Þjóðviljinn - 25.04.1976, Síða 20

Þjóðviljinn - 25.04.1976, Síða 20
Rætt viö SIGRIOI GUÐMUNDSDÓTTUR minnsta íslendinginn Sunnudagur 25. aprll 1976 Um daginn birtist í Þjóðviljanum viðtal við Jóhann Pétursson svarf- daeling en hann er hæstur allra íslendinga sem sög- ur fara af eða2,40 metr- ar. Vestur á Bræðraborg- arstíg í Reykjavík býr hins vegar 38 ára gömul kona sem sennilega er styst allra íslendinga og þótt víðar væri leitað. Hún heitir Sigríður Ásta Guðmundsdóttir og er að- eins 98 sentimetrar á hæð. Blaðamaður Þjóðviljans hitti hana að máli nú í vikunni, cifjaði upp gamlan kunningsskap og átti viðtal við hana. Sigga Ásta hefur aldrei látið bilbug á sér finna vegna smæðar sinnar en tamið sér glaðlyndi og hvatvísi. — Er ekki erfitt að vera svona litil Sigga? Það eru mörg vandkvæði á þvi að vera smár af þvi að hlut- irnir eru ekki gerðir fyrir okkur. Ég verð t.d. að sauma minn fatnað sjálf. Það passar ekkert á mig. Ég get bara rétt keypt peysur. Ég er með barnanúmer af skóm og það er ekki mikið úr- val af þeim i búðum hér. Nú t.d. ef ég sit við venjulegt borð verð ég að vera á hnjánum. Þá getur verið dálitið erfitt að komast upp i strætisvagna ef þeir stoppa ekki nægilega nálægt gangstéttinni. Ef þeir gera það ekki bið ég bilstjórana kurteis- lega um það og þeir eru mjög tillitssamir. Ég hef oft gert það. Þegar ég þarf að komast út úr vagninum verð ég alltaf að biðja fólk um að hringja fyrir mig og i lyftum verð ég að vera sam- ferða öðrum. En ég hugsa aö það sé verra að vera mikiö stór eins og Jóhann „risi”. — Hvar og hvenær ertu fædd? Ég er fædd 21. ágúst 1937 hérna á Bræðraborgarstignum og hef veriö þar alla mina ævi nema fjögur ár. Faöir minn var Guömundur Guðjónsson sem lengst af var skósmiöur og org- anisti i ólafsvik. Hann dó 1944. Móðir min er Eyfriður Guðjóns- dóttir. Við búum hér saman i þessari leiguibúð. Ég er fædd með fæðingargalla og var með beinkröm i æsku. Ég gæti vel trúað þvi að ég væri minnsti is- lendingurinn. Ég hef aldrei hitt minni mann en ég er sjálf. Fólk sem ég hef hitt er yfirleitt 1,20—1.30 sm. Ég hef ekkert samband við annað litið fólk, ekki einu sinni gengið i samtök fatlaðra og lamaðra. Mér var einu sinni boðið að ganga i það en hef ekki gert það. Annars marga pennavini, flesta i Bandarikjunum. Einn þeirra, strákur i Louisiana, bauð mér til sin fyrir nokkrum árum. Hann borgaði farið frá New York til Louisiana og ég gisti þar hjá foreldrum hans. Ég skrifa honum á islensku en hann mér á ensku. Viö höfum lært mikið á þvi. Þetta er sniðugur strákur. Hann er að læra tungu- mál við háskóla i Texas. Ég hef sent honum islenskar bækur t.d. orðabækur og Passiusálmana og hann er alltaf að reyna að hitta islendinga til að æfa sig i islensku. Hann er 10 árum yngri en ég, giftur núna, og býr i Tex- as. — Fórstu ein til Bandarikj- anna? Ég fór alein. Tók þrjár flug- vélar. Þegar ég fer svona ein er ég algjörlega háð þvi að fá hjálp. Ég er svo heppin að eiga islenska vinkonu i New York sem sækir mig út á flugvöll. Sið- an