Þjóðviljinn - 06.04.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.04.1976, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 6. april 1976. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 5 Áhugaleikhús er lífs máti fyrir marga Lennart Engström, varaforrnaður Alþjóða- sarnbands áhugaleikhús- ráðsins, og starfsrnaður Svenska riksteatern var hér á ferð fyrir helgina, og ræddi við forystumenn Bandalags íslenskra leik- félaga, og ráðarnenn í rnenntarnálaráðuneytinu, urn aukna þátttöku islenskra áhugaleikara í alþjóðlegu samstarfi á vegurn Áhugaleikhús- ráðsins, en i því eru nú 36 lönd. Þjóðviljinn ræddi við Engström um það sern efst er á baugi hjá Alþjóðasarnbandinu, um Svenska Riksteatern og ferð hans til islands. — Við í Alþjóðasambandinu berum mikla virðingu fyrir starfsemi áhugaleikhúsa á ís- landi og samtaka þeirra, Bandalagi isl. leikfélaga, sem Helga Hjörvar veitir forstöðu af miklum myndarskap. Við vilj- um gjarnan athuga möguleika á meiri þátttöku islendinga i al- þjóðlegu starfi okkar, og um það hef ég t.d. rætt við menntamáia- ráðherra ykkar og ráðuneytis- stjórana i menntamálaráðu- neytinu. Þar hefur fyrst og fremst verið um að ræða athug- anir á kostnaðarhliðinni. — Er eitthvað sérstakt á döf- inni hjá Alþjóðasambandinu hvað varðar fsland? — Við tökum þátt i að skipu- leggja alþjóðlega leikhúshátið i Dundalk á Irlandi nú i mai. Okkur hefur tekist að fá is- lenska þátttöku þar og erum mjög ánægðir með það. Skjald- hamrar Jónasar Árnasonar verða sýnd þar, og ég er viss um að það framlag verður mikils metið, þvi ég fór að sjá leikritið hér, og þótti mikið til koma. Þetta er i fyrsta sinn sem is- lenskt leikrit er sýnt á Bret- landseyjum og við mætum það mikils að sem flestir islendingar legðu leið sina á þessa hátið. Þeir sem það vilja ættu að snúa sér til Helgu Hjörvar og BIL og fá nánari upplýsingar um hátið- ina. Rætt við Lennert Engström, varaformann Alþjóða áhugaleikhús- ráðsins Að öðru leyti hefur komið til greina að efna til alþjóðlegra móta hér á landi. Þar er fyrst og fremst um að ræða árlega æsku- hátið, sem nefnist Theater International/Young People. Slik hátið verður haldin i Finn- landi i ár og þar hittist ungt fólk frá fjölmörgum löndum og er saman i viku við leik og starf. Nokkrir kunnir leikhúsmenn taka þátt i störfum með unga íólkinu. En eins og eðlilegt er verða heimamenn að taka tals- verðan þátt i kostnaðinum við svona hátið. Svo er þess að geta að 20. júni kemur hingað fjöldi fólks frá Norðurlöndum á námskeið um brúðuleikhús, sem haldið verð- ur i Reykholti. Áhuginn fyrir að koma hingað reyndist svo mikill að visa varð frá mörgum um- sóknum. Við vonumst einnig til að isl. hópur verði með á Al- þjóða áhugaleikhúshátiðinni i Monaco i ár, en þar verða 22 hópar viðsvegar að úr heimin- um. — En hvað um þátttöku is- lendinga i alþjóðlegu starfi á- hugaleikhússfólks? — Norræna áhugamannaleik- húsráðið, sem er undirdeild i Al- þjóðasambandinu, efnir til ráð- stefnu i Falkenberg i Sviþjóð i lok þessa mánaðar, þar sem fjallað verður um menntunar- mál áhugamannaleikhússins. Gert er ráð fyrir þvi að þar verði um 6 til 7 islendingar. Þarna á að reyna að komast að niðurstöðu um hvað leggja á á- herslu i framtiðinni i þessum efnum. Sjálfurætla ég að hreyfa þeirri hugmynd þarna að stofn- aður verði norrænn leikrita- banki, sem nyti stuðnings frá Norræna menningarsjóðnum til þýðinga og dreifingar á leikrit- um. — Hvernig og að hverju starf- ar Alþjóða áhugaleikhúsráðið helst? — t Alþjóðasambandinu eru nú 36 riki frá Japan til Banda- rikjanna og Gambiu til Islands. Sambandið er fátækt og getur þvi ekki haft mikið umleikis. Við