Þjóðviljinn - 22.05.1976, Page 5

Þjóðviljinn - 22.05.1976, Page 5
Laugardagur 22. mal 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Atvinnumiðlun stúdenta: 64 stúdentar á skrá Gylfi Kristinsson frkv.stj. Stúdentaráðs sagöi I viðtali við blaðið I gær að nú væru 64 stúdentar á skrá hjá Atvinnu- miðlun stúdenta. Tekist hefur að útvega 10—12 manns fasta sumarvinnu og 5—6 hafa komist i Ihlaupavinnu. — Þetta virðist þvl ekki vera eins slæmt og á sama tlma I fyrra þegar80—90mannsvoru á skrá. Það ber þó að hafa I huga að þá var allt útlit fyrir stórt verkfall og menn héldu að sér höndunum. Núna er stöðug hreyfing á þessu, þaðhringja að meðaltali svona 4—5 atvinnurekendur á dag. Ekki ber á þvl að neitt sé erfiðara að útvega kvenfólki vinnu, það hefur þó nokkuð ver- iö spurt um fólk I þessi hefð- bundnu „kvennastörf” eins og vélritun og saumaskap. En þótt færri hafi látiö skrá sig núna en I fyrra segir það kannski ekki alla söguna. Fólk er flest enn I prófum og sumar deildir veröa ekki búnar fyrr en 10. júní. Þaö er því ekki víst aö menn hafi almennt tekiö við sér ennþá og llklegt má teljast aö eitthvað eigi eftir að fjölga á skránni. Það gæti reynst erfitt aö útvega þeim vinnu sem eru lengst I prófum þvi nú eru allir menntaskólar búnir eða að verða búnir —það er hlutur sem hefur breyst á slðustu árum, áð- ur stóöu þeir flestir fram I júni. Viö ætlum að halda þessari starfsemi gangandi fram ijúli. Viðteljum þetta mjög brýnt þvl eins og alþjóð veit fá stúdentar ekki nema 85% af fjárþörfinni i lánum svo sumarvinnan er flestum brýn nauðsyn til aö end- ar nái saman, sagði Gylfi. —ÞH Fréttastofa sjónvarps gagnrýnd í útvarpsráði Ólafur R. Einarsson fulltrúi Alþýðubandalagsins í útvarpsráði lét bóka sérstök mótmæli A fundi útvarpsráðs I gær gerði Ölafur R. Einarsson fulltrúi Alþýðubandalagsins i ráðinu að umtalsefni fréttaflutning sjónvarpsins á sunnudag af Keflavíkurgöngu og útifundinum á Lækjartorgi að sérstöku um- talsefni. Lét hann bóka afstöðu slna þar sem hann átaldi harð- lega aö fréttastofa sjónvarps hefði ekki séð ástæðu til að gera lokum Keflavikurgöngu og úti- fundi á Lækjartorgi teljandi skii. Fréttastjóri sjónvarps, Emil Björnsson, andmælti þessum skoðunum Ólafs harðlega og sagði að fréttastofan hefði skipu- lagt þegar á laugardagsmorgun meðferð Keflavikurgöngu og úti- fundar i fréttum sjónvarpsins og þeirri linu hefði verið fylgt allt til enda. Aðrir útvarpsráðs- menn en Ölafur vildu sem minnst tjá sig um málið. Bókun Ólafs R. Einarssonar er á þessa leið: ,,Ég leyfi mér aö átelja þaö harölega að fréttastofa stjón- varps skuli ekki hafa séö ástæðu til að gera lokum Keflavlkur- göngu og fjölmennum útifundi hernámsandstæöinga s.l. laugar- dag nein teljandi skil I sjónvarps- fréttum sunnudaginn 16. mai. Samkvæmt fréttum sjónvarpsins á laugardag var það mat frétta- stofunnar aö hér væri um stór- atburð aö ræða og upphaf göngunnar gerð itarleg skil. Þvi virðist það undarlegt fréttmat að skýra I örstuttu máli frá lokum göngunnar og 10-12 þúsund manna fundi, án teljandi mynda- efnis. Blaöaskrif, umræður og fréttir þessa viku hafa mótast af þvi að I kjölfar Keflavlkurgöngu hafa herstöðva- og Nato-málin komist i brennidepil þjóðfélags- umræðunnar. Þvl má fullyrða að upphaflegt fréttamat sjónvarps- ins var rétt og þvi ber að harma það að svo virðist sem öfgafull blaðaskrif og væntanlega hring- ingar skuli hafa brenglað eðlilegu fréttamati,og þannig náö tilgangi sinum.” Rannsóknarráð