Þjóðviljinn - 22.05.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.05.1976, Blaðsíða 8
8 SIDÁ — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. maí 1976 Risaskip flytja ekki eingöngu ollu. Þetta norsksmiöaöa skip getur flutt 87.600 rúmmetra af fljötandi jarögasi,en þaö magn nægir til aö sjá 150 þúsund manna borg fyrir húshitun I heilt ár. Þegar spænska olíuskip- ið Urquiola strandaði fyrir utan hafnarborgina La Coruna á norðvesturhorni Spánar ekki alls fyrir löngu fóru menn óhjá- kvæmilega að hugleiða þá miklu ógnun sem lifríki sjávar og fjöru stafar af þeim fIjótandi ferlikjum sem nú sigla um höfin með olíu. Risaskipin eiga sér ekki langa sögu, þau eru afkvæmi þeirra uppgangstima sem auövalds- heimurinn bjó viö eftir strið og fram i lok sjöunda áratugarins. Ariö 1955 pantar oliukóngur frá Texas, Daniel K. Ludwig, 84 þús- und lesta skip sem var þá þaö stærsta sinnar tegundar. Grlsku skipakóngarnir Onassis og Niarc- hos vildu ekki vera minni menn og pöntuöu fyrstu skip veraldar- sögunnar sem mæld voru i sex stafa tölum. I því sambandi er ekki úr vegi að rifja upp efni bók- ar sem blaðamaðurinn Noöl Mostert sem er suður- afrískur að uppruna en kanadiskur ríkisborgari ritaði um risaskipin og nefnist einfaldlega <#Sup- ership". Þar fléttar hann margvislegan fróðleik um risaskipin inn i frásögn af ferðalagi sem hann fór með einu slíku frá Evrópu til Persaflóa og aftur til baka. Bók Mosterts er ein sam- felld viðvörun um þá ógn sem stafar af þessum skipum, ekki einasta hina umhverf islegu heldur einnig þá sem snýr að áhöfnum skipanna. Ariö 1956 kemur upp fyrsta Súesdeilan og hiö ótrygga ástand i stjórnmálum Mið-Austurlanda sem fylgdi I kjölfar hennar varö til þess aö menn fóru i alvöru að gefa risaskipunum gaum. Smiöi þeirra tók stökk fram á viö og stæröin jókst hratt. Striö araba og israela áriö 1967 og lokun Súes- skuröarins i kjölfar þéss leiddi af sér annað útþensluskeiö. Skipin stækkuöu óöfluga: 200 þúsund, 250 þúsund, 326 þúsund, 370 þúsund, 470 þúsund 530 þúsund... og þaö tók aö hilla undir miljón tonna skipiö, bresku skipasmiöirnir Harland and Wolff i Belfast sem smiöuuðu Titanic á sinum tima sóttu áriö 1966 um einkaleyfi á smiöi miljón tonna olíuskips. Japanir voru samt manna fremstir i þessari þróun og af- greiöslutimi skipanna styttist stööugt. Nú tekur þaö Mitsubishi skipasmiöastööina aöeins 7 mán- uöi aö gera teikningu af 260 þús- und tonna skipi aö veruleika. Geigvænleg ógnun viö lífríki sjávar og tilvistarmöguleika mannskepnunnar Andstætt öllum hefðum Þessi hraöa þróun er alger ný- lunda á sviöi skipasmiöi. Sjó- menn og útgerðarmenn hafa löngum veriö ihaldssamir og litt hrifnir af nýjungum fyrr en þær hafa sannab gildi sitt og staöist dóm reynslunnar. En eins og á öörum sviðum ýtti gróðavonin, sem var gifurleg i risaskipunum, öllum gömlum heföum til hliðar. Lengi framan af var þeirri að- ferö beitt við hönnun risaskip- anna aö stækka einfaldlega minni oliuskip á teikniboröinu. En þessi tröllvöxnu skip lúta allt öðrum lögmálum og haga sér allt öðru- visi I sjó en þau minni. Ekki bætti heldur úr skák þegar fariö var að spara stálib sem er langstærsti kostnaöarliöurinn viö smiöi þess- ara skipa. Reynslutimi risaskip- anna