Þjóðviljinn - 25.04.1976, Síða 6

Þjóðviljinn - 25.04.1976, Síða 6
fi SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. aprll 1976 SVAVAR GESTSSON: ENN ER VEGLJÓST Land þjóð og tunga „Land þjóo og tunga, þrenning sönn og ein, þér var ég gefinn barn á móðurkné; ég lék hjá þér við læk og blóm og stein, þú leiddir mig í orðs þíns háu vé. Á dimmum vegi dýrð þín um mig skein, í dögun þeirri er líkn og stormahlé og sókn og vaka: eining hörð og hrein, þú heimtar trúnað, spyr hver efnd mín sé. Þú átt mig, ég er aðeins til í þér. öriagastundin nálgast grimm og köld; hiki ég þá og bregðist bý ég mér bann þitt og útlegð fram á hinsta kvöld. ísland, í lyftum heitum höndum ver ég heiður þinn og líf gegn trylltri öld." Þetta sama ár orti Snorri einnig kvæöiö i garðinum.en þar fléttar hann saman atburöina i Getsamanegaröi foröum og örlög islensku þjóöarinnar á miöri tuttugustu öldinni: Sofið þið? jörðin er lostin remmu og lævi og log blysanna nálgast í þéttum hring um garðinn, hólmann í hati heims, ógnar og valds; um hin dimmu göng berst ys, hvískur, grár hlakkandi hlátur, hlekkir gjálfra, silfur skrafar við stál; álengdar rís og hnígur þúsundvængjaður þytur þungaður feigð og kvöl. Ötil hvers-var unnið, sótt í líf i og Ijóði hinn langa veg gegn biturri neyð til vorlands sólgræns friðar og frjórrar gleði? Frammi er haust, uppskeran borin á glóð. Þið sofið, svo fast hefur blekkingin gullna bitið. Það bjarmar á hjálmaða menn undan hverri grein með andlit svikarans Tlátt fölt og þrútið, ég f inn koss hans brenna mig sekt og smán. En standið ei ráðlausir rændir vorhuga, sjáið roða hækkandi sólar slá f elmtri hin gráu rogn: enn er vegljóst, vakið í garðinum, trúið og vitið ég kem hingað aftur í friðhelgri tign:. Eftir hálfan mánuö eöa svo eru liðin 25 ár frá þvi aö bandariskur her tók hér land á nýjan leik. Það gerðist án þess að alþingi heföi nokkurn tima um það fjallað, kvaddir voru saman til ráögjafar þingmenn hernámsflokkanna nema einn og að „sjálfsögðu var ekki haft samráð viö kommúnista”. Með hernáminu var innsiglaður sá þáttur sem hófst með Keflavikursamn- ingnum 1946. Það er aldarfjórðungur liðinn og samt hefur bandarikjastjórn og islenskum handlöngurum hennar ekki tekist að eyðileggja þjóðernisvitund islendinga „hina áköfu þjóðernishyggju” sem þeir töldu að myndi helst verða sér fjötur um fót i framkvæmd her- námsstefnunnar. Þvi „það er erfitt að ala þjóðina upp og breyta hugsunarhætti hennar” eins og segir i leyniskýrslunum frægu. Eftir að þær voru birtar hafa komið fram hvilik myrkraverk það voru sem islenskir ráðamenn beittu sér fyrir á útmánuðum 1949. Hefur enda enginn viljað við það kannast, framsókn og Stefán Jóhann Stefánsson hafa afneitað þvi að kannast nokkuð við efni skýrslanna. En ihaldið hefur enn ekki sagt eitt einasta orö.. Nýjar hótanir 1 þeim viðræðum sem fram fóru milli islenskra og bandariskra ráðamanna i Washington var rætt um það hvernig granda mætti þjóðernishyggju islendinga og hvernig koma mætti i veg fyrir stjórnmálaáhrif islenskra sósialista. Hvorugt hefur tekist þó fremsta vigveldi heims og stærsta dagblað íslands hafi lagt saman afl til að ná fram ætlunarverki sinu. En nú nýlega hefur bandarikjastjórn hnykkt á i þessum efnum: er hér átt við hótanir Kissingers utanrikis- ráðherra um ihlutun NATO eða bandarikjamanna ef þjóðir vestur-evrópu velji sér sósiaiiskt stjórnarform eða kjósi sósialista til mjög aukinna áhrifa i einstökum löndum Vestur- Evrópu. Þessari hótun bandar- iska utanrikisráðherrans var að sjálfsögðu fyrst og fremst beint að Italiu, en þar eru nú að gerast fróðlegri atburðir en i flestum öðrum löndum Evrópu. En hótunin nær einnig til okkar islendinga: hún er framhald á þeirri ofbeldisstefnu, sem mörkuð var i bandariska utan- rikisráðuneytinu 1949? Hvernig stendur á þvi að þjóðin hefur haldið út i 25 ár látlausan hernámsáróður? Fyrst hernáms- vinnu þannig að þriðja til fjórða hver króna i gjaldeyristekjunum var i tvö ár eða svo komin af vell- inum? Siðan bandariska her- Snorri Hjartarson. mannasjónvarpið i rúman ára- tug? Og loks sifelldan áráður hernámssinna úr öllum flokk- unum þremur? Svörin eru ekki einföld, en eitt er það sem hefur kannski öðru fremur og samhliða pólitiskri baráttu gefið þjóðinni styrk til þess að standast „uppeldisaðferðir” bandarikja- stjórnar, eru islenskir listamenn, skáld, og svo myndlistarmenn á allra siðustu árum. Yfirgnæfandi meirihluti islenskra skálda og listamanna hefur ort gegn hernámsstefnunni. Nær