Þjóðviljinn - 25.04.1976, Side 9

Þjóðviljinn - 25.04.1976, Side 9
Sunnudagur 25. aprn 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 9 Skipiii eru oft aö hálfu mönhuö meö bengölum og afrfkumönnum, sem fá þriöjung af kaupi hinna hvitu eöa minna. Andrúmsloftiö er lævi blandiö. er Rómantíkin gufuð upp Líf farmanna verður æ leiðinlegra og ömurlegra Hcr áður fyrr var það mjög eft- irsótt aö komast i siglingar. Mörgum var það eina leiöin tii aö sjá sig um i heiminum eins og þáö heitir. Fullnægja ævintýrahvöt- um. Auk þess var oft ekki margra kosta völ fyrir unga menn á at- vinnuleysistimum — kannski var reynandi að biöa af sér kreppuna á sjó. Harka og djÖfulskapur — einnig þegar veriö er aö „skfra ” nýliöa sem fer yfir miöjaröarlinuna. Þriðji hver þeldökkur En nú er öll rómantik farin af farmennskunni og ber margt til. Svo að dæmi sé tekið af Vestur- Þýskalandi (en ástandið er svip- að i fleiri löndum), þá er þriðji hver maður um borð i þýskum farskipum nú útlendingur. Og i mörgum tilvikurh eru tveir af hverjum þrem undirmönnum út- lendingar. Og þetta gerist, vel á minnst, meðan 130 þúsund þýskir ungir menn innan við tvitugt ganga atvinnulausir. Nýjasta úr- ræði þýskra skipafélaga er að reka sjómannaskóla i fátæktar- bælum eins og Bangladesh eða Gilberteyjum, sem eru bresk ný- lenda i Kyrrahafi. Þessi skóla- rekstur reynist mjög hagkvæmur útgerðinni eins og siðar mun rak- ið. En áður en lengra er haldið: af hverju er farmennskan svona ó- vinsæl. Af hverju vilja menii heldur hanga á atvinnuleysis- styrk i landi en fara til sjós? Af hverju eru meira að segja yfir- menn á verslunarflotanum á bið- lista i Hamborg eftir tollþjóna- störfum o.s.frv.? Enginn tími í kærustur t fyrsta lagi er útivistin löng frá fjölskyldu og vinum — og hún hef- ur lengst. Það er ekki lengur timi fyrirhina margrómuðu „kærustu i hverri höfn” vegna þess að tæknibúnaði hafna og skipa fleyg- ir fram; það tekur kannski ekki nema svosem einn dag að dæla upp úr oliuskipi eða losa gámu- skip. Þessi vandi hefur ýmsar hliðar: fyrir skömmu barst borg- arstjórninni i Bremen kvörtun sár frá gleðikonum þar i bæ, sem töldu sig hafa orðið fyrir mikilli kjararýrnun vegna styttri við- dvalar erlendra skipa. t öðru lagi eru laun tiltölulega lág. Háseti vinnur (aftur er miðað við þýsk skip) fyrir álika háu kaupi og ófaglærður verkamaður i landi — að visu hefur hann þá fritt fæði og húsnæði að auki. Yfirmenn telja sig einnig afskipta miðað við hliðstæðar starfsgrein- ar i landi. Derringur og brennivín Þá er mjög kvartað yfir afleitu andrúmslofti um borð. Þvi á tim um þegar rafeindatækni og sjálf- virkni eru sjálfsagður hlutur, rikja einatt um borð hinir grófu siðir seglskipaaldar — sem menn fengu nokkurn smjörþef af i hin- um endalausu þáttum um Onedinfjölskylduna. Sem fyrr er mikiö djúp staðfest milli yfir- og undirmanna, i matsal sem ann- arsstaðar. Skipstjórarnir eru aö visu ekki eins almáttugir og þeir áður voru, en mjög algengt er að þeir hagi sér i brúnni eins og vasaútgáfur af guði almáttugum. Vegna þeirrar trúar sinnar að ,,mynd” þeirra muni biða hnekki ef að þeir