Þjóðviljinn - 25.04.1976, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 25.04.1976, Qupperneq 13
Sunnudagur 25. aprn 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 White Christmas Sound of Music (auð vitað) í efstu sætunum Nýlega kom út I Bandarikj- unum bók sem ber hcitið The Book of Golden Discs. Er þar greint frá öllum þeim plötum, litlum og stórum, sem selst hafa I yfir miljón eintökum, allt frá þvi Caruso sendi fyrstu met- söluplötu sögunnar á markað árið 1903 fram til 1970. Nú á dögum er það fastur siður að veita gullþlötu fyrir hverja plötu sem selst hefur i yfir miljón eintökum. Ekki er alveg á hreinu hvenær þessi siöur komst á en i bókinni er þvi haldiö fram að fyrsti við- takandi gullplötu hafi verið bandarikjamaðurinn Glenn Miller sem i febrúar árið 1942 fékk gullafsteypu af plötu sinni Chattanooga Choo Choo. En siðan 1958 hafa bandariskir plötuútgefendur haldið þessum sið þannig að gullplötur eru veittar fyrir litlar plötur sem seljast i miljón eintökum og stórar plötur sem seljast fyrir eina miljón dollara eða meir. t bókinni segir að Caruso hafi átt fyrstu gullplötuna eins og áður var nefnt. I fyrstu voru gullplötur mjög fáar en frá þvi árið 1936 hefur amk. ein slik komið fram á hverju ári. Með þvi að rokkið kemur fram á sjónarsviðið i kringum 1955 og æskufólk veröur stærsti kaupendahópur hljómplatna tekur plötusala mikið stökk upp á við. Þetta sést best á þvi að 3/4 hlutar allra gullplatna sem bókin telur upp komu út á árunum 1955-70. t bókinni er ennfremur að finna lista og töflur yfir mest seldu plötur allra tima og frammistöðu einstakra lista- manna á sölusviðinu. Þar kemur fram að sá sem flestar gullplötur hefur fengið er Elvis Presley með 65 stykki en næstir koma Beatles með 59. Sá listamaður sem mest hefur selt af plötum (2 og 4 laga plötur eru reiknaðar saman sem breið- skifur) er gamla hetjan Bing Crosby en plötur hans hafa selst i 360 miljón eintökum. Næstir koma Presley með yfir 160 miljónir og bitlarnir með yfir 130 miljónir. Bitlarnir hafa hins vegar selt flestar breiðskifur, 56 miljónir eintaka. Næstkoma Mantovani með rúmlega 43,5 miljónir, Herb Alpert með yfir 30 miljónir og Presley með rúmlega 25 miljónir eintaka. Þá kemur listinn yfir mest seldu breiðskifur heimsins: 1. Sound of Music, rúmlega 14 miljónir eintaka, 2. Little Caruso átti fyrstu gullplötuna. Elvis Presley hefur sankað að sér Hestum gullplötum. Drummer Boy, rúmlega 13 miljónir, 3. South Pacific Soundtrack, yfir 8 miljónir, 4. West Side Story Soundtrack, 8 miljónir, 5. Sergeant Pepper bitlanna, 7 milj., 6. hvita tveggja platna albúmið sem bitlarnir gáfu út, 6,5 milj., 7.-8. Bridge Over Troubled Water með Simon og Garfunkel og lögin úr My Fair Lady, báðar hafa þær selst i yfir 6 miljónum eintaka. Um litlar plötur er það að segja að söluhæst þeirra er White Christmas með Bing Crosby sem selst hefur i yfir 30 miljónum eintaka, þá kemur Presley með It’s now or never með rúmlega 20 miljón eintök og Bill Haley er i þriðja sæti með lag sitt Rock around the clock sem selst hefur i 16 mil- jónum eintaka. Þeir lagahöfundar sem flest gullplötulög eiga eru John Lennon og Paul McCarthy með 33 stykki. Þá kemur Fats Domino með 22, Dave