Þjóðviljinn - 06.04.1976, Page 7

Þjóðviljinn - 06.04.1976, Page 7
Þriðjudagur 6. april 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Athugasemd frá BHM: Enginn endnrskoðun arréttur fylgi sanrn- ingsrétti BSRB Vegna takmarkaðs frétta- flutnings rikisfjölmiðlanna undanfarið um samninga- viðræður opinberra starfsmanna og rikisins um samningsrétt, telur Bandalag háskólamanna nauðsynlegt, að eftirfarandi komi fram: BHM hefur frá þvi i nóvember s.l. átt viðræður við samnings- réttarnefnd rikisins um samningsrétt opinberra starfs- manna. Slitnað hefur upp úr þessum viðræðum. Meginorsök þess er sú, að BHM telur að drög þau, sem samkomulag hefur orðið um milli BSRB og rikisins séu óaðgengileg og feli i heild ekki i sér framför frá núgildandi lögum. Helstu gallar þessa samkomu- lags eru eftirfarandi: Samningstimi er lögbundinn. Gert er ráð fyrir, að hann verði mjög langur eða tvö ár og er aug- ljóst, ef litið er á þróun siðustu árin, að slikt er nánast ófram- kvæmanlegt nema tryggður sé einhver endurskoðunarréttur á samningstimabilinu, Slikan endurskoðunarrétt hafði samningsréttarnefnd rikisins boðið, en féll siðan frá þvi tilboði á siðustu stundu. Þá var gert ráð fyrir, að mjög fjölmennur hópur hefði ekki verk- fallsrétt og auk þess heimilt að svipta enn fleiri þeim rétti, ef þurfa þætti. Hefðu þannig heil félög innan BHM nánast verið án þeirra réttinda, sem um var verið að semja. Enn eb i samkomulaginu gert ráð fyrir skerðingu á lifeyrissjóði opinberra starfsmanna. Loks er endurskoðun laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna frestað, en það er eindregin skoðun BHM, að nauð- synlegt sé að endurskoða þau lög um leið og lög um kjara- samninga. Núgildandi lög um kjara- samninga opinberra starfsmanna munu þvi fyrst um sinn gilda um félagsmenn BHM, en samninga- viðræður um lagasetningu um samningsrétt þeirra verða væntanlega teknar upp fljótlega. Öryrkja banda- lagið veitir lögfrœðilega þjónustu öryrkjabandalagið hefur opnað skrifstofu á 1. hæð i tollhúsinu við Tryggvagötu i Reykjavik. Skrifstofunni er ætlað að veita öryrkjum aðstoð i lögfræðilegum efnum og verður fyrst um sinn opið kl. 10—12 fyrir hádegi. Halldór S. Rafnar veitir umrædda þjónustu. Ráðleggingar og smærri fyrir- greiðslur eru veittar ókeypis, en ef um málarekstur fyrir dóm- stólum verður að ræða þarf að semja við Halldór um greiðslur. Simi skrifstofunnar er 26405. Umboðsmenn Þjóðviljans sjá um að dreifa blaðinu hver i sinni byggð, annast innheimtu áskriftargjalda, gera upp við blaðsölu- staði. Nýir áskrifendur gjöri svo vel aðsnúa sér til þeirra. UMBOÐSMENN ÞJÓÐVILJANS Umboðsmenn Þjóðviljans á Norðurlandi vestra BLÖNDUÓS Sævar Snorrason Hliðarbraut 1 s. 4122,4270 HOFSóSGisli Kristjánss. Kárastig 16 s. 6341 SAUDAIÍKRóKURHrefna Jóhannesd. Freyjugötu 21 s. 5174 SIGLUFJöRÐURHlöðver Sigurðss. Suðurgötu 91 s. 71143 Umboðsmenn Þjóðviljans á Norðurlandi eystra AKUREYRiHaraldur Bogason Norðurgötu 36 s. 11079 DALVIK Hjörleifur Jóhannss. Stórhólsv. 3 s. 61237 HRÍSEY Vilhjálmur K. Guðjónss. Sólvallag. 3 s. 61739 HÚSAVIK Sigmundur Eiriksson Uppsalav. 30 s. 41572 óLAFSFJöRÐURAgnar Viglundss. Kirkjuv. 18 s. 62297, 62168 RAUí'ARHöFNAngantýrEinarss. skólastj. s. 51125 GESTIR Hvað, sagöi ég ekki? Þau eru Það erum bara viö, mamma. Alfred vildi koma með á endanum. reið okkur cnn. Jú, vist höfum við sést áður, ég gleymi aldrei kjól sem ég sé einu Þetta var rétt hjá þér, mamma, sinni. hún er ekki enn búinn að búa um rúmin... Forritun Skýrsluvéladeild Sambandsins óskar eftir að ráða starfsmann til forritunar- starfa. Fjölbreytt viðfangsefni á sviði nútima tölvuvinnslu. Þekking á ein- hverju eftirtalinna forritunarmála æskileg: RPGII — COROL — Assembler. Umsóknir sendist starfsmannastjóra fyrir 10. april n.k. og verður farið með þær sem trúnaðarmál. Starfsmannahald ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA L-____________-_____________________Lá F ramreiðslumenn Aðalfundur félags framreiðslumanna verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 7. april kl. 14.30 að Óðinsgötu 7. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Stjórnin Sjúkraliðar Aðalfundur Sjúkraliðafélags íslands (SLFÍ) verður haldinn miðvikudaginn 7. april 1976 i Lindarbæ. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Lagabreytingar 3. önnur mál. Mætið öll vel. Stjórnin ÚTBOÐ Tilboð óskast i að byggja og gera fokhelt dvalarheimili aldraðra á Dalvik (Rúmmál fyrsta áfanga er ca. 7000 rúm- metrar). Útboðsgögn verða afhent hjá undirrituðum og á teiknistofu Karls-Erik Rocksén Skipholti 1, Reykjavik gegn 20.000 kr skilatryggingu. Tilboð verða opnuð hjá undirrituðum fimmtudaginn 29. april kl. 14.00 Verkfræðistofa Daviðs Arnljótssonar Stórhólsvegi 4, Dalvik, simi 96-61334 * 1 Innilegar þakkir vottum við öllum þeim sem sýnt hafa samúð og vinarhug i veik- indum og við fráfall Jóhanns Ó. Eliassonar húsgagnabólstara Hulda Guðmundsdóttir og fjölskylda. ——■■ i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.