Þjóðviljinn - 28.03.1976, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.03.1976, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 28. mars 1976 Gamli miðbæjarkjarn- inn í Reykjavik er hægt og hægt að deyja sem lif- andi miðstöð borgarinn- ar. Á kvöldin og um helg- ar er hann eins og draugabær. Áður fyrr flykktist fólk á Lækjar- torg, Austurstræti og Austurvöll í fritimum sínum til að njóta lífsins. Nú loka kaffihúsin, mat- sölurnar og sjoppur að loknum vinnudegi vegna þess að fólk lætur ekki sjá sig þar. Rúnturinn er al- veg úr sögunni. Stefna borgaryfirvaIda er að skapa nýjan miðbæ i Kringlumýri en hætt er við að þar verði engin miðborgarstemmning ef marka má svipaðar til- raunir í erlendum borg- um. Þjónustumiðstöðvar Reykjavíkur teygja sig nú inn allan Laugaveg og Suðurlandsbraut og allt inn i Iðngarða. Veitinga- hús, kvikmyndahús, sýn- ingarsalir og aðrar lysti- semdir sem borgin hefur upp á aö bjóða eru á víð og dreif um allt höfuð- borgarsvæðið. 'v, Í '&ðU 'Z:J mm Austurstræti I besta veðri á sunnudagseftirmiðdegi. Gjörsamlega lifvana. A hægri hönd gnæfa m.a. þrir stærstu bankar landsins (Myndir: Ari) DAUÐUR MIÐBÆR Seölabankinn hefur nú tekiö á leigu Austurstræti 14, sem sést fjær til hægri. Landsbankinn sést nær. Skemmtilegustu borgir i heimi eru þær sem hafa samþjappaða þjónustukjarna þar sem fólk get- ur hæglega gengið milli staða. Þar er iðandi lif jafnt á daginn sem kvöldin. Leiðinlegustu borg- irnar eru þær sem hafa engan slikán eiginlegan kjarna. Hætt er við að Reykjavik sé að færast i hóp slikra borga ef ekki verður spyrnt við fótum. Eitt af þvi sem er að seigdrepa gömlu Kvosina i Reykjavik er bankastarfsemi margs konar. Bankarnir leggja undir sig eitt stórhýsið af öðru.. Sumir þeirra veita almenningi umtalsverða þjónustu á daginn en á kvöldin eiga þeir sinn þátt i að skapa steindauðan bæ. Einn er þó sá banki sem hvergi ætti að eiga heima nema fyrir ut- an bæ þvi að hann veitir almenn- ingi sáralitla þjónustu og á þvi ekkert erindi i miðbæinn. Þetta er Seðlabanki Islands. Hann er eins og kolkrabbi sem teygir anga sina i allar áttir. Nú virðist hann vera hættur við stórhýsi sitt á Arnar- hóli en i stað þess tekið upp þá stefnu að taka á leigu stórhýsi i miðpunkti borgarinnar. Með þvi leggur hann undir sig húsnæði sem ella væri notað i hvers kyns lifandi starfsemi. Auk þess er þetta rándýrt húsnæði sem kostað er af almannafé. Nú nýlega hefur hann t.d. tekið undir sig stórhýsið Austurstræti 14, allt nema neðstu hæðina. barna voru áður alls konar skrif- stofur, verslun og tvær litlar ibúð- ir i risi. Einu sinni var leikfimi- salur, skóli og sýningarsalur i húsinu. Nú er verið að gjörbreyta þvi i þágu bankans. Timi er kominn til að borgar- stjórn fari að móta einhverja heildarstefnu varðandi gamla miðbæinn. Þar hefur allt verið látið reka á reiðanum svo að hann er nú eins og óskapnaður ólikra stiltegunda og ægir saman gömlu og nýju. Beggja megin Kvosar- innar eru gamlar húsaþyrpingar, sem eru að drabbast niður af þvi að borgaryfirvöld geta ekki gert upp við sig hvort eigi að rifa þær eða ekki. Ef tekin væri upp sú stefna að láta Grjótaþorpið og Þingholtin með sina Bernhöfts- torfu njóta sin sem lifandi heildir yrði það til mikils stuðnings gamla góða miðbænum og gæti læknað að einhverju leyti þá dauðasótt sem nú herjar á hann. Reykvikingar ættu að sjá sóma sinn i þvi að lyfta honum til auk- ins vegs og virðingar og tengja fortið við nútið á eðlilegan hátt. Verslunarbankinn og Samvinnubankinn i Bankastræti - Hinn raunverulegi miöbær Reykjavikur teygir sig nú nær 5 kílómetra frá Kvosinni og inn I Iöngaröa eins og langur og mjór áll. t slfkum miöbæ myndast engin stemmning.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.