var sáralitill og öllum til- raunum meö sjóhæfni þeirra stillt i hóf. Enda fengu menn að súpa seyðið af bráðlætinu. Smiöagallar i risaskipum uröu æ tiöari og áriö 1972 neyddust tvær japanskar skipasmiöastöövar til aö kalla inn 55 risaskip sem þær höföu smiö- að, einkum vegna lélegrar raf- suöu. Þaö haföi m.a. komiö i ljós að hreinlega haföi gleymst aö raf- sjóða ýmsa veigamikla hluti skip- anna, t.d. voru fjögur bönd i 58 þúsund tonna skipi sem smlðaö var árið 1964 hvergi fest. Sjómannastéttin fékk aö gjalda fyrir gróðahyggjuna meö ótöld- um mannslifum. Réttindalausir yfirmenn Til þess aö auka gróöann enn meira láta margir útgeröarmenn skrá skip sin i löndum eins og Liberiu, Panama, Honduras og Libanon, þvi þar eru kröfur um öryggi og aðbúnaö áhafnarinnar minni en á Vesturlöndum. A pappirunum á Liberia stærsta flota heims. Liberia á lika annað met: meöalaldur þeirra skipa sem þar voru skráö og fórust á árunum 1966—70 var 8.7 ár. 1 Jap- an og Evrópu var sambærileg tala 12 ár. Það hefur oft komiö I ljós þegar skipstapar eru rannsakaðir að margir yfirmannanna eru rétt- indalitlir eöa -lausir. Til dæmis var skipstjóri á bandarisku skipi skráðu I Liberiu sem fórst fyrir nokkrum árum algerlega rétt- indalaus. Þessum mönnum er oft þrælað út, til dæmis haföi skip- stjórinn á Torrey Canyon ekki stigiö á land i 366 daga þegar skip hans strandaöi viö suövesturodda Englands. Þótt tækjabúnaður skipanna sé mjög fullkominn eru tækin iöulega biluö langtimum saman. Þegar eitt af skipum On- assis, Arrow, sem skráö var i 1 Laugardagur 22. mai 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 .' >.,, , .,,v Tiflis, höfuöborg Georgiu. Þar hafa libsmenn „frjálsrar verslunar' snúist gegn stjórnvöldum meö sprengjutilræöum. Hreinsað til í Georgíu Liberiu, strandaöi úti fyrir ströndum Kanada árið 1970 bilaði ratsjáin klukkutima áöur en slys- ið varð, bergmálsdýptarmælirinn haföi verið bilaöur i tvo mánuöi og giróáttavitinn sýndi þriggja gráðu misvisun. Oft stafa þessar bilanir af þvi að þeir sem um- gangast tækin kunna ekki aö nota þau eða gera viö þau, eða hafa hreinlega ekki fyrir þvi að láta gera viö tækin i höfnum. Lítil sjómennska Ef risaskip verður fyrir óhappi úti á rúmsjó og þarf aö komast i slipp til viögerðar eru góö ráö dýr. Arið 1972 var aöeins 21 þurr- kvi til i heiminum sem gat tekið viö skipum stærri en 200 þúsund tonn. 10 þeirra voru i Japan, af- gangurinn I Evrópu. Ef skipin leka er algengt aö hafnaryfirvöld neiti þeim um aö koma aö landi. Þess eru dæmi að skip hafa veriö tvo mánuöi á flækingi milli hafna vegna þessa. Stærð skipanna gerir þeim viöa erfitt fyrir. Stærsta skip sem til var I heiminum þegar bók Most- erts var skrifuö áriö 1974 var Globtik Tokyo, 476 þúsund tonn. Það er 373 metrar aö lengd og ristir rúma 27 metra. Það þýðir að siglingar á grunnslóöum eins og Ermarsundi, Noröursjó og Malakkasundi eru mjög vara- samar enda hafa risaskip oft tek- ið niðri á þessum slóðum. Nú mætti ætla aö allt væri gert til að gera þessi skip sem best úr garði þannig aö stjórnun þeirra sé sem auðveldust. En einnig þar er sparaö. Til dæmis heyrir þaö til undantekninga aö risaskip séu búin tveim skrúfum. Það þýöir aö skipin eru algerlega stjórnlaus