reynum þó að skapa mögu- leika fyrir áhugaleikhúsfólk að hittast og læra af hvert öðru. Ahugaleikhúsið hefur ekki bara listrænt gildi fyrir fólk. Fyrir mörgum hefur það orðið lifs- máti. Þessvegna getur áhuga- leikhúsið orðið leið til þess að fólk eignist uppbyggilega og skapandi tilveru. Um þessar mundir leggjum við áherslu aðallega á tvennt. Annarsvegar er það leiktúlkun i skólum, „drama i skolan”. Enn hefur ekki verið fundin upp betri aðferð til þess að kenna börnum en með leiktúlkun. Með þvi að gefa þeim kost á að skapa sjálf út frá og i tengslum við náms- efnið verða þau virkari þátttak- endur og ólikt áhugasamari en i hefðbundnu námi. Nú nýlega varð Alþjóða leik- húsráðið aðili að UNESCO og gefur það færi á að fá styrk til þess að framkvæma ýmis á- hugamál.Tildæmis hefur okkur dottið i hug að senda leikhóp i fótspor Danilo Dolcis, rithöf- undarins og umbótamannsins, sem reynthefur að þróa aðferð- ir til þess að kenna fátæklingum á Sikiley að „bjarga sér sjálf- um”. Hugmyndin er að hópur- inn deili lifskjörum með þessu fólki, lifi og starfi og túlki ásamt heimamönnum lifsbaráttu þeirra á leikrænan hátt. Þetta má þó ekki verða á þann veg að kennslutilhneigingar verði ráð- andi, heldur er fyrst og fremst hugsað um vixlverkan og þátt- töku, sem hugsanlega leiðir af sér listrænan árangur. Með þessu móti má setja áhugaleik- hús i félagslegt samhengi, þar sem það hefur þýðingu i menn- ingarlifinu og tilgang. Ég er viss um að áhugaleikhúsið mun þró- ast æ meir i þá átt að heimafólk tekur fyrir sin eigin vandamál og notar sviðið sem umræðu- vettvang. — Sænska rikisleikhúsið er stundum kallað stærsta leikhús Evrópu. Segðu okkur að end- ingu litillega frá þvi. — Já, Svenska riksteatern er stærsta leikhús i Evrópu. Það er umferðarleikhús sem hefur milli fjögur og fimm þúsund sýningar árlega og fjölmarga leikflokka á sinum snærum sem eru á sifelldu ferðalagi, um allt landið. Um áttatiu prósent af sýningunum „framleiðir” leik- húsið á eigin vegum, en kaupir afganginn og sér um að koma þeim á framfæri. Þetta á við um atvinnuleikhúshliðina á Svenska riksteatern. Það rekur þó lika umfangsmikla starfsemi fyrir áhugahópa. Isamvinnu við ein tiu fræðslusamtök alþýðu i Sviþjóð. Þetta er fyrst og fremst þjónustustarfsemi og er ég á- byrgur fyrir henni. Höfuðá- herslan er lögð á menntun leið- beinenda og allskonar nám- skeið. önnur þjónusta er lika veitt. Til dæmis er starfsfólk Riksteaterns oft lánað til á- hugaleikhúsa sem leikarar, eða sem sérfræðingar i einu eða öðru, og einnig sem kennarar. Þá gefum við upplýsingar um leikrit og dreifum þeim. Og einnig er reynt að útvega leik- muni og búningi o.s.frv. — Og lokaorð? — Ég vil að endingu endur-* taka þakklæti mitt til BIL fyrir frábært framlag þess, sérstak- lega til norrænu samvinnunnar, og efnahagslegan stuðning við Alþjóða leikhúsráðið, og ég er þess fullviss, að starfsemi þess, eins og hún hefur þróast, mun visa veginn fyrir aðra innan okkar sambands. —ekh Vestur—Þýskaland: Enn ein ný löggjöf gegn vinstri sinnum Eftir áramótin i vetur var i vestur-þýska sambandsþinginu einróma samþykkt frumvarp til laga um bann við þvi að lýsa ofbeldisathöfnum og annarri vaidbeitingu i rituðu máli. Nýju lögin beinast gegn starfsemi vinstri sinnaðra hópa og útgáfu - fyrirtækja á þeirra vegum i Vestur-Þýskalandi. Formaður rithöfundasambandsins, jafnaðarmaðurinn Dicter Latt- mann, fordæmdi lögin harðlega i þingræðu, en neyddist þó til að greiða lögunum atkvæði, svo þungt var á hann lagst i þing flokki jafnaðarmanna. I lögunum eru undantekningar- ákvæði um það að óhegnt megi lýsa ofbeldi ef það er gert i lista- verkum og i visindaritum