Þjóðviljinn - 22.05.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.05.1976, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. mal 1976 Af pennaleti Ég hef alltaf verið einstaklega slæmur í réttritun; þó vafðist setan aldrei átakanlega fyrir mér á meðan ég hafði fyrir því að tjá mig í skrifuðu máli með bókstaf þennan að veganesti. Ég var hins vegar löngu hættur að nota setu þegar menntamálaráðuneytið ákvað fyrir þremur árum að leggja hana niður, en lét mér hins vegar í léttu rúmi liggja þótt prófarka- lesarar og aðrir velunnarar mínir settu setu þar sem þeim fannst hún mega vera. Svona litlu máli skiptir þessi umdeildi bókstafur mig. Ég mun að sjálfsögðu aldrei f ramar í líf inu láta setu koma fyrir í Ijóðum mínum og lausu máli, en það veit sá sem allt veit að aldrei skal nokkur maður verða andskoti minn þótt hann skrifi setu frammi rauðan dauðann, því það mun vera sönnu nær að málsnilld hvort sem vera kann í bundnu eða óbundnu máli markast að ótrúlega sáralitlu leyti af því hvort setning eins og „Þau munu hafa hiztzt, kyztzt og notiztzt" er skrifuð með framangreindum hætti eða með essunum sínum, ef að lesandinn fær bara að njóta vitneskjunnar um að allt þetta hafi skeð á listrænan hátt, eða eins og sagt er eftir „kúnstarinnar reglum" en ekki reglum um bókstafinn setu. Hitt er svo annað mál að ekki virðist öllum eins farið í þessum ef num og mér ef mark er takandi á öllum þeim skrípaleik, sem settur hefur verið á svið útaf bókstaf þessum að _ undanf örnu. Það er að vísu ekki ný bóla að Al- þingi íslendinga (með litlum staf) sé vinsæl- asta trúðleikhús landsmanna, en þó hafa vin- sældir þessarar kát- eða öllu heldur grátbros- legu samkundu stóraukist eftir að f arið var að sjónvarpa reglulega frá starfsemi löggjafar- samkundunnar til að gefa almenningi tæki- færi til að hlæja sig máttlausan að þessari endalausu kómedíu fáránleikans. Það er að sjálfsögðu að bera í bakkafullan lækinn að fara að tíunda hér þótt ekki væri nema brot af öllu því pexi, sem átt hefur sér stað útaf bókstafnum setu að undanförnu, en þó er óhætt að fullyrða að í þúsund ára sögu Alþingis íslendinga hefur hinn guðdómlegi skrípaleikur (divina kómedía) ekki risið hærra en að undanförnu, enda er nú almennt hættað hlæja venjulegum hlátri,heldur grætur fólk af hlátri, eins og vera ber þegar gaman- mál eru á ferðinni. Því hefur verið haldið fram að fslendingar séu pennalatasta þjóð í heimi — af þeim sem eru skrifandi —, Ég hef áður varpað fram þeirri skoðun eða kenningu að þetta sé helber lýgi. Sannleikurinn er hinsvegar sá að vondir og kreddufullur skólamenn hafa lætt inní hjartabrjóstið á landslýð slíkum ótta við að hinn „venjulegi maður" sé ekki sendibréfsfær að það heyrir til undantekninga og þarf oft á tíðum karlmennsku til að setjast niður og pára sendibréf af ótta við það að viðtakandinn komist að því að bréfritari kunni ekki reglur um setur, upsilon, kommur, sementkommur (eins og ég kalla fyrirbrigðið gjarnan), gæsa- lappir og tvípunkta, að ekki sé nú talað um stóra og litla staf i og það hvort orðeigi að vera í einu orði eða tveim. Þegar ég var í skóla fékk ég alla tíð vitnis- burð sem var larfgt fyrir neðan meðallag í því fagi, sem kallað var íslenskur stíll og satt að segja var það ekki fyrr en ég var farinn að nálgast tvítugt að ég þorði að skrifa sendibréf, hvað þá í blöð eða fyrir f jölmiðla. Svona ótta- sleginn var ég eftir kynni mín af þeim ís- lenskufræðum sem mér hafði verið gert að læra og hafa að leiðarljósi, en kjarni þessa andlega fóðurs voru kennslubækur í málfræði og setningafræði eftir Björn nokkurn Guð- finnsson. Ef svo einkennilega skyldi vilja til að þessar bækur séu enn einhversstaðar kenndar, þá skora ég hér með á alla nemendur að einbeita sér að því að læra ekki það sem í þeim stendur (einkum setningafræðinni) og ennf remur á alla kennara að hvetja nemendur sína til að kasta skræðum þessum á eld, en leggja sig síðan fram við að skrifa frá eigin brjósti það sem hugurinn býður á skiljanlegan hátt þar sem kommur eru bara settar þar sem manni finnst þær þurfa að vera, stór stafur aðeins þar sem manni f innst hann tilheyra,en setur og upsilon þar sem okkur finnst gaman aðhafa þessa stafi. Og pennaleti landsmanna mun hverfa eins og dögg fyrir sólu. Allt framangreint setupex einkennist af komplexum (veit ekki hvað það er á íslensku) manna sem þurfa af einhverju að státa en hafa litlum öðrum mannkostum til að dreifa en þeim að halda að þeir kunni það sem skríll- inn kann ekki, nefnilega að skrifa setu á rétt- um stöðum. Og að lokum vil ég enn einu sinni minnast