þegar hraðinn minnkar og viö- bragðsflýtirinn er mjög lítill. Starf um borö i þessum ferlikj- um á lítiö sameiginlegt meö hefð- bundinni sjómennsku. Stærðar- hlutföllin ein gera sitt. Þegar 200 þúsund tonna skip siglir tómt eru 50 metrar frá brúnni niöur aö sjó- linu. Breidd skipsins er mjög svipuö. Allur stjórnbúnaöur er elektróniskur og jafnvel tölvu- drifinn. Þaö heyrir til algerra undantekninga aö vélstjórar komi nálægt vélinni. Stjórnun skipanna færist æ meir yfir á hendur raftækni- og tölvufræð- inga. Ahafnirnar koma sjaldnast i land, bæbi komast skipin yfirleitt ekki upp að heldur liggja viö legu- færi langt fyrir utan og svo hefur tækni viö losun og lestun fleygt fram. Þaö tekur dagpart aö losa 200 þúsund tonna skip. Eins og sardínudós Eins og áður segir er það al- gengt bragð útgerðarmanna aö skrá skip sin þar sem öryggis- kröfur eru litlar. En þaö nægir ekki. Þegar skip fara fyrir Góbrarvonarhöfða á suðurodda Afriku urðu þau aö hafa ákveðiö friborð vegna þess aö siglingar- leiöin er ein sú hættulegasta i heimi. Fyrir 200 þúsund tonna skip þýddi það aö 5 þúsund tonn- um minna af oliu komst i þaö. Þetta óx útgerðarmönnum i aug- um og þvi beittu þeir Alþjóöa sigl- ingamálastofnunina (IMCO) þrýstingi og fengu þessu breytt sumariö 1968. Strandlengja og lif- riki Suöur-Afriku fékk aö súpa seyöið af þessu. Fjöldi skipa fórst eöa varö fyrir áföllum og mörg verstu mengunarslysin urðu vegna þess ab skipstjórar uröu smeykir við sjólagiö og létu þús- undir tonna vaöa i sjóinn til aö létta skip sin. Loks ber aö nefna eitt atriöi sem hefur grandaö mörgu skip- inu. Þegar skip sigla með tóma tanka er mikil hætta á sprenging- um i þeim. Menn standa ráöþrota frammi fyrir þeim lögmálum sem gilda i tönkum sem borið hafa oliu eba gas, þvi efnasam- setning oliunnar er mjög misjöfn eftir uppruna og jafnvel einstök- um oliulindum. Banvænt gas myndast i tómum tönkum og eng- inn veit hvernig hver einstakur farmur bregst viö þegar hann kemur i snertingu viö stálið i tönkunum. Mönnum er i fersku minni hvarf norska skipsins Berge Istra i vetur. Tveir menn sem komust af skýröu svo frá að miklar sprengingar heföu oröið i skipinu og það sokkiö á örfáum minútum. Þetta er siöur en svo einsdæmi þvi það hefur oft gerst Hér hefur fótboltavöllur I fullri stærö veriö felldur inn I teikningu af oliuskipi sem mælist 335 þúsund tonn. Þetta ætti aö gefa nokkuð góöa mynd aö stæröinni. aö þilför risaskipa hafa hreinlega rifnaö og rúllast upp eins og þeg- ar sardinudós er opnuð. Fátt um svör Þegar olia kemst I sjó koma upp ýmsar spurningar sem vis- indin kunna litil sem engin svör við. Augsýnilegasti skaöinn bitn- ar á sjófuglum, fjörugróöri og grunnsjávardýrum. En hversu lengi varir eyöingarmáttur oliu- brákarinnar? Og hvert berst hún fyrir straumum og vindi? Viö þessu eru fá svör til.en vitaö er að þegar olia sest á sjó gerist a.m.k. tvennt: svif og annað dýralif sem þrifst viö yfirboröiö eyöist og þar með mikilvæg fæöa djúpskreiðari sjávardýra, og olian myndar eins konar teppi ofan á sjónum og sviptir hann þar meö öllu súrefni sem sjávardýrin þarfnast. Tilraunir meö efni sem kljúfa sameindir oliunnar eöa sökkva henni hafa ekki boriö þann árang- ur sem menn vonast