Þjóðviljinn - 06.04.1976, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 06.04.1976, Qupperneq 6
« StÐA — ÞJÓDVILJÍN'N Þriðjudagur 6. april 1976. Kambodja Síhanúk segir af Seni Pramoj bar sigurorð af bróður sinum Kukrit i kosn- ingunum i Thailandi og vcrður væntanlega arftaki hans i stjórnar-forys tu. Thailand Stjórnin féll í kosn- ingum Bangkok 5/4 reuter — Þing- kosningar fóru fram um helgina i Thailandi. Þar urðu þau óvæntu úrslit aö forsætisráðherra landsins, Kukrit Pramoj féll i kjördæmi sinu og komst þvi ekki aftur á þing. Ötviræður1 sigurvegari kosning- anna var eldri bróðir forsætis- ráðherrans, Suni Pramoj, en flokkur hans sem var stærstur flokka á þingi jók forystu sina. Hlaut flokkur Sunis, Sósialdemó- kratar, 115 sæti af 279 á þinginu. Þrátt fyrir nafnið segir i frétta- skeytum að fiokkurinn sé ,,hóf- samur ihaldsflokkur” Hangkok 5/4 rcuter — Norodom Sihanúk prins i Kambodju hefur sagt af sér embætti sem þjóðar- leiðtogi lands sins. Þetta var til- kynnt i útvarpssendingu frá Pnom Penh þar sem prinsinn og Khieu Samphan aðstoðarfor- sætisráðherra ávörpuðu þjóðina. Samphan sagði að Sihanúk hefði beðiðum lausn frá embætti „til þess að helga tima sinn fjöl- skyldulifinu”. Hefði rikisstjórnin orðið við beiðni hans með harm i huga. Sihanúk fengi 8 þúsund dollara á mánuði i lifeyri frá rikinu og myndi lifa eins og aldr- aður leiðtogi sem hefur dregið sig i hlé. Sihanúk sagðist hafa ákveðið það fyrir sex árum eftir að honum var steypt af stóli af leppum bandarikjastjórnar að „draga sig algerlega og endanlega i hlé frá stjórnmálum” þegar valda- ræningjunum hefði verið ýtt i burtu og nýtt byltingarskeið hafið i landinu. Kvað hann allar óskir sinar hafa ræst þegar hersveitir Norodom Kihunúk fyrrum þjóðar- leiðtogi Kambodju. sér rauðu khmeranna báru sigurorð af leppstjórn Lon Nols fyrir ári. SJhanúk kvaðst myndu verja Kambodju og málstað þess hvar sem væri og fyrir hvers kyns árásum. Afsögn Sihanúks verður tveim vikum eftir að kosið var til fuiltrúaþings alþýðunnar i Kam- bodju. Vestrænir fréttamenn búast við þvi að i kjölfar hennar muni fylgja mikilvægar ákvarð- anir, þám. að þingið skipi nýja stjórnog forsætisráð sem taki við hlutverki Sihanúks. Fylkiskosningar í Vestur-Þýskalandi Hægriöflin unnu á Bonn 5/4 reuter — Um helgina var kosið til fylkisþings i Baden-VVurtemberg i Vestur-Þúskalandi. Kristilegir demókratar höfðu fyrir hreinan meirihluta á þinginu en juku samt við hann i kosningunum. Stjórnarflokkarnir töpuðu báðir fylgi- Endanleg úrslit kosninganna urðu þessi (tölur frá kosningunum 1972 i svigum): Kristilegir demókratar 56.7% atkvæða (52.9%) og 71 þingsæti (65), Sósialdemókratar 33.3% (37.6%) og 41 þingsæti (45), Frjálsir demókratar 8.9% (7.8%) og 9 þingsæti (10). Kristilegir unnu þvi 3.8% en stjórnarflokkarnir töpuðu 5.4% samanlagt. Niu flokkar til við- bótar buðu fram en engum þeirra tókst að ná þvi eina prósenti sem þarf til að koma manni að. Þessi kosningaúrslit eru mikið áfall fyrir stjórn Helmuts Schmid. Kosningar verða til sambandsþingsins i Bonn 3. október nk. og ef þróunin verður svipuð og i þessum kosningum tapar hún meirihluta og kristi- legir taka við stjórnar- taumunum. Fyrirfram var talið að þessar kosningar gæfu skýra vis- bendinguum úrslit kosninganna ihaust. Þær fóru fram i skugga efnahagslegs samdráttar