Þjóðviljinn - 28.03.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.03.1976, Blaðsíða 9
Sunnudagur 28. mars 1976 ÞJÓÐVILAINN — SIÐA 9 Robert Altman, höfundur Nash- ville fékkst til að gera kvikmynd úr þvi. Siðan hefur hann gert nokkr- ar kvikmyndir, sem ég hef ekki séð, Brewster McCloud (1971), McCabe and Mrs Miller (1971), Images (1972), The Long Good- bye (1973) Thieves Like Us (1974) og California Split (1974). Bngin þessara kvikmynda hefur hlotið vinsældir i likingu við MASH, en gagnrýnendur hafa ýmist fundið þeim flest til foráttu eða hrósað þeim sem meistaraverkum. Ekki er óliklegt að maður sæi Nash- ville i öðru ljósi eftir að hafa séð þessar kvikmyndir. Altman er enginn prédikari. Verðleikar hans eru fólgnir i formi fremur en boðskap. Hann hefur þróað með sér persónulega aðferð, sem byggir á talsverðum spuna á staðnum. Leikarar hafa mikil áhrif á sköpun persóna og far? frjálslega með textann, jafn- vel breyta honum alveg. 1 mynd- um Altmans eru mörg atvik og myndkaflar, sem verða til á staðnum, en ekki var ráð fyrir gert i handriti. Margir stjórnend- ur fá einhverntima á ferli sinum löngun til að vinna á þennan hátt. 1 fljótu bragði virðist það auð- veldara. En það leysir ekki stjórnandann undan þvi að stjórna og byggja upp kvikmynd- ina sem slika. Nashville Úr Nashville 1 Nashville, sem Háskólabió sýnir, er einnig þessi tilhneiging að láta leikna kvikmynd lita út fyrir að vera heimildakvikmynd. En þar er aðferðin eðlilegur hluti verksins. Robert Altman heitir höfundur hennar. Hann lauk námi sem stærðfræðiverkfræðingur, skrif- aði sögur i timarit, fyrir útvarp og kvikmyndir og fékkst siðan i nokkur ár við auglýsingakvik myndagerð og stjórn sjónvarps- myndaflokka (t.d. Bonanza). Hann var óþekktur maður þar til kvikmynd hans MASH sló óvænt i gegn 1970. Milli tiu og tuttugu kvikmyndastjórum hafði verið sýnt handritið áður en Altman Popp- og hippamenning er löngu orðin söluvara i kvikmynd- um. Um þessar myndir má sjá tvær útgáfur af þeirri vöru i kvik- myndahúsunum i Reykjavik. Tónabió sýnir kvikmyndina LENNY, bandariska mynd frá árinu 1974. (Stjórnandi: Bob Fosse). Myndin fjallar um Lenny Bruce, umdeildan skemmtikraft i Bandarikjunum frá árunum 1959—1963. Hann var meira en skemmtikraftur þvi hann tók til umræðu mál, sem ekki mátti hafa i hámæli, og sýndi áheyreridum sinum fram á hræsni og yfir- drepsskap i daglegu lifi fólks um leið og hann skemmti þeim. Lög- ,,Mér finnst þetta vera sam- vinna. É:g set takmörk og ramma, en ég reyni ekki að fylla upp i all- ar eyður. Ef ég reyndi að einbeita mér að mínum eigin imyndunum, þá væri það alltog sumt. Það væri mjög gerilsneytt verk. Svo ég reyni að fylla verkið mcð hlutum, scm ég hef ekki áður séð, hiutum sem koma frá öðru fólki.” Leikararnir i NASHVILLE voru að verulegu leyti að leika sjálfa sig ög þeir gátu valið, hvort þeir notuðu setningar úr handrit- inu eða sinar eigin. Margir þeirra bjuggu einnig til söngva. Upphaflega hugmynd Altmans mun hafa verið að gera eitthvað reglan leit á þennan mann sem hættulega ógnun við kristilegt siðgæði og notaði hvert tilefni sem gafst til að reyna að koma honum undir lás og slá. Endalok hans urðu þau, að hann lést af of stór- um eiturlyfjaskammti. Siðan verða til tvær myndir af persónunni, annarsvegar dópist- inn