eftir. Þau efni sem notuð voru I fyrstu ollu iðulega enn meira tjóni en sjálf olian, þetta hefur þó breyst til batnaöar undanfarin ár. Algengt ráö er að nota kalk til aö sökkva oliu en þegar þaö er gert renna menn blint i sjóinn meö þaö hversu lengi olian helst á botnin- um og hvaöa áhrif hún hefur á botngróður. Olia sem sökkt er hér getur borist langar leiöir með neðansjávarstraumum og skotiö upp kollinum allt annars Staöar. Þegar litiö er til þess hve fátt er vitaö um afleiöingar oliumengun- ar og viðbrögð viö henni verður það enn ógnvænlegri ábyrgöar- hlutur aö smiöa skip á sem styst- um tíma, gæta ýtrasta sparnaöar við gerö þeirra og neyta allra bragða til aö sniöganga öryggis- kröfur. Slikt athæfi sýnir svo glórulaust viröingarleysi fyrir mannlegu lifi og náttúrulögmál- unum að orö fá ekki lýst þvi. En auðvaldið svifst einskis á þessu sviöi frekar en öörum. —ÞH tók satnan. Georgia (eða Grúsia) er litið, fjöllótt sovétlýðveldi suðvestan undir Kákasusfjöllum og liggur að Tyrklandi. Ibúar eru fimm miljónir. Georgia var velþekkt þegar i fornöld, og georgiumenn hafa næstum aílir verið kristnir siöan árið 318. Georgiumenn hafa verið undir sterkum tyrkneskum og irönskum menningaráhrifum, þótt svo aö siöustu tvö hundruö árin hafi þeir verið að nálgast rússa á þeim vettvangi. Astæðan til þess að þeir hölluðu sér aö rússum var von um að fá hjá þeim vernd og skjól gegn tyrkjum og irönum. I Sovétrikjunum er fremur litiö á georgiumenn sem asiu- en evrópumenn. Þýöing Georgiu i sovéskri — og áöur rússneskri — sögu hefur ver- ið allmiklu meiri en ætla heföi mátt, miðað við það hve þetta er litil þjóð i litlu landi. Ef til vill er engin þjóö Sovétrikjanna frægari en georgiumenn, að rússum að sjálfsögðu frátöldum. Mesta frægð hefur þetta litla land þó hlotið á seinni timum vegna þess, að Jósif Stalin var georgiumaður. Þaö var lika sá alræmdi Lavrenti Beria, æösti yfirmaður sovésku öryggislögreglunnar mörg sið- ustu ár Stalins. Eins og sakir standa hefur Georgia fengið mikið umtal i Sovétrikjunum af allt öörum or- sökum. Þegar minnst er á Georgiu þar um þessar mundir, detta flestum fyrst i hug svarta- markaösviðskipti, spilling og BRUSSEL 19/5 NTB-Reuter — Haft er eftir vestrænum dipló- mötum aö Bandarikin hafi komið sér upp nýju vopni, sem sé eitt það skæðasta sem nokkru sinni hafi verið framleitt. Háttsettir herforingjar i aöalstöðvum Nató i Brussel vilja hvorki játa þvi né neita aö vopn þetta sé til, en fyrr- nefndar heimildir segja að þegar sé farið að framleiöa þaö i Banda- rikjunum. Það hefur að sögn dul- nefnið Captor. Hér kvað vera um að ræða tundurskeyti, sem liggur i hiöi á hafsbotni, en jafnskjótt og óvin- veittur kafbátur nálgast, skriður það út úr skelinni og tekur stefnu á hann. Hægt er að útbúa Captor auðsöfnun einstaklinga. Þessi auögunarafbrot eru i nánu sam- bandi viö það, að Georgia selur öðrum sovétrikjum ávexti og grænmeti á háu veröi, sérstak- lega að vetrarlagi, þegar lýð- Eftir DEV MURARKA, fréttaritara Information í Moskvu veldin noröur frá eru þakin snjó. Arangurinn hefur orðiö sá, aö skapast hefur almenn andúð á viðleitni georgiumanna tii að auðgast persónulega, enda eðli- legt i samfélagi, þar sem ekki er gert ráö fyrir að