Þjóðviljinn - 22.05.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.05.1976, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. mai 1976 Skrifið eða hringið.’ Sími: 17500 Fjárhags- aðstoð við Filistea? Ljóster nú orðið að Stofnlána- deild landbúnaðarins vantar nokkur hundruð miljónir króna til þess að geta fullnægt lánsum- sóknum frá bændum á þessu ári. Er i þessu sambandi talað um 800 miljónir. Þetta þýðir, að ýmsar brýnar framkvæmdir i sveitum verða að bíða betri tima. Gefur auga leið hversu það er bagalegt, ekki hvað sist fyrir frumbýlinga, sem ekki hafa úr of miklu að spila en framkvæmdir allar verða dýrari með hverju ári, sem liður. Þótt mikið hafi verið byggt i sveitunum, bæði yfir fólk og fénað, einkum næstliðin 30 ár, þá verður hvorki þrot né endir á þörfinni. Það sýna lánsumsókn- irnar og það er engin hætta á þvi, að bændur byggi að gamni sinu. Þvlllkt „sport” eru þeir manna óliklegastir til að stunda. Jafnframt þvi, að lánsumsóknir eru þannig skornar niður hefur verið sett „þak” á framkvæmdir þannig, að ekki er lánað út á byggingar, sem fara yfir ákveðna stærð. Það er ekki óskynsamlegt. Fjárhús yfir 700—1000 fjár og fjós yfir 40—60 nautgripi eru vafasamar framkvæmdir og slik stórbú naumast hagkvæm, hvorki fyrir bændastéttina né þjóðfélagið I heild. Hitt er öllu lakari saga ef að Stofnlánadeildin, sem lengst af hefur verið fjárvana miðað við þær þarfir, sem hún hefur þurft að sinna, hefur veitt þeim mönnum fyrirgreiðslu við jarðakaup, sem alls ekki hyggja þar á búsetu og venjulegan bú- rekstur, dvelja þar kannski aðeins ungann úr sumrinu, hremsa hlunnindi jarðanna en nýta þær ekki að öðru leyti og leggja þær nánast I eyði. Fyrir fáum dögum heyrði ég merkan bónda fullyrða, að þetta hefði gerst. Og nú vil ég spyrja, og vænti svars frá þeim, tsem vel mega vita hið rétta: Er þetta satt? Hafa sjóðir, sem ætlað er það hlutverk, að styrkja nauösynlegar og aðkallandi framkvæmdir bænda veitt jarðabröskurum, Filisteunum, sem Jónas frá Hriflu nefndi svo á sinni tið, fjárhagslega fyrir- greiðslu við iðju sina? Sé svo, sem ég vona að reynist rangt, þá er það með öllu forkastan- legt og brýtur algjörlega I bága, við tilgang landbúnaðarsjóð- anna. Nú kann að vera að þeir, sem annast þ'essa fjárúthlutun, viljt halda þvi fram, að ekki sé alltal auðvelt að átta sig á til hvers þeir, sem fyrirgreiðslur fá, ætli að nota jarðirnar. Er hug- myndin að nytja þær sem venjulegar bújarðir eða nota þær sem fótaskinn? En hefur nokkurt eftirlit verið haft með þessu? Séu menn spurðir um til- ganginn má segja, að taka verði þá trúanlega. Og þó munu Filestearnir allajafna nokkuð auðkenndir. Er ekki hugsanlegt að búa þannig um hnúta, að þeir skili fjármunum aftur, sem uppvlsir verða að þvl, að hafa fengið þá undir fölsku yfirskini? Það væri að vísu ekki nema hálfur sigur þvi jörðunum gætu þeir sjálfsagt haldið eftir sem áður. Ég endurtek: Vonandi reynist þessi orðrómur rangur, þvi það er með öllu forkastanlegt að sjóðir landbúnaðarins veiti þeim mönnum fjárhagslega aðstoð, sem eru einhverjir mestu meinsmenn hinnar raun- verulegu bændastéttar. Bóndi Besti sólardagur hins nýja sumars heilsaði reykvíkíngum i gær: sólin skein ailan daginn og reykvikingar tóku henni vel að vonum. Margir sóluðu sig í Nauthólsvíkinni þar sem Sigurdór tók þessa mynd, og ekki var lakara að njóta volga vatnsins í læknum. Hundseðlið og manndómur Keflavikurgangan hefur farið svo á sálina á Ihaldinu, að Mogginn veit ekki sitt rjúkandi ráðog geltir aðrússum dageftir dag eins og venjulega þegar á bjátar eða fremja á einhver óþokkabrögð gegn islenskri þjóð. Rússar hafa jafnan látið þetta gelt eins og vind um eyru þjóta og sveia ekki einu sinni rakkagrey junum. Eitt gætu þó rússar gert og það væri að bjóða Ihaldinu að halda næsta