svo og i blaðamennsku og frásögnum af daglegum viðburðum. Að öðru leyti er athæfið refsivert og liggur við allt að 3ja ára fangelsi. Bent er á að það er hlutverk dómstólanna að skera úr um það hvenær ritað mál telst list og hve- nærekki. Þetta óttast rithöfundar og hlakka ekki til að lenda á saka- mannabekk frammi fyrir dóm- urum sem setið hafa i embætti siðan á velmektardögum Hitlers. Lögin geti þvi hæglega bitnað á viðurkenndustu höfundum I þvi sambandi hefur Heinrich Böll verið nefndur og sú bók sem hann samdi gegn ofsóknum hægri blað- anna gegn vinstri hópum, „Týndur heiður Katrinar Blúm.” Vogel dómsmálaráðherra skýrði lögin svo fyrir þingheimi i Bonn: Það verður að stemma stigu gegn ofbeldinu, einnig þeim undirbúningi sem klæddur er i orð og verkar sem aðstoð við vald- beitingu i pólitiskum skoðana- skiptum Pólitisk barátta án vald- beitingar er höfuðatriði i lýðræðislegu réttarriki. Sá sem leitast við að spilla þessu grund- vallar samkomulagi i þjóð- félaginu, færir okkur nær hnefa- réttinum. I samræmi við þessa skýringu dómsmálaráðherrans er það i þungamiðju laganna að ekki megi mæla fyrir valdbeitingu. „Mælt - er fyrir ofbeldisverknaði þegar honum er lýst sem velkomnum og óhjákvæmilegum eða þó ekki sé nema liklegum”. öll valdbeiting lögð að jöfnu Spyrja má hvort nokkuð sé alvarlegt við það að banna ofbeldislýsingar, er það nokkuð óeðlilegt i landi þar sem fólk man ennþá eftir ofbeldisdýrkun nas- ista? Og er ekki bara verið að hnykkja á ákvæðum sem þegar eru i lögum? A vissan hátt er þetta rétt. Það hefur tam. verið bannað siðan i striðslok að lofsyngja ofbeldi i rit- verkum. Það var refsivert að lýsa ofbeldi sem haft væri i frammi við fólk á ruddalegan og annan ómannlegan hátt Á sama hátt og það var ólöglegt að æsa til kyn- þáttahaturs. Munurinn er sá að samkvæmt nýju lögunum eru hinir takmark- andi þættir numdir úr gildi. Sú valdbeiting sem nú er refsivert að lýsa þarf ekki að vera ruddaleg, og auk þess þarf þessi valdbeiting ekki að koma fram við fólk, heldur nægir að annarsvegar séu dauðir hlutir. Gegn verkföllum Þessi útvikkun á valdbeitingar- hugtakinu hefur i för með sér miklar hættur. Það verður refsi- vert að auglýsa rit sem falla undir ákvæði laganna, refsivert að dreifa þeim, sýna þau opin- berlega. versla með þau, jafnvel einnig að hafa þau á aðgengi- legum stað i sinni eigin bókahillu! Lögin geta einnig takmarkað athafnasvið almannasamtaka og gert þeim ókleift að vinna að viðurkenndum markmiðum. Dæmi er tekið af aðgerðum þorpsbúa i Whul gegn kjarnorku- veri sem áformað var að byggja þar. Þeir gerðu sér litið fyrir og tóku byggingarsvæðið á sitt vald svo að ekki væri unnt að hefja framkvæmdir. Þetta gæti nú vart endurtekið sig nema með miklum eftirmálum þvi að nýju lögin leggja blátt bann við þvi að prent- aður sé minnsti seðill þar sem stungið væri upp á þvilikum aðgerðum eða um þær rætt i jákvæðum tón. Hvatning til setuverkfalls getur á sama hátt orðið ólöglegt ef hægt er að sýna fram á að af þvi stafaði eitthvert tjón á munum eða öðru hlutkenndu. tam. framleiðslu. Hægri bylgja Rikisstjórn jafnaðarmanna og frjálslyndra er að undirbúa sig undir þingkosningar að hausti komanda og nú er um að gera að sýna að hún vilji efla „lög og rétt”. Þessvegna flytur hún svona lagafrumvarp. enda lá fyrir sviðað frumvarp frá kristilegum sem nú eru i stjórnarandstöðu. Svo virðist vera sem stóru flokk- arnir vilji allir láta hægri strauma halda sér uppi. Óvissa i efnahagsmálum er önnur orsök til þess að yfirvöldin vilja ýta undir imyndanir um óvini þjóðfélagsins til þess að Framhald á bls. 14.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.