hef ég farið þrisvar til Ameriku og það er meira en sumir hafa gert. — Hvernig kanntu við banda- rikjamenn? Bandarikjamenn eru dálitið likir mér. Þeir eiga svo gott með að tala eins og ég. Mér finnst svo gaman að ganga um New York og týnast i mannhafinu og tala við fólk. Þaö var alltaf ver- ið að aðvara mig. Fólkið i New York er svo hrætt við að verða drepið að það nálgast bara ör- væntingu. Ég var ekkert hrædd við það. Mér finnst agalega gaman að gera hlutina upp á eigin spýtur og hef aldrei þolað að láta stjórna mér. Einu sinni fór ég ein með lest niður á Man- hattan. Þar sá ég m.a. skrúð- göngu pólskra innflytjenda. Ég hljóp um allt með landakort fyr- ir framan mig og fólk glápti á mig. Mér fannst svo gaman. Svo hljóp ég upp i næsta leigubil án þess að gá nokkuð að mér eins og minn er vandi og leigubil- stjórinn prettaði mig, lét mig borga miklu meira en ég átti. Hann var örugglega eiturlyfja- neytandi. Ég sá stungurnar á handleggnum á honum. Svo finnst mér agalega gaman að versla. Það er svo mikið til þarna úti að það er að gera mann vitlausan. Það kannski tilheyrir kvenfólkinu. — Hvernig hefurðu lært ensku? Ég lærði ensku i Námsflokk- um Reykjavikur og með þvi að horfa á bandariska sjónvarpið hér. — Þú hefur ekki fengið at- vinnutilboð úti t.d. i sirkus? Fyrr mundi ég deyja heldur en vera I sirkusi. Það er það sið- asta sem ég gerði. En ég veit að fólk gerir þetta úti. Nei, ég fékk engin atvinnutilboð. Hvernig leist þér á þig i Suð- urríkjunum? Það er gaman að vera islend- ingur þar. Þeir vita ekkert um ísland. Ég skoðaði New Orle- ans , franska hverfið. Þar var gaman að sjá málarana mála á götunum. Svo var ég gerð að heiðursborgara i Dutch Garden. Það er garður og eigandinn hélt að ég væri eini islendingurinn sem hefði komið þar. Hefurðu ekki ferðast innan lands iika? Jú, ég hef oft farið með Iðju, félagi verksmiðjufólks og i sum- ar fór ég hringveginn i hálflösk- uðum jeppa sem mágkona min keyrði. Olia lak af honum alla ferðina en þetta gekk og var fyrirtaks ferðalag. Við sváfum I tjaldi og hjá vinum og kunningj- um þar sem stoppað var. Það var voða gaman. — Ert þú ekki tóniistarmann- eskja eins og margt ættfóik þitt? Nei, ekki get ég nú sagt það, en ég hef gaman af tónlist. Ég var um tima i kórskóla Ingólfs Guðbrandssonar og i kórskóla þjóðkirkjunnar og ennfremur i raddþjálfun hjá Elisabet Erlingsdóttur og Rut Magnús- son. En ég gæti ekki sungið i kór. Það er svo mikil áreynsla og ég fæ gjarnan höfuðverk. Að svo búnu sláum við botninn i samtalið við Siggu Astu. Hún fylgir blaðamanninum brosmild til dyra út i fyrsta vordaginn. —GFr. Ég bara lék mér. Mjög áberandi er að ég hef ekki fengið að gera hlutina. En ég get gert það sem ég ætla mér. — En þú hefur unnið úti? 21 árs byrjaði ég aö vinna i fataverksmiðju við frágang t.d. við að klippa og brjóta kassa. Ég var fljót að brjóta kassana og gat unnið þetta eins og hver annar. Þegar ég var búin að vinna þarna i 15 ár var mér sagt upp út af samdrætti i fyrirtæk- inu. Siðan hef ég bara varla fengið vinnu. 