Þjóðviljinn - 22.05.1976, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 22.05.1976, Blaðsíða 13
Laugardagur 22. maí 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 „Fimm konur” að hœtta Síðasta sýning á norska leikriiinu Fimm konum verður i Þjóðleikhús- inu á fimmtudag. Leikritið er eftir Björg Vik, og er þar skyggnst inn I lif fimm ungra kvenna á fertugsaldri eina kvöldstund yfir glasi. Leik- stjóri er Erlingur Gisiason og konurnar fimm eru leiknar af Brieti Héðinsdóttur, Bryndisi Pétursdóttur, Kristinu önnu Þórarinsdóttur og Sigriði Þorvaldsdóttur. A myndinni eru þær allar nema Sigriöur. útvarp 7.00 Morgunútvarp. Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigrún Sigurðardóttir les framhald sögunnar „Þegar Friöbjörn Brands- son minnkaði” eftir Inger Sandberg (4). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriöa. Óskalög sjúklingakl. 10.25: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin, Tónleikar, Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 lþróttir. Umsjón: Jón Asgeirsson. 14.00 Tónskáldakynning Atla Heimis Sveinssonar. 15.00 Endurtekiö efni. a. Um afbrot unglinga. M.a. rætt viö nokkra unglinga frá upptökuheimilinu i Kópa- vogi og Kristján Sigurðsson forstöðumann. (Aöur út- varpað i marsbyrjun í þætt- inum Aö skoða og skil- greina, sem Kristján Guö- mundsson stjórnaði). b. Guðrún á Firði. Bergsveinn Skúlason flytur frásögu (Aður útv. 12. mars I fyrra). 16.00 Fréttir. 16.15 Veöurfregnir. islenskt mál.Gunnlaugur Ingólfsson cand. mag. flytur þáttinn. 16.40 Popp á laugardcgi. 17.30 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Hugleiðingar um ham- ingjuna. Sigvaldi Hjálmars- son flytur erindi. 20.00 Hljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. 20.45 ,,Ég vil bara veröa bóndi". Jónas Jónasson ræðir við Jón Pálmason bónda á Þingeyrum. 21.40 Danshljómsveit út- varpsins i Vinarborg leikur létta tónlist. Stjórnandi: Karel Krautgartner. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. s|ónvarp 17.00 tþróttir.Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Týndi konungssonurinn. Leikrit byggt á æyintýra- leiknum Konungsvalinu eftir Ragnheiði Jónsdóttur. 1. og 2. þáttur. Leikendur: Kristján Jónsson, Þórunn Sveinsdóttir, Erna Gisla- dóttir, Gunnar Kvaran, Sævar Helgason, Guðrún Stephensen, Jónina H. Ölafsdóttir, Jónina Jóns- dóttir, Sveinn Halldórsson, Bessi Bjarnason, Harald G. Haralds og Gerður Stef- ánsdóttir. Leikstjóri Kristin Magnús Guðbjartsdóttir. Aður á dagskrá 16. nóvember 1969. 19.00 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Læknir til sjós. Breskur gamanmyndaflokkur. 1 kvennafans.Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.00 Svartur könnunar- leiðangur. Bresk mynd um leiðangur fjögurra Afrikú- búa til Englands. Þýöandi og þulur Ellert Sigur- björnsson. 21.50 Hráskinnsleikur (Fortune Cookie), Bandarisk gamanmynd frá árinu 1966. Leikstjóri er Bily Wilder, en aöalhlutverk leika Jack Lemmon og Walter Matthau. Harry Hinkle verður fyrir sm- avægilegum meiðslum við störf sin, og er færður á sjúkrahús. Mágur hans, sem er lögfræðingur, fær hann til að þykjast þungt haldinn, og þannig hyggjast þeir hafa fé af trygginga- félaginu. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 23.50 Dagskrárlok. Mikið úrval bóka Marx, Engels, Lenin, tækni, visindabæk- ur, skáldsögur, listaverkabækur, einnig nótur og hljómplötur frá Sovétrikjunum, Tékkóslóvakiu, Póllandi og Ungverja- landi. ERLEND TÍMARIT Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig, 2. hæð. Simi 28035. Bráð- fyndin ádeilu- mynd frá Svíþjóð Mánudagsmynd Háskólabíós er „Eplastríð- ið" nútíma þjófélagssaga frá Svíþjóð, gerð undir stjórn Tage Danielssons, sem einnig samdi handritið i samvinna við Hans Alfredson. Þeir félagar Hasse og Tage hafa átt stærstan þátt i nýsköpun revíuformsins og húmor- kvikmynda í Svíþjóð Tage Danielsson, leikstjóri, við upptökuna á Eplastriöinu. „EPLASTRÍÐH)” loksins i Háskólabíói Siðustu myndir þeirra, „Epla- striöið”, „Eggið er laust”, og „Sleppið föngunum lausum”, hafa einkennst af gráu gamni, og eru i senn bráðfyndnar og beinskeyttar ádeilur. Tónlistin við „Eplastriðið” er eftir sænska þjóðskáldið og trúbadúrinn Evert Taube, sem lést i vetur. Aðallag- ið, „Englamörk”, var einkennis- lag Umh verfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem haldin var i Stokkhólmi fyrir nokkrum árum. Margt ágætra leikara er jafnan i för meö Hasse og Tage, og i þessari mynd má sjá Max Von Sydow, Monicu Zetterlund, Birgittu Anderson, Sture Erikson, Per Grundén og Yvonne Lombard, svo einhverjir séu nefndir. Efni myndarinnar er I stuttu máli að svissneskur auðmaður, Jean Volkswagner, hyggst kaupa upp sænskt sveitaþorp og um- hverfi þess og breyta þvi i miðstöð fyrir skemmtiferða- menn. Sveitasælan og náttúru- feguröin eiga að vikja fyrir skemmtistöðum, risahótelum og hraöbrautum. Þará að reisa borg sem ber vott um þýskt og ameriskt hugvit og heita skal „Deutschneyland”. Volkswagner fær bæjaryfirvöld i lið með sér, en heimamenn safnast saman undir eplatré, skera upp herör gegn áformunum og fá þjóðsagna- persónur og töfrakrafta náttúr- unnar i liö við sig I eplastriöinu. Baráttan er kostuð með gulli, sem dreki nokkur hefur legiö á. Myndin hefur fengið lof viða um heim og naut mikilla vinsælda i Sviþjóð. Þannig segir kvik- myndagagnrýnandi New York Times: „Þetta er frábær ádeilu- mynd. „Eplastriðiö” virðist hafa örvað vissan ótta sem gert hefur vart við sig I Sviþjóð að undan- förnu við hugsanlegar afleiöingar af Efnahagsbandalaginu og „Eurodollaranum” sem leikur lausum hala i álfunni á náttúruna og það sem enn lifir eftir af sveitamenningunni. Þetta er ævintýri, sem hefur vakið al- menning af doðanum.” Tvœr sýningar eftir á Náttbólinu Sýningum er nú á ljúka I Þjóðleikhúsinu á Náttbólinu eftir Maxim Gorki. Næstsiðasta sýning verður i kvöld og sú siöasta á miðvikudagskvöld. Þessi sýning Þjóðleikhússins undir stjórn sovéska leikstjórans Viktors Strizhov ileikmynd Davids Borovskis hefur hlotiö almennt lof og mikla aðsókn. Bjarni Steingrimsson tekur i tveimur siðustu sýningunum við hlutverki Ævars Kvarans sem Médvedés lögreglumaður, og Sigrún Björnsdóttir hefur fyrir nokkru tekið við hlutverki Kristbjargar Kjeld sem húsráðendafrúin I Náttbólinu. Myndin: Rúrik, Hákon og Bessi i Náttbólinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.