Þjóðviljinn - 25.04.1976, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 25.04.1976, Qupperneq 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. apríl 1976 Gunnlaugur Fálsson arkitekt stendur hér viö sýnishorn af hinum ýmsu tegundum þéttiefna sem eru á markaönum hér á landi. Rannsóknarstofnunin hefur flokkaö öll þessi efni niöur I ákveöinn staöal sem á aö auövelda tæknimönnum val á slikum efnum. Benedikt Jónsson viö steypuhrærivél. Rannsóknarstofnun byggingariönaðarins (Rb) hefur starfað um nokkurt skeið. Nýlega var haldinn 100. fundur stjórnar henn- ar. Þó þykir ekki öllum, sem nóg sé að gert. Til þess að skýra frá starfssviði stofnunarinnar fékk blaðið til viðtals stjórnarformanninn, Guðmund Magnússon verkfræðing, svo og til þess að ræða framtíðar- áætlanir varðandi stofnun- ina. Fyrst báðum við Guðmund að segja okkur frá forsögu stofnun- arinnar. — Hún var sett á stofn með lög- um árið 1965 um Rannsóknarráð rikisins og rannsóknarstofnanir atvinnuveganna. Aður höfðu ver- ið hjá atvinnudeild háskólans um all langa hrið byggingarefna- rannsóknir og varð Rb i raun og veru framhald þeirrar starfsemi. — Starfsemin nú. Um hvað snýst hún? — 1 lögunum, sem marka hlut- verk stofnunarinnar, segir að verkefni hennar skuli m.a. vera endurbætur i byggingariðnaði og lækkun kostnaðar við mann- virkjagerð þar á meðal sjálfstæð- ar grundvallarrannsóknir i bygg- ingartækni, hagnýtingu húsrým- is, bæjarskipulagningu og gatna- gerð, og i þeim tilgangi skal stofnunin fylgjast með nýjungum i byggingariðnaði og laga þær að islenskum staðháttum. Þá á hún einnig að fást við hagnýtar jarð- fræðirannsóknir, vatnsvirkja- rannsóknir, kynningu á niður- stööum rannsókna og veitingu upplýsinga um byggingarfræði- leg efni, aðstoða eftirlit m^ð byggingarframkvæmdum og byggingarefnum og hafa á hendi nauðsynlega rannsóknaþjónustu i þeim greinum, sem stofnunin fæst við. Rb hefur ekki hingað til getað sinnt öllum þessum þáttum sem skyldi. Sú starfsemi, sem komin var á fót þegar stofnuninni var komið á laggirnar, þ.e.a.s. bygg- ingarefnarannsóknir, hefur þró- ast áfram. I tengslum við þessar rannsóknir hafa rannsóknir á byggingarhlutum, leit aö steypu- efnum, rannsóknir á sviöi vega- gerðar svo og aörar þjónustu- rannsóknir vegna ýmissa stærri mannvirkja orðið að mjög stórum þætti i starfsemi stofnunarinnar. Það hefur farið eftir þvi fyrst og fremst, hversu mikiö starfslið stofnunin hefur haft, hvort hún hefur getaö sinnt fleiri verkefnum af þeim, sem henni er ætlað, en þvi miður hefur fjárhagurinn sniðið stofnuninni stakk. Byggt var yfir starfsemi stofn- unarinnar i Keldnaholti á árunum 1968 og ’69, en nú er veriö að ljúka viðsiðari áfanga byggingarinnar. Við þaö ætti aðstaðan við stofnun- ina að batna til mikilla muna. Það Rannsóknir á félagslegum þáttum íbúðabygginga hafa orðið útundan hér á landi Stjórn, varastj. og framkvæmdastj. Rannsóknarstofnunar byggingariönaöarins ‘V* ‘ ' /i'i X : > \ - "í4, ■ > . .‘.’v \ HHH ’V’ : 1 ■ ^HM [^^^HHH^HHHB^^H GvjSH p v■ m' • j! M&sEmw' • l; ; . f(. , • - '4 -S gwtófló V ji ■u ••• .. ,.i| ' KaæsKt ir7,. — l Bmim v IhB'AÍ H Hl fer þó eftir fjárhag og fjárveiting- um til stofnunarinnar hversu mikið hægt veröur aö bæta viö af starfsfólki til þeirra verkefna, sem þyrftu að eflast. — Er þaö þá rétt skiliö, að stofnunin vinni aðallega gögn upp i hendurnar á öðrum stofnunum, en ekki beint fyrir almenning? — Að nokkru leyti. Þær þjón- usturannsóknir, sem ég gat um, eru þó unnar bæði fyrir einstakl- inga og stofnanir. Að auki á Rb að beita sér aö sjálfstæöum rann- sóknum i byggingartækni, hag- nýtingu húsnæöis, skipulagningu o.fl., en þessar rannsóknir, sem telja veröur mjög i þágu aimenn- ings hafa þó hingað til setið nokk- uð á hakanum vegna takmarkaös starfsiiðs og takmarkaðra fjár- ráða. Ég vil leggja áherslu á það, að þessar sjálfstæðu rannsóknir þurfa að aukast til muna hjá stofnuninni svo hlutverki hennar verði fullnægt. — Hvað ætlið þið ykkur að vinna i nánustu framtlð? — Ef við skiljum þjónusturann- sóknirnar frá, en tökum fyrir þær almennu rannsóknir, sem við viljum leggja áherslu á, þá hefur mikiö veriö rætt um eflingu hús- næðisrannsókna, þ.e.a.s. rann- sóknir á kostnaöi Ibúðarhúsnæöis svo og nýtingu þess og skipulagi I þvi sambandi. t tengslum viö þetta hefur Rb leitað eftir samstarfi við Hús- næðismálastofnun rikisins og vænti ég þess aö það geti vaxið verulega og orðið til þess aö þess- um gifurlega mikilvæga þætti verði betur fullnægt i framtiöinni en hingað til hefur verið. Rétt er að minna á, að til byggingar ibúðarhúsnæðis ver þjóðin a.m.k. 10 miljörðum króna á ári sem stendur. Það er þvl ekki litið at- riði hvernig þessu fé er variö. Til þess að ná árangri við að lækka þennan kostnað þarf m.a. að gera sér mynd af öllu skipulagi bygg- ingariönaðarins. Rannsóknir á byggingarkostnaði þarf að auka verulega, en hann er byggöur upp af fjölmörgum þáttum efnis, vinnu og skipulags. Þá getur þaö Styrktarprófun á steypuröri

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.