Þjóðviljinn - 28.03.1976, Síða 16

Þjóðviljinn - 28.03.1976, Síða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. mars 1976 © © © © © © O o o o o o o o o o o o Aðalfundur Samvinnubanka íslands hf. verður haldinn að Hótel Sögu, hliðarsal, laugardaginn 3. april 1976 og hefst kl. 14.00. Dagskrá skv. 18. gr. samþykktar fyrir bankann. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fund- arins verða afhentir i aðalbankanum, Bankastræti 7, dagana 31. mars-2. april, svo og á fundarstað. Bankaráð Samvinnubanka íslands hf. Byggingafélag alþýðu Reykjavík Aðalfundur félagsins verður haldinn á Hótel Sögu (Átthagasal) miðvikudaginn 31. mars 1976 kl. 20.30. Fundarefni: 1. venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Stjórnin. Fcer bfllinn fulla skoöun? Það kostar vonbrigði og óþarfa fyrirhöfn að fá ekki strax fulla skoðun á bílinn. Hjá því er hægt að komast. Komið með bílinn í hina fullkomnu GM þjónustumiðstöð okkar. Við bendum á, yður að kostnaðarlausu, hvað vissara væri að lagfæra fyrir skoðun, — og vinnum að sjálf- sögðu verkið ef óskað er. Höfum alla nauðsynlega GM varahluti fyrirliggjandi. SAMBANDIÐ VÉLADEILD ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ HÖFÐABAKKA 9 Simar: Verkst. 85539 Verzl 84245-84710 Húsbyggjendur — EINANGRUNARPLAST Getum afgreitt einangrunarplast á Stór- Reykjavlkursvæðið mcð stuttum fyrir- vara. Afhending á byggingarstað. Borgarplast hf. Borgarnesi Sími 93-7370 Helgar- og kvöldslmi 93-7355. Jóhann Elíasson húsgagnabólstrari F. 27.7. 1916 — D. 21.3. 1976 Mánudaginn 29. þ.m. fer fram útför Jóhanns Elfassonar, hús- gagnabólstrara, sem lést i Vifils- staðahæli þann 21. þ.m. eftir stranga sjúkdómslegu. Jóhann var fæddur 27. júlí 1916 og voru foreldrar hans hjónin Jó- hanna Bjarnadóttir og Elias Jó- hannsson, verkamaður hér í borg, sem bæði eru látin. Framan af ævinni vann Jóhann almenna verkamannavinnu, m.a. vann hann i mörg ár við Kola- verslun Sig. ólafssonar, við út- keyrslu á kolum, áður en borgin var öll hituð upp með heitu vatni. Á þeim árum kynntist Jóhann mörgu fólki og man hann margur frá þeim árum, enda átti hann sérlega gott með að umgangast aðra og voru margir frá þeim tima vinir hans og kunningjar upp frá þvi. Seinna fór Jóhann i nám I hús- gagnabólstrun til Helga bróður sins, sem þá rak húsgagna- verslun hér i borg og vann hann við þá iðn til dauðadags, nú slð- ustu árin hjá Gamla kompaníinu. Jóhann var frábærlega vel gerður maður og félagslega sinn- aður. Hann tók alla tíð mikinn þátt i starfi innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Hann gerðist snemma félagsmaður I Verka- mannafélaginu Dagsbrún og var þaralla tlð virkur félagi, var m.a. lengi i trúnaðarmannaráði Dags- brúnar. Eftir að Jóhann hafði lokið námi i húsgagnabólstrun gerðist hann félagsmaður I Sveinafélagi húsgagnabólstrara og stóð þá ekki á þvi, frekar en áður, að hann lagði fram krafta sína til framdráttar málstað sins stéttar- félags. Hann tók fljótlega sæti i stjóm félagsins og var formaður þess hin si"ðustu ár, eða eins lengi og heilsa hans leyfði, en þá óskaði hann að láta af störfum. Nú þegar Jóhann er allur hefur verkalýðshreyfingin misst einn af sinum heilsteyptustu og traust- ustu forustumönnum, sem vann hreyfingunni af heilum hug allt sem hann mátti til siðustu stund- ar. Ég tel það mikla gæfu að hafa kynnst og átt að vini annan eins mann og Jóhann var, mann sem aldrei lét bugast, hvað