þessara fleygu orða: „Nú er ekki lengur til setunnar boðið", sagði kerlingin og sturtaði niður. Og þá ætti ekki að saka að bæta hér við heil- ræðavísu útgerðarmannsins að austan: Ef þú komast vilt til vex verður þú að geta skrifað upsilon og ex og eitt sem nefnist seta. Flosi. Helgi Seljan alþingismaður Að loknu gerningaveðri Mikiö gekk á hér á þingi og Uti i þjóðfélaginu, þegar blessuð zetan min var á dagskrá. Það var verið að yja að því, að þingmenn hafðu verið á þönum, flutt langar ræð- ur, eytt dýrmætum tima. En mér finnst nú anzi margir fleiri fara alvarlega úr skorðum. Og alveg sérstaklega var mikið að gera hjá starfsbræðrum minum kennurun- um. Ég óska þeim innilega til hamingju með úrslitin, alveg sér- staklega með tilliti til þess, hve miklu betri árangri þeir munu nú ná i stafsetningar- og islenzku- kennslu sinni, hversu málvöndun- in hjá nemendunum verður miklu fremri, hversu sóknin gegn illum áhrifum og ýmissi vá, sem að tungunni stafar verður nú árangursrikari. Eða var það ekki rétt skilið hjá mér, að allt þetta mundi verða léttur leikur, ef zetan — þessi beiski kaleikur, þessi timaþjófur og váskelfir allra nemenda,hyrfi? Mikið hlýtur þvi að vera gaman að vera islenzkukennari i dag, ekki sízt þegar islenzka er ekki lengur meö zetu. Ekki nenni ég að fara út i deilur um þennan ágæta bókstaf, en eitt vil ég persónulega segja þessum sömu málvöndunarmönnum og afreksmönnum i meðferð og kennslu ritaðs máls: Fá eða engin stafsetningarat- riði reyndust mér auðkenndari i 17 ára starfi sem islenzkukennari, zeta í stofni var nemendum minum leikur einn, þ.e. þeim, sem á annað borð áttu ekki þvi örðugra um vik aö tileinka sér stafsetningu. Þetta er min reynsla og staðföst trú min er sú, að siðan zetan var aflögð hafi einkunnir nemenda ekki hækkað aö meðaltali eöa hvernig væri að fá það á hreint? En aöalerindi mitt með þessari smágrein var það að mótmæla þvi sem hreinni smekkleysu og um leið móðgun viö okkur Jónas Arnason, sem staðið höfum að til- lögum og frumvörpum varðandi zetuna, að nefna okkur æ ofan i æ sem taglhnýtinga Sverris og Gylfa, kalla okkur setuliðsmenn og fleiri ónefnum I eigin mál- gagni. Ég hef aldrei og mun ekki óvirða né móðga menn, þó þeir séu á andstæðri skoöun i máli eins og þessu, allra sizt flokkfélaga mina. — Ég hef aldrei farið dult með skoöun mina hér á, ég hef heldur ekki fagnaö ýmsum vinnu- brögöum, sem viðhöfð voru nú á slðus tu dögum, þau voru mér ekki að skapi og lögleysur styð ég aldrei, hvaða skoðun sem ég kann að hafa á málstaðnum. En hittþykir mér miklu miður, hversu saklausir aðilar hafa hér oröiö að gjalda og þá einkum Jónas Árnason, sem nú er erlend- is, einmitt i þeim ágæta tilgangi að vekja athygli og áhuga á is- lenzkri menningu með sinu snilldarverki Skjaldhömrum. Hanná a.m.k. aðrar nafngiftir af Þjóðviljanum skiliö. Ýfirstéttar.bókstafur hefur zetan veriö nefnd: ég held að með þessu sé átt við menntamannabökstaf- ur. þvi það er sönnu nær nú. Höfum við i Alþýðubandalaginu ekki einmitt stært okkur af fylgi menntamanna ekkert sfður en fylgi verkafólksins, sem ætið á að vera kjölfestan I okkar flokki? En mér er þá spurn: Vilja menn i alvöru halda þvi fram, að það verkafólk, sem notið hefur al- mennrar menntunar okkar skóla- kerfis allt frá 1946, þegar sá TILKYNNING Samkvæmt heimild í lögreglusamþykkt Reykjavikur, verða skúrar, byggingar- efni, umbúðir, bifreiðahlutir, ónýtar bifreiðar og aðrir munir, sem skildir hafa verið eftir á almannafæri og valdið geta hættu eða táimun fyrir umferðina, fjar- lægðir á næstunni á kostnað og ábyrgð eig- enda án frekari aðvörunar. 18. mai 1976. Lögreglustjórinn i Reykjavik Gatnamálastjórinn i Reykjavik. Helgi Seljan gáfaði og viðsýni sósialisti Brynj ólfur Bjarnason kom i gegn nýrri fræðslulöggjöf, að vinnandi menn geti ekki eða kunni ekki jafnein- falda reglu i rithætti og zetu i stofni orða? — Auðvitað er þetta firra og forheimskandi móðgun við þetta fólk. Islenzkt mál er vandmeðfarið jafnt talað sem ritað, að þvi steðjar vá erlendra áhrifa. Nær væri islenzkri kennarastétt aö skera þar upp herör I stað þess að halda áfram ofstækisfullri and- stöðu við einn bókstaf.Ég skal þá um leiö láta af fylgi minu við bók- stafinn til þess að taka þátt i þeirri baráttu af lífi og sál. Og mikiðfagnaðarefni yrði það mér, ef slik alda mætti risa meðal þjóðarinnar gegn ýmsum ó- þurftarverkum Alþingis og aftur- haldsstjórnar, sem nú hefúr risið vegna þessa annars ágæta bók- stafs. Ég bið og sé, hverju fram vindur um þaö. Með flokkskveöju. Helgi Seljan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.