Þjóðviljinn - 25.04.1976, Síða 19
Sunnudagur 25. april 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 19
Þessi fallega stúlka er
frá Thule i Norðurgræn-
landi. Grænlensk stígvél
af þessu tagi eru kölluð
kamíkur. Þær eru úr al-
skinni og loðnan látin
snúa inn. Venjulega ná
kamíkur ekki nema upp
aðhnjám. En í Thule eru
þær uppháar og með loð-
kanti að ofan úr eltu
hundsskinni. Við þær eru
notaðar skinnbuxur, en
blússan er úr erlendu ef ni
og háls skrautið úr inn-
fluttum perlum.
Hvítur anúrak er
hátíðarbúningur græn-
lenskra karlmanna nú á
dögum, en buxur og fóta-
búnaður getur verið með
ýmsu móti. Norður í
Thule þykja bjarnar-
skinnsbuxur sérstakt
stáss, enda er nú erf itt að
fáefniíþær. Á myndinni
sjáið þið fermingar-
drengi i Thule ganga
fram kirkjugólfið.
Ferming er ekki ýkja
gamall siður norður í
Thule, því að íbúar þar
norður frá kynntust ekki
evrópumönnum fyrr en
1818 og tóku ekki kristna
trú fyrr en alllöngu eftir
það. En nú orðið er ferm-
ingin einn mesti við-
burður í lífi hvers græn-
lendings. Þá er haldin
stórveisla. Ættarböndin
eru ákaflega sterk á
Grænlandi, og það er
ekki fátítt, að menn fari í
margra daga ferð til að
geta verið við fermingu
nákomins ættingja.
Á Grænlandi getur
orðið ákaflega kalt, eins
og þið vitið. Menn urðu
þvi að klæðast hlýjum
fatnaði. Ekki gátu þeir
hlaupið út í búð og keypt
aðfluttefni í föt, því að í
margaraldir komu engin
skip til landsins með er-
lendan varning, og þá
voru auðvitað ekki heldur
til neinar búðir. AAenn
notuðu því það fataefni,
sem þeir gátu aflað á
næstu grösum: skinn af
selum, hreinum, bjarn-
dýrum eða hundum.
Fötin þeirra eru hin
hlýjustu sem sögur fóru
af — þangað til menn
fóru að búa til geim-
ferðabúninga!
Á myndinni er græn-
lensk móðir í fallegum
selskinnstakk, en slíka
flik kalla grænlendingar
anúrak. Bæði karlar og
konur klæddust anúrak,
en stakkur mæðra var
þannig sniðinn, að aftur
úr hálsmálinu var út-
víkkun eða eins konar
poki, sem börnunum var
stungið í, meðan þau
voru of ung til að geta
fylgt hinum fullorðnu
eftir gangandi. Nú hafa
uppeldisvísindin komist
að þeirri niðurstöðu, að
ekkert sé barni hollara en
vera í svo náinni
snertingu við móðurina
fyrstu vikur og mánuði
ævinnar. Ætli það sé ekki
skýringin á, hve græn-
lensk börn þykja þæg og
góð og hamingjusöm?
Þessa mynd teiknaði
stúlka i Angmagssalik,
þegar hún var 9 ára. Nú
er hún orðin fullvaxta
kona. Pabbi hennar var
danskur og bjó ekki í
Grænlandi. Stúlkan sem
heitir Ulrikka ólst upp hjá
mömmu sinni og ömmu
og seinni manni
ömmunnar, sem var ein-
fættur. Efst hefur
Ulrikka teiknað sjálfa
sig, en frá vinstri eru
Emanuel hinn einfætti,
Elvira amma, mamma
og loks pabbi. Þið takið
eftir, að hann er Ijós-
hærður og sker sig þannig
úr hópnum. AAyndin
heitir ,,Fjölskylda mín",
og Ulrikka litla hefur
bætt pabba sínum í fjöl-
skylduna, þó að hún hafi
ekki haft neitt af honum
að segja. I myndum
barna birtast óskir þeirra
og þrár.
Að setja í brýrnar eða
vera með fýlusvip í dag-
legri umgengni við aðra
þykir ruddaskapur á
Grænlandi. Það er
skýringin á, hve græn-
lensk börn eru brosmild.
Lítil stúlka úr veiði-
mannabyggðinni Umivik
á Austurgrænlandi.