einkaauðævi séu til. En i mörg ár fékk einkafram- takiö að blómstra i Georgiu, án þess að nokkurt merki sæist um það aö alrikisstjórnin i Moskvu gripi fram i. En þetta breyttist skyndilega i september 1972, þegar Vasili Mshavanadse, sem hafði veriö fyrsti ritari Kommún- istaflokks Georgiu i mörg ár, var settur á eftirlaun, enda þá kom- inn um sjötugt. Eftirmaður hans varð Edúard Sjevarnadse, aðeins 44 ára að aldri, sem allt frá 1965 meö kjarnorkusprengju, og þaö á að vera meö öllu ómögulegt fyrir skotmarkið að komast undan honum. Missi hann þess i fyrstu atrennu, ræöst hann aö þvi að nýju. Hann á lika að vera öruggur um að þekkja vini frá óvini, svo að ekki á aö vera nein hætta á að hann veitist að Nató-skipum. Hægt er að sleppa Captori i sjóinn úr kafbátum, skipum og flugvélum, meðal annars er taliö að bandariska sprengjuflugvélin B-52 geti tekið mörg eintök af honum með sér og sleppt þeim i sjóinn úr mikilli hæð. Meginhlutverk Captors kvaö eiga að vera að loka höfunum milli Bretlands og Islands og haföi verið innanrikisráðherra Georgiu og þar sem yfirmaður’ sovésku leyniþjónustunnar — KGB — i rikinu. Þessi mannaskipti á hæstu stööum leystu úr læðingi storm hreinsunar, sem enn geisar i Georgiu. Sá stormur blæs enn, i sambandi við hann er ljóstraö upp hneykslismáium og meira að segja hafa verið framin sprengju- tilræði og ofbeldi beitt á fleiri vegu, en svoleiðis nokkuð kemur varla fyrir annarsstaðar i Sovét- rikjunum. 1 nokkur ár hefur gengiö orð- rómur þess efnis, að Sjevarnadse sé sifellt hótað bráðum bana af mönnum, sem ekki gefa upp hverjir þeir eru. Einnig hefur svo oft veriö kveikt i opinberum eign- um að stórri furðu gegnir. Siöasta fréttin frá Georgiu er um það aö sprenging hafi brotið glugga i að- setursbyggingu rikisstjórnar- innar i höfðuðborginni Tiflis (Tbilisi). I byrjun april var valdiö tjóni á tónleikahúsi meö spreng- ingu. Ofbeldisaögeröir þessar eru þó siöur en svo pólitiskar mótmæla- aðgerðir. Hér sýnist vera um að ræöa siöustu valdbeitingarmót- stööuna af hálfu hópa og einstakl- inga, sem ekki geta lengur lifað i dýrlegum fagnaði og ekki oröiö eða haldiö áfram að vera auðkýf- ingar. Segja má að hér sé ákveðið sögulegt timabil að renna á enda. Rússar segja að georgiumenn hafi alltof lengi notið þess aö vera landar Stalins, og aö nú veröi aö gera breytingu þar á. Og til þess að koma breyt- ingunni i kring hafa hlutirnir ekki verið teknir neinum vettlingatök- um. Fyrir skömmu siöan birti sovéska blaðið Literatúrnaja Framhald á bls. 14.' Islands og Grænlands, ef striö skyldi brjóast út, þannig að kaf- bátafloti Sovétrikjanna komist þá ekki þar i gegn suður i Atlantshaf. Sé tilgangur Nató meö þessu aö halda sovéska kafbátaflotanum sem mest austan og norðan þeirrarlinu, sem liggur frá Bret- landi tii Grænlands, yfir Island, og er samkvæmt þessu gert ráö fyrir að skæðustu sjóorrustur næsta hugsanlegs heimsstriðs verði háar á hafinu milli Islands og Noregs. Það fylgir meö sögunni að ekki sé fyrirhugað að sleppa vigvéi þessari i sjóinn nema þvi aðeins að striö sé skolliö á eða likur séu á þvi að brjótist út innan fárra klukkustunda. Bandaríkin sögð ráða yfir nýju ógnarvopm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.