Bartholo- mew 21 og Tamla Motown trióið Holland-Dozier-Holland með 20. Bitlarnir hafa einnig átt flest lög sem náð hafa 1. sæti á bandariskum vinsældarlistum eða 22 lög. Næstur er Presley með 19 og Supremes með 13. Þau lög sem oftast hafa verið sett á plötur eru St. Louis Blues eftir W.C. Handy og Stardust eftir Hoagy Charmichael en bæði þessi lög hafa verið tekin upp rúmlega þúsund sinnum i mismunandi útgáfum. A það skal bent að allar þessar tölur eru miðaðar við ársbyrjun 1971 og gæti þvi röðin viða hafa raskast á þeim rúmlega fimm árum sem liðin eru. —ÞH Umsjón: Magnús Rafnsson og Þröstur Haraldsson Með banana í eyrunum Mannakorn nefnist nýútkomin hljómskífa. Á skífunni eru tólf söngvar, níu þeirra eftir Magnús Eiríksson, einn eftir Magnús og Jónas R. Jónsson, einn er lag Magnúsar við Ijóð Steins Steinars, Hudson Bay, og einn er amerískur slagari við texta Jóns Sigurðssonar, Lilla Jóns. Magnús og nokkrir vina hans f lytja söngvana með lítils háttar aðstoð blásara og strengjasveitar. Margt er nokkuð vel gert á þessari skífu. Þar má nefna gítarleik AAagnúsar („blues í G"), bassaleikur Pálma Gunnarssonar, söngur Pálma og Vilhjálms Vilhjálmssonar o.fl. Ýmislegt er líka lélegt og þá einkum textarnir, en þeir eru flestir óttalega klénir. t rúmi og tfma ég vætla fram sem dropi vatns i hinu grugguga fljóti alls sem er. Ég reyni að hugsa en það þýðir ekki neitt og ég get vist ekki heldur penna beitt. (t rúmi og tima) Hérna sitjum við einn, tveir, og þrir og við raulum eitt litið lag, viljum skemmta bæði mér og þér, semjum textann idag, seinna kemst hann i lag um það hugsum ekki nú. (Einn, tveir, þrir). ? Það þarf ekki aö orðlengja þetta frekar. Mannakorn er með þvi frambærilegasta i þeirri færibandsframleiddu „islensku” dægurlagatónlist sem rikisútvarpið dælir yfir þjóðina i óskalagaþáttum, lögunum við vinnuna og dans- lagaþáttum á laugardags- og sunnudagskvöldum (þegar allir rúlla upp teppinu og dansa Cha- cha-cha.) Þessi leiðindatónlist, sem mér finnst vera, er tvi- mælalaust eina hljóðfram- leiðslan (með karlakórum) sem getur kallast tónlistarlif islendinga. Neytenda- pakkningar rikisútvarpsins á „gömlu meisturununrer tónlist, en ekki tónlistarlif. Það er þvi nauðsynlegt að skoða þessa framleiðslu svolitið betur. — Þó að Mannakorn sé tekin hér sem dæmi, eða notuð sem átylla, eiga þessar athugasemdir ekki frekar við hana en obbann af innlendri dægurlagafram- leiðslu. Það er tilraunarinnar virði, að reyna að gera sér grein fyrir þvi, hvers vegna einstök lög skifunnar eru þar. Þar er nefni- lega allt ieinum graut: erlendar stælingar, minningaþrá (nostalgia), grin, tviræðar vísur, sjómannalög, sjúklinga- lög, þjóöfélagsádeila og guð veit hvað. Það eina sem öllu er sam- eiginlegt er vonin að þaö seljist. Þessi andlega tuskusala er eina sýnilega markmið höfundar og flytjenda listarinnar. Þessir tuskusalar eru gagn- rýnislaus börn sins tima, eftir- striösdranna, marsjallhjálpar- innar og heildsalaþjóöfélags- ins. 1 staðinn fyrir einlæga og heiðarlega sjálfstjáningu, metnað i vinnunni og ást á verkum sinum, hafa þeir tekið i arf drauminn Um skjótfenginn gróða á tuskusölu og faktúru- falsi. 