Þjóðviljinn - 28.03.1976, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 28.03.1976, Blaðsíða 24
IGA AÐ VERA ÐLAÐANDI Ú MOÐVIUINN Sunnudagur 28. mars 1976 Viötal viö Þorbjörn Broddason borgarfulltrúa Biöskýliö á Hlemmi telja Abl-menn I borgarstjórn sér til tekna Fyrir skömmu var samþykkt i borgarsjórn tillaga Þorbjörns Broddasonar, borgarfulltrúa Alþýöubandalags, um aö hafnar skyldu viöræður við önnur sveitarfélög um samræmingu strætisvagnakerfa á höfuð- borgarsvæðinu. Þessar tillögur, segir Þorbjörn i byrjun þessa við- tals, hlutu góðar undirtektir hjá stjórn Strætisvagnanna og þessar viðræður munu senn hefjast. Erfiöur rekstur Þetta er sjálfsagt hagkvæmnis- atriöi eins og hver getur sagt sér sjálfur. En þróun i þessa átt leysir ekki þann vanda sem stærstur er: aö eftir þvi sem byggð þenst út, fjarlægðir aukast, hefur strætisvagnakerfið til- hneigingu til að dragast aftur úr þörfum og kröfum. Um leið og kvartanir aukast vegna þess að tapið á rekstrinum fari sivaxandi — en það er núna um 48% af út- gjöldunum. Þetta er m.a. tengt þvi, að nú er ekið lengra með hvern farþega : 0,31 km 1974 en 0,25 km árið 1968. Kerfið verður sifellt dýrara i rekstri, og það verður alltaf lengra i það mark sem sett var fyrir átta árum, að tekjurnar eigi að hrökkva fyrir reksturskostnaði vagnanna og borgarsjóöurgreiði ekki annað en fjárfestinguna. Hækkun Hvernig á að bregðast við þessu? Við alþýðubandalags- menn i borgarstjórn vorum á móti tillögunni um 25% hækkun á fargjöldum sem meirihlutinn hefurdamþykkt. Við töldum ekki réttlætanlegt að fara hærra en i 25% og tókum þá miö af þeim almennu kauphækkunum sem orðiö hafa hjá launafólki á einu ári. Þótt að rekstarkostnaður aukist enn meir finnst okkur það ekki forsvaranlegt að leggja þá hækkun á farþegana. Reiknum dæmiö öðruvísi Nú er það reiknað út að það þurfi aö borga um 200 miljónir króna á ári með strætisvögnunum og þetta finnst mönnum firnaleg upphæð. En ég held það sé hollt að reikna dæmið öðru visi og hafa þá undir allan kostnaö af umferð. Ef að það er rétt, að, hver einka- bfll kosti mjög verulega upphæð á ári i sliti á götum, þá sjáum við strax, að hver einstaklingur sem hættir að nota einkabil t.d. til að fara i vinnuna 260 daga á ári, og notar strætisvagna i staðinn, hann kemur með I búið ákveðinn sparnaö i viöhaldi á götum. Gróft reiknað má segja sem svo, að ef að 5000 manns — að meðaltali á hverjum degi — nota strætis- vagna i staðinn fyrir einkabila, þá eru komnar ófáar miljónir i sparnað á viöhaldi á götum — sú Strætisvagnar eru réttlætismál upphæð sem borguð er með strætisvögnunum nú hækkar að miklum mun. Og þessir 5000 menn mundu á ársgrundvelli ekki þýða nemasvosem 10% aukningu á fjölda farþega. Jafnrétti í umferð Ef við höldum áfram á þessari braut, þá má spyrja hvort það sé ekki einmitt skynsamlegt að þola jafnvel enn meiri halla á rekstri strætisvagna, ef að á hinn bóginn vaéri hægt að gera þá meira að- laðandi til notkunar, einkum með fjölgun ferða. 1 sumum skýrslum er um það talað, að 40 af hundraði þeirra sem þurfa að komast leiðar sinnar i borg hafi alls ekki tök á að nota einkabii. Þetta eru þeir sem eru of ungir eða of gamlir og ýmsir aðrir hópar. Það er mikið jafnréttismál að þessu fólki sé gertjjafnhátt undir höfði og þejm sem skjóíast um á einkabil. Það á kröfu á jafnhentugum farkosti. Gallar einkabíla Við þetta bætist svo, að sú þróun gerist allsstaðar, að þar sem fjölgun einkabila er látin afskiptalaus fer svo, að einka- bfllinn útrýmir sjálfum sér, með öðrumoröum: þegar tala bila er komin yfir ákveðinn fjölda hætta þeir að gegna hlutverki sinu, bilarnir tefja hver fyrir öðrum, sivaxandi hluti tima manna fer i að biða eftir þvi að komast áfram. Það er nauðsynlegt að leggja áherslu á þetta atriði vegna þeirra, sem halda að við séum að fjandskapast við þá sem fara i einkabilum. Þvi fer viðs fjarri. Málið er blátt áfram, að einka- bfllinn getur ekki leyst umferðar- vandann, það viðurkenna allir sem vit hafa á. Aövaranir Það má i þessu sambandi vitna til varnaðarorða borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna, Þóris Kr. Þórðarsonar frá 1968. Hann tók saman glöggskyggna álitsgerð um það, i hvert óefni væri stefnt ef ekki væri breytt um stefnu. Hann sagði þá m.a. „aukning bflafjölda hefur skapaö vandamál sem borgir grann- þjóðanna ráða ekki við nema með næstum ókleyfum fjár- festingum”. Þetta get ég alveg tekiðundir. Það má lika vitna til skýrslu sem danskt ráðgjafa- fyrirtæki segir i skýrslu sem það var beðið að gera fyrir borgina: A siðustu árum er flestum ljóst, að nauðsyn ber til að efla sterk- lega almenningsfarartæki bæði með tilliti til umhverfis, af félags- legum ástæðum og þegar lengra erhorft, þá e.t.v. af vistfræðilegri nauðsyn”. En hvað ber þá að gera? Fyrst og fremst verður að búa þannig að strætisvögnum að þeir séu raunverulegur valkostur, láta ekki þjónustu þeirra hnigna meö þeim hætti, að fólk sé bókstaflega hrakið upp i eigin bil hvað sem hann kostar. Úrræöi Þetta gerist með endurbótum á leiðarkerfi og með þvi að auka tiðniferða. Æskilegaster að vagn fari hjá á fimm minútna fresti svo aldrei þurfi lengi að biða. Ennfremur þarf aö bæta biðskýli osfrv. Nú hefi ég ekki handbærar tölur um það, hve mikið fé rót- tækar umbætur kosta — en við vitum að hver vagn kostar nokkrar miljónir. Það er von- laust að reikna dæmið þannig, að fyrirtækið beri sig. En það er sem fyrr segir hægt að reikna það öðruvisi— skoðá kostnaö við um- ferðina i heild og athuga hve mikið aukin notkun strætisvagna Vandi sem ekki verður úr leyst nema með næstum ókleyfum fjárfestingum. Framhald á bls. 22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.