og mikils atvinnuleysis. Baden-Wurtemberg er mikið iðnaðarhérað og þvi má ætla að verkalýðsfylgi sósialdemókrata hafi hrökklast frá þeim vegna ástandsins. Enda töpuðu þeir fylgi i mörgum borgum sem þeir stóðu traustum íótum 1972. Þær raddir hafa einnig orðið æ háværari innan miðflokksins Frjálsir demókratar um að samstarfið við sósialdemókrata sé orðið flokknum fjötur um fót og nær væri fyrir hann að opna þá glugga sem snúa til hægri. Eftir þessi úrslit má búast við að þessum öflum vaxi fiskur um hrygg innan FDP. Bretland Callaghan forsætisráðherra Talið er vist að Suni Pramoj verði falið að mynda nýja stjórn. Mun hann eflaust leita til annarra ihaldsflokka ogeru Þjóðarflokkur Thailands (Chart Thai) með 56 þingsæti og Félagslegi réttlætis- fiokkurinn með 28 þingsæti taldir liklegastir til samstarfs. Kosningarnar eru mikið áfall fyrir Félagslega framkvæmda- flokkinn sem Kukrit er formaður fyrir. Hann tapaði stjórnarforyst- unni, nokkrum þingsætum og sennilega formanninum þvi Kukrit kvaðst hafa það til alvar- legrar ihugunar að draga sig alveg i hlé frá stjórnmálunum. Stjórn hans var samsteypu- stjórn sjö flokka og gekk sam- starfið heldur stirðlega, einkum upp á siðkastið. Vegna óeiningar- innar innan stjórnarinnar ákvað Kukrit að slita störfum þingsins og efna til nýrra kosninga þótt að- eins 15 mánuðir hafi verið liðnir af kjörtimabili hans. Ástæðan fyrir falli Kukrits er talin vera óánægja hersins og hægri aflanna með samninga hans við Bandarikin um að þau verði á brott með allan sinn her- styrk úr landinu og svo sundur- lyndið innan stjórnarinnar sem gerði honum oft erfitt fyrir. London 5/4 reuter — Eins og viö hafði verið búist varð James Callaghan utanrikisráðherra hlut- skarpastur í kosningum Verkamannaflokksins um formann og um leið for- sætisráðherra. Hann hlaut 176 atkvæði í þriðju og síð- ustu umferð kosninganna en Michael Foot atvinnu- málaráðherra hlaut 137. Sigur Callaghan varð meiri en menn höfðu ætlað. Hann bætti við sig 35 atkvæðum frá annarri um- ferð en Foot aðeins fjórum. Samt sem áður er litið á árangur þess siðarnefnda sem áþreifanlegan vott um það hve öflugur vinstri- armur flokksins er orðinn. Með honum hefur Foot tryggt sér mik- il áhrif á stefnu flokksins í fram- tiðinni. Að úrslitunum fengnum til- kynnti Callaghan að hann færi þess á leit við Denis Healey að hann fari áfram með embætti fjármálaráðherra með „fullt um- boð til að ganga að verðbólgunni dauðri.” Healey hefur verið harð- lega gagnrýndur af vinstrimönn- um i flokknum. A morgun, þriðju- dag, á hann að leggja fram á þingi frumvarp til nýrra fjárlaga. Callaghan hvatti flokksmenn Lissabon 5/4 reuter — Hiti er nú farinn að færast i kosningabarátt- una i Portúgai en þær eiga að fara fram 25. april nk. þegar tvö ár vcrða liðin frá þvi herinn tók völdin í landinu. sina til að standa saman og átaldi jafnframt „klikumyndanir” inn- an flokksins. Þar á hann við Tri- bune-hópinn sem/«r mjög áhrifa- rikur á vinstri kantinum og sam- tök hægrimanna sem nefna sig Manifestohópinn. Það er ekki glæsilegt þjóðfé- lagsástand sem blasir við hinum nýja forsætisráðherra, þeim 50. i sögu Bretlands. Sterlingspundið Til átaka kom á eynni Madeira i gærkvöldi og særðust tveir menn skotsárum. Lögreglan beitti tára- gasi þegar mannfjöldi réðst með grjótkasti á útifund sem hinn