Þjóðviljinn - 25.04.1976, Síða 5
Sunnudagur 25. aprn 1976 þjóÐVILJINN — SIÐA 5
Seinni hlutinn af Emanueile auglýstur i Paris — Giscard fann upp
auðlindaskatt.
Sigurför
klámsins
Kláingata i San Fransisco; áður var hneykslast á hinni sósial-
demókratisku spiliingu á Norðurlöndum.
Mótmælafundur gegn klámi i Los
Angeles
Mafian átti fatafellustaðina, nú
leggur hún undir sig klámkvik-
myndirnar.
Þeim borgum og löndum
hefur fjölgað mjög ört á
undanförnum árum þar
sem klám ýmislegt er
leyft: í prentaðri frásögn
fyrst, þá á Ijósmyndum,
síðan kvikmyndum og „lif-
andi sýningum", m.ö.o.
opinberum samförum i þar
til innréttuðum klúbbum.
Og um leið og ein bann-
helgi eftir aðra hefur verið
brotin niður, hafa margir
gerst langleitari, jafnvel
þeir sem telja að klám sé í
sjálfu sér ósköp meinlaust
til einkabrúks eru orðnir
leiðir á því að fá ekki að
vera í friði fyrir klámi.
Sem sagt: liðnir eru þeir dagar
þegar Kaupmannahöfn og
Amsterdam voru taldar mjög
freistandi borgir fyrir klámfúsa
ferðalanga úr Ameriku eða úr
hinni kaþólsku Suður-Evrópu.
Eitt af þvi sem Giscard forseti
gerði i Frakklandi var að aflétta
banni á klámmyndum — um leið
og hann fann það snjallræði að
leggja sérstakan skatt á slikar
kvikmyndir. Gárungar segja, að
þar hafi frakklandsforseti fundið
þann auðlindaskatt sem aldrei
bregðist.
Hin bandariska
bylting
Ekki sist hafa róttækar
breytingar orðið i Bandarikjun-
um. Þar voru lengi i gildi lög og
samþykktir, runnin undan rifjum
kvenfélaga og trúfélaga margs-
konar, sem var ekki aðeins stefnt
gegn þvi sem almennt telst
klám. heldur fyrirskipuðu þessar
reglur beinlinis margskonar
tepruskap og hræsni i meðferð
ástamála. Menn muna vel þá tiö,
þegar ekki var i Hollywoodkvik-
myndum leyft aö sýna karl og
konu i svefnherbergi (jafnvel þótt
þau ættu að heita gift) nema að
náttborð væri á milli rúma
þeirra. Þetta var allt að fyrir-
skipan siðgæðisvarða. Það var af
sömu sökum, að merkar skáld-
og bakþankar
um skaðsemi
þessa mesta
gróðavegar
viöskiptalífsins,
klámiðnaðarins
sögur eftir D.H. Lawrence og
James Joyce komust ekki inn i
Bandarikin, nema þá sem smygl-
varningur.
En nú er semsagt önnur öld.
Allar meiriháttar borgir eiga sér
nú götur og hverfi þar sem úir og
grúir af útsölustöðum klám-
iðnaðarins, og i mörgum tilvikum
leitar þessi sölumennska út fyrir
„rauða” hverfið og reynir að
koma sér fyrir út um allar trissur
rétt eins og bakarl eða tóbak-
sjoppur. 780 kvikmyndahús. sum
stór og glæsileg, gera ekkert
annað en að sýna „harðar” klám-
myndir allan ársins hring. Til
dæmis um „félagslegan móttæki-
leika” klámsins er það nefnt, að
sumir þeir folar sem þykja bera
af i leik i klámmyndum eiga sér
tugi aðdáendaklúbba um allt
land, rétt eins og áður höfðu
hollywoodstjörnur eða poppkóng-
ar.
Firnalegur gróði
Þetta hefur gerst vegna þess að
lög hafa verið rýmkuð aðimiklum
mun, og þau lagaákvæði sem enn
mætti beita til að hefta klámið að
nokkru eru svo óljós, að flest mál
sem höfðuð eru, daga einhvers
staðar uppi. En að sjálfsögðu flýt-
ir það mest fyrir útbreiðslunni að
gróðinn af klámiðnaðinum er
gifurlegur, og er hann talinn vera
núna a.m.k. 2.000 miljónir dollara.
Átta millimetra klámkvik-
myndir, sem kostar einn til tvo
dollara að framleiða (eintakið)
eru siðan seldar á 16 dali, og getur
hver sem er reiknað út ágóðapró-
sentuna. Gægjumaskiria', sem
sýnir þeim forvitna tvær minútur
af klámi fyrir 25 sent, eða tólf
minútur fyrir 1,50 dollara, getur
skilað 10 þúsundum dollara á ári
(1,7 miljónum króna) — og i flest-
um klámsjoppum eru nokkur
stykki af slikum vélum. Lengri
klámmynd til sýninga i kvik-
myndáhúsi er hægt að gera fyrir
15—50 þúsundir dollara, en
hagnaður getur skipt miljónum.