sem fyrir kom á lifsleiðinni, var alltaf veit- andi frekar en þiggjandi eins og best kom fram i hans hetjulegu baráttu í hans miklu veikindum. Jóhann var giftur Huldu Guð- mundsdótturogáttu þau einn son, Elias Bjarna, skipstjóra, sem kvæntur er Sigriði Kolbrúnu Þrá- insdóttur og eiga þau tvö börn, Huldu og Jóhann, og voru þau augasteinar afa sins, einnig átti hann tvær fósturdætur, dætur Huldu. Jóhann var mikill heimilisfaðir og eru það ógleymanlegar stund- ir, sem ég og kona min eigum minningarum, þegar við komum, sem ekki var sjaldan, á heimili hans og Huldu. Um leið og ég þakka Jóhanni margra áratuga vináttu votta ég Huldu, börnum og barnabörnum hennar, svo og systkinum Jó- hanns og öðrum hans nánustu mina dýpstu samúð. Guðm. Jónsson. Aðfaranótt sunnudagsins 21. mars sl. lést að Vifilsstöðum vin- ur minn Jóhann Eliasson bólstr- ari, eftir óvenju erfiða en hetju- lega baráttu við ólæknandi sjúk- dóm. Jóhann var lifsins maður og fátt var honum fjær skapi, en að leggja hendur i skaut og gefast upp þótt á móti blési, enda komu þessir eiginleikar sér oft vel á erfiðleika timum. Jóhann hóf snemma afskipti af verkalýðsmáíum oghafði alla tið brennandi áhuga á þvi að bæta kjör þeirra, sem minnst báru úr býtum, enda mun hann hafa kynnst kjörum alþýðu manna ná- ið á kreppuárunum ogákveðið þá, að gerast virkur þátttakandi i baráttunni fyrir fegurra og betra mannlifi hér á landi. Leiðir okkar Jóhanns lágu fyrst saman árið 1960, þegar ég sem gjaldkeri félags mins kom á bólsturverkstæðið að Lækjargötu 6, til aö innheimta félagsgjöld, en hann var þá við nám i bólstrun hjá Helga bróður sinum. Mér er hann minnistæður er hann stóð þar við búkkana að vinnu sinni.^ Jóhann lauk námi i iðn sinnf vorið 1964 og gerðist fljótt virkur félagi i Sveinafélagi bólstrara og var einn ötulasti baráttumaður þess félags meðan honum entis't heilsa. Hann var um skeið for- njaður félagsins og gegndi auk þess ótal öðrum trúnaðarstörfum fyrir það og leysti þau jafnan af hendi af einstakri trúmennsku og fórnfýsi, ekki urðu þær vinnu- stundirnar til að þyngja pvngju þeirra hjóna. En Jóhann stóð ekki einn, hann átti sér við hlið einstaka konu, sem studdi hann meö ráðum og dáð, margir voru fundirnir sem við sátum félagamir á heimili þeirra hjóna og nutum þá ó- gleymanlegrar gestrisni Huldu. Mér er það ef til vill ljósara en mörgum öðrum, vegna náins samstarfs og kunningsskapar við Jóhann hversu mikið við höfum misst við fráfall hans, slikir fé- lagsmálamenn sem hann var em harla sjaldgæfir, menn sem eru þannig af guði gerðir að þeir sjá alltaf það besta i öllum mönnum, draga ekki I dilka og dæma, held- ur laða fram það jákvæða i mönn- um tengja saman og byggja upp, slikir menn skilja alltaf eftir sig óafmáanleg spor. Daði Ölafsson. Nú er fcom/ð oð sinu Furulundi ______v aö söluverömceti um 20 millj. kr. @ \4 moŒ mogumlQi Nú má enginn gleyma að endurnýja. Söluverð á lausum miðum kr. 4.200 Utboð Bygginganefnd félagsheimilisins Hlaðir á Hvalfjarðarströnd óskar eftir tilboðum i að byggja og gera fokhelt félagsheimilið Hlaðir á Hvalfjarðarströnd. Útboðsgagna má vitja á verkfræðistofu okkar, Ármúla 4, Reykjavik, gegn 10.000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað mið- vikudaginn 21. april kl. 11 fyrir hádegi. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN sf ÁRMÚLI 4 REYKJAVlK SlMI 84499

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.