landsfund sinn á geðveikrahæli i Sovétrikjunum. Rússneskir geðlæknar eru heimsfrægir, og sjón er sögu rikari. Svo er eitt enn. Ef rússar kæmu nú hingað I raun og veru, eins og Mogginn segist óttast svo mjög, þá er eitt alveg vist: Ihaldið mundi flaðra upp um rússa jafn ámátlega og upp um kanaogbreta, þvl að hundseðlið er samt við sig. Hitt er svo jafn öruggt, að barátta herstöðvaandstæðinga yrði þá jafn nauðsynleg eftir sem áður. Sú barátta verður áreiðanlega ekkiháðaf íhaldinu né vl-dótinu, þvl að vafalaust verður hægt að græða á rússum ekki siður en könum. Sigurður Baldursson Miklar jramkvœmdir fyrirhugaðar Atvinnuástand er gott I Siglu- firði um þessar mundir, sagði Gunnar Rafn blaðinu I gær. Sigluvík og Stálvik eru nýkomnar til hafnar, önnur með 60 smálestir en hin með 120. Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar hjá bænum i sumar. Má þar fyrst minnast á hitaveituframkvæmdirnar, en stefnt er að þvi að ljúka lögnum hitaveituæða um bæinn. Má ætla, að við það komi til með að vinna um 50 manns. Þá er áformað að skipta um jarðveg I þremur götum á Eyrinni og undirbúa þær undir lagningu varanlegs slitlags. Hefur áætlun verið gerð um að leggja varanlegt slitlag á götur bæjarinsá næstu 10 árum og eru fyrirhugaðar framkvæmdir i sumar fyrsti áfangi á þeirri braut. Enn er þugmyndin að unnið verði að hafnarframkvæmdum Frá Siglufirði fyrir um 30 miljónir króna. Loks er það svo framhald virkjunarframkvæmda við Neðri-Skeiðfoss I Fljótaá og standa vonir til að sú virkjun komist I gagnið i haust. Okkur þykir raunar býsna þungt fyrir fæti með fjármagns- útveganir til hitaveitu- og virk junarframkvæmda og virðist naumast nægilegt hald i þeim fyrirheitum stjórnvalda að slfkar framkvæmdir njóti forgangs um fjármögnun. Nú, hér má bæta því við, þótt annaö mál sé, að bæjarstjórnin; samþykkti nýlega áskorun á rikisstjórnina um að ljá ekki máls á landhelgissamningum viðbreta og aðrifta samningun- um við þjóðverja ef að „bókun 6” kemur ekki hið fyrsta tilj framkvæmda. Tónlistarkennslt á Ströndum , Sú nýlunda hefur nú borið við jhér, — og er vissulega fagnaðareftii, — að tónlistar- kennari úr Reykjavik hefur verið hér að störfum undanfarið og er raunar enn, sagöi Pálmi Sigurðsson I Klúku Lands- hominuIgær.Mun sýsluneftidin hafa veitt nokkurt fjármagn til þessarar starfsemi. Sem stendur er kennarinn aö störfum á Drangsnesi, en einnig hefur hann verið á ! Hólmavlk og auk þess farið um sveitirnar. Kennslan verður aö teljasthafa verið sæmilega sótt, enda þótt annrlki sé mikið á þessum árstima. Nauðsynlegt væri að koma sllkri kennslu á i skólunum hér, og vonandi er þetta upphaf aö öðru meira á þeásu sviöi. Sem áður verður skólahúsiö á Klúku opið fyrir ferðafólk I sumar. Notaði fólk sér mjög af þvi I fyrra og var húsið þá full- setið á bverri nóttu um alllangt skeið. Erekki ástæða til að ætla annað én að svo verði einnig á sumri komanda. Geta má þess, að sundUaug er á staðnum. Tlð hefúr veriö hér köld og rysjótt það, sem af er vorinu. Gróðurlítið er þvi enn og spretta með seinna móti á ferð. Sauðburður stendur nú sem hæst. Fénaðarhöld eru sæmileg og ekki hægt að segja að um nein óvenjuleg vanhöld sé að ræða. Margir stunda hér grásleppu- veiðar um þessar mundir, bæði úr þorpunum og sveitum,en hún gengur fremur stirðlega vegna hins óstöðuga tiöarfars. A sjó gefur ekki nema öðru hvoru og netin vilja fara I bendu þegar umvitjanir verða stopular og mikið af netum I sjó, en þeim hefur fjölgaö mjög á seinni árum. Hins vegar virðist mikið um grásleppu og mundi veiði góð, ef betur viðraði. Kaupfélag Steingrimsfjarðar tekur mikið af hrognunum, en svo salta menn þau einnig sjálfir. Mikil búbót er að þessum veiöum þegar hægt er að stunda þær að einhverju ráði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.