öll stærstu skáldin hafa birt mörg heit baráttuljóð gegn undir- lægjuhættinum við hið erlenda vald. Þessi ljóð hafa magnað þjóðina og gert henni auðveldara að standast heilaþvott hernáms hugarfarsins. Snorri Hjartarson Eitt þessara miklu islensku skálda er Snorri Hjartarson. Hann varð sjötugur á sumar- daginn fyrsta. Þjóðviljinn færir honum bestu afmælisóskir. Snorri Hjartarson fer ekki um með skellum og hávaða, hann er hljóðlátt skáld og ekki eru ljóða- bækur hans i tugum þrátt fyrir aldur skáldsins. En þeim mun kærari hafa ljóðin orðið aðdá- endum og ég fullyrði að fá skáld eiga sér einlægari aðdáendahóp en Snorri Hjartarson. Á sumar- daginn fyrsta minntist rikis- útvarpið 70 ára afmælis Snorra Hjartarsonar i myndarlegri dag- skrá sem Sverrir Hólmarsson tók saman og var þar vel gert sem vera bar. Eitt kvæða Snorra Hjartar- sonar, sem þekktast er, var ort i marsmánuði 1949, þeim sama mánuði og launráðin gegn þjóðinni voru brugguð i bandar- iska utanrikismálaráðuneytinu. Ölafur Jóhann Sigurðsson Fyrir nokkrum vikum tók Ólafur Jóhann Sigurðsson við bókmenntaverðlaunum Norður- landaráðs. Hann flutti þá stutta en eftirminnilega ræðu þar sem hann ma. minnti á það hversu sótt hefur verið að islenskri menningu i hálfan f jórða áratug hernáms og hernaðarbandalaga: „Mér verður þvi dimmt fyrir sjónum, þegar ég hugleiði nú, með hviliku offorsi hefur verið sótt að þessari menningu, sem flestir, ef ekki allir islenskir rit- höfundar eiga mest að þakka. Fari svo fram sem horfir mun hún varlá halda velli lengi. Það eru stórveldin, böl jarðar, sem að henni hafa sótt hálfan f jórða ára- tug samfleytt. Þau hafa reynt með lævísum aðferðum að orm- éta sterkustu stoð hennar, sjálfa hina klassisku tungu. Þau hafa gert sér mikið far um að læða eða þrengja inn i vitund alþýðu glys- menningu sinni, prangmenningu sinni, ofbeldisdýrkun sinni og ýmsum tegundum þess lág- menningarhroða, sem samvisku- lausir dólgar þeirra framleiða til þess eins að græða fé.” í lok ræðunnar sagði Ólafur Jóhann: „Áðan sagðist ég vona að is- lenskar nútimabókmenntir reyndust þess umkomnar að örva raunverulegan vinarhug erlendra lesenda i garð smáþjóðar sem berst við ofurefli ...” Vonandi verður það svo að norrænar Ólafur Jóh. Sigurösson grannþjóöir geri sér þessa hættu ljósari en áður eftir að hafa fengið að kynnast sjónarmiðum Ólafs Jóhanns Sigurðssonar við úthlutun bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Svo mikið er vist að það gladdi alla unnendur islenskra bókmennta og lista þegar þeir Atli Heimir fengu verölaunin nýlega. En litil- mannlegar voru móttökur þær sem verðlaun ólafs Jóhanns fengu i Morgunblaðinu að ekki sé meira sagt. Þvilik viðbrögð gleymast seint.... En fullvist er að bili ekki kjarkur skáldanna, haldi þau áfram að færa okkur ljóð eins og þau sem birt voru hér á undan eftir Snorra Hjartarson frá árinu 1949 er þjóðin ekki i hættu stödd, hversu hart sem að henni er sótt. „Skáldin eru augu þjóðarinnar. I skáldskapnum, og einvörðungu þar, speglast hugur hennar og örlög: alltsem liggur milli dýpstu sælu og sorgarinnar þungu.” (Kristinn E. Ándrésson 1955). Og þó dimmt sé fyrir augum margra er svo mikið vist að ekki hefur hernámið enn eignast sin skáld: enginn hefur orðið til þess að kveða NATO dýrðarbragi, enginn hefur ort visurnar um blessun hernámsins. Enginn orti um Varið land og undirskrifta- söfnunina á þjóðhátiðarárinu 1974 nema tveir ungir menn sem bundu i rim og stuðla og höfuð- stafi eitruð skeyti, sem birtust hér i Þjóðviljanum undir fyrir- sögninni „Heilræðavisur”. Enginn hefir ort dýrðarsálma um framtak VL-14, enginn. „Það er erfitt að ala þjóðina upp og breyta hugsunarhætti hennar.” —s ||| Greiösla olíustyrks í Reykjavík Samkv. 2. gr. 1. nr 6/1975 og rgj. frá 30.5. 1974 verður styrkur til þeirra, sem nota oliukyndingu fyrir timabilið desember — febrúar 1976 greiddur hjá borgargjald- kera, Austurstrætí 16. Greiðsla er hafin. Afgreiðslutimi er frá kl. 9.00—15.00 virka daga. Styrkurinn greiðist framteljendum og ber að framvisa per- sónuskilríkjum við móttöku. 23. april 1976 Skrifstofa borgarstjóra. w Félag járniðnaðarmanna Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 27. april 1976 kl. 8.30 e.h. i Félagsheimili Kópavogs, niðri. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. önnur mál 3. Erindi: „Lifeyrissjóðsmálin” Hrafn Magnússon framkv.stjóri Sambands al- mennra lifeyrissjóða flytur. Mætið vel og stundvislega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.