Þjóðviljinn - 22.05.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.05.1976, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN Laugardagur 22. mai — 41. árg. ÍÍO. tbl. NATO AÐ YERKI Geir og Einar leiddir sem lömb til slátrunar í Osló Reynt að kúga íslendinga til samninga við bretana Geir Hallgrimsson forsætisráðherra flaug skyndilega tii Osló í gær frá Finnlándi og að loknum utanrikisráðherrafundi NATO hófust viðræður islensku ráðherranna Geirs Hallgrimssonar og Einars Agústssonar við Anthony Crosland, utan- rikisráðherra breta um landhelgismálið. Luns framkvæmdastjóri NATO og Frydenlund, utan- rikisráðherra Norðmanna tóku einnig þátt i við- ræðunum. Fundurinn stóð i 3V2 klukkustund, og hvildi yfir honum mikil leynd. Af fréttastofufregnum er ljóst, að samningar við breta eru á næsta leyti, ef þeir Geir Hallgrimsson og Einar Ágústsson fá að ráða ferðinni. 180 skóla- nemar á atvinnu- leysisskrá Allir fimmtán borgar- fulltrúar í Reykjavik sam- þykktu i fyrrakvöid aö visa tillögu Sigurjóns Péturs- sonar, bor ga r f u 111 r ú a Alþýöubandalagsins, um atvinnumál skólafólks til borgarráös tii frekari umfjöllunar, en frá þessari tillögu var Htillega sagt hér i blaöinu i fyrrradag. Allnokkrar umræður uröu um atvinnuhorfur skólafólks i sumar. Kom fram, aö nú munu 180 skólanemar á aldrinum 16 ára til 22 ára vera skráðir atvinnulausir. Talið er að þessi tala verði komin upp i 800 innan tiðar. I tillögu Sigurjóns er gert ráð fyrir átaki á vegum borgarinnar til þes að bæta hér úr. Frá umræðum um tillöguna verður skýrt i blaðinu eftir helgi. —úþ Ekki fer milli mála, að þeir Geir Hallgrimsson og Einar Agústsson eru komnir á bólakaf I samsinga, og hafa ekki einu sinni haft manndóm til að standa við hátiðlegar yfirlýsingar um að aldrei skuli þó sest að samningaborði við breta meðan herskipin eru hér innan land- helgi! 1 útvarpsviðtali við Luns, fram- kvæmdastjóra NATO i gær kom fram, að hann væri nú „bjart- sýnni en áöur” á „lausn” deil- unnar. Sagði Luns það liggja i loftinu að hægt væri að ná sam- komulagi, en Islensku ráð- herrarnir yrðu þó að ráðgast við samráðherra sina I Reykjavik áöur en frá málinu yrði gengið! I fréttum ntb. fréttastofunnar er haft eftir breska utanrikisráö- herranum, að viðræðurnar hafi verið „hinar jákvæðustu um langt skeið”, og hugsanlega muni fara fram frekari samningaviðræðurl Osló eða Br'ússel á næstunni. Þá er I sömu frétt haft eftir Crosiand, að tal Einars Agústssonar um hugsanlega úrsögn Islands úr NATO muni eingöngu hafa verið hugsað fyrir fólk hér heima á Is- landi, en i samtölum við sig hafi tónninn hjá Einari greinilega ver- ið allur mildari!!, sagði breski utanr Ikisráðherrann. Þá er það I fréttastofufregnujn haft eftir embættismönnum hjá NATO, að ekki væri útilokaö að takast mundi að finna formúlu, sem gerði bretunum kleift að draga herskipin til baka án þess að „missa andlitið”. — Er þar sjálfsagt átt við, að togararnir verði látnir hafa frið að mestu, þegar herskipin væru farin. — Skjótra aðgerða er nú þörf svo takast megi að hrinda tilraun NATO til að kúga islendinga til uppgjafar I landhelgismálinu. Hættan á svikasamningum er á •næsta leyti. Þjóðviljinn skorar á landsmenn að taka höndum saman um aö stöðva'' sókn NATO gegn lifshagsmunum okkar. Sigrum breta en semjum ekki. Dregið í Blaðbera- happdrœtti Þjóðviljans BAKSÍÐA Friðrik barðist til sigurs gegn Karpov en heims- meistarinn lét sig ekki. Frásögn GSP frá Amsterdam SJA 3. SIÐU Ákvörðun um byggingu aðveitustöðvar RR á lóð Austurbœjarskóla frestað i borgarstjórn Ónó og falskar uppiysmgar um lóðastœrð og lóðafjölda var ástœðan fyrir frestuninni! Borgarstjórn ákvaö meö sam- hljóöa atkvæöum á fundi sinum i fyrrakvöld aö fresta ákvöröun um byggingu aöveitustöövar fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur á lóö Austurbæjarskólans, þar sem fram kom á fundinum, aö alls ekki haföi veriö athugaö til neinn- ar hlitar hvort fáanleg heföi veriö önnur lóö undir aöveituhúsiö. Fram kom á fundi þessum, að fjölmargir aðrir valkostir gætu staðið til boða. Fullyrt hafði verið að aðeins væri um einn valkost að ræöa annan en lóð Austurbæjar- skóla og bygging hússins þar myndi kosta borgarsjóð 70 mil- jónum króna meira en ef byggt yrði á skólalóðinni. Meðal þess, sem upplýst var á fundinum var, að Sumargjöf hef- ur fengiö vilyröi fyrir 3000 fer- metra lóöá milli Sundhallarinnar og Heilsugæslustöðvarinnar til þess að reka þar dagvistunar- stofnun, en ein slik er i nokkurra metra fjarlægð frá þeim stað, hinum megin við Sundhöllina. Aukakostnaöur viö að reisa húsiö á þeirri lóö yröi i hæsta lagi 10 miljónir króna. _ Viö Eiriksgötu er 3400 fermetra lóö austan við Hnitbjörg. Þeirri hugmynd var slegið fram á borg- arstjórnarfundi hvort ekki væri hægt að fá Sumargjöf til þess að skipta á þessari lóö og hinni sem aö frainan getur, en aukakostn- aður við byggingu aðveituhúss við Eiriksgötu er talinn nema um 70 miljónum króna. Þá var það upplýst á fundinum, að er einn borgarfulltrúi spurðist fyrir um þetta hjá Sumargjöf, var honum sagt aö lóðin viö Eiriks- götu væri allt of litil, þrátt fyrir þaö, aö hún er 400 fermetrum stærri en sú, sem Sumargjöf hef- Framhald á bls. 14. Þrjár harkalegar ásiglingatilraunir Um sjöleytið siödegis i gær, — einum klukkutima eftir lok samningafundar breska utan- rikisráöherrans og islensku ráö- herranna i Osló.þá geröi breskt herskip þrjár tilraunir til aö sigla á islenskt varöskip á öræfagrunni. Aö sögn Gunnars ólafssonar, talsmanns landhelgisgæslunnar voru ásiglingartilraunirnar mjög alvarlegar og harkalegar, og munaöi aöeins örfáum senti- metrum, aö herskipinu tækist aö sigla á varðskipiö. Þegar herskipiö hóf ásiglingartilraunir sinar, átti. varðskipiö 3 og 1/2 mOu ófarna aö togurum, sem tekiö höföu sig út úr meginhópnum til veiöa. Togararnir hlföu og lögöu af staö i áttina til mcginhópsins, þegar varöskipiö nálgaöist.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.