1 október 1974 fór ég á simsvaranámskeið á veg- um Endurhæfingarráðs rikisins en ég er á náðum þeirra með að fá atvinnu. Svo var ég ráðin sem simsvari við skiptiborð Lands- spitalans og vann þar i tæpa þrjá mánuði. Ég hætti eftir reynslutimann af þvi mér var ekki treyst til að vinna vegna smæðar. Það var ekkert fundið að vinnunni hjá mér. Siöan hef ég verið atvinnulaus eða i 14 mánuði. Ég hef alltaf veriö á lista hjá Landsspitalanum siðan og itrekað reynt að fá vinnu en ég fæ hana ekki þar. Ég er örg út i þetta. Ég hef llka reynt hjá öðrum rlkisstofnunum en ekkert gengið. Ahugi minn er fyrst og fremst bundinn við simavörslu. Ég finn að ég ræð við hana og hún var tilbreyting frá hinu starfinu. Það vantar tilfinnan- lega vinnustað fyrir fatlað fólk. Þetta er vandræðaástand. — Hvað hefurðu til að lifa af? — Ég lifi af örorkustyrknum og tryggingu. Þaö er samtals 32,952 krónur. Ekki er gott að lifa af þessu en það leiðinlegasta er að hafa enga vinnu og hanga heima. Dagarnir eru svolitið langir. Ég hefði viljað fá hálfs- dagsvinnu. — Hvernig eyðirðu tómstund- unum? Ég hef gaman af þvi að lesa, vera með handavinnu, fara i bió og leikhús, horfa á sjónvarp og skrifa sendibréf. Ég fer mjög litið á skemmtanir og á dans- staði nær ekki. Það er þá helst á Hótel Sögu ef ég fer. Ég á oft eins og Palli var einn í heiminum’ virðist þetta smáa fólk ekki vera mikið á ferli og hefur engin sérstök samtök með sér. Verðuröu ekki fyrir óþægind- um? Maður er oft eins og Palli sem var einn i heiminum að labba innan um fólk. En þetta kemst upp I vana þó að ég eigi erfitt með að venjast að fólk horfi á mig. Mér er svolitið illa við það. Fullorðiö fólk er alveg ótrúlega skilningslaust. Mér finnst það þó hafa lagast i seinni tið. Skiln- ingurinn er orðinn meiri á þörf- um fatlaðra nú. En þetta var slæmt þegar ég var stelpa. Ég hef tamið mér að vera frökk og glaðsinna og mér þykir gaman að vera innan um fólk og svara bara fyrir mig ef á mig er hall- að. Það er um að gera að hlæja að hlutunum. En fólk er alltaf með fordóma gagnvart fötluðu fólki. — Hvernig var með skóla- göngu? — Ég var ekki álitin nógu sterkbyggð til að sitja i skóla allan daginn svo að mamma fór i fræðslustjórann og fékk einka- kennara fyrir mig. Ég var með einkakennara á vegum rikisins frá þvi að ég var 9 ára til 16 ára aldurs. Ég hafði 3 kennara á þessu timabili og gekk vel að læra. Það fer ekki eftir stærð. Fólk heldur að gáfur fari eftir stærð. Guð minn almáttugur, ég hlæ bara af þvi. Ég tók þó aðeins barnaskólapróf. Þetta var aðal- lega handavinna og danska sið- asta árið. — Áttirðu þér ekki leikfélaga i æsku? Mér gekk alltaf vel að leika mér við önnur börn og held góðu sambandi við æskuvinkonur minar. Gamlir leikfélagar min- ir I Vesturbænum slógu saman i haust og gáfu mér fyrir fari til Ameriku. Svo var ég I sveit á hverju sumri hjá frændfólki minu i Nefsholti i Holtum i Rangárvallasýslu og haföi mjög gaman af þvi en gerði ekkert. MOÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.