láti svo litið sem tala við undirmenn eins og jafningja. t blaðinu Stern, en þaðan eru þess- ar upplýsingar flestar teknar, fylgir saga af þvi, að fimm háset- ar höfðu einhverju sinni splæst i jólagjöf handa „kallinum”, en jól hélt skipshöfnin i hafi. Skipstjóri lét hinsvegar ekki svo litið að sýna sig áhöfninni á jólum. I næstu höfn fóru þeir fimmmenn- ingar allir af skipinu. Misréttið um borð, þrengslin, andrúmsloftið, skammirnar — allt þetta brýst fram i feiknalegri brennivinsdrykkju. Bæði hjá yfir- og undirmönnum. Sjóslys nú á dögum eru liklega enn meira tengd ölvun en bilslys. Sagt er dæmi af þvi að fyrir sjórétt i Hamborg einni hafi á sl. 10 árum komið 60 mál — strönd, árekstr- ar, ikveikjur og manndráp, sem öll voru tengd stórtækum fylliri- um. Tilbreytingaleysið um borð veldur þvi oft, að hvaða smámun- ir sem er geta snúist upp i hörku- slagsmál með misþyrmingum. Unglingar sem koma um borð sem hjálparkokkar o.þ.h- lenda stundum i þeim skelfingum að þeir gripa til örþrifaráða. 17 ára unglingur frá Bremen kveið svo fyrir þvi að fara út aftur með þeim jöxlum sem voru honum Framhald á bls. 18. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður KLEPPSSPÍTALINN SÉRFRÆÐINGUR i geðlækning- um óskast til starfa á spitalann frá 1. júni n.k. Umsóknir, er greini aldur, náms- feril og fyrri störf, ber að senda stjórnarnefnd rikisspitalann, Eiriksgötu 5, fyrir 20. mai n.k. LANDSPÍTALINN AÐSTOÐARMATRAÐSKONA ósk- ast til afleysinga i sumar. Próf frá húsmæðrakennaraskóla nauðsyn- legt. Vinna hluta úr fullu starfi * kemur til greina. Upplýsingar veit- ir yfirmatráðskonan, simi: 24160. LJÓSMÆÐUR óskast til afleysinga i sumar á fæðingargang fæðingar- deildar. Nánari upplýsingar veitir yfirljósmóðirin. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR ósk- ast til afleysinga i sumar á hinar ýmsu deildir. Vinna hluta úr fullu starfi kemur til greina. Upplýsing- ar veitir forstöðukonan, simi: 24160. SJÚKRALIÐAR óskast til sumar- afleysinga á hinar ýmsu deildir. Nánari upplýsingar veitir for- stöðukonan, simi: 24160. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR ósk- ast nú þegar eða eftir samkomu- lagi á Geðdeild Barnaspitala Hringsins. Upplýsingar veitir hjúkrunarstjórinn, simi: 84011. FóSTRA óskast nú þegar eða eftir samkomulagi á Geðdeild Barna- spitala Hringsins. Upplýsingar veitir hjúkrunarstjórinn, simi: 84011. KÓPAVOGSHÆLIÐ VINNUMAÐUR óskast til starfa á lóð hælisins i sumar. Nauðsynlegt er að viðkomandi sé vanur algeng- um bústörfum svo og vinnuvélum og geti hafið störf helst 1. mai n.k. Nánari upplýsingar veitir bústjórinn i sima 42055 kl. 7—8 næstu kvöld. Reykjavik, 23. april 1976. SKRIFSTOFA RlKISSPlTALANNA EIRlKSGÖTU 5, SÍM111765 Frá barnaskólum Reykjavíkur Innritun 6 ára barna (þ.e. barna, sem fædd eru á árinu 1970) fer fram i barna- skólum borgarinnar mánudaginn 26. og þriðjudaginn 27. april n.k., kl. 17—18 báða dagana. A sama tima þriðjudaginn 27. april fer einnig fram i skólunum innritun þeirra barna og unglinga, sem flytjast milli skóla. Fræðslustjóri.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.