rlkisins leyfir: 18 erlenda leiðangra Á hverju sumri um langt árabil hafa komið hingað erlendir leið- angrar visindamanna sem einkum hafa áhuga á jarðfræði landsins og nátturu. Ef að líkum lætur verður það eins i ár. Gunnar Jónsson hjá Rannsóknaráði rikisins sagði i viðtali við blaðið að þegar hefði verið sótt um leyfi fyrir 22 visindaleiðangra. Þar af hefðu 18 umsóknir verið samykktar en hinar i athugun. Meðal þeirra sem eru i athugun er stór rússneskur leiðangur en ákvörðun um leyfisveitingu til hans var skotið til rikisstjórnar- innar sem ekki hefur enn sagt sitt álit. Sovéska visindaakademian hefur sótt um að fá að senda hingað 18 manns. Af þeim eiga 12 aö vera i f jóra mánuði, þrir i þrjá og þrir i tvo mánuði. Myndi leið- angurinn hefjast i júnimánuði og standa fram á haust. Einnig hafa sovétmenn i hyggju að • senda hingað rannsóknaskip með leið- angrinum og er fyrirhugað að það verði hér I einn mánuð. Leiðangurinn mun fást við alhliða jarðfræðirannsóknir. Hann mun hafa með sér 15 tonn af dýnamíti sem nota á til að fram- kalla smáskjálfta á linu sem dregin er frá Borgarfirði um Skorradalsvatn til Þingvalla. Nefnast rannsóknir sem þessar bergmálsmælingar. Einnig munu leiðangursmenn fara viða um land, safna sýnum og gera kannanir. Gunnar nefndi einnig þýskan leiðangur sem kemur til iand- mælinga i Kelduhverfi. Þjóð- verjar hafa staðið að slikum könnunum allt frá þvi á milli- striðsárunum og er markmiö þeirra að safna gögnum um land- rek. Sagði Gunnar að mikill fengur væri að fá þá hingað ein- mitt á þessum tima. Þýska rannsóknaskipið Meteor mun hafa hér viðdvöl i sumar og gera athuganir á landgrunninu. Einnig munu nokkrir bandariskir og breskir jarðfræðileiðangrar væntanlegir. Loks má nefna nokkra breska skólaleiðangra en þeir geta ekki talist hreinir visindaleiðangrar. I þeim verða allt upp I 50 skólanemar sem ferð- ast um landið, skoða jökla og náttúruna og gera einfaldar mæl- ingar, td. á skriði jökla —ÞH I Norrœna húsinu um helgina: Bókasafn — Sýning á listmunum úr tré — Stig Petters- son frá Sviþjóð. Sýningasalir i kjallara — Yfirlitssýning á verkum Siri Derkert — Siðustu dagar, opið 14.00—2^.00. (Sýning- unni lýkur á sunnudagskvöld) Samkomusalur Kvikmyndasýning kl. 16.00 á sunnudag. Sýndar verða kvikmyndir frá Þelamörk i Noregi. Verið velkomin NORRÆNA HÚSIÐ Frá fjölbrautaskól anum í Breiðholti Innritun nýrra nemenda i skólann fer fram i húsakynnum stofnunarinnar að Austurbergi dagana 1.—4. júní frá kl. 13—18 (frá kl. 1—6). Umsóknir þeirra, sem ekki geta mætt til innritunar nefnda daga, skulu hafa borist til skrifstofu skólans sama stað fyrir 10. júni. Allar upplýsingar eru veittar i skólanum. Skólameistari. Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, Pick-upp-bifreið og landbúnaðar-traktor, er verða sýnd að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 25. mai kl. 12—3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. Sala varnarliðseigna. SVEINSPRÓF í húsgagnasmíði Sveinspróf i húsgagnasmiði i Reykjavik 1976 verður haldið eftir miðjan júni. Vegna breytinga á fyrirkomulagi próf- anna verður haldinn fundur i Iðnskólanum mánudaginn 24. mai kl. 16.00 með væntan- legum próftökum. Eru viðkomandi minnt- ir á að senda umsóknir um sveinspróf til undirritaðra sem fyrst. Prófnefnd. sfjj^Blómabúðin MÍRA Suðurveri við Stigahlið 45—47, simi 82430 Miðbæ við Háaleitisbraut simi 83590 Blóm og gjafavörur i úrvali

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.