Lenny Bruce og hins vegar hippadýrlingurinn Lenny Bruce. Myndin sem dregin er upp i kvikmyndinni LENNY er ein- hversstaðar þar á milli. Það er ekki gert mikið úr eiturlyfja- neyslu Lennys og dregið er úr púðrinu i hugmyndafræði hans. Eftir kvikmyndinni að dæma hafa um sveitatónlistarstemmninguna i Nashville blandað pólitik með morði i restina. Persónur eru tólf, allar jafn mikilvægar og áhorf- andinn kynnist þeim eftir þvf sem þær birtast aftur og'aftur eins og af tilviljun. Það er nánast ekki hægt að tala um söguþráð. Tökuvélin reikar um svæðið eins og væri hún einn gestanna á tón- listarhátfðinni. Það litur út fyrir að vera tilviljun, hvað hún sér. Hver persóna hugsar um sig og hver lifir i sinum heimi. Þær þvælast hver innan um aðra, hitt- ast og skilja hver á sinn hátt. Hvergi er eðlileg niðurstaða né framhald af hugsun eða atviki. Allt er einn fáránleiki frá upphafi Hustin Iioffmann i hlutverki verðleikar hans verið fólgnir i þvi næstum eingöngu að hneyksla á- heyrendur sina með klámfengn- um orðum (sem nú þykja reynd- til enda. Síðan sér hver út úr þvi það, sem hann vill. Ef einhverja niðurstöðu er að finna er hún i svipuðu formi og endirinn. Dáð söngkona syngur undir stórum auglýsingaspjöld- um fyrir ósýnilegan forsetafram- bjóðanda og fyrir ofan trónar þjóðfáninn. Mannfjöldinn hlustar hugfanginn en skyndilega dregur einn aðdáandinn byssu úr fórum sinum og skýtur hana. Eftir fyrstu undrunina tekur önnur kona að syngja og fær áhorfendur eftir nokkra stund til að syngja með. ,,You may say I ain’t free, but it don’t worry me.” Ef §purt er hvers vegna (t.d. hvers vegna maöurinn vildi Lennys. ar eðlilegt talmál), og áheyrend- ur hafi komið á skemmtanir hans til þess að verða vitni að hneyksl- inu og sjá hann handtekinn. Litið myrða söngkonuna), fást engin svör. Röksemdir og skynsemi virðast vera viðs f jarri þessu efni ,,Ég hef enga heimspeki að selja. Ég hef ekkert að segja. Ég trúi ekki á áróður. i NASIIVILLE er engin ákveðin rannsókn á ameriskri menningu, þvi kvik- myndinni var ekki ætlað að vera það. Hún er ekki nákvæm mynd af Bandarikjunum, heldur aðeins ein óákveðin hughrif.” Það segir höfundurinn, og jafn- vel þótt NASHVILLE sé svolitið langdregin og manni líki kannski ekki öll tónlistin, verður maður að fyrirgefa Altman ,,að hafa ekkert að segja,” þvi myndin segir æði margt og er skemmtileg. er gert úr persónunm og maður freistast til að álita, að fyrir- myndin hafi verið meiri athygli verð. Sagan er sögð með þvi að blanda saman atvikum úr lifi hans og viðtali við eiginkonu hans fyrrverandi og móður. Atvikin eru flest sviðsett i ,,heimildastil” og myndin öll tekin á svart/hvita filmu sennilega til þess að skapa upprunalega stemmningu (sbr. Last Picture Show). En andstæð- an við heimildastilinn, leikur Dustin Hoffman. er það sem held- ur myndinni uppi. Ekki svo að skilja að hann skapi endilega rétta mynd af persónu Lennv Brucé, en hann býr til lifandi per- sónu. Frásögn Honey, eiginkon- unnar. bætir þar engu við og er alveg óþörf nema til að lengja kvikmyndina og tengja saman illa gerðan söguþráð. En þar er einnig um góðan leik að ræða hjá Valerie Perrine, þótt hún hafi kannski ekki beinlinis át' skilið verðlaun fyrir hann (Cannes 1975). LENNY

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.