliu
og lækkandi verð á hráefnum
þróunarlandanna. Iðnrikin gerðu
svo illt verra með þvi að skipu-
leggja vissan afturkipp og meö
þvi að herða á verndartollum
gegn vörum sem fluttar höfðu
verið inn á lágu verði frá
þróunarlöndunum. Viðskiptajöfn-
uður þróunarlandanna versnaði,
en iðnaðarlandanna skánaði.
Upplýsingar Alþjóðabankans
eru að nokkru leyti villandi. Það
er ekki hægt að bera beinh’nis
saman meðaltekjur i iðnriki og i
þróunarriki vegna þess að mikill
hluti ibúa margra þróunarlanda
lifirá landsins gæðum og er ekki
með i peningabúskap.
En menn hefðu getað búist við
að nokkuð drægi saman með
þróunarrikjum og iðnrikjum. Það
gerist ekki — munurinn fer jafnt
og þétt vaxandi.
HMHMiniirT I....I ................■■..................■iiuini^
Bálför eiginmanns inins
Jóhanns Ó. Eliassonar
húsgagnabóistrara
fer fram frá Fossvogskirkju- mánudaginn 29. mars kl
13.30.
Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á
Sjálfsbjörg, styrktarfélag lamaðra og fatlaðra.
Fyrir hönd vandamanna,
Ilulda Guðmundsdóttir
1
Þakka öllum nær og fjær auðsýnda samúð vegna láts eig-
inmanns mins
Þorstíeins Þorsteinssonar
Daðastöðum, Núpasveit.
Fyrir. mina hönd, barna og tengdabarna
Ólína Pétursdóttir.
J