Og iðnaðurinn vex og vex. Feðg-
ar, sem stofnuðu litla fabrikku
fyrir tiu árum, sem framleiðir
gervityppi allskonar, hafa nú
framleitt um fimm miljónir
stykkja og salan á þeim og öðrum
kynferðisvarningi hefur aukist
um 27% á hverju ári. Og nú er
farið að leggja miklu meira i
leiknar klámmyndir en fyrr, hálf
miljón dala var t.d. lögð i mynd
sem heitir.náttúrlega, Sódóma og
Gómorra
Eins og að likum lætur er Mafi-
an komin i þetta spil. Hún átti hér
áður fyrr nektardansstaði og
nuddstofur, en er komin á kaf i
klámkvikmyndirnar, eins og bú-
ast mátti við þegar um svo arð-
vænlega iðngrein er að ræða.
Gagnsemi kláms?
Um leið og þessu öllu fer fram
harðna mjög kappræður um það,
hver séu eiginleg áhrif kláms á
neytendur þess. Lagagreinár
ýmsar hafa verið mildaðar, m.a.
vegna umsagna sálfræðinga og
annarra sérfræðinga, sem telja
klám skaðlaust til privatbrúks, og
jafnvel gagnlegt að vissu marki.
Það er t.d. um það talað, að
klám geti verið einskonar
öryggisventill á hættulegar til-
hneigingar, og uppbót fyrir þá
sem eru dæmdir til að „tapa i
kynferðisleiknum” — þá sem
feimnir eru, ófriðir, örkumla
osfrv. Ýmsir þeirra, sem. hafa
þann starfa að veita fólkí ráð-
leggingar um kynferðismál, segj-
ast hafa hjálpað mörgum hjónum
sem áttu i erfiðleikum, vegna
þess að hún eða hann voru hrædd
við kynferðislifið, með þvi að
syna þeim klámmyndir. Þær
brytu niður ýmsar hömlur og
sannfærðu fólkið um að fleira
væri eðlilegt og sjálfsagt i kynlifi
en það hafði áður talið.
Kvalalosti
En nú kemur að andófi gegn
klámi. Margir benda á það, að
eftir þvi sem klámiðnaðurinn
brýtur niður fleiri bönn, eftir þvi
verði áherslur allar ógeðfelldari
og háskalegri. Sifellt fer fjölgandi
kvikmyndum og blöðum, sem
sýna samfarir við dýr, eða þá
börn, en einkum og sérilagi
magnast það klám, sem tengir
kynhvötina ofbeldi, kvalakosta.
Margir þeirra sem fylgjast með
þróuninni telja, að klámiðnaður-
inn sýni i vaxandi mæli og magni
fjandskap aðila kynferðislegs
sambands. Þetta kemur einkum
og sérilagi fram i kvikmyndum
þar sem karlar, oft hópum
saman, nauðga og misþyrma
konum á ýmsan hátt, og kannski
lýkur þeirri undarlegu skemmtan
með þvi, aö konan er brytjuð i
spað með ferlegasta hætti. Það
bætir gráu ofan á svart, segir jafn-
réttisfólk, að jafnan er svo látið i
þessum kvikmyndum sem konur
hafi alveg sérstaka ánægju af þvi
að vera pindar og auðmýktar.
Og menn halda áfram að
spyrja: ef „venjulegar” klám-
myndir geta hjálpað hversdags-
fólki til að viðurkenna kynhvöt
sina og telja hana sjálfsagða —
„Nú þurfum við ekki lengur að
geta kvalalostamyndirnar þá
ekki allt eins (i staðinn fyrir að
vera öryggisventill á þá sem hafa
tilhneigingar i þá átt) orðið eins-
konar hvati á þá? Sannfært þá um
að þeirra tilhneigingar séu einnig
sjálfsagðar til framkvæmdar?
Þaö kann að reynast erfitt að
sanna eitthvað óumdeilanlega i
þessum efnum. En hitt vita
menn, að þegar t.d. mikið er sagt
i blöðum frá lostamorði sem
framið hefur verið, er eins liklegt
að runakomi af svipuðum glæpum
eða tiiraunum til að fremja þá;
það er sem eitt atvik leysi hömlur
af öðru.
í friöi fyrir
klámi
Hér við bætist að sjálfsögðu
gagnrýni. sem segir að klám sé
dæmi um upplausn siðferðilegra
verðmæta, niðurlægingu manns-
fara til Amsterdam".
ins. Enn aðrir segja. að klám sé
að þvi leyti skaðlegt fyrir ung-
linga, að þar eð lýst eða sýnd eru
svo feiknaleg afköst i samförum.
að óreyndir táningar fái af öllu
saman rammfalsaða mynd af
raunveruleika ástalifsins og verði
fyrir miklum vonbrigðum með
sjálfa sig og mótaðilann þegar tii
ieiksins kemur.
Það má þá heldur ekki gleyma
þeim andbárum. að jafnvel þótt
menn viðurkenni rétt annarra til
að nota klámvarning heima hjá
sér, þá hafi aðrir rétt til að vera i
friði fyrir klámi. Hér er átt við að
sölumennskan gerist æ áleitnari
og frekari i útstillingum sinum;
það er ekkert spaug, segja menn,
ef menn geta ekki spásserað um
með afkvæmi sin án þess að við
blasi úr hverjum blaðsölustað
feiknarlegar stóðlifsmyndir i lit-
um.
(ab tók samati)