ihaldssami Miðdemókrataflokkur hefur aldrei lotið lægra á gengis- töflum, verðbólgan hamast, at- vinnuleysi er meira nú en um áratugaskeið og iðnaðurinn er i miklum öldudal. Callaghan var samt bjartsýnn i dag og sagði að ef flokkurinnstæði einhuga að baki stjórn hans væri engin þörf á að efna til nýrra kosninga fyrr en árið 1979 þegar kjörtimabilið rennur út. efndi til. Einnig særðust margir i átökum sem urðu viðsvegar um meginlandið um helgina. Allir flokkarnir sem bjóða fram til þings — 14 að tölu — hugðust efna til kosningafunda hér og þar um landið i kvöld og óttuðust menn að til átaka kæmi. Costa Gomes forseti lýsti þvi yfir sl. föstudag fyrir hönd bylt- ingarráðs hersins að kosninga- baráttan væri formlega hafin. Kvað hann kosningarnar eiga að vera algerlega frjálsar og myndi hernum verða beitt til að tryggja það. Það hefur farið i taugarnar á mið- og hægriöflum landsins að i stjórnarskrá sem landinu var sett á föstudaginn segir að Portúgal skuli verða sósialiskt riki og völd verkalýðs tryggð. Óttast ýmsir vinstrimenn að hægrimenn hyggi á aðför að stjórn landsins i þvi skyni að ,,má burt orðið sósial- ismi” eins og einn komst að orði. 1 kosningunum bitast 14fIokkar um 250þingsæti. 1 skoðanakönnun sem birt var i Lissabon i gær er þvi spáð að sósialistar hljóti mest fylgi, fast á hæla þeirra komi lýð- demókratar, þá miðdemókratar og að kommúnistaflokkurinn verði sá fjórði stærsti i landinu. Fréttaritið TIME: ísrael á kjarnasprengjur Washington 5/4 reuter ntb — Bandariska vikuritið Time skýrir frá þvi í dag að israelar liafi i upphafi oktöberstriðsins 1973 haft til reiðu 13 kjarnorku- sprengjur svipaðar að stærð og þær sem grönduðu japönsku borgunum Hiroshima og Naga- saki árið 1945. Að sögn blaðsins voru sprengjurnar settar saman á fyrstu 78 klukkustundum striðs- ins i miklum flýti. Þá höfðu egyptar komið israelska hernum i opna skjöldu við Súes- skurð og sýrlendingar sóttu af miklum þunga niður hliðar Gólanhæða. Fyrstu dagana biðu israelar mikið afhroð i striðinu og að sögn blaðsins gaf Golda Meir þáverandi forsætisráöherra skipun um samsetninguna eftir að Moshe Dayan þáverandi varnarmálaráðherra hafði gefið henni skýrslu um dapurlegt ástand á vigstöðvunum. Að sögn Time voru sprengj- urnar settar um borð i flugvélar sem biðu þess albúnar að fara með þæri loftið og varpa þeim á óvinaherina. Aður en til þess kom tókst israelum að rétta hlut sinn á vigstöðvunum og stöðva sókn óvinaherjanna. — Þá voru sprengjurnar 13 flutlar i vopnabúr i Sinaieyði- mörkinni þar sem þær eru enn i dag tilbúnar til notkunar, segir Time. Þeirra erstranglega gætt ogað sögn blaðsins reyndu isra- elar eitt sinn að skjóta niður bandariska njósnaflugvél sem nálgaðist geymslusvæðið. Sprengjunum má skjóta frá orrustuþotum af gerðunum Phantom og Kfir og einnig má koma þeim fyrir i Jerico eld- flaugum sem israelar smiða. Israelsir embættismenn visuðu frétt blaðsins á bug i dag og kváðu hana vera hugarburð, tsrael væri ekki kjarnorkuriki og myndi aldrei verða fyrst til að beita slikum vopnum i striði. Þetta er þó ekki i fyrsta sinn sem fréttir berast af israelskum kjarnorkuvopnum þvi i fyrra báru CIA-agentar það við yfir- heyrslur að israelar ættu 10-20 slikar sprengjur i fórum sinum. Portúgal Kosningabaráttan hafin

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.