1 aðra röndina vita þeir þetta, skammast sin og tala um tónlist sina með afsakandi yfir- læti (létt músik sem fólkiö skilur). Það breytir þvi hins vegar ekki að þessi menningar- framleiðsla er sátt viö ástand mála i bananalýðveldinu Islandi og þjónar þannig þeim öflum, sem hagnast á efnahagslegri og menningarlegri niöurlægingu bananalýðveldisins. Þetta er bananamúsik. Hér er að sjálfsögðu ekki hægt að rökstyðja þennan sleggju- dóm. Það er hins vegar fjall- grimm vissa undirritaöra að einungis i baráttu gegn heims- valdastefnunni og innl. banda mönnum hennar geti fæöst menningarlegt andsvar við þvf hernámi hugarfarsins sem m.a. birtist i andlausum upptuggum á slögurum. í ljósi þessa verðum við að vikja litillega að ritskoðunarstefnu rikisút- varpsins. A sama tima og rikis- útvarpið hellir yfir landslýð fyrst og fremst þvi lélegasta i dægurtónlist og sýnir þannig að það gerir eingar gæðakröfur, þá hefur öll tónlist með pólitisku innihaldi gengið undir stranga ritskoðun. Nægir þar að nefna sem dæmi meðferð hljóð- varpsins á Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum i tóngerð Péturs Pálssonar og sjónvarps- þáttinn með Megasi, Erni Bjarnasyni og Böðvari Guð- mundssyni, sem aldrei var sýndur. Þessi ritskoðun er þvi ekki einungis pólitisk, hún beinist jafnframt gegn hinu menningarlega andsvari, þaðan sem nýsköpunar er helst að vænta i islenskt tónlistarlif. — FÞ/gg HLERAÐ Margt bendir til ,að tónlistar- þátturinn „I kjallaranum” veröi ánægjuleg tilbreyting frá sjóþáttunum með velklædda stjómandanum, brúðunni við hlið hans — og lágum tónlistar- standard. Þessi dómur byggir ekki nema aö litlu leyti á fyrsta þættinum, heldur þeirri vit- neskju að fleiri þættir hafi verið teknir upp, þar á meðal með Þokkabót, „gömlum” djass- kempum, Janis Carol o.fl. Ekki þarf að kvarta yfir tón- listinni i fyrsta þættinum. SLÚÐRAÐ Burðarásinn var Diabolus in musica, ein af fáum hérlendum hljómsveitum sem fremja ótvi- rætt sköpunarstarf. Leiðinlegt að þau skuli vera að hætta. Bergþóra Arnadóttir raulaði mjög frambærilega, einkum fyrsta lagið, og það var gaman að erlendu hljómsveitunum, að visu á nokkuð misjafnan hátt. Það sem hinsvegar vantaði, var heildarsvipurinn. Umhverfið magnaði ekki áhrifin af tón- listinni, heldur dró ur þeim, og viðvist Arnar Petersená sviðinu var gjörsamlega ofaukið. Þá var það óþægilegt, hver erlendu millikaflarnir voru ólikir is- lenska hlutanum, bæði tónlist og taka. Egijl Eðvarsson hefur greini- lega frjóar hugmyndir um gerö sjónvarpsþátta en afslöppuö stemning verður ekki sköpuð með þvi aö dreifa ýmsum munum um sviðið og láta Orn Petersen stressast um það, gerandi ekki neitt. Við skulum vona að framvegis verði i kjallaranum ekki einungis boðið upp á góða tónlist. heldúr góða heilsteypta þætti. Menn hafa i nokkrar vikur verið að hlakka til þess fram- halds sem var lofað á djamm- sessjónum i Sesari. Nú hefur hins vegar t'rést að þær séu dottnar upp fyrir. Ástæða: ýmis praktisk 'vandamál, sem ekki virðist áhugi á að leysa. Sú fiskisaga gengur að Mál og menning hyggist gefa út plötu með Þokkabót i haust. Ef rétt reynist, er þetta fyrirtæki farið að fvlgja timanum i viðleitni til að sinna upphaflegu markmiði sinu: alþýðufræðslu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.